Spænska - Grunndiplóma
Spænska
Grunndiplóma – 60 einingar
Í náminu fá nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er meðal annars meðsamskiptum við erlenda nemendur við HÍ.
Skipulag náms
- Haust
- Talþjálfun I
- Spænsk málfræði I
- Menning, þjóðlíf og saga Spánar
- Ritþjálfun I
- Sjálfsnám í spænsku I (fjarnám)V
- Vor
- Spænska í ferðaþjónustu og viðskiptum
- Ritþjálfun II
- Spænsk málfræði II
- Menning, þjóðlíf og saga Rómönsku Ameríku
- Talþjálfun II: Fjölmiðlar og hversdagsmenning
- Sjálfsnám í spænsku IIV
- Sérverkefni í spænskuV
Talþjálfun I (SPÆ102G)
Unnið er með færni í samskiptum og munnlegri tjáningu. Einnig er unnið með tileinkun orðaforða, málfræðiatriða og samskiptamáta. Einnig eru tekin fyrir atriði sem tengjast félagslegum og menningarlegum þáttum tungumálsins. Námsefnið sem er notað eru fréttir líðandi stundar, stuttmyndir, bókmenntatextar og aðrir menningalegir textar markmálsins.
Spænsk málfræði I (SPÆ105G)
Í þessu námskeiði verður farið í ýmis grundvallaratriði spænskrar málfræði á (getu)stigi A2+ (CEFR/ MCER. Sjá https://europa.eu/europass/is/common-european-framework-reference), m.a., sagnir í nútíð og þátíð, fornöfn og samtengingar. Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Menning, þjóðlíf og saga Spánar (SPÆ107G)
Fjallað verður um samfélag, menningu og þjóðlíf Spánar. Einnig verður stiklað á stóru um sögu lands og þjóðar.
Æskilegt er að nemandi taki námskeiðið DET101G samhliða þessu námskeiði.
Ritþjálfun I (SPÆ110G)
Nemendur fá þjálfun í uppbyggingu og ritun skemmri og lengri texta á spænsku. Þeir fá þjálfun í notkun orðabóka og leiðsögn í réttritun á spænsku. Einnig verður fjallað um reglur þær sem gilda um tilvitnanir og heimildanotkun. Unnið er með ólíka gerðir texta, hlustun og endursögn og myndrænt efni.
Sjálfsnám í spænsku I (fjarnám) (SPÆ003G)
Sjálfsnám í spænsku I er nemendastýrt fjarnám fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í spænsku, A2 eða meira (samsvarar 2 ára námi í framhaldsskóla eða meira). Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Námið fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Spænska í ferðaþjónustu og viðskiptum (SPÆ104G)
Í námskeiðinu skipuleggja nemendur ferðir á spænsku til ýmissa landa, t.d. Íslands, Spánar, Perú og Mexíkó, og móttöku ferðamanna í þessum löndum ásamt skipulagningu styttri og lengri ferða (skoðunarferðir, menningatengdar ferðir, afþreyingaferðir, m.m.). Einnig verður farið í ýmislegt sem lýtur að viðskiptum og menningarlæsi í viðskiptum.
Sérstök áhersla verður lögð á orðaforða sem viðkemur ferðaþjónustu og viðskiptum.
Ritþjálfun II (SPÆ201G)
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu stafsetningarreglur spænskrar tungu, greinarmerkjasetningu, áherslureglur og réttritun, m.m.
Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Spænsk málfræði II (SPÆ204G)
Í námskeiðinu verður haldið áfram þar sem frá var horfið í Spænskri málfræði I. Meðal annars verður fjallað um sagnir, viðtengingarháttinn og aukasetningar.
Menning, þjóðlíf og saga Rómönsku Ameríku (SPÆ205G)
Inngangsnámskeið í menningarsögu spænskumælandi þjóða í Rómönsku-Ameríku. Farið er stuttlega yfir sögu álfunnar allt frá tímum frumbyggja til nútímans með hliðsjón af þjóðlífi, menningu og samfélagslegri uppbyggingu. Einnig eru tekin til umfjöllunar eftirfarandi efni: trúarbrögð, tónlist, hátíðir, staða kvenna og fjölskylduuppbygging, málefni indíána og blökkumanna, m.m.
Talþjálfun II: Fjölmiðlar og hversdagsmenning (SPÆ267G)
Unnið er með færni í samskiptum og munnlegri tjáningu. Einnig er unnið með tileinkun orðaforða, málfræðiatriði s.s. samtengingar og orðasambönd til að binda saman texta eða tal. Einnig eru tekin fyrir atriði sem tengjast félagslegum og menningarlegum þáttum tungumálsins.
Námsefnið sem er notað eru fréttir líðandi stundar, stuttmyndir, bókmenntatextar og aðrir menningalegir textar markmálsins. Námskeiðið byggist einnig á samstarfsverkefni á netinu með Háskólanum í Barcelona. Íslensku nemendurnir æfa talað mál í ýmiss konar verkefnum sem þeir deila með nemendum á Spáni.
Sjálfsnám í spænsku II (SPÆ004G)
Sjálfsnám í spænsku II er nemendastýrt fjarnám þar sem nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í spænsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á misseri. Auk þess taka nemendur taka þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.