Skip to main content

Japanskt mál og menning - Grunndiplóma

Japanskt mál og menning - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Japanskt mál og menning

Grunndiplóma – 60 einingar

Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan. 

Skipulag náms

X

Japönsk málnotkun I (JAP101G)

Þetta er kjarnanámskeiðið í japönsku fyrir byrjendur. Nemendur kynnast helstu reglum í japanskri málfræði. Áherslan er á talmál (samtöl). Nemendur læra að skilja talað mál og tjá sig í töluðu máli á japönsku. Lögð er áhersla á orðaforða daglegs lífs. Fyrirlestrar eru í byrjun viku og síðan fer kennslan fram í litlum hópum. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð.

Athugið að upplýsingar um kennara verða uppfærðar vor 2024.

X

Japanskt ritmál I (JAP102G)

Nemendur læra að lesa og skrifa japönsk tákn, þ.e. kana og kanji. Áhersla er lögð á tileinkun orðaforða og lestur og ritun einfaldra texta.

X

Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I (JAP103G)

Framburðaræfingar og þjálfun í að hlusta á japönsku. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri.

Athugið að upplýsingar um kennara verða uppfærðar vor 2024.

X

Japanskt þjóðfélag og menning I (JAP105G)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í japanskt þjóðfélag og menningu bæði fyrr og nú. Viðfangsefni námskeiðsins eru m.a. sjálfsmynd, menntun, trúarbrögð, hefðir og listir í Japan.

X

Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu einkenni japansks þjóðfélags í dag. Rætt verður um ýmsar hliðar þjóðfélagsins, m.a. frá sjónarhorni menntakerfis, kynjahlutverka og fjölskyldu, fyrirtækjamenningar, stjórnmála og dægurmenningar. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til dagsins í dag með aðaláherslu á „klassíska tímabilið“ 1950-70 og leikstjóra á borð við Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Fjallað verður um bakgrunn þekktra kvikmynda og efni þeirra greint til sjá hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða valdar myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Japanskar nútímabókmenntir (JAP305G)

Nemendum eru kynntar stefnur og straumar í japönskum nútímabókmenntum, þar sem einkum er horft á þróun skáldskapar. Lesefni námskeiðsins eru þýðingar á ensku á smásögum og köflum úr stærri verkum frá Meiji tímabilinu til dagsins í dag. Áhersla er lögð á 20. öldina. Í tímum verða haldnir kynningarfyrirlestrar á lesefni og umræður um valda texta fara fram í kjölfarið.

X

Japönsk málnotkun II (JAP202G)

Framhald af námskeiðinu Málnotkun I. Aðaláherslan er lögð á undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða daglegs lífs. Reglulega verða tekin próf í tímum.

Athugið að upplýsingar um kennara verða uppfærðar vor 2024.

X

Japanskt ritmál II (JAP203G)

Framhald af námskeiðinu Japanskt ritmál I. Áhersla verður lögð á að lesa, skrifa og skilja hiragana og katakana. Nemendur þurfa að ná tökum á 58 kanji. Reglulega eru próf í tímum.

X

Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II (JAP204G)

Framhald á námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I. Áhersla er lögð á framburð og talað mál. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.

Athugið að upplýsingar um kennara verða uppfærðar vor 2024.

X

Japönsk saga (JAP208G)

Yfirlits námskeið þar sem fjallað verður um sögu Japans frá forsögulegum tíma til samtímans. Saga Japans er mikið og stórt verkefni og því verður stiklað á stóru í þessu yfirlitsnámskeiði, en lögð verður áhersla á að nemendur öðlist skilning á þeim samfélagslegu þáttum sem hafa átt sinn þátt í að móta það menningarlega umhverfi sem fyrirfinnst í Japan nútímans. Fyrirlestrar nemenda munu skipa veigamikinn sess í tímum og nemendur hjálpast að við undirbúning á samantekt efnis til undirbúnings fyrir próf. Í rannsóknarverkefni munu nemendur fá tækifæri til að kynna sér ítarlegar sjálfvalið efni innan sögulega rammans.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hringur Árnason
Anna Ingolfovna Skúlason
Hringur Árnason
Japanskt mál og menning - BA nám

Þetta byrjaði sem áhugamál en breytist fljótt í ástríðu. Það sem greip mig fyrst og fremst var ástríðan sem kennararnir hafa fyrir starfi sínu. Áhugi þeirra á efninu er virkilega smitandi, og eftir fyrsta fyrirlestur er ekki aftur snúið. Nemendahópurinn er smár en félagsandinn er æðislegur, og það er unun að stunda nám innan um hóp sem deilir áhuga á tungumáli sem og japanskri menningu.

Anna Ingolfovna Skúlason
Japanskt mál og menning BA-nám

Ég hef alltaf haft áhuga á japanskri menningu og bókmenntum svo það var rökrétt framhald að velja BA-nám í japönsku máli og menningu í Háskóla Íslands. Eitt af því besta við námið er að það veitir einstakt tækifæri að læra tungumálið af þremur frábærum kennurum í námsleiðinni sem allir hafa japönsku að móðurmáli. Í náminu er boðið upp á afar áhugverð námskeið um japanska menningu, sögu og kvikmyndagerð sem mér finnst allra skemmtilegast. Þar sem öll námskeiðin eru kennd á ensku þá er nemendahópurinn afar fjölbreyttur og ég er svo heppin að vera hluti af þessum magnaða hópi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.