Japanskt mál og menning - Grunndiplóma


Japanskt mál og menning
Grunndiplóma – 60 einingar
Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan.
Skipulag náms
- Haust
- Japönsk málnotkun I
- Japanskt ritmál I
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I
- Japanskt þjóðfélag og menning I
- Japanskt þjóðfélag og menning IIB
- Japanskar kvikmyndirBE
- Japanskar nútímabókmenntirB
- Vor
- Japönsk málnotkun II
- Japanskt ritmál II
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II
- Japönsk saga
Japönsk málnotkun I (JAP101G)
Þetta er kjarnanámskeiðið í japönsku fyrir byrjendur. Nemendur kynnast helstu reglum í japanskri málfræði. Áherslan er á talmál (samtöl). Nemendur læra að skilja talað mál og tjá sig í töluðu máli á japönsku. Lögð er áhersla á orðaforða daglegs lífs. Fyrirlestrar eru í byrjun viku og síðan fer kennslan fram í litlum hópum. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð.
Japanskt ritmál I (JAP102G)
Nemendur læra að lesa og skrifa japönsk tákn, þ.e. kana og kanji. Áhersla er lögð á tileinkun orðaforða og lestur og ritun einfaldra texta.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I (JAP103G)
Framburðaræfingar og þjálfun í að hlusta á japönsku. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri.
Japanskt þjóðfélag og menning I (JAP105G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum innsýn inn í daglegt líf fyrr og nú í Japan. Aðaláherslan mun verða á þjóðfræði, trúarbrögð og hefðir, samspili þessara þátta og hvernig þeir birtast í nútíma menningu Japan.
Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)
Markmið þessa námskeiðs er að kynna fyrir nemendum daglegt líf í Japan samtímans. Rætt verður um ýmsar hliðar japansks þjóðfélags út frá samfélagsskipan, menntakerfi, stjórnmálum, efnahagslífi og nútímamenningu. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.
Japanskar kvikmyndir (JAP107G)
Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.
Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.
Kennt er á ensku.
Japanskar nútímabókmenntir (JAP305G)
Nemendum eru kynntar stefnur og straumar í japönskum nútímabókmenntum, þar sem einkum er horft á þróun skáldskapar. Lesefni námskeiðsins eru þýðingar á ensku á smásögum og köflum úr stærri verkum frá Meiji tímabilinu til dagsins í dag. Áhersla er lögð á 20. öldina. Í tímum verða haldnir kynningarfyrirlestrar á lesefni og umræður um valda texta fara fram í kjölfarið.
Japönsk málnotkun II (JAP202G)
Framhald af námskeiðinu Málnotkun I. Aðaláherslan er lögð á undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða daglegs lífs. Reglulega verða tekin próf í tímum.
Japanskt ritmál II (JAP203G)
Framhald af námskeiðinu Japanskt ritmál I. Áhersla verður lögð á að lesa, skrifa og skilja hiragana og katakana. Nemendur þurfa að ná tökum á 58 kanji. Reglulega eru próf í tímum.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II (JAP204G)
Framhald á námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I. Áhersla er lögð á framburð og talað mál. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.
Japönsk saga (JAP208G)
Yfirlits námskeið þar sem fjallað verður um sögu Japans frá forsögulegum tíma til samtímans. Saga Japans er mikið og stórt verkefni og því verður stiklað á stóru í þessu yfirlitsnámskeiði, en lögð verður áhersla á að nemendur öðlist skilning á þeim samfélagslegu þáttum sem hafa átt sinn þátt í að móta það menningarlega umhverfi sem fyrirfinnst í Japan nútímans. Fyrirlestrar nemenda munu skipa veigamikinn sess í tímum og nemendur hjálpast að við undirbúning á samantekt efnis til undirbúnings fyrir próf. Í rannsóknarverkefni munu nemendur fá tækifæri til að kynna sér ítarlegar sjálfvalið efni innan sögulega rammans.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.