Danska | Háskóli Íslands Skip to main content

Danska

Danska

180 einingar - BA gráða

. . .

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Um námið

Danska er kennd til 60, 120 eða 180 eininga. Í BA-námi er meginmarkmiðið að nemendur nái öruggum tökum á dönsku máli, tileinki sér akademísk vinnubrögð og öðlist fræðilega þekkingu á danskri tungu og dönsku þjóðlífi ásamt bókmenntum og menningu Dana.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Hæfni nemenda á að vera á B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Reynslan sýnir að dönskunám nýtist víða í atvinnulífinu, allt eftir námsgráðu og sérhæfingu nemenda.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta, t.d. kynningarstörf, leiðsögn, störf við menningartengda ferðaþjónustu og markaðssetningu.

  • Fjölmiðlar, t.d. blaðamennsku, þáttagerð eða miðlun.
  • Dönskukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, námsstjórn og námsefnisgerð
  • Menningargeirinn, t.d. störf á söfnum, ritstörf.
  • Þýðingar.
  • Störf tengd viðskiptum og markaðssetningu.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.