Danska


Danska
BA gráða – 180 ECTS einingar
BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að erlendum tungumálum I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Danskar samtímabókmenntir
- Danska: Tunga, tjáning, menning
- Skilvirkt dönskunám
- Vor
- Meiningar og málavextir
- Dönsk málfræði I: Orðflokkar og orðmyndun
- Danskar bókmenntir á 20. öld
- Danska: Tjáning, saga og samfélag
Inngangur að erlendum tungumálum I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (DET101G, DET102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að leita svara við spurningum á borð við: Hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, siðferði og siðfræði, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. heimildaleit, framsetningu texta, ritun, ritgerðarsmíð, framsögum og fleiru.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í DET102G.
DET101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í DET102G.
Danskar samtímabókmenntir (DAN110G)
Í þessu námskeiði í dönskum samtímabókmenntum verður lögð áhersla á danskar bókmenntir eftir 2000. Með því að lesa texta sem tengjast ýmist raunsæi, töfraraunsæi, sjálfsögum, loftslagsbreytingum eða mínímalísma öðlast nemandinn þekkingu á greiningarverkfærum bókmenntafræðinnar: túlkun, stíl, grein, o.s.frv.
Danska: Tunga, tjáning, menning (DAN112G)
Markmiðið er að nemendur öðlist aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta; hlusta, lesa, tala, skrifa (fimmti færniþátturinn er „að samtala“). Í námskeiðinu verður unnið með danska menningu, hefðir og siði í víðu samhengi. Áhersla verður lögð á markvissa vinnu með þemabundinn orðaforða, auk þess sem nemendur þjálfast í notkun hvers konar hjálpargagna á sviði veforðabóka og leiðréttingaforrita. Efniviður námskeiðsins verður sóttur í alla hugsanlega miðla; dagblöð, tímarit, smásögur, söngtextar, útvarps- og sjónvarpsefni og kvikmyndir.
Skilvirkt dönskunám (DAN113G)
Í námskeiðinu er nemendum leiðbeint um hvernig þeir geta hratt, og af öryggi bætt dönskukunnáttu sína, bæði í tali og ritun. Hverjum nemanda verður mætt á því kunnáttustigi sem hann er og hann aðstoðaður við að vinna með áhugasvið sitt (t.d. ferðafræði, tölvufræði, viðskiptafræði, læknisfræði). Nemendur kynnast margvíslegum aðgengilegum hjálpargögnum, orðabókum og hvers konar vefefni. Unnið verður markvisst að eflingu orðaforða með þekktum aðferðum og leiðum sem gagnast nemendum vel til að efla dönskukunnáttu þeirra. Námsmat er fólgið í munnlegum og skriflegum verkefnum sem nemendur skila yfir misserið.
Meiningar og málavextir (DET201G, DET202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Dönsk málfræði I: Orðflokkar og orðmyndun (DAN204G)
Í námskeiðinu læra nemendur grundvallarreglur danskrar málfræði og beita þeim í talmáli og ritmáli. Nemendur verða að kunna skil á fræðilegri orðræðu um efnið.
Einnig verður farið í byggingu dansks máls. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt með áherslu á hvað er líkt og ólíkt með dönskri og íslenskri beyginga- og setningafræði. Nemendur vinna með fræðilega texa um efnið og nota þekkingu sína til að greina orð og setningar með tilliti til merkingar, beyginga og setningafræði. Nemendur vinna með hagnýt verkefni í tengslum við fræðin.
Danskar bókmenntir á 20. öld (DAN206G)
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist yfirsýn yfir danska bókmenntasögu 20. aldar og kynnist höfundum tímabilsins með því að vinna með lykilverk. Við lok námskeiðsins skulu nemendur geta sýnt hæfni í að gera grein fyrir ákveðnum tímabilum, hugtökum og höfundaverkum í dönskum bókmenntum 20. aldar. Á grundvelli bókmenntalegra sérkenna eiga nemendur að geta staðsett texta í bókmenntasögulegu samhengi og gert grein fyrir fagurfræðilegum straumum tímabilsins.
Danska: Tjáning, saga og samfélag (DAN208G)
Markmiðið er að nemendur öðlist enn aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta. Í námskeiðinu verður unnið með efni af ýmsu tagi og breytilegu þyngdarstigi og sem fjalla um samfélagsleg málefni, stjórnmál og sögulega atburði. Nemendur þjálfast í að tjá sig um samfélagsleg málefni, jafnt stjórnmál, sögu sem og önnur málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Nemendur semja texta bæði skriflega og munnlega fyrir mismunandi tilefni, ásamt því að nota málsnið sem hæfir aðstæðum og samhengi hverju sinni.
- Haust
- Danskur framburður og hljóðfræði
- Dönsk bókmenntasaga fram til 1900
- Dönsk málfræði II: Setningafræði
- Vor
- Dönsk málnotkun
- Dönsk málfræði III: Rannsóknir í dönskum málvísindum
- Tungumál og leiklistV
- Þýðingar (danska)B
Danskur framburður og hljóðfræði (DAN304G)
Farið verður yfir danska hljóðfræði og framburður æfður. Að hluta til verður kennt í málveri.
Dönsk bókmenntasaga fram til 1900 (DAN307G)
Nemendur kynna sér helstu tímabil danskrar bókmenntasögu frá miðöldum til 1900 og átti sig á samhengi þeirra við félagslega og hugmyndasögulega strauma á hverjum tíma. Í námskeiðinu verða lesnir kaflar úr Danasögu Saxa, sálmar eftir Brorson og Kingo, kafla úr Jammersminde eftir Leonora Christine, ævintýri eftir H.C. Andersen og nokkrar skáldsögur. Markmið námskeiðsins er að nemendur kynni sér og greini lykilverk danskra bókmennta (skáldsagna, smásagna, ljóða, leikrita og fl.), þannig að bókmenntasögulegt samhengi verði ljóst. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku.
Dönsk málfræði II: Setningafræði (DAN313G)
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist staðgóða fræðilega þekkingu á danskri málfræði, þ.e. setningafræði (þmt. aukasetningum), beygingafræði og orðmyndun.
Enn fremur að nemendur hafi vald á réttri notkun íðorða, geti beitt fræðilegri þekkingu til greiningar á orðum, auka- og aðalsetningum og texta, sem og fræðilegri þekkingu á málfræði á eigin málnotkun
Í námskeiðinu er dýpkuð þekking á hluta þess efnis sem fjallað var um í Danskri málfræði I: beygingafræði, orðmyndun og setningafræði. Sérstök áhersla er lögð á aukasetningar og greiningu á þeim. Í því sambandi verður fjallað um kommureglur. Enn fremur er unnið með orðmyndun og ný orð í dönsku bæði nýmyndanir og tökuorð.
Dönsk málnotkun (DAN424G)
Í námskeiðinu verða kynnt ýmis hugtök, kenningar og aðferðir innan málnotkunargreiningar og málnotkunar. Nemendur verða þjálfaðir í að skoða ólíkar textagerðir (munnlegar og skriflegar) og greina þær út frá tjáskiptagildi þeirra. Unnið verður með tal, ritun, myndir, jafnt einföld skilaboð (t.d. í samtölum og bréfum) sem flókin (t.d. útvarps- og sjónvarpsútsendingar). Nemendur verða þjálfaðir í málkennd/málvitund með það að markmiði að geta fengist við ólíkar tjáskiptaaðstæður og semja eigin skilaboð/ tilkynningar/texta.
Dönsk málfræði III: Rannsóknir í dönskum málvísindum (DAN601G)
Í samráði við kennara kynna nemendur sér rannsóknir og fræðilega umfjöllun um danskt mál m.a. merkingarfræði, orðsifjafræði, orðaforða, föst orðasambönd og málvenjur. Áhersla verður lögð á að skrifa fræðilega teksta.
Tungumál og leiklist (DET401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er nýtt samstarfs- og tilraunaverkefni deildarinnar.
Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn (3 vikur) er í umsjón bókmenntafræðings sem leiðir nemendur í gegnum lestur og skilning á verkinu.
Nemendur vinna með verkið á sínu tungumáli en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Seinni hlutinn (9 vikur) er í höndum umsjónarmanns námskeiðsins (Ásta Ingibjartsóttir) með aðstoð kennara í þeim tungumálum sem eru skráð í námskeiðið.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt, koma inn í seinni hlutann og aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Það er mikilvægt að nemendur vinni vel í fyrri hluta námskeiðsins; lesið verkið markvisst.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta tilraunaverkefni nái markmiðum sínum.
Markmið:
- Þjálfa tjáningu á markmálinu.
- Hópvinna.
- Kynna leikbókmenntir.
- Greining á leikbókmenntum.
- Efla sköpunarmátt tungumálanámsins.
- Uppsetning á völdum senum úr þekktu verki á mismunandi tungumálum.
- Efla samstarf milli greina í deildinni.
Þýðingar (danska) (DAN408G, DAN409G)
Þýðingar fræðilega séð: frá málfræðilegum, merkingarfræðilegum og stílfræðilegum sjónarhóli. Jafnframt þjálfun í að þýða úr dönsku á íslensku og öfugt eftir mismunandi þýðingaraðferðum. Ath. Námskeiðin Tengsl Danmerkur og Íslands og Þýðingar eru í boði annað hvert vormisseri og skulu nemendur sem lesa dönsku til 120 eininga taka a.m.k annað þeirra.
- Haust
- Danskur framburður og hljóðfræði
- Dönsk bókmenntasaga fram til 1900
- Dönsk málfræði II: Setningafræði
- BA-ritgerð í dönsku
- Sumar
- BA-ritgerð í dönsku
- Vor
- Dönsk málfræði III: Rannsóknir í dönskum málvísindum
- BA-ritgerð í dönsku
- Tungumál og leiklistV
- Þýðingar (danska)B
Danskur framburður og hljóðfræði (DAN304G)
Farið verður yfir danska hljóðfræði og framburður æfður. Að hluta til verður kennt í málveri.
Dönsk bókmenntasaga fram til 1900 (DAN307G)
Nemendur kynna sér helstu tímabil danskrar bókmenntasögu frá miðöldum til 1900 og átti sig á samhengi þeirra við félagslega og hugmyndasögulega strauma á hverjum tíma. Í námskeiðinu verða lesnir kaflar úr Danasögu Saxa, sálmar eftir Brorson og Kingo, kafla úr Jammersminde eftir Leonora Christine, ævintýri eftir H.C. Andersen og nokkrar skáldsögur. Markmið námskeiðsins er að nemendur kynni sér og greini lykilverk danskra bókmennta (skáldsagna, smásagna, ljóða, leikrita og fl.), þannig að bókmenntasögulegt samhengi verði ljóst. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku.
Dönsk málfræði II: Setningafræði (DAN313G)
Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist staðgóða fræðilega þekkingu á danskri málfræði, þ.e. setningafræði (þmt. aukasetningum), beygingafræði og orðmyndun.
Enn fremur að nemendur hafi vald á réttri notkun íðorða, geti beitt fræðilegri þekkingu til greiningar á orðum, auka- og aðalsetningum og texta, sem og fræðilegri þekkingu á málfræði á eigin málnotkun
Í námskeiðinu er dýpkuð þekking á hluta þess efnis sem fjallað var um í Danskri málfræði I: beygingafræði, orðmyndun og setningafræði. Sérstök áhersla er lögð á aukasetningar og greiningu á þeim. Í því sambandi verður fjallað um kommureglur. Enn fremur er unnið með orðmyndun og ný orð í dönsku bæði nýmyndanir og tökuorð.
BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)
Lokaverkefni í dönsku.
BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)
Lokaverkefni til BA-prófs.
Dönsk málfræði III: Rannsóknir í dönskum málvísindum (DAN601G)
Í samráði við kennara kynna nemendur sér rannsóknir og fræðilega umfjöllun um danskt mál m.a. merkingarfræði, orðsifjafræði, orðaforða, föst orðasambönd og málvenjur. Áhersla verður lögð á að skrifa fræðilega teksta.
BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)
Lokaritgerð í dönsku.
Tungumál og leiklist (DET401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er nýtt samstarfs- og tilraunaverkefni deildarinnar.
Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn (3 vikur) er í umsjón bókmenntafræðings sem leiðir nemendur í gegnum lestur og skilning á verkinu.
Nemendur vinna með verkið á sínu tungumáli en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Seinni hlutinn (9 vikur) er í höndum umsjónarmanns námskeiðsins (Ásta Ingibjartsóttir) með aðstoð kennara í þeim tungumálum sem eru skráð í námskeiðið.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt, koma inn í seinni hlutann og aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Það er mikilvægt að nemendur vinni vel í fyrri hluta námskeiðsins; lesið verkið markvisst.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta tilraunaverkefni nái markmiðum sínum.
Markmið:
- Þjálfa tjáningu á markmálinu.
- Hópvinna.
- Kynna leikbókmenntir.
- Greining á leikbókmenntum.
- Efla sköpunarmátt tungumálanámsins.
- Uppsetning á völdum senum úr þekktu verki á mismunandi tungumálum.
- Efla samstarf milli greina í deildinni.
Þýðingar (danska) (DAN408G, DAN409G)
Þýðingar fræðilega séð: frá málfræðilegum, merkingarfræðilegum og stílfræðilegum sjónarhóli. Jafnframt þjálfun í að þýða úr dönsku á íslensku og öfugt eftir mismunandi þýðingaraðferðum. Ath. Námskeiðin Tengsl Danmerkur og Íslands og Þýðingar eru í boði annað hvert vormisseri og skulu nemendur sem lesa dönsku til 120 eininga taka a.m.k annað þeirra.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400 Netfang: hug@hi.is
Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði.

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.