Danska | Háskóli Íslands Skip to main content

Danska

Danska

180 einingar - BA gráða

. . .

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Um námið

Danska er kennd til 60, 120 eða 180 eininga. Í BA-námi er meginmarkmiðið að nemendur nái öruggum tökum á dönsku máli, tileinki sér akademísk vinnubrögð og öðlist fræðilega þekkingu á danskri tungu og dönsku þjóðlífi ásamt bókmenntum og menningu Dana.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Reynslan sýnir að dönskunám nýtist víða í atvinnulífinu, allt eftir námsgráðu og sérhæfingu nemenda.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta, t.d. kynningarstörf, leiðsögn, störf við menningartengda ferðaþjónustu og markaðssetningu.

  • Fjölmiðlar, t.d. blaðamennsku, þáttagerð eða miðlun.
  • Dönskukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, námsstjórn og námsefnisgerð
  • Menningargeirinn, t.d. störf á söfnum, ritstörf.
  • Þýðingar.
  • Störf tengd viðskiptum og markaðssetningu.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.