Kínversk fræði


Kínversk fræði
BA gráða – 120 einingar
Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar. Umsvif þessa stórveldis eru svo mikil á flestum sviðum mannlífs í heiminum að á 21. öldinni getur engin þjóð heimsins leyft sér að vera án sérfræðinga sem eru læsir á gildismat, stefnu og markmið Kína. Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Kínversk málnotkun I
- Kínverska I
- Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur
- Vor
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímans
- Kínverska II
- Kínversk málnotkun II
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að leita svara við spurningum á borð við: Hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, siðferði og siðfræði, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. heimildaleit, framsetningu texta, ritun, ritgerðarsmíð, framsögum og fleiru.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.
MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að svara spurningum eins og: hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. akademísku læsi og ritun (framsetningu texta, ritgerðasmíð), heimildaleit, framsögum og fleiru.
ATHUGIÐ! Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað:
a) BA-nemendum í ensku
b) Nemendum í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) er ekki hafa íslensku sem móðurmál.
*Nemendur í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) sem hafa íslensku sem fyrsta mál eiga að skrá sig í MOM101G.
Kínversk málnotkun I (KÍN105G)
Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.
Kínverska I (KÍN107G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum tungumálsins og málfræðilegri og tónalegri uppbyggingu þess. Áhersla er lögð á orðaforða daglegs lífs.
Í upphafi er pinyin umritunarformið kennt en síðan koma einfölduð kínversk tákn (jiantizi) til sögunnar.
Heimaæfingar og tímapróf eru tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi og í námskeiðinu gildir mætingarskylda.
Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)
Um er að ræða yfirlitsnámskeið um helstu áhrifaþætti innan kínversks samfélags og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræðilegar aðstæður, þ. á m. helstu borgir, fylkjaskipan, nágrannalönd, landræktarsvæði, ár og fjallgarða. Veitt verður yfirlit yfir efnahagsþróun undanfarinna áratuga, helstu vandamál Kína nútímans, þ. á m. orkuskort, umhverfisvandamál, lýðfræði, alþjóðatengsl og stjórnmál. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindi og umhverfismál. Hong Kong og Tævan eru einnig sértstaklega til umfjöllunar. Til að skerpa á skilningi nemenda á Kína samtímans verður horft á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélaginu undanfarna áratugi.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímans (KÍN108G, KÍN102G)
Kennari: Amy Matthewson, SOAS Univeristy of London
Námskeiðið fjallar um sögu kínversku þjóðarinnar frá og með seinni hluta Qing-veldisins (1644-1912) og grennslast fyrir um þau innri og ytri öfl sem hafa haft veigamikil áhrif á stöðu Kína í alþjóðasamfélaginu. Tekin verða til rannsóknar þau sögulegu ferli í Kína sem leiddu til þróunar nútímaríkisins og hugað að gagnvirkum áhrifum þeirra á framvindu alþjóðamála. Í námskeiðinu er hafist handa við að veita stutt yfirlit yfir stofnun síðasta keisaraveldis Kína, Qing-veldisins. Síðan er vikið að veigamiklum breytum í sögu þjóðarinnar, t.d. heimsvaldastefnu, uppreisnum og byltingu í Kína, sem öll höfðu mikil áhrif á samskipti Kínverja við önnur ríki. Að því loknu verður fjallað um stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, flótta stjórnar Þjóðernissinna til Taívan, stefnumál Mao Zedong, menningarbyltinguna og opnunarstefnuna. Námskeiðið er kennt á ensku og í fjarfundarbúnaði.
Kínverska II (KÍN202G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 2-3.
Nemendur dýpka skilning sinn á málfræði, bæta orðaforða og ná föstum tökum á grundvallaratriðum kínverskrar tungu. Kennsla mun fara aukið fram á kínversku og áhersla verður á virka notkun málsins. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.
Kínversk málnotkun II (KÍN204G)
Námskeiðið er framhald námskeiðsins kínversk málnotkun I og heldur áfram hljóðfræðilegri þjálfun nemenda með áherslu á framburð og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 2.
- Haust
- BA-ritgerð í kínverskum fræðum
- Kínverska III
- ÞýðingarV
- Kínverskir textar I
- Kínversk málnotkun III
- Kínversk stjórnmálV
- Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína)V
- Vor
- BA-ritgerð í kínverskum fræðum
- Kínverska IV
- Þýðingatækni og textagreiningV
- Kínverskir textar II
- Kínversk málnotkun IV
- Nútímasaga Austur-AsíuV
- Nútímasaga Austur-AsíuV
- Tungumál og leiklistV
BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)
BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.
Kínverska III (KÍN302G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 3-4.
Nemendur dýpka þekkingu sína á kínverskri málfræði, bæta við orðaforða sinn og treysta þá kunnáttu sem þeir hafa þegar aflað sér.
Á þessu stigi er gert ráð fyrir að kennslan fari eingöngu fram á kínversku. Einnig er gert ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.
Þýðingar (ÍSE502G)
Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga, en einnig verður farið yfir grundvallaratriði í túlkafræði. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófi/ritgerð þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.
Kínverskir textar I (KÍN207G)
Námskeið þetta einblínir á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi.
Kínversk málnotkun III (KÍN304G)
Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun II og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 3.
Kínversk stjórnmál (KÍN208G)
Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnmálakerfið í Kína, hlutverk mismunandi stofnana í stjórnkerfinu og Kommúnistaflokksins. Til að byrja með verður hefðbundið stjórnmálakerfi keisaratímans skoðað með hliðsjón við nútímann; eins verður stjórnmálaþróun í 60 ára sögu Alþýðulýðveldisins rakin. Viðfangsefni dagsins í dag verða líka skoðuð, t.d. áhrif veraldarvefsins, breytt valdahlutföll á milli miðstjórnar og héraða ásamt breyttri hugmyndafræði og togstreita ólíkra afla innan Kommúnistaflokksins.
Efnahagssaga Kína síðustu 60 ára verður reifuð þar sem efnahagsþróun síðustu þrjá áratugi opnunar og umbóta verður rakin ítarlega. Efnahagskerfi Kína skoðað með sérstaka áherslu á vinnumarkað, skiptingu á milli dreifbýlis og þéttbýlis og samanburð við önnur Asíuríki. Í lokin verða viðskipti Kína við umheimin skoðuð, m.a. aukin umsvif kínverskra fyrirtækja erlendis.
Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)
Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á viðskiptum í Asíu (Japan og Kína). Þjóðhagslegum grunn atriðum verður gert skil. Rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eiga viðskipti í þessum löndum verður skoðað út frá rannsókn.
Námskeiðið fer fram á ensku og hentar vel bæði erlendum skiptinemum og öðrum nemendum.
Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).
- Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
- Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
- Nemendur gera rannsókn (einstaklingsverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu (eigindlega eða megindlega).
BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)
BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.
Kínverska IV (KÍN403G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) og framhald námskeiðsins kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 4.
Nemendur dýpka enn skilning sinn á málfræði, auka orðaforða sinn og ná betri tökum á kínverskri tungu. Kennslan fer einungis fram á kínversku. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.
Þýðingatækni og textagreining (ÞÝÐ201G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur læra að greina texta til þýðinga og átta sig á þeim hjálpargögnum og hjálpartækjum sem til eru. Einnig fá þeir innsýn í starf atvinnuþýðenda á ýmsum sviðum.
Kennsla fer að mestu leyti fram í formi hagnýtra æfinga og verkefna undir handleiðslu kennara. Fáir fyrirlestrar undirbúa nemendur undir hópvinnu og æfingar í tímum. Fram að verkefnaviku vinna nemendur vikulega stutt heimaverkefni og fá leiðsagnarmat kennara. Eftir verkefnaviku fara nemendur með kynningar á „tækjum og tólum“ sem nýtast í þýðingarferli.
Einnig koma gestakennarar í tíma sem segja frá vinnu og starfsumhverfi atvinnuþýðenda. Hópurinn fer líka í vettvangsheimsóknir, t.d. í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis. Í verksmiðjutímum undir lok námskeiðsins vinna nemendur saman og leggja lokahönd á þýðingar sínar og greinargerðir.
Þýðingatækni og textagreining er skyldunámskeið í Þýðingafræði sem aukagrein á BA stigi. Það er einnig opið öðrum nemendum en góð færni í erlendu tungumáli (samsvarandi 3. ári í grunnnámi) er nauðsynleg undirstaða.
Kennsla fer fram á íslensku. Nemendur þýða úr erlendu máli yfir á móðurmálið. Önnur verkefni eru unnin á íslensku.
Kínverskir textar II (KÍN309G)
Um er að ræða framhald námskeiðsins kínverskir textar I. Sem fyrr er einblínt á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi. Einnig fer fram undirbúningur fyrir HSK próf. Námsstigið miðast við HSK 3-4 og fer kennsla að langmestu fram á kínversku.
Kínversk málnotkun IV (KÍN407G)
Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun III (KÍN304G) og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Samræður munu eiga sér stað í tímum undir handleiðslu kennara. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð og í námskeiðinu gildir mætingarskylda. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska IV (KÍN403G) en tveir tímar í viku eru hlustunartímar sem fara fram í málveri Tungumálamiðstöðvar í Veröld - Húsi Vigdísar. Meginmarkmið námskeiðsins er að þjálfa hagnýta beitingu kínverskunnar.
Nútímasaga Austur-Asíu (JAP412G, JAP413G)
Asía er stærst heimsálfanna og þar búa u.þ.b. tveir af hverjum þremur jarðarbúum. Asía hefur einnig í auknum mæli fest sig í sessi sem þungamiðja í efnahagslegum skilningi þar sem Kína, Japan og Indland eiga öll sæti á listanum yfir fimm stærstu efnahagveldi heims. Á sama tíma ríkir vaxandi spenna í álfunni sem m.a. skýrist af vígbúnaðarkapphlaupi kjarnorkuríkjanna, fjölda landamæradeilna, undiröldu þjóðernishyggju, eigna- og tekjuójöfnuði, sem og yfirvofandi umhverfis- og loftslagsvanda á stórum svæðum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum breiða sýn á sameiginlega sögu og samskipti ríkjanna í Austur-Asíu frá miðri 19. öld til dagsins í dag. Megináhersla verður lögð á Japan, Kína og Suður-Kóreu.
Á námskeiðinu verður farið yfir: kynningu á löndum, menningarsvæðum og öðrum svæðaskiptingum innan Asíu, nýlenduvæðingu og sjálfstæðisbaráttu, heimsstyrjaldirnar og kalda stríðið í Austur-Asíu, hlutverk Bandaríkjanna í álfunni, alþjóða- og svæðasamstarf (ASEAN, APEC, ADB), aukið vægi Kína og Indlands. Á námskeiðinu verður einnig farið yfir ýmis brýn mál í samtímanum allt frá „soft power“ stefnu til norðurslóðaáherslu Austur-Asíuríkjanna.
Nútímasaga Austur-Asíu (JAP412G, JAP413G)
Asía er stærst heimsálfanna og þar búa u.þ.b. tveir af hverjum þremur jarðarbúum. Asía hefur einnig í auknum mæli fest sig í sessi sem þungamiðja í efnahagslegum skilningi þar sem Kína, Japan og Indland eiga öll sæti á listanum yfir fimm stærstu efnahagveldi heims. Á sama tíma ríkir vaxandi spenna í álfunni sem m.a. skýrist af vígbúnaðarkapphlaupi kjarnorkuríkjanna, fjölda landamæradeilna, undiröldu þjóðernishyggju, eigna- og tekjuójöfnuði, sem og yfirvofandi umhverfis- og loftslagsvanda á stórum svæðum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum breiða sýn á sameiginlega sögu og samskipti ríkjanna í Austur-Asíu frá miðri 19. öld til dagsins í dag. Megináhersla verður lögð á Japan, Kína og Suður-Kóreu.
Á námskeiðinu verður farið yfir: kynningu á löndum, menningarsvæðum og öðrum svæðaskiptingum innan Asíu, nýlenduvæðingu og sjálfstæðisbaráttu, heimsstyrjaldirnar og kalda stríðið í Austur-Asíu, hlutverk Bandaríkjanna í álfunni, alþjóða- og svæðasamstarf (ASEAN, APEC, ADB), aukið vægi Kína og Indlands. Á námskeiðinu verður einnig farið yfir ýmis brýn mál í samtímanum allt frá „soft power“ stefnu til norðurslóðaáherslu Austur-Asíuríkjanna.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.