
Spænska
BA gráða
. . .
Í námi til BA-prófs í spænsku öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Nemendur kynnast menningu Spánar og Rómönsku Ameríku: Bókmenntum, kvikmyndum, þjóðlífi og hugmyndasögu. Þeir fá þjálfun í rit- og talmáli á fyrstu námsstigum og áhersla er lögð á fræðileg og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig fá nemendur innsýn í heim þýðinga og kynnast sögu tungumálsins og þróun.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í spænsku sé A2, sbr. viðmiðunarramma Evrópuráðsins.