Spænska | Háskóli Íslands Skip to main content

Spænska

Spænska

BA gráða

. . .

Í námi til BA-prófs í spænsku öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu.

Um námið

Nemendur kynnast menningu Spánar og Rómönsku Ameríku: Bókmenntum, kvikmyndum, þjóðlífi og hugmyndasögu. Þeir fá þjálfun í rit- og talmáli á fyrstu námsstigum og áhersla er lögð á fræðileg og sjálfstæð vinnubrögð. Einnig fá nemendur innsýn í heim þýðinga og kynnast sögu tungumálsins og þróun.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í spænsku sé A2, sbr. viðmiðunarramma Evrópuráðsins.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í spænsku má flétta saman við annað nám á Hugvísindasviði og utan þess á ýmsan hátt. Námsbrautin er í góðu samstarfi við háskóla á Spáni, í Rómönsku Ameríku og víðar. Nemar í spænsku geta tekið hluta af námi sínu erlendis (eitt eða tvö misseri) og kynnst ólíkum menningarheimum af eigin raun. Góð tungumálakunnátta nýtist á margvíslegan hátt og í nútímaþjóðfélagi er færni í tungumálum afar eftirsóknarverð. BA-próf í spænsku getur verið lykill að spennandi framtíðarstarfi, m.a. vegna þess hversu auðvelt er að samþætta það öðru námi þar sem tungumálakunnátta skiptir sköpum. Einnig er hægt er að stunda framhaldsnám í spænsku við Háskóla Íslands. Nám í spænsku getur auk þess verið undirstaða fyrir nám eða framhaldsnám í öðrum greinum í spænskumælandi löndum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlun.
  • Ferðaþjónusta.
  • Alþjóðasamskipti.
  • Stjórnmál.
  • Viðskipti.
  • Þýðingar.
  • Fræðastörf.
  • Kennsla.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu. Kvikmyndaklúbburinn Cine Club Hispano býður upp á vikulegar kvikmyndasýningar.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.