Tómstunda- og félagsmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði

Tómstunda- og félagsmálafræði

180 einingar - BA gráða

. . .

Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri. Sérfræðiþekking tómstunda- og félagsmálafræðinga felst m.a. í að leiða saman hópa, stuðla að félagslegum þroska og hæfni með fjölbreyttum viðfangsefnum. 

Um námið

Tómstunda- og félagsmálafræði er þriggja ára nám og lýkur með BA-gráðu. Lögð er áhersla á tómstundafræði allra aldurshópa, reynslunám, leiðtogafræði, lífsleikni, félagsuppeldisfræði, einelti og félagsmál. Kennarar leitast við að búa til ferli þar sem nemandinn byggir upp þekkingu, öðlast færni og þroskar gildismat sitt, m.a. með beinni reynslu.

Framsækið framhaldsnám

Framhaldsnámið er ætlað þeim sem vilja efla þekkingu sína og hæfni í stjórnun og þróun tómstundastarfs og til að efla samskiptafærni á vettvangi frístunda- og skólastarfs.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Anna Lilja Björnsdóttir
Rakel Guðmundsdóttir
Anna Lilja Björnsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði

Þetta er í raun mannbætandi nám sem felur í sér að læra að vinna með fólki á öllum aldri og verða besta útgáfan af sjálfum sér í lífi og starfi.

Rakel Guðmundsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði

Nám í tómstunda- og félagsmálafræði er lifandi og skemmtilegt ásamt því að fá tækifæri til að vinna með fólki á öllum aldri og takast á við raunveruleg verkefni. Í náminu lærir maður að verða besta útgáfan af sjálfum sér í lífi og starfi og margir eignast vini þar til lífstíðar.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Drifkraftur tómstunda- og félagsmálafræði felst í tiltrúnni á manneskjuna og gildi samveru. Hin faglega þekking liggur m.a. í að skilja ákveðna hegðun og styrkja einstaklinga með því að leiðbeina um samskipti og hvernig leitast má við að lifa í sátt við umhverfi sitt. Starfsvettvangur er tómstunda- og félagsmálafræðinga er afar fjölbreyttur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ferðaþjónusta og viðburðastjórnun
  • Félagsmiðstöðvar og ungmennahús
  • Forvarna- og meðferðarstarf
  • Frístundaheimili
  • Leik- og grunnskólar
  • Hjálparstörf og félagasamtök
  • Íþróttafélög
  • Skrifstofur íþrótta- og tómstundamála
  • Þjónustumiðstöðvar aldraðra
  • Æskulýðsfélög og sjálfboðaliðasamtök

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag þroskaþjálfanema og tómstunda- og félagsmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Almennum fyrirspurnum skal beint til kennsluskrifstofu.

Fyrirspurnum til deildarinnar og um námið í deildinni skal beint til deildarstjóra, Sigurlaugu Maríu Hreinsdóttur (525 5981, sigurlaug@hi.is).