Austur-Asíufræði


Austur-Asíufræði
Aukagrein – 60 einingar
Austur-Asíufræði er þverfagleg fræðileg námsgrein sem býður upp á margvísleg námskeið um svæði Austur-Asíu, þá einkum Kína og Japan. Hún hentar þeim sem hyggjast kynna sér nánar samfélög og menningu Austur-Asíu án þess að vilja leggja stund á tungumálanám.
Skipulag náms
- Haust
- Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur
- Japanskt þjóðfélag og menning I
- Japanskt þjóðfélag og menning II
- Kínverska IV
- Kínversk málnotkun IV
- Japönsk málnotkun IV
- Japanskt ritmál IV
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli IV
- Japanskar kvikmyndirV
- Vor
- Japönsk saga
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli IIV
- Japönsk málnotkun IIV
- Kínversk málnotkun IIV
- Kínverska IIV
- Japanskt ritmál IIV
Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)
Um er að ræða yfirlitsnámskeið um helstu áhrifaþætti innan kínversks samfélags og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræðilegar aðstæður, þ. á m. helstu borgir, fylkjaskipan, nágrannalönd, landræktarsvæði, ár og fjallgarða. Veitt verður yfirlit yfir efnahagsþróun undanfarinna áratuga, helstu vandamál Kína nútímans, þ. á m. orkuskort, umhverfisvandamál, lýðfræði, alþjóðatengsl og stjórnmál. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindi og umhverfismál. Hong Kong og Tævan eru einnig sértstaklega til umfjöllunar. Til að skerpa á skilningi nemenda á Kína samtímans verður horft á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélaginu undanfarna áratugi.
Japanskt þjóðfélag og menning I (JAP105G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum innsýn inn í daglegt líf fyrr og nú í Japan. Aðaláherslan mun verða á þjóðfræði, trúarbrögð og hefðir, samspili þessara þátta og hvernig þeir birtast í nútíma menningu Japan.
Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)
Markmið þessa námskeiðs er að kynna fyrir nemendum daglegt líf í Japan samtímans. Rætt verður um ýmsar hliðar japansks þjóðfélags út frá samfélagsskipan, menntakerfi, stjórnmálum, efnahagslífi og nútímamenningu. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.
Kínverska I (KÍN107G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum tungumálsins og málfræðilegri og tónalegri uppbyggingu þess. Áhersla er lögð á orðaforða daglegs lífs.
Í upphafi er pinyin umritunarformið kennt en síðan koma einfölduð kínversk tákn (jiantizi) til sögunnar.
Heimaæfingar og tímapróf eru tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi og í námskeiðinu gildir mætingarskylda.
Kínversk málnotkun I (KÍN105G)
Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.
Japönsk málnotkun I (JAP101G)
Þetta er kjarnanámskeiðið í japönsku fyrir byrjendur. Nemendur kynnast helstu reglum í japanskri málfræði. Áherslan er á talmál (samtöl). Nemendur læra að skilja talað mál og tjá sig í töluðu máli á japönsku. Lögð er áhersla á orðaforða daglegs lífs. Fyrirlestrar eru í byrjun viku og síðan fer kennslan fram í litlum hópum. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð.
Japanskt ritmál I (JAP102G)
Nemendur læra að lesa og skrifa japönsk tákn, þ.e. kana og kanji. Áhersla er lögð á tileinkun orðaforða og lestur og ritun einfaldra texta.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I (JAP103G)
Framburðaræfingar og þjálfun í að hlusta á japönsku. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri.
Japanskar kvikmyndir (JAP107G)
Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.
Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.
Kennt er á ensku.
Japönsk saga (JAP208G)
Yfirlits námskeið þar sem fjallað verður um sögu Japans frá forsögulegum tíma til samtímans. Saga Japans er mikið og stórt verkefni og því verður stiklað á stóru í þessu yfirlitsnámskeiði, en lögð verður áhersla á að nemendur öðlist skilning á þeim samfélagslegu þáttum sem hafa átt sinn þátt í að móta það menningarlega umhverfi sem fyrirfinnst í Japan nútímans. Fyrirlestrar nemenda munu skipa veigamikinn sess í tímum og nemendur hjálpast að við undirbúning á samantekt efnis til undirbúnings fyrir próf. Í rannsóknarverkefni munu nemendur fá tækifæri til að kynna sér ítarlegar sjálfvalið efni innan sögulega rammans.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II (JAP204G)
Framhald á námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I. Áhersla er lögð á framburð og talað mál. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.
Japönsk málnotkun II (JAP202G)
Framhald af námskeiðinu Málnotkun I. Aðaláherslan er lögð á undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða daglegs lífs. Reglulega verða tekin próf í tímum.
Kínversk málnotkun II (KÍN204G)
Námskeiðið er framhald námskeiðsins kínversk málnotkun I og heldur áfram hljóðfræðilegri þjálfun nemenda með áherslu á framburð og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 2.
Kínverska II (KÍN202G)
Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 2-3.
Nemendur dýpka skilning sinn á málfræði, bæta orðaforða og ná föstum tökum á grundvallaratriðum kínverskrar tungu. Kennsla mun fara aukið fram á kínversku og áhersla verður á virka notkun málsins. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.
Japanskt ritmál II (JAP203G)
Framhald af námskeiðinu Japanskt ritmál I. Áhersla verður lögð á að lesa, skrifa og skilja hiragana og katakana. Nemendur þurfa að ná tökum á 58 kanji. Reglulega eru próf í tímum.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.