Frönsk fræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Frönsk fræði

Frönsk fræði

BA gráða

. . .

Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Um námið

Á öllum stigum BA-náms í frönskum fræðum eru nemendur þjálfaðir í notkun tungumálsins auk þess að fá menntun í bókmenntum, menningu og samtímasögu Frakklands.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í frönskum fræðum sé B1. Allir nýnemar taka leiðbeinandi próf í fyrstu viku misseris.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í frönsku getur nýst á margan hátt. Góð tungumálakunnátta opnar leiðir inn í menningu og hugarheim annarra þjóða og í nútímaþjóðfélagi þar sem alþjóðlegt samstarf og margvísleg tengsl við umheiminn fara sífellt vaxandi er góð færni í tungumálum og menningarlæsi afar eftirsóknarverð. Franskan getur einnig verið lykill að framtíðarstarfi á sviði viðskipta, ferðaþjónustu, fjölmiðlunar, stjórnmála, kennslu og vísinda, sem og við þýðingar, túlkun og ýmis menningartengd málefni.
 
Lönd, önnur en Frakkland, þar sem franska er opinbert tungumál eru t.a.m. Belgía, Sviss, Lúxemborg, Québec-fylki í Kanada, Martiník, Gvadelúpeyjar, Franska Gvæjana, Máritanía, Senegal, Kamerún, Réunion, Franska Pólýnesía og Nýja-Kaledóní. Þá er franskan forgangstungumál í menntun (langue d’enseignement privilégiée) í fjölmörgum fyrrverandi nýlendum Frakklands í Afríku, Asíu, Eyjaálfu, Kyrrahafi og Karíbahafinu, sem og í öðrum löndum sem aldrei hafa verið undir stjórn Frakka.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fræðastörf.
  • Ferðaþjónusta.
  • Viðskipti.
  • Stjórnsýsla.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðu, Facebook-hóp og Facebook-síðu

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.