
Frönsk fræði
BA gráða
. . .
Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Á öllum stigum BA-náms í frönskum fræðum eru nemendur þjálfaðir í notkun tungumálsins auk þess að fá menntun í bókmenntum, menningu og samtímasögu Frakklands.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Gert er ráð fyrir því að færni nemenda við upphaf BA-náms í frönskum fræðum sé B1. Allir nýnemar taka leiðbeinandi próf í fyrstu viku misseris.