Skip to main content

Frönsk fræði

Frönsk fræði

Hugvísindasvið

Frönsk fræði

BA gráða – 180 einingar

Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Skipulag náms

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Frönsk málfræði I (FRA101G)

Námskeiðið Frönsk málfræði I er skyldunámskeið.

Í þessu námskeiði er farið dýpra í málfræði atriði sem nemendur unnu með í framhaldskóla. Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.

Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.

Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.

X

Framburður (FRA104G)

Nemendur eru þjálfaðir í framburði og læra hljóðritun. Gert er ráð fyrir einum fyrirlestratíma (1x 40 mín.) per viku þar sem farið er yfir grunnhugtök og aðferðir í almennri hljóðfræði og einum og hálfum æfingatíma per viku í málveri

X

Franskt samfélag I – Dægurmenning (FRA106G)

Í þessu námskeiði þjálfast nemendur bæði í að skrifa og tala frönsku. Fjallað verður um ýmis málefni, s.s. tónlist, kvikmyndir og fleira úr dægurmenningu og deiglunni í Frakklandi og frönskumælandi löndum. Notast verður við fjölmiðla og samfélagsmiðla, kvikmyndir og fleira.

Rætt verður um efnið og nemendur fá tækifæri til að þjálfa framsetningu.

Nemendur fá þjálfun í að skrifa stutta og hnitmiðaða texta um ólík efni á frönsku. Þeir fá æfingu í að draga saman efni, endursegja, umorða, færa skrifleg rök fyrir máli sínu og byggja upp texta á skýran hátt. Einnig venjast þeir notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.

X

Þýðingar I (FRA113G)

Í þessu námskeiði eru nemendur þjálfaðir í að lesa, skilja og þýða létta og miðlungs þunga texta af frönsku yfir á íslensku. Unnið verður með texta af ýmsum gerðum: blaðagreinar, blogg, hagnýta texta og bókmenntatexta. Einkenni textanna verða rædd og fjallað verður um ólík málsnið og málfræðileg atriði sem geta vafist fyrir þýðendum. Nemendur kynnast notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.

X

Sérverkefni í lestri (FRA110G)

Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.

X

Sérverkefni í framburði (FRA111G)

Þjálfun í framburði.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)

Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.

X

Franskt samfélag II – Frönsk tunga í takt við tímann (FRA201G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um franskt tungumál í dag og sjónum beint að ólíkum málsniðum. Jafnframt verður fjallað um helstu breytingar sem hafa orðið á frönsku á undanförnum áratugum, einkum hvað varðar kvenkynsmyndir nafnorða sem og kynhlutlaust mál. Í þessu skyni verða blaðagreinar um dægurmenningu og franskt þjóðlíf lesnar sem og vísindagreinar um þróun og stöðu franskrar tungu. Einnig verður stuðst við dægurlagatexta sem og útvarpsþætti/hlaðvarpsþætti og sjónvarpsefni. 

Æfingar beinast að margvíslegum atriðum sem tengjast málsniði og stíl, orðavali, málfræði, setningagerð og textabyggingu.

 Áhersla verður lögð á að nemendur æfist í að færa rök fyrir máli sínu í skriflegum verkefnum sem og draga saman og gera grein fyrir efni námskeiðs í ræðu og riti.

X

Saga Frakklands (FRA203G)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á sögu Frakklands frá forsögulegum tíma til tuttugustu aldar.

X

Frönsk málfræði II (FRA205G)

Farið er í neitun, spurningu, einkunnarorð, tilvísunarfornöfn, og viðtengingarhátt.

Nemendur skulu hafa lokið Frönsk málfræði og ritun  á haustmisseri.

Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.

Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.

Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.

X

Franskar bókmenntir og menning (FRA214G)

Námskeiðið er skyldunámskeið í BA-námi í frönskum fræðum og kemur í stað námskeiðsins DET205G Inngangur að bókmenntum. Námskeiðið er nauðsynlegur undanfari annarra bókmenntanámskeiða í greininni við Háskóla Íslands og í skiptinámi við erlenda háskóla.

Nemendur kynnast ólíkum tegundum franskra bókmennta og lesa smásögur, ljóð og brot úr leikritum og skáldsögum frá ýmsum tímabilum. Þeir fá yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði og franskri bókmenntasögu.

X

Sérverkefni í lestri (FRA110G)

Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.

X

Sérverkefni í framburði (FRA111G)

Þjálfun í framburði.

X

Talfærninámskeið í Frakklandi (FRA438G)

Nemendur dvelja í tvær vikur við Université de Rennes í Frakklandi og taka þátt í námskeiði í talfærni, þjóðlífi og menningu Frakklands sem er sérsniðið að nemendum frönskudeildar H.Í. Nemendur taka þátt í umræðum um ýmis málefni úr samtímanum og kynnast sögu og menningu landsins. Námskeiðið er alla jafna haldið í 7. og 8. viku vormisseris. Hámarksfjöldi miðast við 18 nemendur og hafa þeir nemendur forgang sem eru skráðir í grunndiplóma og frönsku sem aðalgrein til 120 eða 180 eininga.

Námsmat:
Þátttaka: 50%
Fyrirlestur: 25%
Skriflegt verkefni: 25%

X

Sérverkefni í þýðingum (FRA022G)

Í þessu verkefni fær nemandi tækifæri til að auka færni sína í þýðingum af frönsku á íslensku. Verkefni eru valin í samráði við kennara.

X

Frönsk málfræði III (FRA305G)

Farið verður nánar í flóknari málfræðiatriði, þar á meðal tilvísunarfornöfn, samræmingu tíða, óbeina ræðu, viðtengingarhátt, forsetningar og aukasetningar. Athugað verður hvernig þessi málfræðilegu atriði eru meðhöndluð í rituðum heimildum af ýmsum toga eins og blaðagreinum, teiknimyndasögum, leikritum o.s.f.v.

X

Franskt samfélag III – Franska, fjöltyngi og fjölmenning í Frakklandi (FRA319G)

Í námskeiðinu verður sjónum beint að stöðu frönskunnar – bæði í Frakklandi og sem og á alþjóðavettvangi. Einnig verður fjallað um áhrif og stöðu frönsku í fyrrum nýlendum Frakklands.

Áhersla verður lögð á að nemendur æfist í að færa rök fyrir máli sínu í skriflegum verkefnum sem og draga saman og gera grein fyrir efni námskeiðs í ræðu og riti.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA404G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Hinn frönskumælandi heimur – La francophonie (FRA114G)

Farið verður yfir sögulegar og pólitískar skýringar þess að franska hefur verið/er töluð víða um heim. Fjallað verður um samfélagsleg áhrif þess og viðhorf málnotenda til tungumálsins. Einnig verður fjallað um áskoranir sem felast í því að nota frönsku sem menntunarmál í fjöltyngdum samfélögum. Framtíð tungumálsins og samkeppnin við önnur heimsmál eins og ensku eða arabísku verður einnig skoðuð. Horft verður til eftirtalinna svæða: Belgía, Fílabeinsströndin, Senegal, Malí, Rwanda, Haítí, Marokkó, Alsír, Kanada. 

X

Samskiptasaga Íslands og Frakklands (FRA218G)

Samskiptasaga Íslendinga og Frakka nær langt aftur í aldir og á sér marvíslegar birtingarmyndir. Menningarleg samskipti landanna tveggja eiga rætur á miðöldum þegar franskar bókmenntir voru varðveittar í íslenskum handritum. Franskir sjómenn stunduðu veiðar við Ísland um þriggja alda skeið og nærvera þeirra hafði umtalsverð áhrif á íslenskt samfélag. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á helstu vörður í samskiptum landanna tveggja á sviði menningar, menntunar, viðskipta og stjórnmála í samtímanum. Fjallað verður um ímynd Íslands og Norðursins í Frakklandi en íslenskar bókmenntar njóta mikilla vinsælda meðal franskra lesenda.

X

Sérverkefni í frönsku (FRA430G)

Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)

Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,

X

Sjálfsögur (FRA440G)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA605G, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni í þýðingum (FRA022G)

Í þessu verkefni fær nemandi tækifæri til að auka færni sína í þýðingum af frönsku á íslensku. Verkefni eru valin í samráði við kennara.

X

Frönsk málsaga (FRA439G)

Skoðað verður hvernig franskan þróaðist upp úr latínu eftir fall rómverska veldisins og varð smám saman, í gegnum aldirnar, að tungumálinu sem við þekkjum í dag. Staða tungumálsins á mismunandi tímabilum verður borin saman, á miðöldum, á endurreisnatímabilinu, og á 18. öldinni, svo að dæmi séu nefnd. Einnig verður talað um örlög annarra tungumála eða mállýskna sem voru eða eru enn töluð í Frakklandi. Einnig verður fjallað um núverandi stöðu frönskunnar, þær breytingar sem eru áberandi í málfari Frakka í dag og hvort hægt sé að spá í framtíð hennar.

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA605G)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA440G Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

Saga og menning fyrri alda í frönskum kvikmyndum (FRA412G)

Frönsk saga og menning á 16., 17. og 18. öld einkenndist af uppgangi og hnignun einveldis í landinu sem náði hápunkti á dögum Loðvíks 14. og endaði í frönsku byltingunni. Í þessu námskeiði verður litið til birtingarmynda sögunnar í nokkrum frönskum kvikmyndum, nýjum eða nýlegum, og þær greindar með hliðsjón af sagnfræðilegu gildi og/eða sem aðlögun á bókmenntatexta. Áhersla verður lögð á þær pólitísku hræringar sem skóku franskt samfélag frá endurreisn til upplýsingar: trúarbragðastríðin á 16. öld, uppreisnir aðalsins á 17. öld, frönsku byltinguna á 18. öld.

Námskeiðið verður kennt á íslensku og kvikmyndirnar sýndar textaðar. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA604G Sérverkefni: Franskar kvikmyndir, frá endurreisn til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Franskar kvikmyndir, frá endurreisn til upplýsingar (FRA604G)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA412G Saga og menning fyrri alda í frönskum kvikmyndum til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu.

X

Samfélag, stjórnmál og menningarlæsi (FRA115G)

Farið verður yfir samfélagsgerð og stjórnskipulag í Frakklandi. Fjallað verður um helstu kaflaskipti í frönskum stjórnmálum á 20. og 21. öld, með áherslu á samtímann. Í tengslum við stjórnmálasöguna, verða kynntar hefðir í mælskulist og dæmi tekin úr nokkrum lykilræðum stjórnmálamanna og -kvenna á öldinni og þær settar í sögulegt og hugmyndafræðilegt samhengi. Fjallað verður um hugtakið laïcité (aðskilnað ríkis og kirkju) í sögulegu samhengi og í tengslum við fjölmenningu nútímans. Þá verður stiklað á stóru á nokkrum einkennum franskrar menningar og samfélags, fjallað um franskan vinnumarkað, siði, málnotkun og samskiptavenjur í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist færni í að taka þátt í umræðum á frönsku og að þeir geti beitt sérhæfðum orðaforða sem nýtist í alþjóðasamstarfi í ræðu og riti. Námsefni samanstendur af bókarköflum, blaðagreinum, fréttapistlum og heimildaþáttum í sjónvarpi og útvarpi auk sértækra orðaforðaæfinga.

X

Franska á alþjóðavettvangi (FRA217G)

Franska er opinbert tungumál og vinnutungumál margra alþjóðlegra stofnana ásamt ensku. Auk þess er franska það tungumál sem mest er notað, á eftir ensku, í utanríkissamstarfi fyrir utan að vera fimmta mest talaða tungumálið í heiminum.  

Í námskeiðinu verður farið yfir ástæður þess að franska náði útbreiðslu sem heimsmál og er notuð í dag í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO, Rauða krossinn, sem og í Evrópuráðinu og Evrópusambandinu. Jafnframt verður sjónum beint að mál- og menningarstefnu Frakklands og áhrifum hennar á fyrrum franskar nýlendur Frakklands.  

Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist færni í að taka þátt í umræðum og rökræðum á frönsku og að þeir geti beitt sérhæfðum orðaforða sem nýtist í alþjóðasamstarfi bæði í ræðu og riti. Unnið verður með blaðagreinar, fréttapistla og frétta-/heimildaþætti (í sjónvarpi, útvarpi, á samfélagsmiðlum). 

X

Notkun tungumálsins (FRA431G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um Frakkland í dag með því að kynnast tíu persónum í gegnum fjölmiðla, fimm konum og fimm körlum: leikara, rithöfundi, vísindamanni, geimfara, leikstjóra, íþróttamanni o.s.frv. Sumar þeirra birtast oft í fjölmiðlum, aðrar sjaldnar. Þær standa fyrir málefni sem vega þungt í frönsku samfélagi í dag, s.s. stöðu kvenna í á vinnumarkaði, í stjórnmálum eða í listaheiminum; samfélagsþátttöku og stöðu minnihlutahópa; breytingar á viðhorfum til ættleiðinga; umhverfisvernd, tjáningafrelsi, ofbeldi lögreglu, baráttu gegn nútíma þrælahaldi; hrunfræði; mælskulist í pólitískri orðræðu. Afstaða þeirra verður rædd og gagnrýnd.

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri á að kynnast ólíkum fjölmiðlum í Frakklandi í dag og umræðu um þau málefni sem fjallað verður um í námskeiðinu.

X

Sérverkefni í þýðingum (FRA022G)

Í þessu verkefni fær nemandi tækifæri til að auka færni sína í þýðingum af frönsku á íslensku. Verkefni eru valin í samráði við kennara.

X

Frönsk málfræði III (FRA305G)

Farið verður nánar í flóknari málfræðiatriði, þar á meðal tilvísunarfornöfn, samræmingu tíða, óbeina ræðu, viðtengingarhátt, forsetningar og aukasetningar. Athugað verður hvernig þessi málfræðilegu atriði eru meðhöndluð í rituðum heimildum af ýmsum toga eins og blaðagreinum, teiknimyndasögum, leikritum o.s.f.v.

X

Franskt samfélag III – Franska, fjöltyngi og fjölmenning í Frakklandi (FRA319G)

Í námskeiðinu verður sjónum beint að stöðu frönskunnar – bæði í Frakklandi og sem og á alþjóðavettvangi. Einnig verður fjallað um áhrif og stöðu frönsku í fyrrum nýlendum Frakklands.

Áhersla verður lögð á að nemendur æfist í að færa rök fyrir máli sínu í skriflegum verkefnum sem og draga saman og gera grein fyrir efni námskeiðs í ræðu og riti.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA434G)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA404G Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

BA-ritgerð í frönskum fræðum (FRA261L)

BA-ritgerð í frönskum fræðum. Nemandi velur viðfangsefni og leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

Leiðbeiningar um uppsetningu og frágang BA-ritgerða er að finna á heimasíðu greinarinnar.

Námsmat: 20% kynning á ritgerðinni, 80% efnistök og málnotkun.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Hinn frönskumælandi heimur – La francophonie (FRA114G)

Farið verður yfir sögulegar og pólitískar skýringar þess að franska hefur verið/er töluð víða um heim. Fjallað verður um samfélagsleg áhrif þess og viðhorf málnotenda til tungumálsins. Einnig verður fjallað um áskoranir sem felast í því að nota frönsku sem menntunarmál í fjöltyngdum samfélögum. Framtíð tungumálsins og samkeppnin við önnur heimsmál eins og ensku eða arabísku verður einnig skoðuð. Horft verður til eftirtalinna svæða: Belgía, Fílabeinsströndin, Senegal, Malí, Rwanda, Haítí, Marokkó, Alsír, Kanada. 

X

Samskiptasaga Íslands og Frakklands (FRA218G)

Samskiptasaga Íslendinga og Frakka nær langt aftur í aldir og á sér marvíslegar birtingarmyndir. Menningarleg samskipti landanna tveggja eiga rætur á miðöldum þegar franskar bókmenntir voru varðveittar í íslenskum handritum. Franskir sjómenn stunduðu veiðar við Ísland um þriggja alda skeið og nærvera þeirra hafði umtalsverð áhrif á íslenskt samfélag. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á helstu vörður í samskiptum landanna tveggja á sviði menningar, menntunar, viðskipta og stjórnmála í samtímanum. Fjallað verður um ímynd Íslands og Norðursins í Frakklandi en íslenskar bókmenntar njóta mikilla vinsælda meðal franskra lesenda.

X

Sérverkefni í frönsku (FRA430G)

Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA505G)

Í þessu sérverkefni fá nemendur tækifæri til að vinna að afmörkuðu verkefni sem tengist námskeiðinu FRA434G Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar,

X

Sjálfsögur (FRA440G)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA605G, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni í þýðingum (FRA022G)

Í þessu verkefni fær nemandi tækifæri til að auka færni sína í þýðingum af frönsku á íslensku. Verkefni eru valin í samráði við kennara.

X

Frönsk málsaga (FRA439G)

Skoðað verður hvernig franskan þróaðist upp úr latínu eftir fall rómverska veldisins og varð smám saman, í gegnum aldirnar, að tungumálinu sem við þekkjum í dag. Staða tungumálsins á mismunandi tímabilum verður borin saman, á miðöldum, á endurreisnatímabilinu, og á 18. öldinni, svo að dæmi séu nefnd. Einnig verður talað um örlög annarra tungumála eða mállýskna sem voru eða eru enn töluð í Frakklandi. Einnig verður fjallað um núverandi stöðu frönskunnar, þær breytingar sem eru áberandi í málfari Frakka í dag og hvort hægt sé að spá í framtíð hennar.

X

BA-ritgerð í frönskum fræðum (FRA261L)

BA-ritgerð í frönskum fræðum. Nemandi velur viðfangsefni og leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

Leiðbeiningar um uppsetningu og frágang BA-ritgerða er að finna á heimasíðu greinarinnar.

Námsmat: 20% kynning á ritgerðinni, 80% efnistök og málnotkun.

X

Saga og menning fyrri alda í frönskum kvikmyndum (FRA412G)

Frönsk saga og menning á 16., 17. og 18. öld einkenndist af uppgangi og hnignun einveldis í landinu sem náði hápunkti á dögum Loðvíks 14. og endaði í frönsku byltingunni. Í þessu námskeiði verður litið til birtingarmynda sögunnar í nokkrum frönskum kvikmyndum, nýjum eða nýlegum, og þær greindar með hliðsjón af sagnfræðilegu gildi og/eða sem aðlögun á bókmenntatexta. Áhersla verður lögð á þær pólitísku hræringar sem skóku franskt samfélag frá endurreisn til upplýsingar: trúarbragðastríðin á 16. öld, uppreisnir aðalsins á 17. öld, frönsku byltinguna á 18. öld.

Námskeiðið verður kennt á íslensku og kvikmyndirnar sýndar textaðar. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA604G Sérverkefni: Franskar kvikmyndir, frá endurreisn til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Franskar kvikmyndir, frá endurreisn til upplýsingar (FRA604G)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA412G Saga og menning fyrri alda í frönskum kvikmyndum til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu.

X

Samfélag, stjórnmál og menningarlæsi (FRA115G)

Farið verður yfir samfélagsgerð og stjórnskipulag í Frakklandi. Fjallað verður um helstu kaflaskipti í frönskum stjórnmálum á 20. og 21. öld, með áherslu á samtímann. Í tengslum við stjórnmálasöguna, verða kynntar hefðir í mælskulist og dæmi tekin úr nokkrum lykilræðum stjórnmálamanna og -kvenna á öldinni og þær settar í sögulegt og hugmyndafræðilegt samhengi. Fjallað verður um hugtakið laïcité (aðskilnað ríkis og kirkju) í sögulegu samhengi og í tengslum við fjölmenningu nútímans. Þá verður stiklað á stóru á nokkrum einkennum franskrar menningar og samfélags, fjallað um franskan vinnumarkað, siði, málnotkun og samskiptavenjur í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist færni í að taka þátt í umræðum á frönsku og að þeir geti beitt sérhæfðum orðaforða sem nýtist í alþjóðasamstarfi í ræðu og riti. Námsefni samanstendur af bókarköflum, blaðagreinum, fréttapistlum og heimildaþáttum í sjónvarpi og útvarpi auk sértækra orðaforðaæfinga.

X

Franska á alþjóðavettvangi (FRA217G)

Franska er opinbert tungumál og vinnutungumál margra alþjóðlegra stofnana ásamt ensku. Auk þess er franska það tungumál sem mest er notað, á eftir ensku, í utanríkissamstarfi fyrir utan að vera fimmta mest talaða tungumálið í heiminum.  

Í námskeiðinu verður farið yfir ástæður þess að franska náði útbreiðslu sem heimsmál og er notuð í dag í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, UNESCO, Rauða krossinn, sem og í Evrópuráðinu og Evrópusambandinu. Jafnframt verður sjónum beint að mál- og menningarstefnu Frakklands og áhrifum hennar á fyrrum franskar nýlendur Frakklands.  

Áhersla verður lögð á að nemendur öðlist færni í að taka þátt í umræðum og rökræðum á frönsku og að þeir geti beitt sérhæfðum orðaforða sem nýtist í alþjóðasamstarfi bæði í ræðu og riti. Unnið verður með blaðagreinar, fréttapistla og frétta-/heimildaþætti (í sjónvarpi, útvarpi, á samfélagsmiðlum). 

X

Notkun tungumálsins (FRA431G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um Frakkland í dag með því að kynnast tíu persónum í gegnum fjölmiðla, fimm konum og fimm körlum: leikara, rithöfundi, vísindamanni, geimfara, leikstjóra, íþróttamanni o.s.frv. Sumar þeirra birtast oft í fjölmiðlum, aðrar sjaldnar. Þær standa fyrir málefni sem vega þungt í frönsku samfélagi í dag, s.s. stöðu kvenna í á vinnumarkaði, í stjórnmálum eða í listaheiminum; samfélagsþátttöku og stöðu minnihlutahópa; breytingar á viðhorfum til ættleiðinga; umhverfisvernd, tjáningafrelsi, ofbeldi lögreglu, baráttu gegn nútíma þrælahaldi; hrunfræði; mælskulist í pólitískri orðræðu. Afstaða þeirra verður rædd og gagnrýnd.

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri á að kynnast ólíkum fjölmiðlum í Frakklandi í dag og umræðu um þau málefni sem fjallað verður um í námskeiðinu.

X

Sérverkefni í frönsku (FRA409G)

Aðeins er hægt að velja sérverkefni í samráði við greinarformann.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Gagnrýnin hugsun (HSP105G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.

X

Listheimspeki (HSP310G)

Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.

X

Þýðingar (ÍSE502G)

Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófum/ritgerðarverkefnum þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.

X

Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848 (LIS004G)

Í námskeiðinu verða meginverk í listasögu Vesturlanda frá frum-endurreisn til fyrri hluta nítjándu aldar tekin til skoðunar. Landfræðilega er sjónum beint að listaverkum frá Ítalíu og Spáni, Frakklandi, Niðurlöndum, Þýskalandi og Englandi. Fjallað verður um helstu aðferðir og skóla, akademíur og birtingarform myndlistar í trúarlegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Fjallað verður um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, listiðnað og prentmyndir. Leitast verður við að skoða að hvaða leyti listin speglar samfélagið, hvernig myndmál speglar lífssýn og heimsmynd manna á ólíkum tímabilum. Fjallað er um breytilegt inntak tíma og rýmis á hverjum tíma, breytingar á táknrænni mynd líkama, um stöðu og samfélagshlutverk listamann og samspil listar og valdastofnana. Í tengslum við þessi viðfangsefni verða lykilverk hvers tíma tekin til ítarlegrar túlkunar og dreifingarsaga þeirra rædd.

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)

Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.

X

Kvikmyndasaga (KVI201G)

Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Þýðingarýni og þýðingatækni (ÞÝÐ201G)

Markmið námskeiðsins er í fyrsta lagi að nemendur læra að rýna í þýðingar sem og greina texta á erlendu máli til að þýða yfir á móðurmálið. Nemendur velja bókmennta- eða nytjatexta í samráði við kennarann og vinna með þá texta.

Í öðru lagi kynnast nemendur þeim hjálpargögnum og tæknilausnum sem notuð eru í þýðingarferlinu. Þannig fá þeir að sama skapi innsýn í starf atvinnuþýðenda á ýmsum sviðum.

Kennsla fer að mestu leyti fram í formi hagnýtra æfinga, umræðna og verkefna undir handleiðslu kennara. 

Einnig flytja nemendur erindi í tíma.

Þýðingarýni og textagreining er skyldunámskeið í Þýðingafræði sem aukagrein á BA stigi. Það er einnig opið öðrum nemendum en góð færni í erlendu tungumáli (samsvarandi 3. ári í grunnnámi) er nauðsynleg undirstaða.

Kennsla fer fram á íslensku. Nemendur þýða úr erlendu máli yfir á móðurmálið. Önnur verkefni eru unnin á íslensku.

Undirstaða í þýðingafræði (10 e) er æskileg en ekki nauðsynleg.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dorota Julia Kotniewicz
Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
Dorota Julia Kotniewicz
Frönsk fræði - BA nám

Frönskunámið er svo sérstakt í mínum huga því að annars vegar bjóðast leiðir sem falla vel að áhuga hvers og eins, hvort sem það eru þýðingar, málfræði eða saga, og hins vegar færðu líka hvatningu til að kynna þér viðfangsefni sem þú hafðir ekki pælt í áður. Þó að það sé vissulega áskorun að allt námið fer fram á frönsku tekur ekki langan tíma að venjast því og þú ert farin að hugsa á frönsku í bílnum á leiðinni heim án þess að fatta það. Ég valdi frönsku til BA-prófs vegna þess að ég hef ástriðu fyrir tungumálum og bókmenntum og nú þegar ég er að ljúka öðru árinu sé ég að allir þættir námsins eru samtvinnaðar og styðja við það sem ég hef mestan áhuga á og veita mér dýpri skilning á viðfangsefninu.

Sumarliði V Snæland Ingimarsson
Frönsk fræði - BA nám

Frönsk fræði urðu fyrir valinu vegna þess að mig hefur langað til að læra frönsku alveg síðan í framhaldsskóla. Sem ástæðu má nefna að tungumálið getur opnað margar dyr í frekara nám og á atvinnumarkaði. Svo langar mig auðvitað að geta slegið um mig á franskri tungu úti á götu eins og ekkert væri eðlilegra. Námið er mjög fjölbreytt og gefur manni ekki aðeins aukna færni í þessu fallega og útbreidda tungumáli, heldur fær maður einnig góða innsýn inn í sögu, menningu, og samfélag Frakklands. Verkefnin eru af ýmsum toga og hef ég á mínu fyrsta námsári lesið smásögur, unnið að þýðingum, lesið og greint frönsk leikrit, horft á kvikmyndir og heimildarmyndir, þjálfað framburð, og öðlast þjálfun í skapandi skrifum. Námið kallast líka á við samtímann þar sem við mætum á franska kvikmyndahátíð og veljum okkur bíómynd til að gagnrýna, eða þegar við vinnum þýðingar úr nýlegum blaðagreinum sem fjalla um málefni líðandi stundar. Þá er mikil áhersla lögð á samræður í tímum til að bæta tjáningarfærni, bæði í hversdeginum og innan akademíunnar. Hóparnir eru nógu litlir til að allir fái sitt pláss og geti tekið virkan þátt. Það sem stendur upp úr eru svo kennararnir sem leggja sig alla fram við að veita nemendum faglega og persónulega ráðgjöf og hjálpa þeim að þróa sína leið í náminu. Þá má ekki gleyma að hægt er að fara í skiptinám á 2. námsári til fjölda borga og bæja í Frakklandi, Belgíu, og víðar!

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
Frönsk fræði - BA nám

Að skrá mig í Frönsk fræði í Háskóla Íslands er ein af mínum bestu ákvörðunum í lífinu. Kennarar og starfsfólk HÍ leggja sig fram við að gera námið eins skipulagt og kostur er, sem auðveldar aðgengi og eykur afköst. Ég fór í námið til að öðlast meiri þekkingu á frönsku, en við það bætist svo miklu meira. Auk þess sem að námið kennir manni að takast á við verkefni með skipulögðum, vísindalegum vinnubrögðum, þá stækkar það líka tengslanetið og opnar dyr að nýjum tækifærum.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.