Mið-Austurlandafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Mið-Austurlandafræði

Mið-Austurlandafræði

Aukagrein

. . .

Markmið Mið-Austurlandafræða við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins.

Um námið

Í námsleiðinni er fjallað um heim Mið-Austurlanda frá fornöld og veldi múslima á miðöldum, svo og lönd þar sem Íslam hefur náð útbreiðslu fram á okkar daga. Veitt verður yfirlit yfir söguna og menningu, helstu bókmenntir, fræði og listir með það að augnamiði að varpa ljósi á þróun mála í nútímanum.

Nánari upplýsingar um námsleiðina.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.