Doktorsnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsnám

Á Hugvísindasviði er unnt að stunda nám til doktorsprófs á fræðasviðum þar sem framhaldsnámsnefndir deilda meta að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi. Markmið doktorsnáms er að veita doktorsnemum sem besta og víðtækasta vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, t.a.m. háskólakennslu eða sérfræðistörf hjá vísindalegum rannsóknastofnunum. Nauðsynlegt er að þessi þjálfun taki mið af bakgrunni hvers nemanda og því fræðasviði sem hann vill sérhæfa sig á. 

Doktorsnám á Hugvísindasviði er að jafnaði þrjú ár (180e) í Mála- og menningardeild, Sagnfræði- og heimspekideild og Guðfræði- og trúarbragðafræðideild en fjögur ár (240e) í Íslensku- og menningardeild. 

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári: 15. apríl fyrir haustmisseri en 15. október fyrir vormisseri. Deildum er heimilt að taka við umsóknum utan þessa tíma ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar á vef Hugvísindastofnunar um doktorsnám.Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.