Klassísk mál | Háskóli Íslands Skip to main content

Klassísk mál

Klassísk mál

180 einingar - BA gráða

. . .

Klassísk mál eru kennd sem aðalgrein og aukagrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Til klassískra mála teljast forngríska og latína. Tungumálin eru auk klassískrar textafræði undirstaða klassískra fræða eða fornfræði, þ.e.a.s. fræðilegrar umfjöllunar á öllum hliðum klassískrar menningar fornaldar og klassískum menningararfi, sem er grundvöllur vestrænnar menningar.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Trausti Örn Einarsson
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
BA

Eitt af því sem heillaði mig mest við nám í klassísku málunum tveimur latínu og grísku er hvað námið er fjölbreytt. Ég hef í náminu hér heima og í skiptinámi við fornfræðideild háskólans í Glasgow tekið kúrsa sem tengjast öllum hliðum fornaldar: latínu, grísku og málvísindum, bókmenntum, sagnfræði, heimspeki og list. Gráðan veitir því góðan grunn á mjög breiðu sviði og að mörgu leyti tel ég að klassísk mál séu með þverfaglegustu námsgreinunum sem Háskóli Íslands býður upp á. Kennararnir eru mjög áhugasamir um fagið og alltaf tilbúnir að aðstoða nemendur og ræða við þá.

Trausti Örn Einarsson
BA í klassískum fræðum

Klassísk fræði sem aukagrein hefur gefið mér tækifæri til að öðlast dýpri skilning á heimi Forngrikkja og Rómverja. Saga og trúarbrögð, forngríska og latína, heimspeki og bókmenntir. Allt þetta og miklu fleira er hægt að fræðast um í náminu. Ég mæli með náminu fyrir alla sem hafa áhuga á þessum heillandi menningarheimi og áhrifum hans á nútímann.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Starfsmöguleikar í grísku, latínu og klassískum fræðum (eða fornfræði) geta verið afar fjölbreytilegir. Fornfræði- og fornmálanám veitir í raun einstaka blöndu þjálfunar ólíkrar fræðilegrar hæfni: í tungumálum og málfræðigreiningu, sagnfræði og bókmenntafræði. Vegna fjölbreytileika síns eflir fornfræðin bæði greinandi og heildræna hugsun nemandans auk málakunnáttu um leið og hún stuðlar að skilningi á eðli ólíkra heimilda, gagnrýninni heimildavinnu og næmum lesskilningi texta af ýmsu tagi. Þetta er hugvísindamenntun par excellence. Fornmálanám við Háskóla Íslands miðar þess vegna að því að sinna því hlutverki sem háskólanám á umfram allt að gegna: að þroska nemendur vitsmunalega og efla með þeim gagnrýnið hugarfar, nákvæmni og góð vinnubrögð.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir
  • Kennsla
  • Blaðamennska
  • Ritstörf
  • Útgáfu af ýmsu tagi
  • Ferðaþjónusta
  • Stjórnmál

Félagslíf

Nemendafélag grísku- og latínunema heitir Carpe Diem og hefur verið starfrækt frá árinu 1976. Það hefur m.a. staðið fyrir árlegri árshátíð nemenda og kennara og hefur spjallhóp á Facebook þar sem eru bæði núverandi og fyrrverandi nemendur auk kennara. Carpe Diem skipar námsnefndarfulltrúa sem er boðið til samráðs í árlegri vinnu um námsframboð.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.