Skip to main content

Danska

Danska

Hugvísindasvið

Danska

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í dönsku öðlast nemendur frekari þekkingu á sínu fræðasviði.

Nemendur kynnast rannsóknavinnu af eigin raun og fá þjálfun í akademískum vinnubrögðum og í framsetningu efnis.

Skipulag náms

X

Meistararitgerð í dönsku (DAN441L)

Meistararitgerð í dönsku.

X

Málnotkun og framsetning: Danska (DAN703F)

Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Nemendur rifja upp helstu reglur um danskt mál, málnotkun og stílbrögð. Þeir greina hvernig ólíkar textagerðir taka mið af mismunandi tilgangi tjáskipta. Áhersla verður einnig lögð á ritfærni nemenda á dönsku og þeir þjálfaðir í notkun hjálpargagna.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Norrænn módernismi og framúrstefna - frá Edith Södergran til óreiðu internetsins (NLF108F)

Í námskeiðinu verður saga módernisma og framúrstefnuhreyfinga á Norðurlöndunum könnuð og lesnir ýmsir lykiltextar norræns módernisma. Fjallað verður um komu framúrstefnuhreyfingar til Norðurlandanna, expressionisma, súrrealisma og fleiri stefna sem voru áberandi í Evrópu á millistríðsárunum. Einnig verður hugað að hópum skálda og listamanna sem störfuðu undir merkjum módernismans á Norðurlöndunumallt frá hópum  eins og Heretica í Danmörku og Birtíngsmanna á Íslandi á eftirstríðsárunum til margvíslegra hreyfinga rithöfunda og annarra listamanna sem starfa í samtímanum, ekki síst á netinu.

Á námskeiðinu verður einnig fengist við grundvallarspurningar eins og þá hvernig módernisminn bregst við hinum "stóru frásögnum" nútímavæðingarinnar og hvort módernisminn sjálfur sé orðinn að hefð og stórri skýringarfrásögn í bókmenntasögunni.

X

Norræn öndvegisverk í bókmenntum (NLF109F)

Norræn öndvegisverk verða kynnt og rædd frá gagnrýnu sjónarhorni þar sem kanónu-hugtakið er í brennidepli. Úrval meginverka Norðurlanda verða kynnt, lesin og greind. Í tengslum við námskeiðið verður haldin málstofa í bókmenntum með þátttöku gagnrýnenda og rithöfunda af Norðurlöndunum.

X

Bókmenntaþýðingar (DAN702F)

Fjallað verður um þýðingar bókmennta milli íslensku og dönsku. Nemendur fá yfirlit yfir sögu dansk-íslenskra bókmenntaþýðinga og fá þjálfun í þýðingarýni með því að greina mismunandi þýdd verk frá ólíkum tímum. M.a. þurfa nemendur að geta áttað sig á þeim áskorunum sem þýðandinn stendur frammi fyrir og hvaða leiðir hann hefur til úrlausnar.

X

Einstaklingsverkefni (DAN805F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN901F)

Einstaklingsverkefni.

X

Meistararitgerð í dönsku (DAN441L)

Meistararitgerð í dönsku.

X

Danskt stjórnkerfi, saga og menning (DAN802F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn yfir sögulega, pólitíska og menningarlega þróun í dönskum stjórnarháttum á 20. öld og fram til dagsins í dag – með áherslu á tímabilið: Frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Í námskeiðinu verður fjallað um danska velferðarmódelið og lýðræðislegt öryggisnet í ljósi þjóðarbúskapar, landafræði, lýðfræði og trúarbragða, aðstæðna á vinnumarkaði, stjórnmálakerfis, heilbrigðis- og menntunarkerfis, tengsla Danmerkur við alþjóðasamfélagið og almennra strauma í dönsku samfélagi. Nemendur munu kynna verkefni og ljúka námskeiðinu með skriflegu heimaverkefni.

X

Norræn tjáskipti (NLF206F)

Í námskeiðinu verður fyrst og fremst fjallað um málstefnu Norðurlandanna í nútímanum og sögulegu ljósi og rannsakað hvort og í hve miklum mæli málstefna og tjáskipti milli landa er samofin á Norðurlöndum. Í námskeiðinu leitað svara við spurningum eins og t.d. Hvað einkennir málstefnu Norðurlanda? Hvernig virka tjáskipti innan Norðurlandanna? Hefur hin íslenska hreintungustefna afleiðingar/áhrif á tjáskipti innan Norðurlandanna. Hvernig er samhengi milli norskrar málstefnu og hæfni Norðmanna til að skilja önnur Norðurlandamál? Hafa tjáskipti á Norðurlandamálum sérstöðu á Eyrarsundssvæðinu?

X

Einstaklingsverkefni (DAN803F)

Einstaklingsverkefni.

X

Einstaklingsverkefni (DAN804F)

Einstaklingsverkefni.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.