Skip to main content

Danska, doktorsnám

Danska

180 einingar - Doktorspróf

. . .

Doktorsnám í dönsku er þriggja ára rannsóknatengt framhaldsnám þar sem nemandinn vinnur sjálfstætt að eigin rannsóknarverkefni. Umfang rannsóknaverkefnis skal vera 180 e og það getur náð inn á ólík svið fræðanna: bókmenntir, málvísindi, þýðingar, menningarfræði.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistarapróf í dönsku.

Nemendafélög

Nemendur sem stunda doktorsnám á Hugvísindasviði geta gengið í Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands. Þeir eru einnig sjálfkrafa skráðir í Félag doktorsnema á Hugvísindasviði sem vinnur að hagsmunamálum doktorsnema á sviðinu, miðlar upplýsingum til þeirra, tilnefnir fulltrúa doktorsnema í ráð og nefndir og stendur fyrir félagsstarfi meðal doktorsnema á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.