Frönsk fræði


Frönsk fræði
MA gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í frönskum fræðum öðlast nemendur dýpri þekkingu á fræðasviði sínu og fá þjálfun í akademískum vinnubrögðum og í framsetningu efnis.
Skipulag náms
- Haust
- Meistararitgerð í frönskum fræðum
- Kenningar í hugvísindum
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning
- Tungumál og menning I
- Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönskuV
- Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönskuV
- EinstaklingsverkefniV
- EinstaklingsverkefniV
- Vor
- Meistararitgerð í frönskum fræðum
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð
- Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönskuV
- Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönskuV
- Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættirV
- EinstaklingsverkefniV
Meistararitgerð í frönskum fræðum (FRA441L)
Meistararitgerð í frönskum fræðum.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönsku (FRA102F)
Nemendi velur texta og þýðir í samráði og samstarfi við leiðbeinanda í Frönskum fræðum. Þýðingunni fylgir greinargerð á frönsku um þýðingarvinnuna. Nemandi fær þjálfun í að þýða úr frönsku og fjalla um þýðingarvinnunna á erlenda tungumálinu.
Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönsku (FRA104F)
Nemendi velur texta og þýðir í samráði og samstarfi við leiðbeinanda í Frönskum fræðum. Þýðingunni fylgir greinargerð á frönsku um þýðingarvinnuna. Nemandi fær þjálfun í að þýða úr frönsku og fjalla um þýðingarvinnunna á erlenda tungumálinu.
Einstaklingsverkefni (FRA803F)
Einstaklingsverkefn.
Einstaklingsverkefni (FRA804F)
Einstaklingsverkefn.
Meistararitgerð í frönskum fræðum (FRA441L)
Meistararitgerð í frönskum fræðum.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönsku (FRA217F)
Nemandi velur texta og þýðir í samráði og samstarfi við leiðbeinanda í Frönskum fræðum. Þýðingunni fylgir greinargerð á frönsku um þýðingarvinnuna. Nemandi fær þjálfun í að þýða úr frönsku og fjalla um þýðingarvinnunna á erlenda tungumálinu.
Einstaklingsverkefni: Þýðingar úr frönsku (FRA219F)
Nemandi velur texta og þýðir í samráði og samstarfi við leiðbeinanda í Frönskum fræðum. Þýðingunni fylgir greinargerð á frönsku um þýðingarvinnuna. Nemandi fær þjálfun í að þýða úr frönsku og fjalla um þýðingarvinnunna á erlenda tungumálinu.
Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)
Einstaklingsverkefni.
Einstaklingsverkefni (FRA903F)
Einstaklingsverkefni.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.