Þýðingarfræði


Þýðingafræði
Aukagrein – 60 einingar
Þýðinganám er vísast það nám sem mesta möguleika veitir tungumálafólki til að nýta sér þekkingu sína í atvinnuskyni. Nám í þýðingafræði undirbýr nemendur í miðlun upplýsinga milli menningarheima og eru viðfangsefnin af margvíslegu tagi.
Skipulag náms
Þýðingar (ÍSE502G)
Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga, en einnig verður farið yfir grundvallaratriði í túlkafræði. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófi/ritgerð þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.
Þýðingatækni og textagreining (ÞÝÐ201G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur læra að greina texta til þýðinga og átta sig á þeim hjálpargögnum og hjálpartækjum sem til eru. Einnig fá þeir innsýn í starf atvinnuþýðenda á ýmsum sviðum.
Kennsla fer að mestu leyti fram í formi hagnýtra æfinga og verkefna undir handleiðslu kennara. Fáir fyrirlestrar undirbúa nemendur undir hópvinnu og æfingar í tímum. Fram að verkefnaviku vinna nemendur vikulega stutt heimaverkefni og fá leiðsagnarmat kennara. Eftir verkefnaviku fara nemendur með kynningar á „tækjum og tólum“ sem nýtast í þýðingarferli.
Einnig koma gestakennarar í tíma sem segja frá vinnu og starfsumhverfi atvinnuþýðenda. Hópurinn fer líka í vettvangsheimsóknir, t.d. í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis. Í verksmiðjutímum undir lok námskeiðsins vinna nemendur saman og leggja lokahönd á þýðingar sínar og greinargerðir.
Þýðingatækni og textagreining er skyldunámskeið í Þýðingafræði sem aukagrein á BA stigi. Það er einnig opið öðrum nemendum en góð færni í erlendu tungumáli (samsvarandi 3. ári í grunnnámi) er nauðsynleg undirstaða.
Kennsla fer fram á íslensku. Nemendur þýða úr erlendu máli yfir á móðurmálið. Önnur verkefni eru unnin á íslensku.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.