Skip to main content

Þýðingarfræði

Þýðingarfræði

Hugvísindasvið

Þýðingafræði

Aukagrein – 60 einingar

Þýðinganám er vísast það nám sem mesta möguleika veitir tungumálafólki til að nýta sér þekkingu sína í atvinnuskyni. Nám í þýðingafræði undirbýr nemendur í miðlun upplýsinga milli menningarheima og eru viðfangsefnin af margvíslegu tagi.

Skipulag náms

X

Þýðingar (ÍSE502G)

Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófum/ritgerðarverkefnum þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.

X

Þýðingarýni og þýðingatækni (ÞÝÐ201G)

Markmið námskeiðsins er í fyrsta lagi að nemendur læra að rýna í þýðingar sem og greina texta á erlendu máli til að þýða yfir á móðurmálið. Nemendur velja bókmennta- eða nytjatexta í samráði við kennarann og vinna með þá texta.

Í öðru lagi kynnast nemendur þeim hjálpargögnum og tæknilausnum sem notuð eru í þýðingarferlinu. Þannig fá þeir að sama skapi innsýn í starf atvinnuþýðenda á ýmsum sviðum.

Kennsla fer að mestu leyti fram í formi hagnýtra æfinga, umræðna og verkefna undir handleiðslu kennara. 

Einnig flytja nemendur erindi í tíma.

Þýðingarýni og textagreining er skyldunámskeið í Þýðingafræði sem aukagrein á BA stigi. Það er einnig opið öðrum nemendum en góð færni í erlendu tungumáli (samsvarandi 3. ári í grunnnámi) er nauðsynleg undirstaða.

Kennsla fer fram á íslensku. Nemendur þýða úr erlendu máli yfir á móðurmálið. Önnur verkefni eru unnin á íslensku.

Undirstaða í þýðingafræði (10 e) er æskileg en ekki nauðsynleg.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rebekka Lind Ívarsdóttir Wiium
Rebekka Lind Ívarsdóttir Wiium
Þýðingarfræði

Námið er krefjandi en mjög gefandi og skemmtilegt. Bekkirnir eru litlir en það hefur sína kosti þar sem mikið er um umræðu tíma svo að allir geti hjálpast að við að skilja námsefnið í sameiningu. Þetta nám hefur kennt mér að tungumál eru meira en bara orð. Þau eru samblanda af menningu og hvernig fólk tjáir sig á mismunandi hátt. Þetta nám hefur ekki bara bætt skilning minn á nýju tungumáli, heldur hefur það einnig styrkt mig í eigin móðurmáli.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.