Japanskt mál og menning


Japanskt mál og menning
BA gráða – 120 einingar
Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan. Að loknu tveggja ára námi í japönsku og japönskum fræðum hafa nemendur öðlast grundvallarþekkingu og eru tilbúnir fyrir skiptinám við erlenda háskóla þar sem BA námið heldur áfram.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Japönsk málnotkun I
- Japanskt ritmál I
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I
- Japanskt þjóðfélag og menning I
- Vor
- Japönsk málnotkun II
- Japanskt ritmál II
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II
- Japönsk saga
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasagaV
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasagaV
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.
MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að svara spurningum eins og: hvað eru hugvísindi og vísindaleg vinnubrögð, hvernig er þeim beitt á sviði hugvísinda, hvað er átt við með hugtökunum gagnrýnin hugsun, ritstuldur, heimildaleit og heimildavinna? Ennfremur er námskeiðinu ætlað að veita nemendum innsýn í vinnuaðferðir hugvísinda og þjálfa þá í faglegum vinnubrögðum s.s. akademísku læsi og ritun (framsetningu texta, ritgerðasmíð), heimildaleit, framsögum og fleiru.
ATHUGIÐ! Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað:
a) BA-nemendum í ensku
b) Nemendum í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) er ekki hafa íslensku sem móðurmál.
*Nemendur í erlendum tungumálum (öðrum en ensku) sem hafa íslensku sem fyrsta mál eiga að skrá sig í MOM101G.
Japönsk málnotkun I (JAP101G)
Þetta er kjarnanámskeiðið í japönsku fyrir byrjendur. Nemendur kynnast helstu reglum í japanskri málfræði. Áherslan er á talmál (samtöl). Nemendur læra að skilja talað mál og tjá sig í töluðu máli á japönsku. Lögð er áhersla á orðaforða daglegs lífs. Fyrirlestrar eru í byrjun viku og síðan fer kennslan fram í litlum hópum. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð.
Japanskt ritmál I (JAP102G)
Nemendur læra að lesa og skrifa japönsk tákn, þ.e. kana og kanji. Áhersla er lögð á tileinkun orðaforða og lestur og ritun einfaldra texta.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I (JAP103G)
Framburðaræfingar og þjálfun í að hlusta á japönsku. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri.
Japanskt þjóðfélag og menning I (JAP105G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum innsýn inn í daglegt líf fyrr og nú í Japan. Aðaláherslan mun verða á þjóðfræði, trúarbrögð og hefðir, samspili þessara þátta og hvernig þeir birtast í nútíma menningu Japan.
Japönsk málnotkun II (JAP202G)
Framhald af námskeiðinu Málnotkun I. Aðaláherslan er lögð á undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða daglegs lífs. Reglulega verða tekin próf í tímum.
Japanskt ritmál II (JAP203G)
Framhald af námskeiðinu Japanskt ritmál I. Áhersla verður lögð á að lesa, skrifa og skilja hiragana og katakana. Nemendur þurfa að ná tökum á 58 kanji. Reglulega eru próf í tímum.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II (JAP204G)
Framhald á námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli I. Áhersla er lögð á framburð og talað mál. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.
Japönsk saga (JAP208G)
Yfirlits námskeið þar sem fjallað verður um sögu Japans frá forsögulegum tíma til samtímans. Saga Japans er mikið og stórt verkefni og því verður stiklað á stóru í þessu yfirlitsnámskeiði, en lögð verður áhersla á að nemendur öðlist skilning á þeim samfélagslegu þáttum sem hafa átt sinn þátt í að móta það menningarlega umhverfi sem fyrirfinnst í Japan nútímans. Fyrirlestrar nemenda munu skipa veigamikinn sess í tímum og nemendur hjálpast að við undirbúning á samantekt efnis til undirbúnings fyrir próf. Í rannsóknarverkefni munu nemendur fá tækifæri til að kynna sér ítarlegar sjálfvalið efni innan sögulega rammans.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
- Haust
- Japanskt þjóðfélag og menning II
- Japönsk málnotkun III
- Japanskt ritmál III
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli III
- Japanskar nútímabókmenntirB
- Japanskar kvikmyndirBE
- BA-ritgerð í japönsku máli og menninguV
- Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína)V
- Vor
- Japönsk málnotkun IV
- Japanskt ritmál IV
- Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli IV
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasagaV
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasagaV
- Nútímasaga Austur-AsíuV
- BA-ritgerð í japönsku máli og menninguV
- Tungumál og leiklistV
Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)
Markmið þessa námskeiðs er að kynna fyrir nemendum daglegt líf í Japan samtímans. Rætt verður um ýmsar hliðar japansks þjóðfélags út frá samfélagsskipan, menntakerfi, stjórnmálum, efnahagslífi og nútímamenningu. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.
Japönsk málnotkun III (JAP302G)
Framhald af Málnotkun II. Málfræði og orðaforði aukinn, auk talæfinga. Reglulega eru próf í tímum.
Japanskt ritmál III (JAP303G)
Framhald af námskeiðinu Ritmál II. Nemendur munu læra frekar kanji, hiragana og katakana orð og orðasamsetningar. Þeir auka við skining sinn á lestri og ritun á japönsku máli. Reglulega eru próf í tímum.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli III (JAP304G)
Framhald af námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli II. Stefnt er að því að nemendur auki skilning sinn á hlustun og auki hæfni í framburði. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.
Japanskar nútímabókmenntir (JAP305G)
Nemendum eru kynntar stefnur og straumar í japönskum nútímabókmenntum, þar sem einkum er horft á þróun skáldskapar. Lesefni námskeiðsins eru þýðingar á ensku á smásögum og köflum úr stærri verkum frá Meiji tímabilinu til dagsins í dag. Áhersla er lögð á 20. öldina. Í tímum verða haldnir kynningarfyrirlestrar á lesefni og umræður um valda texta fara fram í kjölfarið.
Japanskar kvikmyndir (JAP107G)
Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.
Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.
Kennt er á ensku.
BA-ritgerð í japönsku máli og menningu (JAP241L)
BA-ritgerð í japönsku máli og menningu.
Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)
Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á viðskiptum í Asíu (Japan og Kína). Þjóðhagslegum grunn atriðum verður gert skil. Rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eiga viðskipti í þessum löndum verður skoðað út frá rannsókn.
Námskeiðið fer fram á ensku og hentar vel bæði erlendum skiptinemum og öðrum nemendum.
Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).
- Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
- Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
- Nemendur gera rannsókn (einstaklingsverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu (eigindlega eða megindlega).
Japönsk málnotkun IV (JAP403G)
Málnotkun IV er framhald af Málnotkun III. Farið verður nánar yfir námsefni á námskeiðunum Málnotkun I, II og III. Einnig verður farið í það efni sem nemendur hafa ekki náð góðum tökum á.
Japanskt ritmál IV (JAP404G)
Framhald af námskeiðinu Japanskt ritmál III. Haldið er áfram að kenna notkun hiragana, katakana og kanji. Reglulega eru próf í tímum.
Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli IV (JAP405G)
Framhald af námskeiðinu Japanskur framburður og skilningur á töluðu máli III. Áhersla er lögð á framburð og talað mál. Æfingatímar fara að hluta til fram í málveri og að hluta til í litlum hópum undir stjórn kennara.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM201G, MOM202G)
Námskeiðið er ágrip af vestrænni hugmynda- og málvísindasögu frá fornöld og fram til nútímans. Í því felst heimspekileg umfjöllun um þróun vísinda og fræðilegrar þekkingarleitar í Evrópu þar sem rýnt er í ólíkan skilning á eðli þekkingar og hlutverki hennar í mannlegu lífi allt frá Grikkjum til forna og fram á skeið upplýsingarinnar á átjándu öld. Inn í þessa þekkingarfræðilegu umræðu fléttast einnig mismunandi sjónarhorn frá fyrri öldum á eðli tungumálsins. Ennfremur er vikið að helstu straumum og stefnum í þjóðfélagsmálum, tæpt á nokkrum mikilvægum bókmenntaverkum fyrri alda og hugað að tilurð ýmissa menningarlegra einkenna sem áberandi eru í vestrænum samfélögum nútímans. Í seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á sögu og þróun málvísinda sem sérstakrar fræðigreinar fram á okkar daga. Námskeiðið færir nemendum fræðileg grundvallarhugtök og -tól sem ómissandi eru fyrir frekara nám í bókmenntum, málvísindum og öðrum menningarfræðum. Námskeiðið fer að mestu leyti fram sem vendikennsla og er gert ráð fyrir að nemendur mæti vel undirbúnir í tíma.
Nútímasaga Austur-Asíu (JAP412G, JAP413G)
Asía er stærst heimsálfanna og þar búa u.þ.b. tveir af hverjum þremur jarðarbúum. Asía hefur einnig í auknum mæli fest sig í sessi sem þungamiðja í efnahagslegum skilningi þar sem Kína, Japan og Indland eiga öll sæti á listanum yfir fimm stærstu efnahagveldi heims. Á sama tíma ríkir vaxandi spenna í álfunni sem m.a. skýrist af vígbúnaðarkapphlaupi kjarnorkuríkjanna, fjölda landamæradeilna, undiröldu þjóðernishyggju, eigna- og tekjuójöfnuði, sem og yfirvofandi umhverfis- og loftslagsvanda á stórum svæðum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum breiða sýn á sameiginlega sögu og samskipti ríkjanna í Austur-Asíu frá miðri 19. öld til dagsins í dag. Megináhersla verður lögð á Japan, Kína og Suður-Kóreu.
Á námskeiðinu verður farið yfir: kynningu á löndum, menningarsvæðum og öðrum svæðaskiptingum innan Asíu, nýlenduvæðingu og sjálfstæðisbaráttu, heimsstyrjaldirnar og kalda stríðið í Austur-Asíu, hlutverk Bandaríkjanna í álfunni, alþjóða- og svæðasamstarf (ASEAN, APEC, ADB), aukið vægi Kína og Indlands. Á námskeiðinu verður einnig farið yfir ýmis brýn mál í samtímanum allt frá „soft power“ stefnu til norðurslóðaáherslu Austur-Asíuríkjanna.
BA-ritgerð í japönsku máli og menningu (JAP241L)
BA-ritgerð í japönsku máli og menningu.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.