
Japanskt mál og menning
BA gráða
Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan. Að loknu tveggja ára námi í japönsku hafa nemendur öðlast grundvallarþekkingu á tungumálinu og eru tilbúnir til framhaldsnáms í japönsku við erlenda háskóla.

Um námið
Til viðbótar við tungumálakennslu er jafnframt veitt yfirsýn yfir sögu Japans, japanskar bókmenntir og japanska kvikmyndalist. Nemendur fá einnig innsýn í japanskt samfélag og menningu þar sem þeir læra m.a. um daglegt líf í Japan, fjölskylduna, stöðu konunnar, menntun, hagkerfið, tónlist af ýmsu tagi, myndasögur, teiknimyndir, siði og venjur.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.