Japanskt mál og menning | Háskóli Íslands Skip to main content

Japanskt mál og menning

Japanskt mál og menning

BA gráða

. . .

Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan. Að loknu tveggja ára námi í japönsku hafa nemendur öðlast grundvallarþekkingu á tungumálinu og eru tilbúnir til framhaldsnáms í japönsku við erlenda háskóla.

Um námið

Til viðbótar við tungumálakennslu er jafnframt veitt yfirsýn yfir sögu Japans, japanskar bókmenntir og japanska kvikmyndalist. Nemendur fá einnig innsýn í japanskt samfélag og menningu þar sem þeir læra m.a. um daglegt líf í Japan, fjölskylduna, stöðu konunnar, menntun, hagkerfið, tónlist af ýmsu tagi, myndasögur, teiknimyndir, siði og venjur.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Nemendafélag

Nemendafélög japönskunema heita Banzai (2003-4), Koohiibureeku (2004-5), Aisukuriimu (2005-7) og Banzai (2007-9).

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.