Gæðamál | Háskóli Íslands Skip to main content

Gæðamál

Gæðamál - á vefsíðu Háskóla Íslands

Gæðakerfi Háskóla Íslands byggist á Kröfum og leiðbeiningum fyrir gæðatryggingu á sviði æðri menntunar í Evrópu (e. Standards and Guidelines for Quality Assurance in the European Higher Education Area – ESG 2015) og rammaáætlun Gæðaráðs háskóla um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework – QEF).

Í stefnu Háskóla Íslands 2016–2021, HÍ 21, er gæðamenning ein af fimm megináherslum Háskólans og skal hann tryggja að rannsóknir og prófgráður standist alþjóðleg viðmið og gæðakröfur sem er forsenda þess trausts sem skólinn nýtur innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Árangur skólans byggist á sameiginlegum gildum, skýrri stefnu, markvissri áætlanagerð, árangursmati á grundvelli traustra upplýsinga og stöðugum umbótum.

Hugtakið gæðamenning felur þannig í sér að verkfæri og ferlar, sem skilgreina, mæla, meta, tryggja og bæta gæði, séu til staðar. En gæðamenning er ekki síður hugarfar þar sem starfsfólk Háskólans vinnur sameiginlega að stöðugum umbótum í starfsemi Háskólans til þess að ná fram markmiðum hans til hagsbóta fyrir allt skólastarfið.

Háskólum er gert að birta opinberlega á vef sínum útdrátt úr sjálfsmatsskýrslum faglegra eininga: 

Tengt efni