Skip to main content

Inntökuskilyrði í nám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Inntökuskilyrði í grunnnám

Stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Sjá nánar í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám.

Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní ár hvert. Skila þarf staðfestu ljósriti úr framhaldsskóla (ljósriti sem er stimplað af skóla) af öllu stúdentsprófsskírteininu áður en umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur til að hefja nám á vormisseri er til 30. nóvember. Þá er einungis hluti námsgreina við deildina í boði.

Inntökuskilyrði í framhaldsnám

Inntökuskilyrði í meistaranám eru mismunandi eftir greinum, í sumum greinum eru fjöldatakmarkanir. Upplýsingar um það er að finna í kennsluskrá HÍ undir viðkomandi námsleið.

Meistaranám
Umsóknarfrestur um meistara- og doktorsnám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er 15. apríl til að hefja nám á haustmisseri og 15. október til að hefja nám á vormisseri.

Diplómanám
Umsóknarfrestur um diplómanám er til 5. júní til að hefja nám á haustmisseri og 30. nóvember til að hefja nám á vormisseri. Á vormisseri er einungis hluti námsgreina við deildina í boði.

Doktorsnám
Umsóknarfrestur um doktorsnám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur er 1. febrúar ár hvert.

Nánari upplýsingar um doktorsnám

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er ákveðið af Háskólaráði.