Skip to main content

Laus störf

Lektor í hjúkrunarfræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Innan Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er starfrækt eitt af 14 ICN-vottuðum rannsókna- og þróunarsetrum í heiminum. Markmið setursins er að koma á fót samskiptaneti fyrir hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og menntastofnanir og aðra hagmunaaðila til að þróa, þýða, dreifa og nota alþjóðleg flokkunarkerfi í hjúkrun (ICNP) í námi, rannsóknum og störfum hjúkrunarfræðinga.

Doktorsnemi í eðlisfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði segulmetaefna og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs.

Forstöðumaður Vigdísarstofnunar - alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Háskóla Íslands

Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar auglýsir starf forstöðumanns til umsóknar, sem jafnframt er starf akademísks sérfræðings. Miðað er við 100% starfshlutfall, þar af 70-80% rannsóknarskylda og 20-30% stjórnun eftir nánara samkomulagi. Stofnunin heyrir undir Hugvísindasvið og starfar undir merkjum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og er rekin á grundvelli sérstaks fjárframlags skv. samstarfsamningi ríkisstjórnarinnar og UNESCO. Forstöðumaður sinnir starfi sínu frá aðsetri stofnunarinnar. Innan miðstöðvarinnar er staðið fyrir rannsóknum og margs konar miðlun og fræðslu um tungumál í víðu samhengi, sem þjóna markmiðum sem koma fram í samningi ríkisstjórnar Íslands og UNESCO. Samkvæmt samningnum eru helstu markmiðin að:Stuðla að fjöltyngi til að auka skilning, samskipti og virðingu milli menningarheima og þjóða.Auka vitund um mikilvægi tungumála sem grunnþáttar í menningararfleifð mannkyns.Stuðla að þýðingum og þýðingarannsóknum.Vinna að varðveislu tungumála og vöktun á málstefnu og málstýringu á sviði tungumála með fjöltyngi að leiðarljósi.Styðja við og stuðla að rannsóknum á móðurmálum sem hluta af almennum mannréttindum.Helstu áherslur í starfi Vigdísarstofnunar fyrsta áratug starfseminnar hafa verið þátttaka í Alþjóðlegum áratug frumbyggjamála (SÞ), bókmenntir, tungumál og menning Rómafólks víða um heim, vistfræði tungumála á Vestur-Norðurlöndum, þátttaka í Heimskorti tungumála á vegum UNESCO og sýningahald. 

Tvö störf nýdoktora í eðlisfræði

Laus eru til umsóknar tvö störf nýdoktora (postdoc) í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Störfin eru á sviði segulmetaefna og eru styrktar til allt að tveggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs.

Doktorsnemi í listfræðum við Hugvísindasvið

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf doktorsnema við Hugvísindasvið, tengt þróunarverkefninu: Þróun doktorsnáms í listum og listfræði, sem styrkt er af háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneytinu. Styrkurinn er til tveggja ára. 

Doktorsnemi í lífefnafræði/sameindalíffræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Við leitum að doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára og snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla bólgusvari líkamans. Skert starfsemi æðaþels er einkenni fjölda sjúkdóma til að mynda COVID-19 en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. 

Nýdoktor við rannsóknir á hormónasvari æðaþels

Við leitum að nýdoktor til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands sem snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum í losti. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla blóðstorku og bólgusvari líkamans. Breytt starfsemi æðaþels er fylgifiskur bráðasjúkdóma en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. Umsækjandi þarf að hafa sterkan grunn í sameindalíffræði og áhuga á fjölþátta gagnaúrvinnslu.

Lektor í frumu- og líffærafræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði frumu- og líffærafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða samstarf Líf- og umhverfisvísindadeildar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs og verður 50% starfsins við hvora deild.Leitað er að einstaklingi með bakgrunn á sviði frumulíffræði og hefur áhuga á að koma að uppbyggingu kennslu og rannsókna á sviði frumulíffræði og líffærafræði innan líf- og læknavísinda.

Lektor við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Laust er til umsóknar 50% starf lektors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Leitað er að öflugum einstaklingi með góða almenna þekkingu á hjúkrunarfræði, sem mun aðallega koma að kennslu í öldrunar- og heimahjúkrun.

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2024

Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2018 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2024. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára.Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði, ásamt formanni sem skipaður er af rektor án tilnefningar. 

Doktorsnemi í eðlisfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Staðan er á sviði eðlisfræði hálfleiðara og rafeindatækni og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs.

Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Félagsvísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun innan Háskóla Íslands. Megin markmið stofnunarinnar hefur frá upphafi verið að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir sem stuðla að því að styrkja og efla íslenskt samfélag. Stofnunin er öflugur þátttakandi í uppbyggingu rannsóknarinnviða í félagsvísindum og er samstarfsvettvangur rannsókna á Félagsvísindasviði. Stofnunin sinnir jafnframt verkefnum innan háskólans sem utan t.d. með því að framkvæma úttektir og mat á samfélagslegum árangri ýmissa stjórnvaldsaðgerða. Forstöðumaður stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar, aflar henni verkefna og tekna, annast áætlanagerð, fjármál og starfsmannamál og sér um framkvæmd á þeim málum sem stjórn stofnunarinnar felur honum. Forstöðumaður ber ábyrgð á þeim rannsóknarverkefnum sem stofnunin hýsir, stýrir þeim eftir aðstæðum og er ábyrgur fyrir fagmennsku, framgangi þeirra og skilum.Í boði er mjög áhugavert og krefjandi starf fyrir öflugan einstakling sem vill taka þátt í að leiða stofnunina á komandi árum. 

Verkefnastjóri í markaðsmálum Endurmenntunar HÍ

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra í markaðsmálum í öflugt markaðs- og þjónustuteymi. Í boði er afar lifandi og áhugavert starf við fjölbreytt verkefni á sviði markaðsmála. Hjá Endurmenntun vinnum við að því að skapa betra samfélag, efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa ný tækifæri. Endurmenntun Háskóla Íslands, EHÍ, er í fararbroddi í sí- og endurmenntun á Íslandi og tekur árlega á móti þúsundum nemenda á námskeið og í lengra nám. 

Störf aðjúnkta II í kennslu íslensku sem annars máls

Laus eru til umsóknar full störf aðjúnkta II við námsbrautina Íslenska sem annað mál við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Mögulegt er að ráðið verði í allt að fjögur störf. Námsbrautin er sú fjölmennasta við Háskóla Íslands en þar eru kennd fjölbreytt málnotkunarnámskeið auk námskeiða á sviði málvísinda, bókmennta og menningar.