Laus störf | Háskóli Íslands
  


  
  Skip to main content
    

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Rannsóknarstaða nýdoktors í faraldsfræði erfða og geðsjúkdóma

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við StressGene rannsóknina sem ERC styrkir og Unnur Valdimarsdóttir, prófessor hjá Miðstöð lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands, leiðir. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á eins árs framlengingu.

Dósent í haffræði

Laust er til umsóknar starf kennara á sviði hafefnafræði eða hafeðlisfræði við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið er hluti af uppbyggingu rannsókna og kennslu í haffræði við Háskóla Íslands. Kennarinn mun hafa starfsaðstöðu á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem er faglega og fjárhagslega sjálfstæð stofnun innan Raunvísindastofnunar Háskólans. Jarðvísindastofnun hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknaverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis. Þar eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviðum bergfræði og bergefnafræði, ísaldarjarðfræði og setlagafræði, eðlisrænnar jarð- og landfræði, jarðefnafræði vatns, veðrunar og ummyndunar, margvíslegrar eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, aflögunar, jarðskjálfta- og jöklafræði auk rannsókna í haffræði. Á Jarðvísindastofnun er fjölbreyttur tækjabúnaður til rannsókna á vatni, seti og föstu bergi sem nýst geta nýjum starfsmönnum, m.a. rannsóknastofur á sviði jarðefna- og bergfræði auk ýmissa tækja til jarðeðlisfræðilegra mælinga. Áætlað er að umsækjandi geti hafið störf 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.

Forseti Hugvísindasviðs

Háskóli Íslands leitar að öflugum leiðtoga fyrir Hugvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Hugvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.

Forstöðumaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns, sem jafnframt er starf akademísks sérfræðings, við nýtt Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hyggst koma á fót Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík á grunni starfsemi Breiðdalsseturs ses. Rannsóknasetrinu er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarðfræði og málvísinda. Aðsetur þess verður í Gamla Kaupfélaginu. Forstöðumaðurinn verður starfsmaður Háskóla Íslands en hefur starfsaðstöðu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Starfsstöð setursins er á Breiðdalsvík og er gert ráð fyrir að forstöðumaðurinn gegni starfi sínu þaðan. Búseta á svæðinu er skilyrði. Miðað er við að tengsl verði við starfsemi og verkefni Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans eftir því sem forstöðumaðurinn og starfsmenn koma sér saman um.

Lektor í líffræði hryggleysingja við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf lektors á sviði líffræði hryggleysingja við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við nýtt Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er að koma á fót Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík, á grunni starfsemi Breiðdalsseturs ses. Rannsóknasetrinu er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarðfræði og málvísinda. Aðsetur þess verður í Gamla Kaupfélaginu.

Lektor í raforkuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild

Laust er til umsóknar starf lektors í raforkuverkfræði við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Eitt mikilvægasta verkefni lektorsins verður að standa að uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við rafmagns- og tölvuverkfræðideild á þessu sviði. Lektornum er einnig ætlað að sinna kennslu í grunnnámskeiðum í raforku og skyldum greinum, leiðbeina framhaldsnemum, birta rannsóknir sínar í ritrýndum tímaritum og afla rannsóknastyrkja.

Doktorsnámsstyrkur í málvísindum

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um styrk til doktorsnáms við Hugvísindasvið. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum umsækjendum með meistarapróf í íslensku eða ensku. Doktorsnámið felur í sér samtímalega rannsókn á atvikssetningum í íslensku og skyldum málum. Styrkurinn er til þriggja ára og fjármagnaður af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist í ársbyrjun 2021.

Hugbúnaðar- og gagnasérfræðingar við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands

Laus eru til umsóknar tvö störf hugbúnaðar- og gagnasérfræðinga við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið stýrir þróun upplýsingatæknimála og sér um hugbúnaðargerð háskólans, þ.m.t. Uglu sem er notað sem aðalkerfi flestra háskóla landsins. Sviðið sér um rekstur upplýsinga- og fjarskiptakerfa, notendaþjónustu og innkaup á upplýsingatæknibúnaði. Fram undan er uppbygging á gagnaskýi og gagnavinnslulausnum.

Kerfisstjóri heilsubrunns við upplýsingatæknisvið

Upplýsingatæknisvið stýrir þróun upplýsingatæknimála og sér um hugbúnaðargerð háskólans, þ.m.t. Uglu sem er notað sem aðalkerfi flestra háskóla landsins. Sviðið sér um rekstur upplýsinga- og fjarskiptakerfa, notendaþjónustu og innkaup á upplýsingatæknibúnaði. Fram undan er uppbygging á gagnaskýi og gagnavinnslulausnum.

Rafvirki við framkvæmda- og tæknisvið

Bygginga- og tæknideild, framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands óskar eftir að ráða rafvirkja í fullt starf. Starfið heyrir undir byggingastjóra Háskóla Íslands. Bygginga- og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga og lóða Háskóla Íslands, umsjón með kerfum s.s. raf-, hita-, loftræsi- og stýrikerfum, sér um innkaup og viðhald á húsum og húsgögnum og búnaði ýmiskonar, auk þess að sjá um rekstur á trésmíða-, véla- og rafmagnsverkstæði.

Verkefnisstjóri við rannsókn á áföllum

Vilt þú starfa við verkefnisstjórn á spennandi rannsókn á áföllum í þverfræðilegu starfsumhverfi? Laust er til umsóknar 50% starf verkefnisstjóra við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla. Rannsóknin felst í því að þróa inngrip sem ætlað er að draga úr áleitnum minningum eftir áföll og meta árangur þess hjá konum með áfallasögu. Ráðið er í starfið til eins árs með möguleika á framlengingu til tveggja ára og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Doktorsnemi í örverufræði manna við Matvæla- og næringarfræðideild

Auglýst er eftir öflugum og metnaðarfullum doktorsnema til að vinna að rannsóknum á þróun og samsetningu örveruflóru í meltingarvegi á fyrstu árum ævi barna og mæðra þeirra á meðgöngu.