Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: Áhrifatryggð í samfélagslegri nýsköpun

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu "Maintaining 'Impact Fidelity' Across the Investment Lifecycle", innan seizmic Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis er gert ráð fyrir að doktorsneminn leggi sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN (sjá upplýsingar hér að neðan).Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Ritgerðin er hluti af þeim vinnupakka SEIZMIC-DN sem snýr að áhrifafjárfestingu (e. Impact investing). Doktorsneminn mun:Taka saman fræðilegt yfirlit (e. literature review) sem greinir hvernig félagsleg fyrirtæki og áhrifafjárfestar mæla áhrifÞróa fræðilegt líkan um hvernig fyrirtæki í samfélagslegri nýsköpun viðhalda áherslum sínum á samfélagsleg áhrif ("áhrifatryggð" eða "social impact fidelity") allan líftíma áhrifafjárfestinga og við hvaða aðstæður þessum áherslum er ógnaðTilgreina aðferðir sem áhrifafjárfestar nota til að framfylgja því að félög sem fjárfest er í viðhaldi tilteknum viðmiðunum um samfélagsleg áhrif meðan á fjárfestingum stendur og eftir að þeim lýkurVæntanlegar niðurstöður fela í sér útgefnar greinar um efnið auk ramma sem lýsir aðferðum sem hafa áhrif á fjárfesta til að viðhalda markmiðum um félagsleg áhrif í gegnum fjárfestingarferlið og gagnagrunnur til að prófa árangur ýmissa aðferða sem notaðar eru til að framfylgja áhrifatryggð.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN.Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðaðu eftirfarandi vefsíður:SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityFélagsvísindasvið: https://english.hi.is/school_of_social_sciencesViðskiptadeild: https://english.hi.is/school_of_businessEinnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands: Gagnsæi og áhrifamælinga í hönnun félagslegra viðskiptalíkana

Námsleið í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu Transparency and impact measurement in social business model design innan seizmic Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis mun doktorsneminn leggi sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN.Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Doktorsritgerðin er hluti af SEIZMIC-DN vinnupakka sem snýr að hönnun félagslegra viðskiptalíkana (e. Social Business Model Design). Doktorsneminn mun:Taka saman fræðilegt yfirlit (e. literature review) um áhrifamælingar, möguleika á skölun félagslegra viðskiptalíkana og kenningar um breytingar í félagslegu frumkvöðlastarfi.Safna viðtalsgögnum með djúpviðtölum sem tekin eru við frumkvöðla og hagsmunaaðila úr vistkerfum þeirra og netkerfum.Framkvæma rýnihóparannsókn meðal þeirra sem félagsleg nýsköpun hefur áhrif á. Efla skilningi á því hvernig gagnsæi og áhrifamælingar í hönnun viðskiptalíkana stuðlar að farsælli skölun, hanna ramma sem sýnir hæfniþætti (e. competencies) sem stuðlar að skölun viðskiptalíkanna og draga fram hvernig samþætta má samfélagslegar áhrifamælingar hönnun félagslegra viðskiptalíkana.Væntar niðurstöður eru: (i) Alhliða rammi sem lýsir áhrifum sjálfbærni og vottunarferla á hönnun og skölunarmöguleika félagslegra fyrirtækja. (ii) Greining á áhrifum B Corp vottunar á vöxt félagslegra fyrirtækja og markaðslega stöðu. (iii) Leiðbeiningar til að samþætta gagnsæi og áhrifamælingar við hönnun félagslegra viðskiptalíkana.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN. Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðið eftirfarandi vefsíður: SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityFélagsvísindasvið: https://english.hi.is/school_of_social_sciencesUmhverfis- og auðlindafræði: https://www.hi.is/framhaldsnam/umhverfis_og_audlindafraediViðskiptadeild: https://english.hi.is/school_of_businessEinnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Doktorsnemi við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands: Endurgjöf og leiðsögn sem eflir samfélagslega nýsköpun

Deild Faggreinakennslu við Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu "Endurgjöf og leiðsögn í samfélagslegri nýsköpunarmenntun", innan SEISMIC Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis mun doktorsneminn leggja sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN.Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja betur skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Doktorsverkefnið er hluti af þeim vinnupakka SEIZMIC-DN sem snýr að menntun og hæfni (e. Education and competencies). Doktorsneminn mun:Vinna fræðilegt yfirlit (e. literature review) um endugjöf og leiðsögn í námi og á starfsvettvangi þar sem sjónum er sérstaklega beint að nýsköpun og þróun hæfni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Skoða hlutverk endurgjafar á vegferðinni sem snýst um að ná hæfni í samfélagslegri nýsköpun í háskólum og ýmsum starfsvettvangi. Bæði verða nýttar megindlegar kannanir og eigindleg einstaklings- og hópviðtöl við nemendur og akademíska kennara.Þróa líkan um endurgjöf og leiðsögn til að efla hæfni í samfélagslegri nýsköpun, hæfni sem nýtist bæði í akademísku samhengi og á starfsvettvangi.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN.Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðið eftirfarandi vefsíður:SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityMenntavísindasvið: https://www.hi.is/menntavisindasvid Deild Faggreinakennslu: https://www.hi.is/deild_faggreinakennslu Einnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Umsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði

Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er að ræða fullt starf og ótímabundna ráðningu með 6 mánaða reynslutíma. 

Nýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði

Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam rannsóknarverkefninu sem er fjármagnað með styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til tveggja ára en möguleiki er á að viðbótarstyrkur verði fyrir starfinu til eins árs í viðbót.

Doktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði

Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið fer fram við Námsbraut í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Starf doktorsnemans er styrkt til a.m.k. þriggja ára með fjármunum frá Evrópska Rannsóknarráðinu (e. European Research Council). 

Dósent í bæklunarskurðlækingum

Laust er til umsóknar 50% starf dósents á fræðasviði bæklunarskurðlækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu.Forsenda fyrir ráðningu í starf dósents er að viðkomandi sé sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum og hafi aðstöðu á Landspítala til að sinna klínískri kennslu læknanema.

Forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands - Reykjavík

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf forstöðumanns Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Um er að ræða starf sem er sérstaklega styrkt af Heilbrigðisráðuneyti og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, tímabundið til þriggja ára. Mögulegt er að um verði að ræða áframhaldandi fjármögnun starfsins, en ekki liggur fyrir með hvaða hætti eða til hve langs tíma.Miðstöð í öldrunarfræðum (MÖ) er starfrækt í samvinnu Háskóla Íslands og Landspítala og er vistuð á Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands sem starfrækt er innan Heilbrigðisvísindasviðs. Hlutverk hennar er m.a. að vera miðstöð rannsókna á sviði öldrunarfræða er tekið geta tillit til heilbrigðistengdra, félagslegra, fjárhagslegra og annarra þátta sem tengjast lífsgæðum eldra fólks. Þá er hlutverk MÖ einnig að styðja við rannsóknasamstarf og kennslu á fræðasviðinu og veita ráðgjöf. Sjá einnig: https://www.hi.is/frettir/hi_leidir_midstod_i_oldrunarfraedum Forstöðumaðurinn mun hafa aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála, reksturs og fjármála.Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stytting vinnuvikunnar hefur verið innleidd fyrir starfsfólk í stoðþjónustu skólans.

Doktorsnemi í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Námsbraut í félagsfræði við Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er til þriggja ára. Um er að ræða rannsóknarverkefni á sviði félagsfræði frávikshegðunar (sociology of deviance). Um er að ræða nýtt rannsóknarverkefni sem fjármagnað er af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Verkefnið hefst í janúar 2025 og snýr að kenningum um félagslega stimplun og smán (stigma). Í verkefninu verður framkvæmd eigindleg (qualitative) rannsókn á reynslu einstaklinga af því að vera stimplaðir sem félagsleg frávik á opinberum vettvangi. Doktorsneminn mun að óbreyttu stunda rannsóknir á Íslandi en þó er einnig mögulegt að víkka út verkefnið og framkvæma hluta þess erlendis skapist tækifæri og fjármagn til þess. Rannsókninni verður stýrt af aðalleiðbeinanda doktorsnemans, dr. Jóni Gunnari Bernburg, prófessor í félagsfræði.

Verkefnisstjóri í Nemenda- og kennsluþjónustu, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í Nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfssvið verkefnisstjórans felst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara Félagsvísindasviðs og teymisvinnu innan Nemenda- og kennsluþjónustu og sviðs.Ef þú ert skipulagður og þjónustumiðaður einstaklingur sem hefur gaman af samskiptum við fólk úr ólíku umhverfi þá gæti starf verkefnisstjóra verið fyrir þig. 

Verkefnastjóri í fjármálateymi

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra í fjármálatengd verkefni á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að ræða.Ef þú ert lausnamiðaður og skipulagður einstaklingur sem brennur fyrir að leiða mál til lykta, þróa nýjar leiðir, hefur gaman af tölum og miðlun upplýsinga, þá hvetjum við þig til að lesa áfram.Meginhlutverk verkefnastjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og sinna faglegri þjónustu sem veitt er af fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands í nánu samstarfi við rekstrarstjóra sviðsins.Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála og reksturs, auk fjármála.Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stytting vinnuvikunnar hefur verið innleidd fyrir starfsfólk stoðþjónustu skólans.

Lektor í upplýsingafræði í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði upplýsingafræða með áherslu á upplýsingahegðun,  n.tt. skipulagningu, stjórnun og miðlun upplýsinga.

Nýdoktor eða rannsóknamaður við Námsbraut í talmeinafræði - rannsókn á sviði málþroska (íslenska sem annað mál)

Auglýst er fullt starf nýdoktors eða rannsóknamanns til tveggja ára. Einnig kemur lægra starfshlutfall yfir lengra tímabil til greina eða samkvæmt nánara samkomulagi. Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóði (www.rannis.is) með verkefnastyrknum: Einstaklingsmunur í kunnáttu í öðru og þriðja máli á Íslandi: framboð og notkun á tækifærum til málanáms og er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Elín Þöll Þórðardóttir aðjúnkt við Læknadeild HÍ og prófessor við McGill háskóla í Kanada. Rannsóknin beinist einkum að málkunnáttu og málnotkun eldri barna og unglinga sem læra íslensku sem annað mál. 

Verkefnisstjóri mannauðsmála

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands leitar að verkefnisstjóra í mannauðs- og samskiptateymi sviðsins. Hlutverk teymisins er að efla mannauð og bæta samskipti og starfsumhverfi sviðsins með faglegum ráðningum, skilvirkum ferlum og þjónustumiðaðri nálgun.Starfssvið verkefnisstjórans snýr að þátttöku og samstarfi í þeim verkefnum sem mannauðs- og samskiptateymið sinnir og ábyrgð á skilgreindum verkþáttum innan þess.

Aðjúnkt 2 í enskum málvísindum við Hugvísindasvið

Háskóli Íslands óskar eftir umsóknum um fullt starf aðjúnkts 2 í enskum málvísindum frá og með vormisseri 2025. Starfið felur í sér kennslu í enskum málvísindum með sérstakri áherslu á inngangsnámskeið í fræðilegum málvísindum, enskri málsögu og enskri ritþjálfun.