Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Nýdoktor í hjartalífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors í lífeðlisfræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands.  

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum eru laus til umsóknar.  Doktorsverkefnin eru á sviðum (1) líkanreikninga á áhrifum Kröfluelda á jarðhitasvæðið í Kröflu og (2) líkanreikninga á aflögun á Kröflusvæðinu.  Verkefnin eru hluti af IMPROVE, netverki sem styrkt er af Marie-Curie áætluninni.  Að IMPROVE verkefninu koma 12 háskóla- og vísindastofnanir en samtals eru 15 doktorsnemastöður (Early Stage Researcher ¿ ERS) innan þess.  Upplýsingar um önnur doktorsverkefni innan IMPROVE má finna á vefsíðu netverksins:  http://www.improve-etn.eu/. Leitað er að aðila sem hefur mikinn áhuga á rannsóknum og því að starfa í þverfaglegu og alþjóðlegu teymi. 

Rannsóknamaður í efnagreiningartækni

Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands (http://systemsbiology.hi.is) í samstarfi við Kerecis ehf. (www.kerecis.com) auglýsir eftir rannsóknamanni til að taka þátt í verkefni við efna- og lífefnagreiningar á sáragróanda. Við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands eru stundaðar fjölþátta rannsóknir á efnaskiptasvari frumna við líffræðilegu áreiti. Kerecis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun fiskroðs m.a. til notkunar við meðhöndlun sára.

Lektor í skyn- og hugfræði við Sálfræðideild

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2022.

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands

Rannsóknarstofan Mál og tækni við Háskóla Íslands, sem er stýrt af Dr. Antoni Karli Ingasyni, auglýsir eftir umsóknum um starf nýdoktors í máltækni. Starfið er í upphafi til 12 mánaða en getur verið framlengt sem nemur 18 mánuðum til viðbótar vegna styrkveitingar. 

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda, auk stjórnunarskyldu. Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautarinnar. 

Lektor í velferðarþjónustu við börn og málastjórnun, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf lektors á sviði samþættrar þjónustu við börn, með áherslu á virka þátttöku barna og þverfaglegt samstarf og málastjórn.Starf lektors er auglýst skv. samstarfssamningi Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytis í tiilefni af nýrri löggjöf um samþætta þjónustu við börn.Um er að ræða tímabundna ráðningu til þriggja ára. Miðað er við að ráðið verði í starfið frá 1. apríl 2022, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla. Við ráðningu verður horft til þess að hæfni umsækjanda falli sem best að aðstæðum og þörfum Félagsráðgjafardeildar og Félagsvísindasviðs.

Starf verkefnastjóra á skrifstofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf verkefnastjóra á skrifstofu sviðsins. Tveir verkefnastjórar mun sinna sameiginlega þeim verkefnum sem falla undir starfið og er verið að auglýsa eftir öðrum þeirra.

Verkefnisstjóri rannsóknaupplýsinga og notendafræðslu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Bókasafn Menntavísindasviðs og Menntavísindastofnun auglýsa laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra rannsóknaupplýsinga og notendafræðslu. Starfið er fjölbreytt og felur í sér fræðslu, kynningar og upplýsingaþjónustu fyrir nemendur og starfsmenn. Bókasafn Menntavísindasviðs er sérhæft safn á sviði menntavísinda og þeirra faggreina sem kenndar eru á sviðinu. Eitt helsta markmið safnsins er að veita nemendum og starfsfólki góða þjónustu og aðgang að upplýsingum vegna náms, kennslu og rannsókna. Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun við Menntavísindasvið. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að styðja fræðafólk við rannsóknir, vinna með greiningu og úrvinnslu gagna og halda utan um útgáfu fræðirita á vegum sviðsins.  

Stjórnandi reksturs og stoðþjónustu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum og kröftugum einstakling í starf stjórnanda reksturs og stoðþjónustu sviðsins. Við leitum af styðjandi stjórnanda með framúrskarandi samskiptafærni, drifkraft og metnað til að framfylgja leiðarljósum Háskóla Íslands um áherslu á gæði, traust og snerpu í allri starfsemi skólans. Í starfinu felst fyrst og fremst að tryggja framúrskarandi stjórnsýslu og góðan vinnustað með það að markmiði að tryggja umhverfi sem styður með sem bestum hætti nemendur og starfsfólk.   Stjórnandinn ber ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins og er næsti yfirmaður þeirra sem stýra stoðþjónustu sviðsins.  Viðkomandi hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlun og almennum rekstri í samvinnu við fjármálastjóra og aðra stjórnendur innan sviðsins. Auk þess situr viðkomandi fundi stjórnar Menntavísindasviðs og starfar með sameiginlegri stjórnsýslu háskólans. Stjórnandinn vinnur samkvæmt stefnu og skipuriti Menntavísindasviðs sem í gildi eru á hverjum tíma og mun eitt af fyrstu verkefnum vera að taka þátt í að innleiða metnaðarfulla nýja stefnu Háskóla Íslands. Stjórnandi stoðþjónustu og reksturs heyrir undir sviðsforseta og starfar náið með forseta sviðsins.  

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2022 - umsóknarfrestur framlengdur

Háskóli Íslands auglýsir allt að 7 nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2016 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2022. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun.

Lektor í nytja- og kostnaðargreiningu á sviði velferðarþjónustu við börn, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar hálft starf lektors á sviði samþættrar þjónustu við börn, með áherslu á rétt barna til þjónustu og þátttöku og hagræn áhrif laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.Starf lektors er auglýst skv. samstarfssamningi Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytis í tilefni af nýrri löggjöf um samþætta þjónustu við börn.Ráðið verður í starfið tímabundið til þriggja ára, miðað við 1. apríl 2022, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla. Við ráðningu verður horft til þess að hæfni umsækjanda falli sem best að aðstæðum og þörfum Félagsráðgjafardeildar og Félagsvísindasviðs.

Doktorsnemi í lyfjafræði

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema til að vinna að þróun augnlyfjasamsetninga sem byggja á sýklódextrín örtækni ætlaðri til að koma lyfjum til bakhluta augans. Verkefnið er hluti af evrópsku rannsóknarsamstarfi sem inniheldur 14 aðra doktorsnema.Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Aðrir meðlimir í doktorsnefnd eru erlendir samstarfsaðilar í verkefninu.Verkefnið hefur hlotið styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (Horizon 2020 - Marie Sklodowska-Curie Actions No 813440) í 18 mánuði með möguleika á frekari fjármögnun.  Miðað er við að verkefnið hefjist 1. desember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Umsækjandi má ekki hafa búið á Íslandi í meira en 12 mánuði á síðustu 3 árum skv. skilmálum styrks. Athugið að fjármögnun er aðeins tryggð að fullu í 18 mánuði og frekari fjármögnun eftir það er háð styrkjum sem verður sótt um.

Nýdoktor eða doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Laust er starf fyrir áhugasaman einstakling sem vill vinna sem nýdoktor eða mögulega doktorsnemi að metnaðarfullu rannsóknarverkefni á rannsóknarstofu Hans Tómasar Björnssonar (https://notendur.hi.is/htb/) við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Viðkomandi ætti helst að hefja störf í janúar 2022 eða samkvæmt samkomulagi.