Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Verkefnastjóri hjá Miðstöð í Lýðheilsuvísindum

Hefur þú áhuga á lifandi og fjölbreyttu starfi í háskólaumhverfi?Miðstöð í lýðheilsuvísindum auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra.Leitað er að metnaðarfullum, nákvæmum og sveigjanlegum einstaklingi í starf sem hefur það markmið að efla þjónustu og stuðning við nemendur og kennara.Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. september nk., eða skv. nánara samkomulagi.

Aðjunkt I í eðlisefnafræði

Laust er til umsóknar 50% starf aðjúnkts 1 við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Ráðið verður í starfið til tveggja ára.

Umsjónarmaður Orku- og efnisfræði tilraunaseturs VoN

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns HVER tilraunaseturs Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið ber heitið Assessing the effects of evidence-based PAX classroom management on teacher and student functioning. Markmiðið er að meta áhrif sannreyndra bekkjarstjórnunaraðferða á nám, hegðun og líðan grunnskólanemenda sem og líðan og starfsánægju kennara. Lagt verður mat á áhrif aðferðanna með fjölbreyttum aðferðum

Lektor í taugalæknisfræði

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í taugalæknisfræði á fræðasviði taugalækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé  jafnframt ráðinn á taugalækningadeild Landspítala og hafi þar aðstöðu til að sinna klínískri kennslu læknanema.

Doktorsnemi í lífefna- eða sameindalíffræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Efnaskipti í vanvirku æðaþeli samfara lostiVið leitum að áhugasömum doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára og snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara losti.  Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í september eða október 2021.  

Tvær doktorsnemastöður í sýndarhljóðhermun við Háskóla Íslands í samstarfi við Treble Technologies

Háskóli Íslands auglýsir eftir tveimur doktorsnemum í spennandi stöður á sviði sýndarhljóðhermun (e. virtual acoustics) í samstarfi við íslenska hljóðtæknifyrirtækið Treble Technologies. Sýndarhljóðhermun snýr að því að herma og endurskapa hljóð í stafrænum heimum og hefur notagildi á ýmsum sviðum, svo sem til að gera byggingahönnuðum kleift að upplifa hljóðvist bygginga áður en þær eru byggðar, skapa raunverulegar hljóðupplifanir í tölvuleikjum og sýndarveruleika, og við hljóðhönnun bíla, hljóðtæknibúnaðar og flugvéla. Sýndarhljóðhermun er krefjandi verkefni vegna þess að hún felur í sér hermun á bylgjuútbreiðslu sem spannar breitt tíðnisvið í stórum og flóknum rýmum, undir ströngum skilyrðum um nákvæmni. Þær aðferðir hljóðvistar sem til eru nú þegar ráða ekki við að útbúa raunverulegar hljóðupplifanir. Markmið þessa doktorsverkefna er að rannsaka, þróa og beita nýjust aðferðum á sviði hljóðvísinda, tölvunarfræði, reiknifræði, gagnavísinda og hljóðskynjunar til að stuðla að næstu-kynslóðar hljóðhermunartækni. Innan verkefnanna verður sérstaklega skoðað að beita sýndarhljóðhermun til að framkalla raunverulega hljóðupplifun í tölvuleikjum, sem og að nota sýndarhljóðhermun til að þjálfa bergmálsmiðun (e. echolocation training), þar sem sýndarveruleikatækni er beitt til þess að þjálfa blinda einstaklinga í að hreyfa sig um í rými með aðstoð hljóðs og bergmáls. Doktorsnemarnir munu ganga til liðs við ACUTE - Acoustics and Tactile Engineering rannsóknarstofan ¿ við verkfræðideild Háskóla Íslands. Á þessari rannsóknarstofu starfar fjölbreyttur hópur framhaldsnema, nýdoktora og starfsfólks við rannsóknir á sviði hljóðhermunar, þrívíðs hljóðs, titrings og hljóðskynjunar. Rannsóknarstofan er vel fjármögnuð og býr yfir fullkominni aðstöðu og búnaði til að stunda rannsóknir á sviði hljóðvísinda. Verkefnin verða með-leiðbeind af og gerð í nánu samstarfi við Treble Technologies, sem þróar háþróaða sýndarhljóðhermunartækni fyrir ýmsa geira, til dæmis byggingahönnun og sýndarveruleika. Treble vinnur náið með Háskóla Íslands og öðrum háskólum í Evrópu sem eru leiðandi á sviði hljóðhermunar.  Verkefnin verður einnig í samvinnu við Tækniháskólann í Danmörku, þar sem doktorsnemarnir fá að vinna náið með leiðandi vísindamönnum á sviði sýndarhljóðhermunar.Lykilorð: hljóðvísindi, hljóðtækni, hermun, sýndarveruleiki, reiknifræði, hugbúnaðargerð, merkjafræði, echolocation, ofurtölvur, hljóðskynjun.

Verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknarverkefna

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra varðandi rekstur og uppgjör alþjóðlegra rannsóknarverkefna og stærri innlendra verkefna á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt nánari samkomulagi. 

Doktorsnemi við Raunvísindadeild

Auglýst er eftir doktorsnema til 3 ára við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands vegna verkefnisins: Áhrif segulsviðs á ræktunarhraða og jónunarhlutfall í háflspúlsaðri segulspætu.