Skip to main content

Málstofur og gestafyrirlesarar

Málstofur og gestafyrirlesarar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Málstofur

Málstofur eru skipulagður hluti af námi meistaranema í lýðheilsuvísindum, líftölfræði, og faraldsfræði. Þær eru vettvangur nemenda fyrir fræðilega umræðu og umræðu um lokaverkefnið. Umfjöllunarefni eru til að mynda samlestur á grein, ritrýni, æfingafyrirlestur eða hagnýt atriði tengd námsframvindu, lokaverkefni og meistaravörn. Einnig fá nemendur tækifæri til að ræða stöðu mála í lokaverkefni sínu á óformlegan hátt, í þeim tilgangi að deila reynslu af þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga og þeim sigrum sem hafa unnist á leiðinni.

Málstofudagskrá skólaársins er í umsjón skrifstofu námsins og umsjónarmanns úr hópi nemenda, en nemendur eru hvattir til að koma að skipulagningu og efnistökum.

Nemendur eru einnig hvattir til að mæta á opna fyrirlestra, málþing og ráðstefnur á vegum MLV, Háskóla Íslands og annarra stofnana eða félagasamtaka.

Hér má nálgast eyðublað fyrir mætingar á málstofur og fyrirlestra.

Gestafyrirlesarar

Miðstöð í lýðheilsuvísindum stendur reglulega fyrir opnum fyrirlestrum þar sem fræðimönnum er boðið að fjalla um störf sín og rannsóknir. Gestafyrirlesarar koma víða að og tengjast oftar en ekki innlendum samstarfsstofnunum okkar eða erlendum skólum og rannsóknarhópum sem kennarar námsins eiga í samstarfi við.

Viðburðir á vegum Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum eru auglýstir á FB síðu okkar og í  viðburðadagatali Háskólans.