Skip to main content

Framtíð nýsköpunar - Fyrirlesarar

Framtíð nýsköpunar - Fyrirlesarar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þriðji fundur

Fundurinn ber yfirskriftina ,,Líftækni á Íslandi – Hvert stefnum við?“ Að þessu sinni verður sjónum beint að framtíð líftækni á Íslandi, en líftækniiðnaðurinn hefur vaxið ört á undanförnum áratugum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og dýrmæt þekking skapast með öflugu samstarfi vísindasamfélags og atvinnulífs. Í þessum þriðja viðburði í fundarröðinni rýnum við í framtíð nýsköpunar í líftækni á Íslandi.

Þátttakendur

Tanya Zharov
Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, verður fundarstjóri.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands.

Kristín Björk
Kristín Björk Eiríksdóttir, deildarstjóri á lyfjavísindasviði hjá Alvotech, er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands og er með yfir 14 ára reynslu úr lyfja- og líftæknilyfjaiðnaðinum. Hún hefur starfað hjá Alvotech frá árinu 2015.

Björn Örvar
Björn Örvar, yfirmaður viðskiptaþróunar og vísindastjóri ORF Líftækni hf. Björn er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði frá Háskólanum í British Colombia í Vancouver í Kanada. Eftir að hafa unnið í þrjú ár við McGill-háskólann í Montréal snéri hann aftur heim og stofnaði ORF ásamt tveimur kollegum sínum.

Friðrik

Friðrik Rúnar Garðarsson, stofnandi og nýsköpunarstjóri EpiEndo Pharmaceuticals, er læknir að mennt. Hann stofnaði EpiEndo Pharmaceuticals árið 2014 og var framkvæmdastóri þess til vorsins 2018. Frá því gegndi hann starfi vísindastjóra (CSO) til ársins 2020 og tók þá stöðu nýsköpunarstjóra (CinO) innan stjórnendateymis félagsins og gegnir enn.

Baldur

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland, er hagfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Nasdaq Iceland í 15 ár. Hann ber ábyrgð á sölu- og viðskiptatengslum á íslenska markaðnum, með áherslu á skráningar og þjónustu við skráð félög.

-----------------------------------------------------------------------

Annar fundur

Fundurinn ber yfirskriftina „Ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum“. Að þessu sinni verður sjónum beint að fyrirtækjum tengdum líftækni og lyfjaiðnaði sem sprottið hafa upp úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf. Einnig verður fjallað um nýsköpun og framlag til sjálfbærni innan fyrirtækja í líftæknilyfjaiðnaði.

Þátttakendur

Sigurður Magnús Garðarsson
Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, verður fundarstjóri.

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson. Ph.D. Rektor Háskóla Íslands.

Þórdís Kolbrún
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Atvinnu- og nýsköpunarráðherra.

Þorsteinn Loftsson
Þorsteinn Loftsson. Prófessor emeritus við Lyfjafræðideild. Stofnandi og fyrrverandi forstjóri líftæknifyrirtækisins Cyclops ehf. sem rann inn í DeCode Genetics. Annar stofnenda Oculis og yfirmaður rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu.

Aðalheiður Pálmadóttir
Aðalheiður Pálmadóttir. VP of Business Development hjá Controlant. Lyfjafræðingur frá HÍ og með MBA frá BI, Osló. Aðalheiður hefur stýrt sölu og innleiðingu lausna félagsins hjá viðskiptavinum frá 2011 og nú síðast þróun viðskiptasambanda og framtíðarlausna fyrir viðskiptavini félagsins. 

Erlingur Brynjúlfsson
Erlingur Brynjúlfsson. CTO og einn af stofnendum Controlant, tæknifyrirtækis sem býður upp á lausnir fyrir rauntímavöktun á lyfjum og öðrum verðmætum varningi í geymslu og flutningi með það að markmiði að lágmarka sóun. Hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðastliðin 10 ár.

Einar Mäntylä
Einar Mäntylä. Framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs sem greinir nýsköpunarverkefni, sinnir hugverkavernd og verðmætasköpun vísinda. 25+ ára reynsla af lífvísindum og nýsköpun með viðkomu í stjórnsýslu. Frumkvöðull í líftækni og meðstofnandi Disact og ORF Líftækni. 

Tanya Zharov
Tanya Zharov. Aðstoðarforstjóri Alvotech. Hún er lögfræðingur að mennt, var áður aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og er einn stofnenda Auðar Capital.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Fyrsti fundur

Á málþinginu fá þátttakendur innsýn inn í reynslu þekktra sænskra vísindamanna og annarra norrænna sérfræðinga. Fjallað verður um hvernig fyrirlesarar byggja á þekkingu frá grunn- og nytjarannsóknum, um sprotafyrirtæki, fjáröflun og makaðssetningu.

Information about speakers in English

Þátttakendur

Svanhildur Hólm Valsdóttir
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, verður fundarstjóri.

Jóhann Jóhannsson
Jóhann G. Jóhannsson.  Meðstofnandi Alvotech og stjórnarformaður Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson. Ph.D. Rektor Háskóla Íslands.

Þórdís Kolbrún
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Atvinnu- og nýsköpunarráðherra.

Róbert Wessmann
Róbert Wessman. Stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen, stjórnarformaður Lotus.

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson. MD, Dr. Med. Stofnandi og forstjóri deCODE genetics í Reykjavík. Fyrirtækið er frumkvöðull í rannsóknum á erfðaefni heillar þjóðar en markmiðið er að auka skilning á eðli sjúkdóma og starfsemi mannslíkamans.

Lars Lannfelt
Lars Lannfelt. M.D., Ph.D. Prófessor við Uppsalaháskóla og meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni. Rannsóknir hans í erfðafræði tauga hafa beinst að hlutdeild sameinda í orsökum og meðferð á Alzheimerssjúkdómnum. Hann er meðstofnandi og stjórnarmaður í BioArctic.

Matthias Uhlen
Matthias Uhlén. Ph.D. Prófessor við Konunglega tækniháskólann og Karólínsku stofnunina í Svíþjóð. Meðhöfundur í 750 útgefnum greinum og meðstofnandi 20 líftæknifyrirtækja, en fjögur þeirra eru á markaði. Framkvæmdastjóri Human Protein Atlas programme. Stjórnarmaður Novozymes (Danmörku) og nokkurra líftækni fyrirtækja sem ekki eru á markaði.

Eugen Steiner
Eugen Steiner. MD, Ph.D. Fjárfestir með mikla reynslu á sviði lífvísinda. Meðstofnandi og stjórnarmeðlimur í fjölmörgum líftæknifyrirtækjum.

Lars Molinder
Lars Molinder. Aðalráðgjafi hjá Carnegi-fjárfestingabankanum í Stokkhólmi og þaulreyndur fjármálamaður. Hefur komið fjölmörgum norrænum líftæknifyrirtækjum á markað. Stjórnarmaður í Alvogen.

Sesselja Ómarsdóttr
Sesselja Ómarsdóttir. Ph.D. Framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech og prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Inga Þórsdóttir
Inga Þórsdóttir. Ph.D., forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Sigríður Valgeirsdóttir
Sigríður Valgeirsdóttir. Ph.D.,  Ráðgjafi í nýsköpun og fyrrverandi meðlimur í leiðtogateymi Roche Diagnostics Operations.