Framtíð nýsköpunar - Fyrirlesarar | Háskóli Íslands Skip to main content

Framtíð nýsköpunar - Fyrirlesarar

Framtíð nýsköpunar - Fyrirlesarar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á málþinginu fá þátttakendur innsýn inn í reynslu þekktra sænskra vísindamanna og annarra norrænna sérfræðinga. Fjallað verður um hvernig fyrirlesarar byggja á þekkingu frá grunn- og nytjarannsóknum, um sprotafyrirtæki, fjáröflun og makaðssetningu.

Information about speakers in English

Þátttakendur

Svanhildur Hólm Valsdóttir
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, verður fundarstjóri.

Jóhann Jóhannsson
Jóhann G. Jóhannsson.  Meðstofnandi Alvotech og stjórnarformaður Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson. Ph.D. Rektor Háskóla Íslands.

Þórdís Kolbrún
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð. Atvinnu- og nýsköpunarráðherra.

Róbert Wessmann
Róbert Wessman. Stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen, stjórnarformaður Lotus.

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson. MD, Dr. Med. Stofnandi og forstjóri deCODE genetics í Reykjavík. Fyrirtækið er frumkvöðull í rannsóknum á erfðaefni heillar þjóðar en markmiðið er að auka skilning á eðli sjúkdóma og starfsemi mannslíkamans.

Lars Lannfelt
Lars Lannfelt. M.D., Ph.D. Prófessor við Uppsalaháskóla og meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni. Rannsóknir hans í erfðafræði tauga hafa beinst að hlutdeild sameinda í orsökum og meðferð á Alzheimerssjúkdómnum. Hann er meðstofnandi og stjórnarmaður í BioArctic.

Matthias Uhlen
Matthias Uhlén. Ph.D. Prófessor við Konunglega tækniháskólann og Karólínsku stofnunina í Svíþjóð. Meðhöfundur í 750 útgefnum greinum og meðstofnandi 20 líftæknifyrirtækja, en fjögur þeirra eru á markaði. Framkvæmdastjóri Human Protein Atlas programme. Stjórnarmaður Novozymes (Danmörku) og nokkurra líftækni fyrirtækja sem ekki eru á markaði.

Eugen Steiner
Eugen Steiner. MD, Ph.D. Fjárfestir með mikla reynslu á sviði lífvísinda. Meðstofnandi og stjórnarmeðlimur í fjölmörgum líftæknifyrirtækjum.

Lars Molinder
Lars Molinder. Aðalráðgjafi hjá Carnegi-fjárfestingabankanum í Stokkhólmi og þaulreyndur fjármálamaður. Hefur komið fjölmörgum norrænum líftæknifyrirtækjum á markað. Stjórnarmaður í Alvogen.

Sesselja Ómarsdóttr
Sesselja Ómarsdóttir. Ph.D. Framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech og prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Inga Þórsdóttir
Inga Þórsdóttir. Ph.D., forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Sigríður Valgeirsdóttir
Sigríður Valgeirsdóttir. Ph.D.,  Ráðgjafi í nýsköpun og fyrrverandi meðlimur í leiðtogateymi Roche Diagnostics Operations.