Skip to main content

Framtíð nýsköpunar

Framtíð nýsköpunar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Líftækni á Íslandi – Hvert stefnum við? - dagskrá málþings 27. apríl 2022

Að þessu sinni verður sjónum beint að framtíð líftækni á Íslandi, en líftækniiðnaðurinn hefur vaxið ört á undanförnum áratugum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og dýrmæt þekking skapast með öflugu samstarfi vísindasamfélags og atvinnulífs. Í þessum þriðja viðburði í fundarröðinni rýnum við í framtíð nýsköpunar í líftækni á Íslandi.

Opnunarávarp flytur:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands

Erindi flytja:

 • Kristín Björk Eiríksdóttir, deildarstjóri á lyfjavísindasviði hjá Alvotech – „Níu ár – og hvað svo?“
 • Björn Örvar, vísindastjóri hjá ORF Líftækni – „Er líftæknin á leið í kjötrækt?“
 • Friðrik Garðarsson, stofnandi og nýsköpunarstjóri EpiEndo Pharmaceuticals – „Kringumstæður til vaxtar og viðgangs nýsköpunarfyrirtækja í líftækni og lyfjaþróun á Íslandi og tækifæri þeirra til alþjóðasóknar“
 • Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland – „Frumkvöðlar og frumútboð: Skráningar lyfja- og líftæknifyrirtækja á Norðurlöndunum“

Fundarstjóri er Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum - dagskrá málþings 10. nóvember

Að þessu sinni verður sjónum beint að fyrirtækjum tengdum líftækni og lyfjaiðnaði sem sprottið hafa upp úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf. Einnig verður fjallað um nýsköpun og framlag til sjálfbærni innan fyrirtækja í líftæknilyfjaiðnaði.

Dagskrá
Fundarstjóri:  Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.                        
 

Opnunarávörp

 • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Erindi

 • Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og annar stofnandi Oculis – „Er hægt að vera bæði í vísindum og iðnaði? Reynslusaga úr Háskóla Íslands“
 • Aðalheiður Pálmadóttir, VP of Business Development hjá Controlant, og Erlingur Brynjúlfsson, CTO og einn stofnenda Controlant – „Frá HÍ út um allan heim”
 • Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs – „Hugvitið í askana – er leiðin greið?“
 • Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech – „Sjálfbær framtíð í líftækni á Íslandi“

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Líftækni - Mikilvægi tengsla rannsókna og atvinnulífs - Dagskrá málþings 9. september

Programme in English

Á málþinginu fá þátttakendur innsýn inn í reynslu þekktra sænskra vísindamanna og annarra norrænna sérfræðinga. Fjallað verður um hvernig þau byggja á þekkingu frá grunn- og nytjarannsóknum en einnig um sprotafyrirtæki, fjáröflun og makaðssetningu.

Fundarstjóri: Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Opnunarávörp:

 • 13:00 - 13:03: Jóhann G. Jóhannsson / Meðstofnandi Alvotech og stjórnarformaður Íslensk-sænska viðskiptaráðsins.
 • 13:03 - 13:10: Jón Atli Benediktsson / Ph.D. - Rektor Háskóla Íslands.
 • 13:10 - 13:20: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð / Ráðherra atvinnu- og nýsköpunar.

Erindi:

 • 13:20-13:40
  Biotechnology – A real opportunity for Iceland (Líftækni - mikilvægt tækifæri fyrir Ísland)
  • Róbert Wessman / Stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, stjórnarformaður og forstjóri Alvogen, stjórnarformaður Lotus.
 • 13:40-14:00
  From DNA to drugs (Frá erfðaefni í lyf)
  • Kári Stefánsson / MD, Dr. Med., stofnandi og forstjóri deCODE genetics.
 • 14:00-14:20
  BioArctic – a spin-off from Uppsala University. Targeting soluble protofibrils of A with lecanemab for Alzheimer’s disease (BioArctic - sproti frá háskólanum í Uppsala)
  • Lars Lannfelt / M.D., Ph.D. Prófessor við Uppsalaháskóla (í öldrunarlækningum) og meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni.
 • 14:20-14:30 - HLÉ
   
 • 14:30-14:50
  Experience from a serial entrepreneur – from academic leadership to business (Reynsla raðfrumkvöðuls - frá akademískri forystu í viðskiptaþróun)
  • Matthias Uhlén / Ph.D. Prófessor við Konunglega tækniháskólann og Karólínsku stofnunina í Svíþjóð.
 • 14:50-15:10
  What makes young life science companies tick? (Hvernig fúnkera ung lífvísindafyrirtæki?)
  • Eugen Steiner / MD, Ph.D. Fjárfestir og reynslubolti í lífvísindum.
 • 15:10- 15:30
  Funding medical development in the stock market: Pros and cons – what makes a healthcare company suited? (Fjármögnun lyfjaþróunar á verðbréfamarkaði: Kostir og gallar - hvaða fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum hentar þessi leið?)
  • Lars Molinder / Aðalráðgjafi hjá Carnegi-fjárfestingabankanum í Stokkhólmi, sem hefur komið fjölmörgum norrænum líftæknifyrirtækjum á markað, og stjórnarmaður í Alvogen.
 • 15:30 - 15:40
  Bridging the gap between academy and industry (Að brúa bilið milli vísindasamfélags og atvinnulífs)
  • Sesselja Ómarsdóttir / Ph.D. Framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech og prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.
 • 15:40 - 16:00
  Pallborð - Mikilvægi tengsla rannsókna og atvinnulífs
  • Sesselja Ómarsdóttir / Ph.D. Framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech og prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.
  • Inga Þórsdóttir / Ph.D., forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
  • Sigríður Valgeirsdóttir / Ph.D., Ráðgjafi í nýsköpun og fyrrverandi meðlimur í leiðtogateymi Roche Diagnostics Operation.

Alvotech býður ráðstefnugesti hjartanlega velkomna í höfuðstöðvar fyrirtækisins í léttar veitingar og spjall klukkan 16.