Skip to main content

Samstarf við Rússland

Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins.

Allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi hefur verið sett á ís. Almennt skulu aðgerðir ekki beinast að einstaklingum, og viðurkennt er að samstarf í menntun og rannsóknum er oft byggt á persónulegum tengslum. Margir akademískir starfsmenn og nemendur í Rússlandi hafa opinberlega mótmælt innrásinni. Það verður því að meta hvort framhald verði á samstarfi í hverju tilfelli fyrir sig, en taka viðmið af stefnu stjórnvalda hverju sinni.