Skip to main content

Framtíð nýsköpunar

Framtíð nýsköpunar

Alcotech og Háskóli Íslands bjóða þér á fyrirlestraröð sem nefnist Framtíð nýsköpunar - Hvernig vísindasamfélagið og atvinnulífið geta skapað verðmæti saman.

Viðburðirnir hafa m.a. verið í samstarfi við Aztiq, Vísindagarða Háskóla Íslands og Sænsk-íslenska viðskiptaráðið.

Framtíð nýsköpunar

Sjáðu um hvað námið snýst

Samstarf Háskóla Íslands, Vísindagarða og Alvotech 

Alvotech, Háskóli Íslands og Vísindagarðar skólans hafa átt í samstarfi frá árinu 2018 með það að markmiði að efla nýsköpun á sviði líftækni og styðja betur við grunnrannsóknir með áherslu á að mennta fleiri vísindamenn hér á landi. Á þessum árum hefur skapast þverfaglegt samstarf í kennslu og starfsþjálfun nemenda, rannsóknum og nýsköpun sem hefur lagt grunn að uppbyggingu á nýjum atvinnugeira sem hefur mikla þýðingu, bæði efnahagslega og samfélagslega, fyrir Ísland. Hátæknisetur Alvotech í Vatnsmýri hýsir þessa uppbyggingu en setrið er jafnframt hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands.