
Iðnaðarlíftækni
120 einingar - MS gráða
Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.
Námsleiðin mætir aukinni þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérhæfða þekkingu og áhuga nemenda á þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Um hvað snýst námið?
Námsleiðin er sniðin að nemendum með ólíkan bakgrunn úr háskólanámi. Hún byggir á nánu samstarfi Háskóla Íslands og atvinnulífsins en nemendum gefst kostur á að vinna hagnýt rannsóknarverkefni í tengslum við íslensk líftæknifyrirtæki.
Nemendur öðlast víðtæka, þverfræðilega þekkingu og skilning á viðfangsefnum iðnaðarlíftækni og ennfremur þekkingu og skilning á nýtingu líftækni í iðnaði. Einnig öðlast þeir góða þekkingu á þeim greinum sem liggja til grundvallar iðnaðarlíftækni. Til dæmis:
- Frumulíffræði
- Erfðatækni
- Örverufræði
- Próteinefnafræði
- Próteinhreinsitækni
- Líftæknilyfjum
- Framleiðsluferlum við líftækniframleiðslu
- Efnagreiningum
- Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-prófi á sviði heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði eða annarra raunvísinda með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Umsækjendur þurfa að uppfylla forkröfur.
- Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5). Íslenskir umsækjendur þurfa að sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) á ensku þar sem þeir fjalla um bakgrunn sinn og skýra hvers vegna þeir hafa áhuga á náminu. Einnig skulu þeir fjalla um framtíðaráform, markmið að námi loknu og möguleg viðfangsefni rannsóknarverkefnis síns.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennurum/yfirmönnumi) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn.