Iðnaðarlíftækni | Háskóli Íslands Skip to main content

Iðnaðarlíftækni

Iðnaðarlíftækni

120 einingar - MS gráða

. . .

Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.

Námsleiðin mætir aukinni þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérhæfða þekkingu og áhuga nemenda á þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Kennsla

Um hvað snýst námið?

Námsleiðin er sniðin að nemendum með ólíkan bakgrunn úr háskólanámi. Hún byggir á nánu samstarfi Háskóla Íslands og atvinnulífsins en nemendum gefst kostur á að vinna hagnýt rannsóknarverkefni í tengslum við íslensk líftæknifyrirtæki. 

Nemendur öðlast víðtæka, þverfræðilega þekkingu og skilning á viðfangsefnum iðnaðarlíftækni og ennfremur þekkingu og skilning á nýtingu líftækni í iðnaði. Einnig öðlast þeir góða þekkingu á þeim greinum sem liggja til grundvallar iðnaðarlíftækni. Til dæmis: 

 • Frumulíffræði
 • Erfðatækni
 • Örverufræði
 • Próteinefnafræði
 • Próteinhreinsitækni
 • Líftæknilyfjum
 • Framleiðsluferlum við líftækniframleiðslu
 • Efnagreiningum

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

 1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-prófi á sviði heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði eða annarra raunvísinda með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Umsækjendur gætu þurft að taka viss forkröfunámskeið í lífvísindum.
 2. Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5). Íslenskir umsækjendur þurfa að sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
 3. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) á ensku þar sem þeir fjalla um bakgrunn sinn og skýra hvers vegna þeir hafa áhuga á náminu. Einnig skulu þeir fjalla um framtíðaráform, markmið að námi loknu og möguleg viðfangsefni rannsóknarverkefnis síns.
 4. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennurum/yfirmönnumi) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Brautskráðir nemendur með meistarpróf í iðnaðarlíftækni starfa oft hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig á sviði líftækni. Þar má nefna sprotafyrirtæki og stærri fyrirtæki og stofnanir eins og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu, ORF Líftækni, Benecta, Kerecis, Zymetech, Algalif og Matís.

Texti hægra megin 

Doktorsnám

Námið getur veitt aðgang að doktorsnámi á ýmsum sviðum líf- og raunvísinda.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr