Náms- og starfsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands

Viltu tala við ráðgjafa? Þá getur þú bókað síma- eða Teams viðtal í bókunargátt undir Náms- og starfsráðgjöf eða Úrræði í námi og prófum eftir því hvert erindið er, sjá neðar, eða í síma 525-4315. Ráðgjafar eru einnig í netspjalli háskólans.

Námstengdar fyrirspurnir sendist á radgjof[hja]hi.is og fyrirspurnir um úrræði í námi og prófum á urraedi[hja]hi.is

Því miður er ekki tekið við fleiri beiðnum um einstaklingsviðtölum hjá sálfræðingum HÍ á þessu misseri, sjá nánari upplýsingar undir Sálfræðiþjónusta

Hvaða þjónustu veitir náms- og starfsráðgjöf

Sjáðu um hvað námið snýst

Gagnlegt efni:

Nú fer að líða að prófum og því gott að fara að huga að prófundirbúningi. Þessi stuttu myndbönd voru búin til í vor þegar öll próf voru heimapróf. En þau eiga ekki síður við núna og gagnlegt er að hlusta á þau hvort sem þú ert að fara í heimapróf eða próf á staðnum.

Fræðsla um persónulegan undirbúning fyrir próf

Fræðsla um efnislegan undirbúning fyrir próf

 Fræðsla um tæknilegan undirbúning fyrir próf

Myndband með gagnlegum ráðum til að takast á við prófkvíða

Um okkur

Starfsfólk Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) veitir nemendum ráðgjöf og stuðning meðan á námi stendur, s.s. um námsval, vinnubrögð í háskólanámi og undirbúning fyrir atvinnuleit. NSHÍ styður við jafnrétti og fjölbreytileika nemenda, m.a. með sértækum úrræðum í námi og prófum og sálfræðiráðgjöf.

Nemendum allra fræðasviða er velkomið að nýta sér þjónustu NSHÍ.

Sjá nánar um NSHÍ, starfsfólk og erlent samstarf. 

Hafðu samband

Sími: 525-4315
Netfang: radgjof@hi.is
Háskólatorg 3. hæð, Sæmundargata 4

Netspjall:
Er opið hluta úr degi alla virka daga.

Opnunartími skrifstofu:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00 og 13:00-16:00.

Fylgstu með náms- og starfsráðgjöf á samfélagsmiðlum

  Instagram              Facebook