Náms- og starfsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Kæru háskólastúdentar og aðrir gestir.
Á meðan háskólinn er lokaður getið þið haft samband við okkur alla virka daga kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00 í s: 525-4315 og rætt við náms- og starfsráðgjafa í netspjalli háskólans. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: radgjof[hja]hi.is  Við bendum einnig á gagnlegt efni og upplýsingar á vef NSHÍ. Við hvetjum alla nemendur til að halda áfram að sinna náminu þrátt fyrir tímabundnar breytingar og óskum ykkur góðs gengis. 

Kærar kveðjur, starfsfólk NSHÍ

Á næstunni

  • Hægt er að skrá sig í áhugakönnunina Bendil í síma 525-4315 eða í tölvupósti: radgjof@hi.is 

Nánari upplýsingar um áhugakönnunina Bendil má finna hér

Um okkur

Starfsfólk Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) veitir nemendum ráðgjöf og stuðning meðan á námi stendur, s.s. um námsval, vinnubrögð í háskólanámi og undirbúning fyrir atvinnuleit. NSHÍ styður við jafnrétti og fjölbreytileika nemenda, m.a. með sértækum úrræðum í námi og prófum og sálfræðiráðgjöf.

Nemendum allra fræðasviða er velkomið að nýta sér þjónustu NSHÍ.

Sjá nánar um NSHÍ, starfsfólk og erlent samstarf. 

Hafðu samband

Sími: 525-4315
Netfang: radgjof@hi.is
Háskólatorg 3. hæð, Sæmundargata 4

Opnir viðtalstímar:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 13:00-15:30 og föstudaga kl. 10:00-12:00.

Opnunartími skrifstofu:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00 og 13:00-16:00.