Skip to main content

Doktorsvörn í menntavísindum: Megumi Nishida

Doktorsvörn í menntavísindum: Megumi Nishida - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. desember 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Megumi Nishida ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Háskóla Íslands. Vörnin fer fram þriðjudaginn 5. desember kl. 13:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands og verður einnig streymt.

Hlekkur á streymi

Heiti ritgerðar: Að verða blendingskennari í alþjóðlegu samhengi: Starfstengd sjálfsrýni til valdeflingar

Andmælendur: Dr. Kathleen Pithouse-Morgan prófessor við University of Nottingham í Englandi og dr. Monica Taylor prófessor við Montclair State University í Bandaríkjunum.

Aðalleiðbeinandi: Dr. Hafdís Guðjónsdóttir prófessor emerita við Menntavísindasvið við Háskóla Íslands.

Meðleiðbeinandi: Dr. Ólafur Páll Jónsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Deborah Tidwell prófessor við University of Northern Iowa í Bandaríkjunum.     

Dr. Karen Rut Gísladóttir forseti Deildar kennslu- og menntunarfræði stjórnar athöfninni.

Verið öll velkomin.

Um  verkefnið:

Í doktorsverkefni mínu rannsaka ég með aðferðum starfstengdrar sjálfsrýni leið mína til valdeflingar sem blendingskennari með rætur bæði í Japan og á Íslandi. Doktorsverkefnið samanstendur af fimm rannsóknum þar sem ýmsum eigindlegum aðferðum var beitt til að leggja merkingu í doktorsverkefni mitt.

Hugtakið um sjálfseflingu liggur til grundvallar starfstengdri sjálfsrýni minni. Ég notaði frásagnarrýni til að safna og greina gögnin. Á fyrstu stigum rannsókna minna (2014-2018) reiddi ég mig á hefðbundnar eigindlegar aðferðir við að safna gögnum, eins og viðtöl og vettvangsathuganir. Síðar (2019-2023) notaði ég meira skapandi aðferðir, meðal annars líkingar og japanskar hækur. Með því að blanda saman ólíkum aðferðum þróaðist stafstengd sjálfrýni mín, ég gat kafað dýpra í þær flóknu spurningar sem vöknuðu og með því að fara í gegnum fjölmörg greiningalög komst ég lengra en „hvað með það“ viðbrögð.

Fyrsta greinin fjallar um hreyfingu sem hefur myndast um starfstengda sjálfsrýni í Japan og stöðu mína sem gagnrýninn rannsóknarvinur. Í næstu beiti ég myndlíkingunni „að smíða bát“ til að skoða starfsþróun mína í íslenskum leikskóla. Í þriðju greininni kafa í reynslu mína af því að kenna japönskum kennaranemum gagnrýna ígrundun með því að nota japanskar hækur. Í fjórðu greininni fjalla ég um hvernig skilningur minn á „ást“ umbreyttist á meðan ég vann með íslenskum börnum. Í fimmtu greininni, skoða ég samband doktorsnema og leiðbeinanda sem þróaðist út frá hugmyndinni um gagnrýninn vin.

Þegar ég lít yfir þessar fimm rannsóknagreinar, greini ég tvo meginþræði: Faglegt líf (hvernig ég varð blendingskennari á milli Japans og Íslands) og aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni (hvernig skilningur minn og notkun starfstengdrar sjálfsrýni þróaðist). Út frá þessum niðurstöðum ræði ég þrennskonar blendingstegundir sem gera mig að þeim fagmanni sem ég er í dag.

Um doktorsefnið

Megumi Nishida (西田めぐみ) er blendingskennari sem er menntuð bæði í Japan og á Íslandi. Hún lauk grunnnámi og hlaut kennsluréttindi í samfélagsgreinum og ensku frá Osaka Háskóla í Japan. Hún fluttist til Íslands árið 2008 og lauk MA prófi í Alþjóðlegu námi í menntunarfræði og síðar M.Ed. í Kennslufræði yngri barna, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og öðlaðist kennsluréttindi á Íslandi. Hún hefur starfað sem leikskólakennari frá árinu 2014. Megumi er gift Baldri Sigurgeirssyni og saman eiga þau dótturina Særúnu Sai Baldursdóttur Nishida.

.

Doktorsvörn í menntavísindum: Megumi Nishida