Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám

Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands, nr. 319/2009

með síðari breytingum

EFNISYFIRLIT

I. KAFLI

1. gr.  Almennt.

Stúdentar sem hefja grunnnám til fyrstu háskólagráðu í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Deildir geta bundið aðgang að námsleiðum frekari skilyrðum, svo sem nánar greinir í 3. – 23. gr. reglna þessara.

Þeir sem lokið hafa eins árs námi (60 e) frá viðurkenndum háskóla eða skóla á háskólastigi geta talist uppfylla almenn inntökuskilyrði í grunnnám skv. 1. mgr., enda þótt þeir hafi ekki lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Um inntöku þeirra fer nánar eftir 3.-23. gr. þessara reglna.

Um undanþágur frá skilyrðinu um stúdentspróf fer samkvæmt ákvæðum sameiginlegra reglna Háskólans og nánari ákvörðunum háskólaráðs.

Um inntökuskilyrði í nám á meistara- og doktorsstigi gilda sérreglur deilda, sem háskólaráð hefur sett og birtar eru í kennsluskrá og á vefsetrum deilda.

2. gr.  Upplýsingar um inntökuskilyrði.

Upplýsingum um inntökuskilyrði deildar skal komið á framfæri í kennsluskrá, á vefsetri háskólans og í kynningarefni til nýrra stúdenta. Skal skýrt tekið fram að inntökuskilyrði geti verið mismunandi milli deilda og námsleiða, þannig að skráning í eina deild eða námsleið veiti ekki sjálfkrafa rétt til skráningar í aðra.

Við upplýsingagjöf um inntökuskilyrði í grunnnám skulu leiðbeiningar enn fremur veittar um frekari undirbúning sem deild telur æskilegan fyrir einstakar námsleiðir, með vísan til einingafjölda í tilteknum grunngreinum mennta- eða framhaldsskólanáms eða annarra atriða.

II. KAFLI  Inntökuskilyrði deilda á Félagsvísindasviði.

3. gr.  [Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild.]1

Til að hefja nám við [Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild]1 skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík  (áður Tækniháskóla Íslands  og Tækniskóla Íslands) telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í BA-nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú)  nægir til inngöngu í [Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild,]1 enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

1Breytt með 1. gr. reglna nr. 442/2018.

4. gr.  Félagsráðgjafardeild.

Til að hefja nám við Félagsráðgjafardeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík  (áður Tækniháskóla Íslands  og Tækniskóla Íslands) telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í BA-nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú)  nægir til inngöngu í Félagsráðgjafardeild, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

5. gr.  Hagfræðideild.

Til að hefja BS- og BA-nám við Hagfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi af bóknámsbraut eða sambærilegu próf að mati deildarinnar. Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík  (áður Tækniháskóla Íslands  og Tækniskóla Íslands) og stúdentspróf að lokinni viðskiptabraut og viðbótarnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, teljast sambærileg stúdentsprófi af bóknámsbraut og nægja til inntöku í BS- og BA-nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Hagfræðideild til jafns við stúdentspróf, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í viðskiptafræði. Æskilegur undirbúningur fyrir BS nám er að minnsta kosti 21 eining í stærðfræði og 15 einingar í ensku.

[...]1

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 907/2019.

6. gr. Lagadeild.

[Til að hefja nám við Lagadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Lagadeild. Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af bóknámsbraut eða jafngilt nám, með áherslu á kunnáttu og færni í íslensku máli.]1

[Nemendur sem óska eftir að hefja grunnnám í lögfræði skulu gangast undir inntökupróf í samræmi við reglur um inntöku nýnema og inntökupróf í Lagadeild.]2

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 463/2009.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 931/2013.

7. gr. Stjórnmálafræðideild.

Til að hefja nám við Stjórnmálafræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík  (áður Tækniháskóla Íslands  og Tækniskóla Íslands) telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í BA-nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Stjórnmálafræðideild, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

8. gr.  Viðskiptafræðideild.

[Til að hefja BS-nám við Viðskiptafræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi að mati deildarinnar.]1 Lokapróf af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík  (áður Tækniháskóla Íslands  og Tækniskóla Íslands) og stúdentspróf að lokinni viðskiptabraut og viðbótarnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BS-nám í deildinni. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Viðskiptafræðideild til jafns við stúdentspróf, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í viðskiptafræði. Æskilegur undirbúningur er minnst 15 einingar í ensku og að minnsta kosti 12 einingar í stærðfræði.

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 274/2015.

III. KAFLI  Inntökuskilyrði deilda á Heilbrigðisvísindasviði.

9. gr.  Hjúkrunarfræðideild.

[Til að hefja nám við Hjúkrunarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá [verk- og raunvísindadeild (áður frumgreinadeild)]2 Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. [Nemendur sem lokið hafa aðfararnámi að öðrum háskólum en Háskóla Íslands geta sótt um undanþágu frá þessum inntökuskilyrðum. Ef undanþága er samþykkt eru þeir umsækjendur jafnsettir þeim er uppfylla formleg skilyrði við val nemenda í námið, sbr. reglur nr. 24/2015.]2 Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 fein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 fein á 3. þrepi í líffræði.]1

[...]4

[Nemendur sem lokið hafa námi í hjúkrunarfræði frá erlendum háskólum og hafa fengið hjúkrunarleyfi í heimalandi geta sótt um undanþágu frá því að gangast undir [samkeppnispróf]4 í Hjúkrunarfræðideild. Sviðsstjóri kennslusviðs tekur ákvörðun um hvort fallist er á undanþágubeiðni, að fenginni umsögn deildar, sbr. einnig ákvæði 47. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 um inntöku stúdenta. Við mat á umsókn um undanþágu er tekið mið af fyrra námi umsækjanda og umsögn frá embætti landlæknis um hæfi umsækjanda til að fá íslenskt hjúkrunarleyfi, þ.e. hvaða námskeið eða klíníska þjálfun umsækjanda vantar til að fá íslenskt hjúkrunarleyfi.]3

[Til að hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi skal umsækjandi hafa lokið bakkalárprófi með lágmarkseinkunninni 6,5 og hafa lokið sem svarar 8 einingum í aðferðafræði/tölfræði, 6 einingum í félags- eða sálfræðigreinum og 26 einingum í líffræðigreinum samkvæmt nánari ákvörðun deildar.]4

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 22/2015.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 352/2017.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1259/2017.

4Breytt með 2. gr. rgl. nr. 907/2019.

10. gr.  Lyfjafræðideild.

Til að hefja nám við Lyfjafræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi af bóknámsbraut eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af náttúrufræðibraut með efnafræði sem kjörsvið. [Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Lyfjafræðideild, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.]1

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 215/2011.

11. gr.  Læknadeild.

[Til að hefja nám við Læknadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nemendur sem lokið hafa prófi af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) eða frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) teljast uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.]1

Stúdentar eru teknir inn í nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun á grundvelli inntökuprófs samkvæmt nánari reglum þar að lútandi. Inntökuprófið byggist að hluta á námsefni framhaldsskóla, en einnig reynir á almenna þekkingu, siðfræðilega afstöðu og rökhugsun.

1Breytt með 2. gr. rgl. nr. 193/2012.

12. gr.  Matvæla- og næringarfræðideild.

[Til að hefja nám í matvælafræði og næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi. Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Nemendur sem lokið hafa prófi af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar. Lokapróf frá  frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) telst sambærilegt stúdentsprófi, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.

Stúdentar eru teknir inn á 2. misseri náms í næringarfræði á grundvelli samkeppnisprófs sem haldið er í lok 1. misseris í samræmi við reglur háskólans um samkeppnispróf.]1

1Breytt með 3. gr. rgl. nr. 215/2011.

13. gr.  Sálfræðideild.

Til að hefja nám við Sálfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi. Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af bóknámsbraut. [Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) telst sambærilegt stúdentsprófi.]1

1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 215/2011.

14. gr.  Tannlæknadeild.

Til að hefja nám við Tannlæknadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi af bóknámsbraut eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Æskilegur undirbúningur er góð þekking í líffræði og eðlis- og efnafræði.*

*(Á deildarfundi í Tannlæknadeild þann 24. febrúar 2011 var að auki samþykkt að nemendur sem lokið hafa prófi frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) teljist uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.)

IV. KAFLI  Inntökuskilyrði deilda á Hugvísindasviði.

15. gr.  [Mála- og menningardeild.]2

[Til að hefja nám við [Mála- og menningardeild]2 skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í [Mála- og menningardeild,]2 enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.]1

1Breytt með 2. gr. rgl. nr. 463/2009.
2Breytt með 2. gr. rgl. nr. 67/2017.

16. gr.  Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

[Til að hefja nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af bóknámsbraut, með áherslu á íslensku, dönsku, ensku, sagnfræði og greinar félagsvísinda.]1

1Breytt með 3. gr. rgl. nr. 463/2009.

17. gr.  Íslensku- og menningardeild.

[Til að hefja nám við Íslensku- og menningardeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Íslensku- og menningardeild, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum.

Til að hefja nám til BA-prófs í íslensku fyrir erlenda stúdenta þarf stúdent ennfremur að standast lágmarkskröfur á stöðuprófi sem haldið er fyrir upphaf hvers háskólaárs. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.]1

1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 463/2009.

18. gr.  Sagnfræði- og heimspekideild.

[Til að hefja nám við Sagnfræði- og heimspekideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Sagnfræði- og heimspekideild, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í hug- eða félagsvísindum. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.]1

1Breytt með 5. gr. rgl. nr. 463/2009.

V. KAFLI  Inntökuskilyrði deilda á Menntavísindasviði.

19. gr.  [Deild faggreinakennslu.

Til að hefja B.Ed.-nám í Deild faggreinakennslu skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í B.Ed.-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

Til að hefja diplómanám í kennslufræði á bakkalárstigi í Deild faggreinakennslu skal stúdent hafa lokið fullgildu lokaprófi í iðngrein (meistarabréf), listgrein, tæknigrein eða verkgrein sem nýtist til kennslu á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði.

Til að hefja B.Ed.-nám í kennslufræði verk- og starfsmenntunar í Deild faggreinakennslu skal stúdent hafa lokið fullgildu lokaprófi í iðngrein (meistarabréf), listgrein, tæknigrein eða verkgrein sem nýtist til kennslu á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði. Stúdent þarf einnig að hafa lokið annað hvort (a) stúdentsprófi eða (b) diplómanámi í kennslufræði á bakkalárstigi í Kennaradeild (frá 1. júlí 2018 nefnd Deild faggreinakennslu) og hafa fimm ára starfsreynslu í greininni.]1

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 305/2018.

20. gr.  [Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda.

Til að hefja BA-, B.Ed.- eða BS-nám skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA-, B.Ed.- og BS-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Að auki þurfa þeir sem hyggja á BS-nám í íþrótta- og heilsufræði að uppfylla hæfniviðmið 10. bekkjar í sundi samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.

Þeim umsækjendum sem lokið hafa prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands er heimilt að ljúka BS-prófi í íþrótta- og heilsufræði  að viðbættum 60 skilgreindum einingum (sjá kennsluskrá).

Nánari upplýsingar eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.]1

1Breytt með 2. gr. rgl.  nr. 305/2018.

21. gr.  [Deild kennslu- og menntunarfræði.

Til að hefja B.Ed.-nám í Deild kennslu- og menntunarfræði skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í B.Ed.-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.]1

1Breytt með 3. gr. rgl.  nr. 305/2018.

[21. gr. a.  Deild menntunar og margbreytileika.

Til að hefja BA-nám skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

Þeim umsækjendum sem lokið hafa prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands er heimilt að ljúka BA-prófi í þroskaþjálfafræði að viðbættum 30 skilgreindum einingum (sjá kennsluskrá).]1

1Breytt með 4. gr. rgl.  nr. 305/2018.

VI. KAFLI  Inntökuskilyrði deilda á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

[22. gr.  Almenn ákvæði

Allir, sem lokið hafa þriggja ára háskólanámi til fyrstu háskólagráðu í hvaða grein sem er, uppfylla skilyrði til að innritast í deildir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.]1

1Breytt með 6. gr. rgl. nr. 215/2011.

[23. gr.  Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein)  í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði).

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í tölvunarfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 21 einingu (35 fein) í stærðfræði.]1

1Breytt með 7. gr. rgl. nr. 215/2011.

[24. gr.  Jarðvísindadeild.

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

[Nauðsynlegur undirbúningur]2 fyrir nám í jarðfræði: 21 eining (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í jarðfræði.

[Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: 21 eining (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í jarðfræði.]2

[Æskilegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði.]2

2Breytt með 2. gr. rgl. nr. 274/2015.

25. gr.  Líf- og umhverfisvísindadeild.  

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í líffræði: 21 eining (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í líffræði. Sé lokapróf umsækjanda frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) skal það vera frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis.

26. gr.  Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein)  í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði).

27. gr.  Raunvísindadeild.

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi sem inniheldur a.m.k. 21 einingu (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í líffræði. Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

[Eindregið er mælt með að umsækjendur um nám í lífeinda- og sameindalíffræði, sem er sameiginlega á ábyrgð Raunvísindadeildar og Líf- og umhverfisvísindadeildar, hafi lokið 21 einingu í stærðfræði og 30 einingum í raungreinum, þar af a.m.k. 6 einingum í eðlisfræði, 6 einingum í efnafræði og 6 einingum í líffræði.]1

Fyrir nám í eðlisfræði, efnafræði (kjörsvið EG) og stærðfræði er sterklega mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði.

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 498/2011.

28. gr.  Umhverfis- og byggingarverkfræðideild 

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild frumgreinadeildar Keilis (háskólabrú) teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein)  í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði).]1

1Breytt með 8. gr. rgl. nr. 215/2011.

VII. KAFLI  Setning reglna og gildistaka.

[29. gr.]1  Gildistaka

Reglur þessar hefur háskólaráð sett á grundvelli tillagna viðkomandi fræðasviða og með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla.

Reglurnar öðlast þegar gildi og verður þeim beitt við inntöku stúdenta frá og með háskólaárinu 2009–2010. Jafnframt falla úr gildi eldri reglur um inntökuskilyrði í Háskóla Íslands nr. 573/2005 með áorðnum breytingum.

1Breytt með 8. gr. rgl. nr.  215/2011.

Háskóla Íslands, 5. mars 2009

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.