Skip to main content

Stefna í málefnum fatlaðra

Markmið Háskóla Íslands er að skapa fötluðum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu.

Samkvæmt stefnu þessari er fötlun skilgreind í sinni víðustu merkingu og tekur til hreyfi- og skynhamlana, andlegra veikinda, sértækra námsörðugleika og tímabundinna líkamlegra og sálrænna vandamála sem áhrif hafa á athafnir daglegs lífs. Stefnan tekur einnig til almennings sem sækir opinbera viðburði á vegum skólans.