Skip to main content

Fundargerð háskólaþings 11. nóvember 2016

18. háskólaþing Háskóla Íslands

haldið 11. nóvember 2016 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

Fundartími: Kl. 13.00-16.00

Dagskrá
Kl. 13.00-13.05    Rektor setur háskólaþing, fer yfir dagskrá og tímaáætlun og gerir grein fyrir fundargögnum.
Kl. 13.05-13.25    Dagskrárliður 1. Rektor reifar mál sem eru efst á baugi í Háskóla Íslands.
Kl. 13.25-13.55    Dagskrárliður 2. Tillaga að breytingu á 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, um kosningu, tilnefningu og embættisgengi rektors.
Kl. 13.55-16.00    Dagskrárliður 3. Úttekt á skipulagi og stjórnkerfi Háskóla Íslands:
a)    Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, gerir grein fyrir málinu og skipulagi og verkefnum vinnuhópa.
b)    Starf vinnuhópa – fyrri hluti.
c)    Kaffihlé.
d)    Starf vinnuhópa – seinni hluti.
e)    Hópstjórar gera grein fyrir niðurstöðum vinnuhópa.
Kl. 16.00    Rektor slítur háskólaþingi.

Kl. 13.00-13.05
Fundarsetning

Rektor setti háskólaþing Háskóla Íslands og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Háskólaþing er haldið í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 sem tóku gildi 1. júlí 2008 og var þetta 18. háskólaþing Háskóla Íslands. Sérstaklega bauð rektor velkomna þá fulltrúa sem mættir voru í fyrsta sinn á þingið, fulltrúa frá samstarfsstofnunum og formann Stúdentaráðs.

Fundargerð síðasta háskólaþings var send fulltrúum fyrir þingið og bárust engar athugasemdir við hana. Þá gerði rektor grein fyrir tímaáætlun og gögnum fundarins og fól Magnúsi Diðrik Baldurssyni, skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og gæðastjóra Háskólans, að vera fundarritari.

Kl. 13.05-13.25
Dagskrárliður 1
Rektor reifar mál sem eru efst á baugi í Háskóla Íslands

1. Átakið ,háskólar í hættu’
•    Ákall rektora íslensku háskólanna í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga
•    Myndbönd
•    Viðtöl og greinar í fjölmiðlum
•    Undirskriftasöfnun stúdenta
•    Heldur áfram í kjölfar kosninga:
-    Ályktun rektora
-    Ályktun háskólaráðs
-    Myndbönd
-    O.fl.

2. Aurora University Network
•    Aurora er samstarfsnet 9 öflugra evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að leggja í starfi sínu áherslu á hágæða rannsóknir, samfélagslega ábyrgð og að gera samfélögum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans
•    Samstarfsnetið var formlega stofnað í Amsterdam 21. október 2016
•    Aðildarháskólarnir eru allir mjög öflugir í rannsóknum, samkvæmt mati Times Higher Education World University Rankings, sem birtist meðal annars í því að áhrif (e. impact) rannsókna þeirra eru mikil
•    Vinnuhópar störfuðu í aðdraganda stofnfundar

Stofnaðilar:
•    Université Grenoble Alpes
•    Vrie Universiteit Amsterdam
•    University of East Anglia
•    Göteborgs Universitet
•    Universiteit Antwerpen
•    Háskóli Íslands
•    Universitetet i Bergen
•    Universität Duisburg Essen
•    University of Aberdeen

Vinnuhópar í aðdraganda stofnunar AURORA
1.    Margbreytileiki
2.    Stafrænn heimur
3.    Nemendur
4.    Áhrifamáttur rannsókna
5.    Líf og heilsa
6.    Alþjóðavæðing

Greining á styrkleika AURORA á sviði rannsókna
(Glærur Thomas Gurney, Content & Analytics Product Manager, Elsevier)

Samanburður á háskólanetum – eftir fjölda birtinga:

Samanburðarnet: Universitas 21, Coimbra, LERU, UNICA

Samanburður á háskólanetum – eftir áhrifastuðli (FWCI)

Samanburðarnet: Universitas 21, Coimbra, LERU, UNICA

Háskólar í Aurora – Heildarfjöldi birtinga eftir háskólum

Háskólar í Aurora – Heildar-FWCI eftir háskólum

Háskólar í Aurora – Birtingar hvers háskóla eftir faggreinum


Háskólar í Aurora – Hlutdeild faggreina í birtingum


Háskólar í Aurora – FWCI eftir faggreinum hjá háskólum

Aurora – Samstarf á milli háskóla í netinu

   

Alþjóðlegt orðspor
(Glærur Richards Harvey, Academic Director of Admissions, University of East Anglia)

International HE Landscape


 

Atkvæði hjá Timer Higher Education World University Rankings

3. Framundan

•    Opinn fyrirlestur Johannesar Heinlein um edX 17. nóv. nk. kl. 12
•    Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 17. nóv. nk. kl. 16
•    Upplýsingafundur rektors 23. nóv. nk.
•    Hátíð brautskráðra doktora 1. des. nk.
•    Heimsóknir rektors í deildir á næstunni
•    Málnefnd Háskóla Íslands nýlega skipuð og tekur til starfa á næstunni. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, formaður
•    Önnur úttektarlota rammaáætlunar Gæðaráðs háskóla hefst í ársbyrjun 2017 – kynnt á næstunni
•    Úttekt á skipulagi stjórnsýslu Háskóla Íslands á lokastigi
•    Óháð nefnd á vegum Háskóla Íslands og Landspítalans um rannsókn Macchiarini-málsins skipuð. Páll Hreinsson, formaður
•    Starfsumhverfiskönnun Háskóla Íslands

Kl. 13.25-13.55
Dagskrárliður 2
Tillaga að breytingu á 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, um kosningu, tilnefningu og embættisgengi rektors

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, varaforseti háskólaráðs og fulltrúi í millifundanefnd ráðsins um reglur um rektorskjör, gerði grein fyrir málinu.

Tildrög endurskoðunar á reglunum
•    Erindi jafnréttisnefndar Háskólans 11. febrúar 2015
–    um mismunandi atkvæðavægi starfsmanna í rektorskjöri
•    Skýrsla kjörstjórnar í rektorskjöri 27. apríl 2015
–    um störf kjörstjórnar og framkvæmd rektorskjörs 2015
•    Umræður í háskólaráði 7. maí 2015
–    sviðsstjórum kennslusviðs og vísinda- og nýsköpunarsviðs falið að koma með tillögu að endurskoðun reglna um kjör rektors
•    Tillaga að endurskoðun rædd á fundi ráðsins 14. apríl 2016

Millifundanefnd
•    Skipuð millifundanefnd til að ganga frá endurskoðun
–    Ebba Þóra Hvannberg
–    Eiríkur Rögnvaldsson
–    Margrét Hallgrímsdóttir
–    Nanna Elísa Jakobsdóttir
–    Stefán Hrafn Jónsson
–    Halldór Jónsson
•    starfaði með nefndinni
•    Tillögur nefndarinnar lagðar fyrir háskólaráð 2. júní 2016
–    sendar til umsagnar fræðasviða, launadeildar, Félags prófessora og Félags háskólakennara
–    tvær umsagnir bárust
•    Helstu breytingartillögur eru raktar hér á eftir
–    og helstu athugasemdir

Samræmdur kosningaréttur starfsfólks
•    Lagt er til að allir starfsmenn Háskólans, sem hafa gildan ráðningarsamning, hafi sama rétt til að taka þátt í rektorskjöri óháð því hvaða starfi þeir gegna og hvaða menntun þeir hafa. Atkvæði starfsmanna vega þá samtals 70% af heild og atkvæði stúdenta vega samtals 30% af heild eftir sem áður. Samkvæmt núgildandi reglum vega atkvæði starfsmanna með háskólapróf 60% af heild og atkvæði annarra starfsmanna (þ.m.t. starfsmanna samstarfsstofnana) 10%.

Atkvæðisréttur starfsmanna í orlofi
•    Lagt er til að starfsfólk í tímabundnu orlofi, t.d. vegna veikinda, barnsburðar eða námsleyfis, haldi atkvæðisrétti sínum. Samkvæmt núverandi ákvæðum missir starfsmaður atkvæðisrétt sinn ef annar starfsmaður er ráðinn tímabundið til að leysa viðkomandi af. Ekki er talið eðlilegt að atkvæðisréttur starfsfólks í tímabundnu leyfi falli niður undir þessum kringumstæðum. Þess má geta að sl. vor voru 44 starfsmenn í leyfi og í 21 tilviki um að ræða ráðningu til afleysingar.

Aðild samstarfsstofnana að rektorskjöri
•    Lagt er til að starfsmenn samstarfsstofnana Háskólans sem starfa á grundvelli sérlaga hafi atkvæðisrétt, að því tilskildu að þeir séu með hæfnisdóm í samræmi við sameiginlegar reglur Háskóla Íslands nr. 569/2009, og í samstarfssamningi viðkomandi stofnunar við Háskólann sé ákvæði um aðild starfsmanna að kjöri rektors. Hafa þeir starfsmenn sem undir þetta ákvæði falla hálft atkvæði. Í gildandi reglum hafa allir starfsmenn stofnananna fullt atkvæði í 10% hópnum.

Breytt kosningaferli
•    Lagt er til að ferli frá auglýsingu til tilnefningar í embætti rektors hefjist fyrr en áður og ljúki nokkru fyrr – sé miðað við síðasta rektorskjör. Ferlið er hins vegar lengt frá gildandi reglum. Tillagan gerir ráð fyrir því að rektorskjör fari fram um sjö vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út, í stað sex vikna í gildandi reglum, og er miðað við að kjördagur verði sem næst 5. mars, en ekki sem næst 20. apríl eins og nú er. Hér er m.a. tekið mið af því að kjöri verði lokið fyrir páskaleyfi.

Rafræn kosning
•    Lagt er til að rektor verði kjörinn með rafrænni kosningu og að kjörið standi í þrjá sólarhringa samfellt. Gildandi reglur miðast fyrst og fremst við hefðbundna kosningu á pappír, en vegna góðrar reynslu af rafrænni kosningu síðast þótti eðlilegt að gera ráð fyrir því að kosning yrði framvegis rafræn. Þar með þótti ástæðulaust að gera ráð fyrir kosningu utan kjörfundar og eru ákvæði um slíka kosningu því felld brott.

Einföldun
•    Almennt var leitast við að einfalda 6. gr. eins og unnt er, m.a. í ljósi þess að kjörið verður framvegis rafrænt. Enn fremur var leitast við að einfalda gerð kjörskrár. Þá er gerð smávægileg breyting á röð töluliða 5 og 6, þannig að fyrst er fjallað um atkvæðisrétt og vægi atkvæða áður en fjallað er um kjörskrá eins og áður var.

Athugasemdir Félags prófessora
•    Félagið leggst gegn jöfnun kosningaréttar starfsfólks
–    félagið gerir sérstaka athugasemd við stóraukið atkvæðavægi starfsmanna samstarfsstofnana og leggur til að atkvæðisréttur í rektorskjöri verði takmarkaður við starfsmenn Háskólans
•    Félagið leggst alfarið gegn styttingu kosningaferlis
•    Félagið fagnar tillögu um rafræna kosningu
•    Félagið telur að breytingar á atkvæðisrétti starfsmanna í orlofi séu til bóta

Rektor þakkaði Eiríki fyrir kynninguna og gaf orðið laust.

Fulltrúi Landsbókasafns-háskólabókasafns sagði að starfsmenn safnsins hefðu áður haft kosningarétt í rektorskjöri við Háskóla Íslands, en endurnýjaður samningur var ófrágenginn í vinnslu er kosning fór fram og því hefði starfsfólk bókasafnsins ekki getað tekið þátt í rektorskjöri árið 2015. Starfsfólki safnsins hefði þótt þetta óþægilegt, enda væru flestir starfsmenn safnsins fyrrverandi nemendur Háskóla Íslands og litu á sig sem hluta af háskólasamfélaginu. Þetta væri því einnig tilfinningalegt mál. Ef þessi tengsl milli stofnananna myndu rofna væri æskilegt að styrkja þau með öðrum hætti í staðinn. Loks vék fulltrúinn að þeirri tillögu að aðeins starfsmenn samstarfsstofnana með hæfnisdóm hefðu kosningarrétt. Sagði fulltrúinn að þetta gæti virkað sem hvati fyrir starfsmenn stofnananna til að fá slíkan dóm til að fá kosningarétt í rektorskjöri. Innan Landsbókasafns-háskólabókasafns væri talsverður hópur sem þetta ætti við um.

Fulltrúi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum lýsti undrun sinni varðandi þá tillögu að starfsmenn samstarfsstofnana Háskóla Íslands færu með hálft atkvæði í rektorskjöri og spurði hvort þetta ætti einnig við um kjörgengi.

Fulltrúi Félags prófessora við ríkisháskóla sagðist hafa verið í veikindaleyfi þegar félagið hefði unnið sína umsögn og hefði hann því ekki komið að þeirri vinnu. Sagði fulltrúinn umsögnina byggja á því viðhorfi að rektor væri akademískur leiðtogi og því ættu akademískir starfsmenn fyrst og fremst að hafa um kjör hans að segja. Varðandi umræðuna um aðkomu samstarfsstofnana að rektorskjöri varpaði fulltrúinn fram þeirri spurningu hvort af atkvæðisrétti stofnana leiddi að samstarfsstofnanir þeirra öðluðust hann einnig?

Eirikur Rögnvaldsson brást við framkomnum spurningum og athugasemdum. Varðandi ábendingu fulltrúa Landsbókasafns-háskólabókasafns um að krafan um hæfnisdóm gæti falið í sér hvata til að fá slíkan dóm sagði hann það vera sína skoðun að ekkert væri athugavert við að sem flestir leituðu eftir að fá akademískan hæfnisdóm. Um athugasemd fulltrúa Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sagði Eiríkur að örðugt væri að segja um það fyrirfram hvort það að fara með hálft atkvæði myndi letja starfsmenn samstarfsstofnana til þátttöku í rektorskjöri heldur þyrfti að láta reyna á það. Varðandi þá spurningu fulltrúa Árnastofnunar hvort einnig gæti verið um að ræða ‚hálft kjörgengi‘ benti Eiríkur á að spurningin ætti ekki við því ekki væru aðrir í kjöri til rektors en þeir sem hefðu sótt um embættið, en umsækjendur þyrftu hvorki að vera úr hópi starfsmanna Háskóla Íslands né samstarfsstofnana hans. Viðvíkjandi því sjónarmiði að aðeins akademískir starfsmenn ættu að fara með atkvæðisrétt í rektorskjöri, sem fulltrúi Félags prófessora í ríkisháskólum lét í ljósi, sagði Eiríkur að einhverjir gætu verið þessarar skoðunar og sögulega séð hefði það eitt sinn verið raunin að starfsmenn án háskólaprófs hefðu ekki haft atkvæðisrétt. Seinna hefðu þeir svo fengið þennan rétt og þá hefði verið stofnað til 10%-hópsins. Hins vegar lægi nú fyrir að starfsmenn án háskólaprófs hefðu atkvæðisrétt og væri ekki til umræðu að þrengja að því.

Varadeildarforseti Raunvísindadeildar spurði hverjar væru helstu samstarfsstofnanir Háskóla Íslands. Sagði hann þessar stofnanir vera mikilvægar og ekki heppilegt að þrengja að rétti þeirra.

Rektor sagði að til umræddra stofnana teldust Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Landsbókasafn Íslands-háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Landspítalinn væri hins vegar stærsta samstarfsstofnun Háskóla Íslands, en starfsmenn spítalans hefðu ekki atkvæðisrétt, m.a. vegna þess að í mörgum tilvikum væri um sameiginleg störf að ræða.

Fulltrúi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum benti á að samstarfsstofnanir hennar tilnefndu fulltrúa í stjórn og því væri réttur starfsmanna til að taka þátt í rektorskjöri ekki einhliða heldur væri um gagnkvæm réttindi að ræða.

Deildarforseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda gerði að umtalsefni 10%-hópinn og spurði hversu margir starfsmenn Háskóla Íslands hefðu ekki háskólapróf. Benti hann á að af skiptingunni í ólíka hópa við rektorskjör leiddi að það væri fræðilegur möguleiki að aðeins einn starfsmaður hefði ekki háskólapróf og hefði hann þá 10% vægi í rektorskjöri.

Sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs svaraði því til að í rektorskjöri árið 2015 hefðu 173 starfsmenn verið í 10%-hópnum og reyndin hefði verið sú að hlutfallslegt vægi hvers starfsmanns í þessum hópi hefði verið því sem næst það sama og í 60%-hópnum.

Fulltrúi Landsbókasafns-háskólabókasafns sagði það skjóta skökku við að á annan bóginn væri lagt til að allir starfsmenn Háskóla Íslands fengju sama atkvæðisrétt, óháð því hvort þeir væru akademískir starfsmenn eða ekki, en á hinn bóginn að starfsmenn með hæfnisdóm yrðu teknir fram yfir aðra starfsmenn í tilviki samstarfsstofnana.

Fleiri tóku ekki til máls.

Rektor þakkaði fyrir góðar og málefnalegar umræður og bar upp tillögu að bókun:

„Á háskólaþingi Háskóla Íslands 11. nóvember 2016 var til umfjöllunar tillaga millifundanefndar háskólaráðs að breytingu á 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, um kosningu, tilnefningu og embættisgengi rektors. Tillagan var kynnt og rædd og fram komu nokkrar ábendingar og athugasemdir sem verða kynntar í háskólaráði þegar tillagan kemur til afgreiðslu þar.“

- Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku undir þessum lið, auk rektors og Eiríks Rögnvaldssonar, Ingibjörg Sverrisdóttir, Gísli Sigurðsson, Gísli Már Gíslason, Ragnar Sigurðsson, Gísli Sigurðsson og Halldór Jónsson.

Kl. 13.55-16.00
Dagskrárliður 3
Framkvæmd stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021

Steinunn Gestsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, gerði grein fyrir málinu.

Innleiðing HÍ21 – stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021

Innleiðing
Felur í sér
•    Aðgerðir tímasettar og þeim forgangsraðað
•    Ábyrgðaraðilar tilgreindir fyrir hverja aðgerð
•    Fjárhagsáætlun með áherslu á háskólaárið 2016-2017

Innleiðingarferlið
•    Ábyrgð verði sem næst vettvangi
•    Árleg rýni í maí verður „akkeri“ í innleiðingunni

Ábyrgð
•    Rektor ber ábyrgð á framgangi stefnunnar
•    Aðstoðarrektor kennslu og þróunar hefur umsjón með framkvæmdinni í samstarfi við formann gæðanefndar
•    Fræðasviðsforsetar eru ábyrgir fyrir innleiðingu á sviðum
•    Tilgreindir ábyrgðaraðilar bera ábyrgð á framkvæmd „sinna” aðgerða
•    Mikilvægt að tryggja eignarhald, sérstaklega meðal stjórnenda

Í dag: stuðningur við innleiðingu
Stefnumótun er lokið: Markmið og aðgerðir liggja fyrir
Í dag: Stuðningur við innleiðingu
•    Þeir sem bera ábyrgð á innleiðingu hverrar aðgerðar sitja í hópunum
Hver vinnuhópur fær tvær aðgerðir úr stefnunni til umfjöllunar
Tvær lotur í hópavinnu: 40 mín. – kaffi – 30 mín.
•    Kaffi í Aðalbyggingu: fyrir framan Hátíðarsal
•    Kaffi í Odda: jarðhæð
•    Kaffi í Stapa: jarðhæð
Eftir hópavinnu er aftur komið saman í Hátíðasal (byrjar kl. 15:30)

Hópastarf
Umræður:
•    Fá fram reynslu, dæmi um „best practices“, víti til að varast, snjallar lausnir o.fl. sem gagnast við innleiðingu
Ritarar:
•    Taka saman 3-6 meginpunkta – greina mjög stuttlega frá þeim í lok dagskrár í Hátíðasal
•    Ritarar eru beðnir að senda Magnúsi Diðrik punktana eftir fundinn (fleiri en 3-6 ef vill)
Mikilvægasta markmið hópastarfsins: Umræðan styðji ábyrgðaraðila við innleiðingu sinna aðgerða
•    Hver og einn taki skilaboð sem kunna að nýtast við innleiðinguna í sína deild/einingu

Viðfangsefni, hópar, staðir
Viðfangsefni 1: Mentorakerfi og gæði náms og kennslu
Hópur 1    Fundarstofa háskólaráðs í Aðalbyggingu
Hópur 2    Stofa A-229 á 2. hæð í Aðalbyggingu
Aðgerð:    Draga úr álagi og auka gæði náms. Ábyrgð: Kennslusvið
Aðgerð:    Mentorakerfi. Ábyrgð: Deildarforsetar

Viðfangsefni 2: Aðstoðarmannakerfi og gæði námsleiða
Hópur 3     Stofa A-051 í kjallara Aðalbyggingar
Hópur 4    Stofa A-052 í kjallara Aðalbyggingar
Aðgerð:    Aðstoðarmenn kennara. Ábyrgð: Deildarforsetar
Aðgerð:    Mat og innleiðing námsleiða. Ábyrgðaraðili: Gæðanefnd

Viðfangsefni 3: Alþjóðlegt samstarf
Hópur 5    Stofa A-225     
Aðgerð:    Áætlun um alþjóðleg samskipti. Ábyrgðaraðilar: Skrifstofa alþjóðasamskipta
Aðgerð:    Erlendum fræðimönnum auðveldað að dvelja/starfa við Háskólann. Ábyrgðaraðili: Skrifstofa alþjóðasamskipta

Viðfangsefni 4: Rannsóknainnviðir
Hópur 6    Stofa 108 í Stapa
Hópur 7    Stofa 216 í Stapa     
Aðgerð:     Þarfagreining og áætlun um rannsóknainnviði
Ábyrgð:    Vísinda- og nýsköpunarsvið
Ábyrgð:     Rannsóknarsjóðir HÍ yfirfarnir
Ábyrgð:    Aðstoðarrektor vísinda

Viðfangsefni 5: Háskólasvæðið og tengsl háskóla og samfélags
Hópur 8    Stofa O-105 í Odda    
Hópur 9     Stofa O-203 í Odda
Aðgerð:     Hágæða vísindastarfi gerð sérstök skil / miðlun um brýn viðfangsefni
Ábyrgð:    Markaðs- og samskiptasvið
Aðgerð:    Samgöngur, öryggi á háskólasvæðinu bætt
Ábyrgð:    Framkvæmda- og tæknisvið

Eftirfylgni með aðgerðum
Ábyrgðaraðilar bera ábyrgð á að þeirra aðgerðum verði framfylgt
Staðan tekin seinna í þessum mánuði
•    Ábyrgðaraðilar verða beðnir um stöðu og mælikvarða fyrir sínar aðgerðir

Árleg rýni
•    Vinnudagur í maí
•    Gerð grein fyrir stöðu allra aðgerða
•    Forgangsröðun fyrir næsta ár ákveðin
•    Niðurstöður rýni verða birtar á innri vef

Að lokinni hópavinnu kynntu hópstjórar niðurstöður vinnunnar.

Hópur 1 – Mentorakerfi og gæði náms og kennslu

Þátttakendur: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ásgeir Jónsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Ellen Flosadóttir, Erna Hauksdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Inga Jóna Jónsdóttir, Magnús Diðrik Baldursson, Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir

Hvernig á að meta hvar þörfin er mest, þ.e. hvar sé brýnast að styðja við kennsluþróun og minnka álag með fjölgun fastra kennara? Hvaða mælikvarða/viðmið má nota í þessu samhengi?
•    Nemenda/kennarahlutfall: Hefur verið miðað við nemenda og kennarahlutfall þegar metið er hvar helst vanti kennara – þetta er mikilvægur mælikvarði en segir þó ekki allt. Það fer eftir öðrum stuðningi hvort þetta hlutfall gefur rétta mynd. Fer líka mikið eftir því hvers konar nám er um að ræða – grunnnám eða framhaldsnám. Erlendis er nám framhaldsnema gjarnan fjármagnað með því að bjóða þeim upp á launuð störf. Þyrfti að nýta doktorsnema betur í aðstoð við kennslu og/eða verkefna- og prófayfirferð. Hluti af þjálfun doktorsnema á að vera að kenna þeim að kenna.

Hvaða aðrar leiðir er unnt að fara til að kennarar geti sinnt nemendum sínum betur og til að minnka kennsluálag?
•    Aðstoðarmannasjóðir hafa reynst vel. Allir fastir kennarar á Félagsvísindasviði geta sótt um og fengið 125 þús. kr. styrk til að kaupa aðstoð – hvort sem er í aðstoð við yfirferð verkefna eða rannsóknir. Kennarar í aðferðafræði hafa fengið tvöfaldan styrk. Þyrfti að styrkja enn frekar og innleiða alls staðar. Væri mikið til bóta að losna við að sækja um þetta – betra að geta gengið út frá því að fá aðstoð án þess að þurfa að eyða tíma í umsóknarferlið.
•    Mætti hafa í huga að tryggja nýliðun, þ.e. að deildir séu ekki einungis mannaðar prófessorum – eðlilegra að láta lektora kenna ákveðna tegund af grunnkúrsum – og prófessorar geti sinnt sínu sérfagi.
•    Breyting á kennsluháttum: Er hægt að nýta tækni betur til að draga úr álagi? Tæknivæðingin virðist þó oft auka enn frekar á álag kennara.
•    Fjórar kennslulotur í stað tveggja missera. Gæti auðveldað kennurum að taka frá tíma til að sinna rannsóknum en álag er oft mikið á meðan kennslulota stendur yfir. Gerir samstarf milli deilda erfitt ef lotukerfi er ekki alls staðar. Mikill áhugi hjá nemendum á þessu.
•    Mætti hugsanlega tvíkenna – eða skipta upp stórum námskeiðum.
•    Rit- og talnaver á öllum sviðum þar sem eru leiðbeinendur sem aðstoða við skipulag skrifa og talnavinnslu. Gæti dregið úr álagi og aukið þjónustu við nemendur.  
•    Inntökupróf. Geta gert kennslu skilvirkari en getur verið fjárhagslegt sjálfsmorð í núverandi deililíkani. Nemendur eru lítt hrifnir af inntökuprófum.

Hvernig á mentorakerfi að vera? (Fyrir hverja, hæfilegur starfstími mentors, hvernig má gera kerfið einfalt/skilvirkt, eiga mentorar að fá greitt og/eða fá stuðning o.s.frv.).
•    Þarf mentorakerfi að vera bundið við nýja starfsmenn? Mætti það vera fyrir þá sem eru að taka við nýju hlutverki s.s. deildarforseta eða þá sem þurfa stuðning til að ná betri árangri í sínu starfi?
•    Skipulag miðlægt eða á sviðum – stundum hefur það ekki verið nægilega skýrt hvernig verkaskipting á að vera á milli sviða og Kennslumiðstöðvar/-starfsmannasviðs og hefur það leitt til nokkurs tvíverknaðar. Skiptar skoðanir um hvar eigi að stýra mentorakerfi en þyrfti að gera formlegt mat á því hvernig kerfið hefur reynst þar sem það hefur verið prófað eins og á Félagsvísindasviði og VON.
•    Getur verið erfitt að finna mentora – á það að vera skylda að taka að sér hlutverk mentors? Efasemdir um að mentor sem er ófús til starfans verði góður mentor.
•    Það mætti líka taka saman og hafa í Uglunni „Frequently asked questions“ – og búa til verkfærakistu fyrir hin og þessi hlutverk.
•    Nauðsyn að umbuna mentorum, t.d. 20 tíma kennsluafsláttur.

Hópur 2 – Mentorakerfi og gæði náms og kennslu
Þátttakendur: Atli Vilhelm Harðarson, Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, Daði Már Kristófersson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðrún Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir Njarðvík, Nanna Hermannsdóttir, Þórður Kristinsson.

Varðandi lækkað hlutfall nemenda á kennara til að auka gæði náms og kennslu og draga úr vinnuálagi á kennara:
•    Útgangspunktur umræðu í hópnum: gæði náms og kennslu – að nýta sem best tíma nemenda og kennara.
•    Meðaltöl um kennara/nemendahlutföll segja ekki alla söguna. Hafa ber í huga stærð námskeiða og mismunandi nám; sama lausn/leið á ekki við í öllum tilvikum; leita verður viðeigandi lausna m.t.t. eðlis náms; aðstoðarkennarar (úr hópi framhaldsnema) geta átt við í sumum tilvikum stórra hópa, öðrum ekki. Nauðsynlegt er að gera greiningu á því hvað er æskilegt hlutfall eftir greinum og þá í senn út frá sjónarhorni nemenda og kennara.
•    Tengja þarf þetta atriði (þ.e. hlutfall nemenda á kennara) við fyrsta atriðið í stefnunni, þ.e. mótun stefnu um gæði náms og kennslu. Hugsa mætti sér að í þeirri stefnu væru atriði eins og: Móttaka fyrsta árs nemenda stuðli bæði að félagslegri og akademískri innleiðingu þeirra; nemendur fái endurgjöf sem nýtist þeim til náms (og hana tímanlega); nemendum gefist kostur á að öðlast hæfni í sinni grein undir leiðsögn kennara (með umræðum, samvinnu, verkefnavinnu ...); nemendur hafi góðan aðgang að kennara/sérfræðingi til að leiðsegja sér í námi o.s.frv. Út frá slíkum viðmiðum væri svo hægt að kanna hvar skórinn kreppir helst (á hvaða sviðum).
•    Móttaka nýrra nemenda lykilatriði – og eftirfylgni með námi þeirra og regluleg endurgjöf; jafningjafræðsla mikilvæg í því samhengi.
•    Einn mikilvægur þáttur í góðri kennslu er að nemendur finni sig vera virka þátttakendur í náminu (það sé eftir því tekið ef þeir mæta ekki í tíma) og finni sig (raunverulega) skuldbundna því og skólanum. Tengist beint kennsluháttum, þ.m.t. lotukennslu, skiptingu í smærri hópa o.s.frv.
•    Spurt var: Eru umræðutímar að hverfa? Skoða þarf í því samhengi að uppgjör kennslu er ólíkt eftir fræðasviðum og jafnvel á milli deilda innan sama fræðasviðs. Mjög brýnt að endurskoða í heild.
•    Fram kom að álag á kennara (sérstaklega nýja (unga) kennara) er mjög mikið í sumum deildum – og að skipting kennslu á milli kennara er mismunandi; nýir ungir kennarar oft ofhlaðnir kennslu. Mikilvægt að greina það betur í öllum deildum.

Sjónarmið um mentorakerfi:
•    Almenn ánægja með það.
•    Beindist fyrst að akademísku starfsfólki; þarf að útfæra og þróa áfram og taka til allra nýrra starfsmanna.
•    Er mismunandi eftir fræðasviðum – vel á vegi í FÉL og VoN.
•    Yfirsýn um innleiðingu liggur ekki fyrir.
•    Fram kom að styrkja þarf betur þá sem taka að sér hlutverk mentors; máli skiptir að fá meiri miðlægan stuðning, gera starfið sýnilegra.

Hópur 3 – Aðstoðarmannakerfi og gæði námsleiða
Þátttakendur: Berglind Rós Magnúsdóttir, Eydís Blöndal, Guðmundur Hálfdanarson, Guðmundur Freyr Úlfarsson, Guðmundur Snæbjörnsson, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Hákon Hrafn Sigurðsson, Kristín Loftsdóttir, Svavar Hrafn Svavarsson.

Aukinn stuðningur við grunnnám.
•    Kerfið er til staðar og mætti efla og kynna betur.
•    Hlutverk kerfis er að auka gæði námskeiða og þjónustu við nemendur.
•    Aðstoðin á ekki að dragast frá tímum kennara heldur á að minnka álag á kennara.
•    Kerfið er miðlægt á sviðum. Þarf ákveðinn sveigjanleika í kerfinu vegna fjölbreytni á milli deilda og námskeiða.
•    Það vantar að kynna þetta kerfi betur fyrir nemendum og búa til vettvang fyrir þá til að bjóða sig fram. Oftast eru það kennarar sem velja góða nemendur til að kenna og/eða nemendur bjóða sig fram. Góð reynsla og meðmæli fyrir nemendur ef vel gengur.
•    Hvetja til sveigjanleika varðandi umsóknir, t.d. tímamörk þannig að hægt sé að bregðast við í námskeiðum sem eru byrjuð.
•    Það mætti kanna umfang eða vinnuframlag aðstoðarmanna og hvort sumir fái einingar fyrir vinnuna.

Meistaranám styrkt sem sjálfstætt námsstig og umgjörð, innviðir og alþjóðleg tengsl námsins efld.
•    Allir sammála um að meistaranámið eigi ekki að vera einskonar framhalds- eða efra stigs BS/BA-nám heldur sjálfstætt námsstig en samt með góðum tengslum við grunnnám.
•    Fjárhagslíkan skólans stuðlar ekki að gæðum í meistaranámi (þar sem eru færri nemendur og kennslan færist meira yfir í leiðbeiningu).
•    Sú spurning kom upp að það væri of auðvelt að stofna nýjar meistaranámsleiðir og lítið aðhald / eftirlit væri með gæðum námsins.

Hópur 4 – Aðstoðarmannakerfi og gæði námsleiða
Þátttakendur: Bjarni Frímann Karlsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Hjalti Hugason, Hörður Sævar Óskarsson, Íris Davíðsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Vilborg Lofts.

Hvernig á aðstoðarmannakerfi að líta út? (Fyrir hvaða kennara/námskeið, hvernig á að velja nemendur, er hægt að minnka utanumhald (t.d. sleppa umsóknum), á aðstoðin að dragast frá tímum kennara o.s.frv.). Hvaða lærdóm geta þátttakendur dregið af umræðunni í hópnum og nýtt í sinni deild?

•    Aðstoðarkennarastyrkir virðast einkum nýttir í fjölmennum námskeiðum í grunnnámi og þar er mest þörf fyrir þá. Framkvæmdin er með ýmsu móti. Það eru einkum stúdentar sem annast þessa kennslu, enda er hún illa borguð.
•    Í Raunvísindadeild virðist rekstur aðstoðarmannakerfis vera til fyrirmyndar. Þar er mikið utanumhald af hálfu umsjónarkennara; tíð fundahöld og samráð.
•    Aðstoðarmannakerfið er og á að vera hluti af gæðakerfi kennslu. Deildirnar sem heild hafa áhuga fyrir því að nýta þetta kerfi (ca. 2,5 millj. kr. á ári pr. deild), en kennarar eru síður áhugasamir um þetta. Krafan um aukna fjölbreytni í kennsluháttum og námsmati hefur kallað á aukið álag á kennara án þess að tillit sé tekið til þess í launum. Aðstoðarmannakerfið kallar á enn meira álag á kennara. Þess vegna er eðlilegt að þeir hafi lítinn áhuga fyrir að ráða aðstoðarkennara og verji litlum tíma í utanumhald og eftirfylgni með starfi þeirra. Mörg dæmi finnast um að kennurum sé „veitt heimild“ til að ráða aðstoðarfólk til að fara yfir heimaverkefni og létta undir við yfirferð prófa gegn því að það sé dregið frá tímafjölda þeirra sjálfra fyrir námskeiðið! Samandregið má segja að aðstoðarmannakerfið eins og það er í dag sé viðleitni til að auka gæði á sem allra ódýrasta máta.
•    Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir nemendur að taka að sér aðstoðarkennslu. Reynsla af slíku felur í sér faglega umbun fyrir nemandann. Þessa er jafnan getið í meðmælabréfum til erlendra háskóla. Kennslureynslu ætti einnig að vera getið á prófskírteini.
•    Aðstoðarmannakerfið þarf nauðsynlega að styrkja. Til þess að það nýtist sem best þarf traust utanumhald af hálfu kennarans. Það fæst tæplega nema með einhvers konar umbunarfyrirkomulagi.

Hvernig er best að standa að reglulegu mati á námsleiðum og hvaða mælikvarða er hægt að nota í því sambandi?

•    Minni tími gafst til að ræða þennan lið. Mesta púðrið fór í aðdragandann að nýjum námsleiðum. Talsverð brögð eru að því að nýjum námsleiðum sé hleypt af stokkunum án tilhlýðilegs undirbúnings. Tilefnið er oftast áhugi einhverra kennara á því að fá að sinna sínum hugðarefnum með þessu móti. Tilefnið ætti miklu fremur að vera einhverjar ytri þarfir, s.s. samfélagsins. Hér má samt ekki einblína á nemendafjöldann.
•    Við undirbúninginn er skilgreiningarþátturinn algjört grundvallaratriði. Ef námsleiðir eru almennt vel skilgreindar ætti að vera auðvelt að komast hjá „skörun“, sem er óneitanlega mikið um í skólanum. Það er verið að kenna sömu eða svipaða hluti í mörgum námsleiðum og jafnvel deildum. Tölfræðin er gott dæmi um þetta. Hér er um að ræða sóun á fé og kröftum.
•    Mikilvægt er að koma upp samræmdu verklagi innan skólans við uppsetningu og innleiðingu nýrra námsleiða. Jafnframt þarf að taka upp einhvers konar símat á námsleiðum. Þannig ætti að vera unnt að sjá hvar breytinga er þörf.

Hópur 5 – Alþjóðlegt samstarf

Þátttakendur: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Annadís Gréta Rudolfsdóttir, Björn Þorsteinsson, Friðrika Harðardóttir, Harpa Sif Arnarsdóttir, Inga Þórsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson, Kristinn Andersen, Oddný Sverrisdóttir, Sigrún Nanna Karlsdóttir.

Eins og kunnugt er hefur Háskóli Íslands nýverið gerst aðili að öflugu samstarfsneti valinna háskóla, Aurora University Network. Hvernig er unnt að nýta slíkt samstarfsnet við erlenda háskóla? Á hvað á helst að leggja áherslu í slíku samstarfi?

•    Athugasemd gerð við að samstarfi við háskóla á vanþróuðum eða stríðshrjáðum svæðum, t.d. samstarfi við Háskólann í Kabúl, sé ekki gerð skil í stefnu HÍ. Mætti bæta við markmiðum sem varða þróunarsamvinnu í stefnu HÍ í alþjóðamálum. Þarf að vekja enn frekar athygli á slíku samstarfi, háskólinn má vera virkilega stoltur af því.
•    Fyrsta skrefið í Aurora er að kynna almennilega netið fyrir nemendum og starfsfólki svo að það átti sig vel á þeim tækifærum sem í samstarfinu felast og samstarfsnetið verði nýtt sem mest í fjölbreyttum tilgangi.
•    Samstarfsnetið má nota til að bæta kennslu og kennsluhætti með því að leita til netsins og skapa samstarfsvettvang um aðferðir til að bæta kennslu. Innan netsins þarf ekki að passa svo mikið upp á ímynd skólanna út á við og í lagi að viðurkenna hvar skólinn stendur ekki nógu vel og fá ráð og hugmyndir til að bæta ákveðna þætti í starfsemi skólans.
•    Á stofnfundi Aurora kom t.d. fram að kennsluhættir sumra skólanna eru gjörólíkir HÍ og mikill áhugi er fyrir hendi að heimsækja þessa skóla og læra af þeim nýstárlegar aðferðir.
•    Hægt að nýta samstarfsvettvanginn til að setja á fót sameiginleg námskeið með aðstoð tækninnar. Lítið mál er að nota fjarfundabúnað, skype, netið og fjarpróf til að framkvæma slíkt.
•    Sækja sameiginlega um styrki í strategic partnerships verkefni Erasmus+
•    Sækja sameiginlega í alþjóðlega rannsóknasjóði.
•    Halda saman starfsmannavikur og fundi til að deila verklagi, ferlum og stefnum og ræða áskoranir í háskólastarfi og hugsanlegar lausnir.
•    Deila kostnaði við þátttöku á stórum ráðstefnum og kynna skóla þar undir regnhlíf Aurora.
•    Gera opna og sveigjanlega samstarfssamninga í stúdentaskiptum þar sem ákjósanleg námskeið eru skilgreind og upplýsingar um þau til taks.
•    Gera opna og sveigjanlega samstarfssamninga í kennara- og starfsmannaskiptum þar sem skilgreind eru ákjósanleg námskeið varðandi gestakennslu.
•    Koma auga á styrkleika og sérkenni skóla í netinu og markvisst dreifa sérþekkingu þeirra á milli.
•    Vinna saman að stefnumótun og vinna saman að öflun upplýsinga um alþjóðlegt samstarf.

Hvernig á að velja aðra skóla sem Háskólinn vill stofna til skipulegs samstarfs við?
•    Ef velja skal samstarfsskóla er gott að leita til ,,grasrótarinnar“, þ.e.a.s. fræðimanna innan hvers og eins fræðasviðs sem geta veitt ráð og upplýsingar um áhugaverða skóla út frá fræðunum. Gott er að hafa þó skýrar kríteríur til viðmiðunar fyrir fræðimenn s.s. röðun skóla, forsendur fyrir stúdentaskiptum o.s.frv.
•    Margir starfsmenn á deildum og sviðum horfa fyrst og fremst til starfsfólksins innan háskólanna en ekki endilega á stofnunina sem heild, þ.e. einstaka starfsmenn innan skólans eru að gera eitthvað áhugavert, markvert eða sérlega viðeigandi við starf sem á sér stað innan deildar hverju sinni.
•    Skoða vel innviði skólanna áður en ákvörðun er tekin um samstarf og ganga úr skugga um að aðstæður séu góðar og enn betra ef skólinn hefur innviði sem ekki eru til staðar innan HÍ. Kanna aðstæður í skólanum, t.d. rannsóknarstofur, tækjabúnað etc. og sjá hvort samstarf geti tryggt nemendum og starfsfólki HÍ aðgang að gæðum sem ekki eru til staðar hér (e. pooling of resources).
•    Leggja meiri áherslu á ,,double degrees“ við vel valda skóla sem eru með það há skólagjöld að þeir telja ekki fýsilegt að skipta á stúdentum við HÍ, við höldum í góða nemendur en veitum þeim líka tækifæri til að fá alþjóðlega reynslu á sérsviði.
•    Kanna til hlítar forsendur fyrir samstarfinu með tilliti til kennsluskrár, gæða náms og uppsetningar þess með tilliti til stúdentaskipta.
•    Velja skóla sem eru ofarlega á styrkleikalistum, ýmist heilt yfir eða á ákveðnum sviðum, til að tryggja gæði í stúdentaskiptum, kennaraskiptum og rannsóknum.

Hvað stendur helst í vegi fyrir alþjóðlegu samstarfi (í námi og kennslu, rannsóknum, og stjórnsýslu) og hvernig getur stefna í alþjóðamálum stuðlað að úrbótum?
•    Samnýta þekkingu innan háskólans og útbúa sameiginlega verkferla við móttöku á erlendum nemendum og starfsfólki.
•    Þarf að bjóða upp á grundvallarnámskeið í vinnulagi og aðferðafræði fyrir erlenda nemendur.
•    Svið og deildir þurfa að taka sig saman um að útbúa slík námskeið til að tryggja námsframboð fyrir erlenda skiptinema.
•    Stór þverfagleg námskeið á ensku geta líka nýst mjög vel til að ná fram markmiðum í alþjóðlegu samstarfi.
•    Erfitt að finna upplýsingar á ensku á heimasíðu HÍ. Markaðs- og samskiptasvið mætti minnka sinn verkefnalista og forgangsraða í þágu þess að aðstoða stjórnsýslu, fræðasvið og deildir við að setja fram skýrar og góðar upplýsingar á ensku á vefinn.
•    Staða nemenda gagnvart kennurum, sérstaklega erlendra nemenda, oft slæm. Dæmi um að nemendur hafi fengið vilyrði fyrir því að taka námskeið eða próf á ensku, en svo þegar á hólminn er komið hefur það ekki reynst rétt. Líka vandamál fyrir íslenska nemendur eða innflytjendur sem eru ekki með íslensku sem fyrsta mál.
•    Þarf að vera skýrt skilgreint í kennsluskrá hvort mögulegt sé að taka próf á ensku eða að kennslan eigi að vera á ensku og þá verður að standa við þau fyrirheit.
•    Þyrfti að vera til taks listi yfir prófessora og sérsvið þeirra sem eru tilbúnir til að leiðbeina nemendum við lokaverkefni á ensku á heimasíðu HÍ.
•    Bent á að miðaldafræðin hafa staðið sig afar vel í móttöku erlendra nemenda og að setja saman alþjóðlega námsleið og hægt sé að líta til þeirra.
•    Námið oft uppsett með þeim hætti að erfitt er fyrir nemendur að fara utan, t.d. stífur rammi utan um námsframvindu og skortur á valgreinum.
•    Skortur á framboði á námskeiðum kenndum á ensku stendur í vegi þess að sumar deildir og námsleiðir geti komið á samstarfssamningum.
•    Verulega skortir fjármagn hjá deildum til að styðja við sitt starfsfólk, bæði í akademíu og stjórnsýslu, til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega til ferða erlendis.
•    Skortur er á stuðningi og faglegri ráðgjöf til starfsfólks og nemenda vegna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
•    Stefna í alþjóðamálum getur skapað sameiginleg markmið og sýn þvert á svið á alþjóðlegt samstarf sem nú skortir og þannig aukið jafnrétti til náms og sameiginlega forgangsröðun í þágu alþjóðlegs samstarfs.
•    Stefna í alþjóðasamskiptum er mikilvægur rökstuðningur aðgerða í þágu alþjóðlegs samstarfs og starfsemi og vinnulag SAS.

Hvernig má nýta betur með skipulegum hætti þau fjölbreyttu erlendu tengsl sem starfsfólk Háskóla Íslands hefur?
•    Efla þátttöku erlendra fræðimanna með tengsl við HÍ í gestakennslu við skólann.
•    Kanna með þátttöku í kennslu við HÍ í gegnum netið og að setja á fót sameiginleg námskeið með fræðimönnum úr erlendum háskólum.
•    Nýta tengsl starfsfólks við erlenda háskóla til að styrkja samstarf við HÍ og/eða til að stofna til samstarfs.

Hver er reynsla starfsfólks af því hvernig staðið er að móttöku erlendra fræðimanna við Háskóla Íslands? Dæmi um vel heppnað verklag – og hvað má betur fara?

•    Bent á að kennarar sem koma hingað til HÍ fá enga greiðslu, bara dagpeninga.
•    Gistikennaraíbúðir eru of fáar, þarf að fjölga þeim og/eða forgangsraða útleigu þeirra. Þarf að vera hægt að bjóða fræðimönnum gistingu við komuna til landsins.
•    Mjög margir hafa haft áhuga á því að koma til HÍ en reka upp stór augu þegar þeir frétta að deildin eigi ekkert fjármagn til að greiða húsnæði eða smávegis þóknun o.s.frv.
•    Þarf að gera úttekt á nýtingu íbúða fyrir gestakennara og því velt upp hvort taka skuli frá íbúðir á stúdentagörðum til útleigu í skemmri tíma til fræðimanna.
•    Of algengt að einstaka starfsmenn séu að finna upp hjólið hvað varðar netaðgang etc., vantar meiri stuðning.
•    Vantar einnig mjög mikið miðlægan ,,meeting point” í byggingum háskólans, fólk þarf að koma í fyrsta skipti í Háskólann og hittast í ,,fundarherbergi G 107 Gimli“ og það er alveg týnt, skiptir máli hvernig háskólinn tekur á móti fólki ,,you can‘t make a first impression twice“.
•    Vantar eftirfylgni eftir heimsókn fræðimanns, skiptir ekki bara máli að taka vel á móti heldur einnig að þakka vel fyrir komuna, afhenda litla gjöf að lokinni heimsókn og þannig ef til vill leggja grunn að varanlegri tengslum við HÍ.
•    Dæmi um að starfsfólk sé að greiða tækifærisgjafir til erlendra gesta úr eigin vasa eða þegar starfsmenn eru í heimsókn hjá kollega erlendis þar sem er til siðs að afhenda gjafir. Jafnvel til bóta að fólk gæti a.m.k. keypt eitthvað á háskólasvæðinu í stað þess að ,,ráfa um bæinn” í leit að einhverri gjöf við hæfi.
•    Mikið ósamræmi í verklagi og of oft óljóst hvar ábyrgð á móttöku og ákveðinni þjónustu liggur, sér í lagi vegna móttöku á fræðimönnum sem koma hingað í stuttan tíma.
•    Ekki mikil þjónusta veitt til að aðstoða fjölskyldur erlendra fræðimanna við að koma sér fyrir í samfélaginu og erlendir fræðimenn eru ekki með tryggðan stuðning frá samstarfsmanni við að koma sér fyrir innan háskólans (t.d. mentorakerfi).
•    Ferlið við að útvega erlendum fræðimönnum dvalarleyfi er mjög langt og samkeppnishæfni HÍ í þeim málum er afar lítil.  

Hvernig má stuðla betur að þátttöku erlendra nemenda og starfsmanna að háskólasamfélaginu?

•    Efla mentorakerfi fyrir erlenda nemendur og fyrir erlenda starfsmenn.
•    Hafa allt tiltækt á ensku, allt í háskólasamfélaginu, svo þau séu aldrei útundan.
•    Nemendafélög og starfsmannafélög verða að leggja sig fram um að ná til þessa hóps.
•    Gæta að því að fundargögn séu ávallt aðgengileg á íslensku og ensku.
•    Bjóða erlendum nemendum og starfsmönnum að bjóða íslenskum á viðburði á þeirra vegum og auka þannig sýnileika þeirra.

Hópur 6 – Rannsóknainnviðir

Þáttakendur: Elsa Eiríksdóttir, Gísli Már Gíslason, Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Hilmar Bragi Janusson, Kristján Jónasson, Pétur Henry Petersen, Sigurður Ingólfsson.

Hvaða dæmi eru um vel heppnaða samnýtingu og/eða samrekstur innviða sem mætti yfirfæra annað?
•    Lífvísindasetur er dæmi um innviðauppbyggingu sem hefur gengið vel.
•    Menntavísindastofnun, Hugvísindastofnun eru líka slík dæmi.
•    Stórtölva í VoN, Örgreinir Jarðvísindastofnunar, Rannsóknastofa í eiturefnum.

Veist þú um tækifæri til aukinnar samnýtingar/samreksturs milli deilda/fræðasviða/stofnana?
•    Það vantar kerfi til að útvega þátttakendur í tilraunum/sálfræðirannsóknum …
•    Það eru mikil tækifæri í samstarfi um rannsóknaaðstöðu í verkfræði/raunvísindum/heilbrigðisvísindum við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Efnagreiningar, smásjár, hljóðmæliklefar…

Er auðvelt að fá aðstoð við 1) gerð styrkumsókna; 2) samningsferlið; 3) rekstur rannsóknaverkefna? Ætti slík aðstoð að vera á fræðasviðum eða miðlægt?
•    Það gengur t.d. vel á Lífvísindasetrinu.
•    Á VoN og Félagsvísindasviði er rekin sameiginleg rannsóknaþjónusta. Ef til vill mætti bæta fleiri sviðum í þetta samstarf.

Fyrir hvers konar rannsóknainnviði er erfiðast að fá stuðning?
•    Rekstur! (það er auðvelt að fá tæki og erfitt að fá rekstur).
•    Tryggja þarf að viðbót sem kemur frá t.d. Rannís fari í rekstur.

Er hægt að einfalda umsóknar- og úthlutunarferli Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands?
•    Já, það er hægt og það ætti að einfalda ferlið. Fagráð gæti tekið ákvörðun í flestum tilvikum og sent bara fáar umsóknir út til umsagnar. Passa þarf að „ráðsettir“ rannsóknahópar ryksugi ekki sjóðinn. Passa þarf að nýir/ungir starfsmenn geti fengið styrki, sérstaklega í ný rannsóknasvið. E.t.v. mætti fækka flokkunum úr 7 í t.d. 3-5.

Hvað með doktorssjóð HÍ?
•    Ef okkur tekst að fjölga styrkjum (úr ca. 12 nú) þá mætti gjarna færa úthlutanirnar nær deildum/fræðasviðum.

Nýtast litlu stöku sjóðirnir?
•    Það er líklegt að sameining sumra (eldri) sjóða sé skynsamleg.

Hópur 7
Þátttakendur: Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Guðrún Nordal, Hafliði Pétur Gíslason, Halldór Jónsson, Ingunn Ólafsdóttir, Magnús Karl Magnússon, Oddný Mjöll Arnardóttir, Þorvarður Árnason.

Hvaða dæmi eru um vel heppnaða samnýtingu og/eða samrekstur rannsóknainnviða á þinni deild/sviði/stofnun sem mætti yfirfæra á aðrar einingar? Veist þú um tækifæri til aukinnar samnýtingar/samreksturs milli deilda/fræðasviða/stofnana?

•    Raunvísindastofnun – miklir tækjabankar – aðstoð við innviði er lítil sem engin. Rennismiður, rafvirkjar.  
•    Verkfæradeild – stoðþjónusta sameiginleg við Háskólann.
•    Árnastofnun. Gagnagrunnar mikilvægur. Fá stúdenta á sumrin, mikið gert hér áður. Aðstoð. Gögnin liggja fyrir en þau fara ekki í gagnagrunnana. Verður ekki gert með öðru en ódýru vinnuafli. Samstarf er oftast varðandi tiltekinn viðburð og þar eru fyrirtæki tilbúin til að styrkja og fá fyrir vikið auglýsingu en síður að styrkja launakostnað nemenda.
•    Læknadeild. Svipað og hjá Raunvísindastofnun – tæki. Margar samstarfsstofnanir tengjast lífvísindasetrinu. Áherslur til settar um innkaup á tækjum. Gengið nokkuð vel miðað hvað hefur verið. Módel – 50% vinna við að sjá um tæki og er þetta gert með styrkjum. Stoðþjónusta og tækjaviðgerð. Samstarf við Íslenska erfðagreiningu og eru góðir í aðstoð. Módel fyrir sprota innan lífvísindaseturs – einhver „overhead“ fara til setursins. Módel sem er að vaxa – leið til að búa til samstarf og fá fleiri aðila að rekstri og fjárfestingu tækja.
•    Lagadeild. Bókakaup og gagnagrunnar. Gott að komast á bókasafn erlendis. Birtingar akademískra starfsmanna eru í monogrami eða bækur. Nemendur til að aðstoða við rannsóknir.
•    Matís. Velti fyrir sér tengingu við atvinnulíf og samnýting á tækjum og styrkjum. Innviðasjóður – sem styrkir kaup á tækjum og nú gagnagrunnar. Mótframlagskrafa. Innviðaskráning tækja og tóla.
•    Raunvísindadeild er komin lengst í að vita hvað HÍ á, í hvaða ástandi, hver er að nota tækið, kostnað við rekstur.
•    Lífvísindasetur. Rannsóknaframlagið er notað í rekstur. Hópstjórar eru fjölmargir og 30-40 doktorsnemar.
•    Lífheilsusetur. Sama – stór hópur – tekur sig saman og hafa ráðið gagnastjóra og tölfræðinga. Öflugur akademískur hópur með sömu aðferðafræði og tæki en þarf ekki að vera með sömu rannsóknaspurningu.
•    Raunvísindastofnun. Stærðfræðistofa og fleiri stofur eru í samstarfi, m.a. við HR. Eðlis- og efnafræði og sameindavísindi. Aðgangur að gagnagrunnum.
•    Menntavísindasvið. Annað dæmi er tækjaver, þeir sjá um að nýta myndavélarnar.

Er auðvelt að fá aðstoð við 1) gerð styrkumsókna; 2) samningsferlið; 3) rekstur rannsóknaverkefna („post-award“)? Ætti slík aðstoð að vera á fræðasviðum eða miðlægt?
•    Raunvísindastofnun. Stórbatnað með ráðningu rannsóknastjóra. Verkefnastofa sem er saman rekin af FVS og VoN. Hefur reynst vel en hvorugt sviðið treystir sér til að reka stofuna.
•    Innanlands: Rannísstyrkir. Ekki sömu kröfur og í Evrópusambandinu. Verður líklega ekki.
•    Rannsóknastjórar fyrir erlendu styrkina. Miðlæg stjórnsýsla þarf að kynna og koma akademískum starfsmönnum inn í ferlið.
•    Umsóknir hjá rannsóknastjórum á fræðasviðum, samþykkt rannsóknasamninga á vísinda- og nýsköpunarsviði, rekstur verkefnis á fræðasviði með eftirliti vísinda- og nýsköpunarsviðs og samskipti við endurskoðanda á hendi miðlægrar stjórnsýslu.
•    Ekki setja sama ferli fyrir minni innlendu styrkina. Bent er samt á að stundum hafi borið á brotalömum þar.  

Fyrir hvers konar rannsóknarinnviði er erfiðast að fá stuðning (t.d. gagnasöfn, opinn aðgang o.s.frv.)?
•    Minni tæki í grunnrekstur í heilbrigðisvísindum.
•    Rekstur gagnagrunna (Árnastofnun), t.d. máltækni.  
•    Open data – Opin gagnasöfn – gera rannsóknagögn opin en þarf tæknimann – metadata sem lýsir gögnum til að þau nýtist.  
•    Ráðstefnur hér á landi, salaleiga og greiðsla ferðakostnaðar fyrir erlenda fræðimenn.

Helstu niðurstöður:
•    Samnýting innviða: Lífvísindasetur, Raunvísindastofnun, Margmiðlunarstofa.
•    Mörg tækifæri til aukinnar samnýtingar.
•    Innviðaskráning.
•    Forsenda betri samnýtingar.
•    Fjármögnun innviða erfið.
•    Rekstur gagnagrunna, viðhald tækja, stoðþjónusta, grunntæki, aðgangur að gagnagrunnum, Open Data og ráðstefnur hérlendis.
•    Einföldun ekki einföld.
•    Kostur að hafa sjóð sem sinnir flestum.
•    Áhersla á nýja starfsmenn og start-up fjármögnun.
•    Efla innviðasjóði háskólans.
•    Fjármögnun doktorsnáms og doktorsprógramma.
•    Tryggja fjármögnun.
•    Mismunandi þarfir fræðasviða.
•    Sinna færri en betur.

Hópur 8 – Háskólasvæðið og tengsl háskóla og samfélags

Þáttakendur: Ásta Möller, Bryndís Hrafnkelsdóttir, Geir Sigurðsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Gyða Margrét Pétursdóttir, Kristófer Már Maronsson, Hrund Scheving Thorsteinsson, Inga María Árnadóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sigurlaug I. Lövdahl, Steinunn Hrafnsdóttir.

Hvernig getur Háskólinn haldið sérstaklega á lofti vísindum sem vekja athygli innan alþjóðlegs fræðasamfélags? Með hvaða hætti er best að miðla slíkum rannsóknum?

•    Með hvaða hætti er hægt að koma sérfræðiþekkingu starfsmanna á framfæri þannig að hún nýtist fagfólki og almenningi, t.d. í tengslum við brýn samfélagsmál?
•    Er hægt að gera rannsóknarniðurstöður og -gögn aðgengilegri fyrir almenning/fagfólk en nú er gert? Hvernig?

Hvers konar samgöngur er brýnast að efla á háskólasvæðinu (gönguleiðir, hjólastígar, skutlur o.s.frv.)? Átt þú auðvelt með að komast í þær einingar sem þú þarft vegna vinnu þinnar (t.d. í kennslu, á fundi o.s.frv.), hvort sem er innan eða utan Háskóla Íslands? Ef ekki, hvað veldur erfiðleikum? Veistu dæmi þess að starfsfólki/stúdentum finnist það ekki öruggt á háskólasvæðinu? Hverju þarf að breyta? Hvers konar þjónustu/aðstöðu vantar helst til heilsueflingar á háskólasvæðinu?

•    Skoðun hópsins er að miðlæg stjórnsýsla eigi að halda utan um að miðla árangri HÍ í vísindum og rannsóknum. Dæmi: Einn ábyrgðaraðili innan stjórnsýslunnar hafi t.d. umsjón með fyrirlestraröðum um tiltekinn málaflokk.
•    Endurvekja þáttinn „Nýjasta tækni og vísindi“.
•    Vinnumatskerfið er hemill og dregur úr hvata til að sinna verkefnum sem endurspegla samfélagshlutverk skólans. Ekki gert ráð fyrir að fræðimenn sinni samfélagsskyldu. Endurmeta vinnumatskerfið í þessu sambandi.
•    Nýta vefinn Opin vísindi – nýr vefur. Þar eru möguleikar til að koma á framfæri upplýsingum um rannsóknir og vísindi.
•    Tengja miðlun til samfélagsins betur við nemendaverkefni líkt og gert er í verkefnunum Ástráði (Læknadeild) og Hugrúnu (Sálfræðideild). Í því sambandi ætti að umbuna nemendum með einingum.
•    Mikilvægi þess að hafa birtingar í opnum aðgangi.
•    Við birtingu greina er að finna abstrakt og það mætti líka hugsa sér að þar væri einnig stutt úttekt á mannamáli sem segir hvaða gildi viðkomandi rannsókn hefur fyrir samfélagið.
•    Nota samfélagsmiðlana í ríkari mæli, s.s. Snapchat og Youtube, og fylgjast með hvað er „heitast“ hverju sinni.
•    Brýnt að bjóða upp á skutlu á milli svæðisins vestur á Melum og Stakkahlíðar og að starfsfólki bjóðist afnot af rafmagnsreiðhjólum til að komast þangað. Minna stress og tímasparnaður.
•    Koma þarf upp læstum hjólageymslum á háskólalóðinni.
•    Háskóli Íslands á að vera leiðandi í notkun á vistvænum bifreiðum. Leiga á vistvænum bílakosti ætti að vera í boði á dagtíma.
•    Spurning hvort taka ætti upp kennara-/starfsmannakort, sbr. íbúakort, þannig að þessir hópar hefðu forgang í bílastæði.
•    Fagráð um kynferðislegt áreiti og kynbundið ofbeldi fái aukið hlutverk þegar hugað er að öryggi á háskólasvæðinu.
•    Slysagildra er þar sem ekið er út frá stæðinu fyrir aftan Aðalbyggingu. Einnig er slysagildra við Læknagarð.
•    Sviptivindar eru í kringum Aðalbyggingu sem bregðast þyrfti við með einhverjum hætti (reyndar mjög erfitt verkefni).
•    Tengja betur byggingar með undirgöngum. Til bóta t.d. fyrir fatlaða.
•    Bæta malarstæðið fyrir neðan Aðalbyggingu. Huga vel að lýsingu þar.
•    Huga þarf betur að andlegri heilsu og kennara. Í prófatíð mættu t.d. Sálfræðideild, Félagsráðgjafardeild og Starfs- og námsráðgjöf koma með punkta á Uglu um hvernig hægt er að huga að geðheilsunni. Hafa hugleiðslutíma í háskólaræktinni og nýta t.d. kapelluna sem hvíldar- og hugleiðslurými.
•    Stækka íþróttaaðstöðuna og efla og gera hana aðgengilegri fyrir fatlaða. Koma fyrir heitum potti utandyra.
•    Starfsumhverfiskannanir segja svart á hvítu að í Háskóla Íslands er mikið álag og stress. Finna verður leiðir til að draga úr þessu. Vinna betur úr niðurstöðum og skoða málið kerfislega.

Hópur 9 – Háskólasvæðið og tengsl háskóla og samfélags

Þátttakendur: Guðmundur R. Jónsson, Hervör Alma Árnadóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Jón Örn Guðbjartsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Ragna B. Garðarsdóttir, Sigmar Aron Ómarsson, Sæunn Stefánsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir.

•    Allir sammála um að nú þegar sé margt gott. Vísindavefur, opinvisindi.is, Tímarit Háskóla Íslands og margt fleira. Mætti e.t.v. sníða betur lykilorðaleit ... finndu fræðimann-leitina.
•    Það þarf að greina á milli þess hvert markmiðið með kynningunni á að vera ... 1) fjölmiðla og hins vegar við 2) stjórnkerfi og stefnumótunaraðila og 3) aðra.
•    Þjálfa þarf starfsmenn skólans í að tala við fjölmiðla. Námskeið reglulega um hvernig á að tala um vísindi á mannamáli. Greina frá því hvaða gagn er að þekkingunni.
•    Tengsl við ráðuneyti o.fl. sem vilja starfa skv. rannsóknargrunduðum ákvörðunum. Til dæmis með því að hafa umboðsmann sem fjallar sérstaklega um hagnýtingu upplýsinga í stjórnsýslu.
•    Síðast en ekki síst: Forgangsröðun. Endurskoða þarf vinnumatskerfi með það í huga hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir að hafa áhrif á samfélag sitt.
•    Samfélagsmiðlar. Vídeó og Facebook?

Hvers konar samgöngur er brýnast að efla á háskólasvæðinu (gönguleiðir, hjólastígar, skutlur o.s.frv.)? Átt þú auðvelt með að komast í þær einingar sem þú þarft vegna vinnu þinnar (t.d. í kennslu, á fundi o.s.frv.), hvort sem er innan eða utan Háskóla Íslands? Ef ekki, hvað veldur erfiðleikum? Veistu dæmi þess að starfsfólki/stúdentum finnist það ekki öruggt á háskólasvæðinu? Hverju þarf að breyta? Hvers konar þjónustu/aðstöðu vantar helst til heilsueflingar á háskólasvæðinu?

•    Svarið við þessu er fjölbreytni í samgöngumöguleikum: Bæta öryggi gangandi vegfarenda með betri lýsingu og gangbrautum yfir Sæmundargötu.
•    Rafskutlur, rafhjólaleiga.
•    Reyna að bæta samskipti við Strætó, fá strætó til að koma inn í háskólahverfið.
•    Byggja þarf hjólaskýli til þess að hjól séu ekki rennblaut eða jafnvel stolið.
•    Tala við Reykjavíkurborg um að leggja hitakerfi í fleiri gangstéttir.
•    Stórbæta þarf aðstöðu til íþróttaiðkunar og útbúa háskólasvæðið (inni og úti) þannig að það ýti undir endurheimt (psychological restoration), græn kyrrlát svæði, tækifæri til að ná sönsum.

Útsend gögn og gögn sem lögð voru fram á 18. háskólaþingi 11. nóvember 2016:

1.    Dagskrá og tímaáætlun þingsins.
2.    Fundargerð háskólaþings 10. maí 2016.
3.    Listi yfir fulltrúa á háskólaþingi.
4.    Gögn fyrir dagskrárlið 2, tillaga að breytingu á 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, um kosningu, tilnefningu og embættisgengi rektors. Um er að ræða 7 skjöl:
4.1    Tillaga að breytingum á ákvæðum sameiginlegra reglna háskólans er lúta að kosningu rektors, sem var lögð fyrir háskólaráð 2. júní 2016.
4.2    Núgildandi 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, um kosningu, tilnefningu og embættisgengi rektors.
4.3    Auðkenndar breytingar á 6. gr. (track changes).
4.4    Endurskoðuð 6. gr. án auðkenna.
4.5    Umsögn Félags prófessora, dags. 6. september sl.
4.6    Umsögn Verkfræði‐ og náttúruvísindasviðs, dags. 14. september sl.
4.7    Minnisblað frá Gunnari Helga Kristinssyni prófessor um mismunandi kosningakerfi.
5.    Skjal um starf vinnuhópa á þinginu (tilheyrir dagskrárlið 3).