Íslenskukennsla | Háskóli Íslands Skip to main content

Íslenskukennsla

Íslenskukennsla

MA gráða

. . .

Markmið meistaranáms í íslenskukennslu er að veita nemendum kennslufræðilega og vísindalega þjálfun og búa þá undir að kenna íslensku í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Að loknu meistaraprófi í íslenskukennslu geta nemendur fengið leyfisbréf sem framhaldsskólakennarar.

Um námið

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, umræðna og margs kyns verkefnavinnu og ritgerðasmíði. Í kennslufræðihluta námsins sinna nemendur æfingakennslu í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með fyrstu einkunn í íslensku sem aðalgrein (a.m.k. 120e) eða jafngildi þess. Nemendur sem hafa lokið B.Ed.-prófi með íslensku sem kjörsvið eru einnig teknir í námið skv. sérstökum reglum. Þeir þurfa að bæta við sig BA-námskeiðum í íslensku til að ná samtals 120e í íslenskunámskeiðum úr B.Ed.- og BA-námi. Nemandi skal hafa tekið a.m.k. 10 eininga lokaverkefni.

Umsækjendur um þessa námsleið athugið:
Á rafrænu umsóknareyðublaði skal velja Menntun framhaldsskólakennara, MA, 120 einingar, og kjörsviðið Íslenskukennsla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.