
Sjúkraþjálfunarfræði
180 einingar - BS gráða
Hefur þú áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi þar sem unnið er að heilsueflingu, forvörnum, endurhæfingu og þjálfun á hreyfingu og færni? Þá er nám í sjúkraþjálfun góður kostur fyrir þig.

Um námið
Nám í sjúkraþjálfun skiptist í þriggja ára BS-nám í sjúkraþjálfunarfræðum og tveggja ára MS-nám í sjúkraþjálfun. Hægt er að sækja um starfsleyfi sjúkraþjálfara að loknu MS-náminu.
BS-námið er fræðilegt og verklegt 180e grunnnám.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Fjöldi þeirra sem tekinn er inn í námið er takmarkaður. Inntökupróf, sem sker úr um hvaða nemendur hefja nám í læknadeild (læknisfræði og sjúkraþjálfun) er haldið í júní ár hvert.

Að námi loknu
Nemendur með BS-próf í sjúkraþjálfunarfræðum eru með trausta menntun sem opnar leið til MS-náms í sjúkraþjálfun en auk þess til ýmiss konar annars framhaldsnáms. Einnig opnar námið leiðir til fjölbreyttra starfa, t.d. við fræðslu, þjálfun og forvarnir á sviði heilsuræktar og hreyfinga. Til þess að geta sótt um starfsleyfi sjúkraþjálfara þarf að ljúka MS-námi í sjúkraþjálfun.
Starf sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt og miðar að því að bæta hreyfigetu, færni og heilsu fólks á öllum aldri. Sjúkraþjálfarar greina orsakir hreyfitruflana og færniskerðinga og veita meðferð sem byggir á greiningunni. Auk þess fást þeir við að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma, öldrunar og lífsstíls. Ráðgjöf og fræðsla er hluti af starfi sjúkraþjálfara.
Dæmi um starfsvettvang:
- Endurhæfingastofnanir
- Einkareknar sjúkraþjálfunarstofur
- Sjúkrahús
- Öldrunarstofnanir
- Líkamsræktarstöðvar
- Íþróttafélög
- Vinnuvernd
- Kennsla og rannsóknir t.d. við háskóla
- Ráðgjöf á sviði forvarna og heilsueflingar

Félagslíf
Félag nema í sjúkraþjálfun er VIRTUS og gætir það hagsmuna nemenda og hefur forgöngu um félagslíf þeirra.
Facebook síða VIRTUS.
Hafðu samband
Skrifstofa Námsbrautar í sjúkraþjálfun
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 4004
Netfang: physiotherapy@hi.is
Opið virka daga kl 10-12 og 13-15
