
Félagsfræði
BA gráða
Í Félagsfræði eru stundaðar kerfisbundnar rannsóknir á þjóðfélaginu, sérstaklega nútíma þjóðfélagi. Félagsfræðingar rannsaka skipulag, stofnanir og þróun þjóðfélagsins, með áherslu á að greina orsakir breytinga milli einstaklinga og hópa. Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál og mannfjöldaþróun.

Um námið
Grunnnám í félagsfræði tekur þrjú ár. Unnt er að ljúka BA–prófi í félagsfræði sem aðalgrein til 180 eininga sem þýðir að nemendur taka tiltekin skyldunámskeið.
Einnig er hægt að taka BA í félagsfræði sem aðalgrein til 120 eininga og velja þá aukagrein (60e).
Jafnframt er hægt að taka félagsfræði sem aukagrein (60e) og taka nemendur þá aðra aðalgrein til 120 eininga.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.