Skip to main content

Félagsfræði

Félagsfræði

Félagsvísindasvið

Félagsfræði

BA gráða – 180 einingar

Félagsfræði er fræðigrein sem greinir undirstöður þjóðfélagsins og eflir skilning á ólíkum sviðum þess.

Grunnnám í félagsfræði tekur þrjú ár. Unnt er að ljúka BA–prófi í félagsfræði sem aðalgrein til 180 eininga sem þýðir að nemendur taka tiltekin skyldunámskeið en hafa þó verulegt svigrúm með valnámskeið.

Skipulag náms

X

Almenn félagsfræði (FÉL102G)

Fjallað er um hið félagsfræðilega sjónarhorn; helstu kenningar og beitingu þeirra á viðfangsefni í fortíð og samtíma. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist yfirsýn um þekkingu helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar. Áhersla er lögð á að tengja saman kenningar og niðurstöður rannsókna. Auk umfjöllunar um klassískar kenningar, nútímavæðingu og um miðlæg hugtök á borð við félagsgerð (social structure) og menningu (culture), kynnast nemendur rannsóknum á veigamiklum viðfangsefnum, t.d. lagskiptingu, fjöldahreyfingum, skipulagsheildum, hnattvæðingu, frávikum og sjúkdómum, kynjafræði, börnum og unglingum, innflytjendamálum og lífshlaupinu.

X

Íslenska þjóðfélagið (FÉL107G)

Í námskeiðinu verður kastljósinu beint að félagsfræðilegum rannsóknum á íslensku samfélagi. Kennarar námsbrautarinnar kynna tiltekin rannsóknarverkefni á sérsviði sínu, meginspurningar og sjónarhorn, aðferðir og helstu niðurstöður.

X

Vinnulag í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði (FÉL108G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum. Fjallað verður um frágang verkefna og ritgerða og mismunandi tegundir fræðilegra ritsmíða.Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu ritgerða, tilvísanir í heimildir og framsetningu heimildaskrár. Námsmat byggir á vikulegum verkefnaskilum.

X

Félagssálfræði (FÉL109G)

Í námskeiðinu verður í upphafi fjallað um kenningarlegar forsendur félagsfræði og sálfræði og tengingu þeirra í félagssálfræði. Hópamyndun og samskipti innan hópa eru lykilþættir í umfjölluninni. Sérstök áhersla er á aðferðafræði félagssálfræðinnar s.s. þátttökuathuganir og tilraunir. Þá verður fjallað um hagnýta þætti félagssálfræðinnar t.d. í tengslum við afbrot, atvinnulíf og mannauðsstjórnum. Nemendur vinna verkefni á grundvelli rannsóknatexta sem hefur að markmiði aukinn skilning á samspili kenninga, aðferða og hagnýtingar. Það verkefni er helmingur námsmats, skriflegt próf hinn helmingurinn.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja grunnhugtök í félagssálfræði og geta beitt þeim á samtímaviðfangsefni

X

Félagsleg frávik, jaðarsetning og mannréttindi (FÉL262G)

Viðfangsefnið í námskeiðinu eru samskiptakenningar í félagsfræði (Interactionism, Phenomenology og Ethnomethodology) eða svokallaðar míkrókenningar. Farið verður í fræðilegan grundvöll sjónarhornsins og hefðbundna vísindahyggju(positivism/empirism). Dæmi verða tekin úr veruleika samtímans um útfærslu þessara sjónarhorna. Áhersla verður lögð á samskipti, heimsmynd, sögulegar kringumstæður, merkingu/túlkun, vald/hagsmuni og sérstaklega á tilhneigingu til sjúkdómsvæðingar á hegðan sem brýtur í bága við viðmið samfélagsins.

X

Aðferðafræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL204G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kunni skil á undirstöðuatriðum í aðferðafræði félagsvísinda og geti gert grein fyrir helstu rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um helstu þætti rannsóknarferlisins og grundvallaratriði aðferðafræðinnar. Þá er veitt yfirlit um helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda, þ. á m. tilraunir, spurningalistakannanir, athuganir á skráðum gögnum, innihaldsgreiningu, viðtalsrannsóknir og þátttökuathuganir. Rætt verður um styrkleika og takmarkanir mismunandi aðferða með hliðsjón af fjölbreytilegum markmiðum félagsvísindarannsókna.

X

Ójöfnuður: Efnahagur, kyn og minnihlutahópar (FÉL264G)

Ójöfnuður hefur löngum verið eitt meginhugtak félagsfræðinnar, enda hefur hún mikið fjallað um hvernig gæðum í samfélaginu er skipt og með hvaða afleiðingum. Lengi var talið að Ísland væri tiltölulega jafnt samfélag, en endurskoðun á fortíðinni hefur leitt í ljós að ójöfnuður hefur verið meiri en við höfum viljað viðurkenna í gegnum tíðina. Það sem er kannski mikilvægara er að efnahagslegur ójöfnuður hefur verið breytilegur til lengri tíma og frá tíunda áratugnum til allra síðustu ára hafa orðið miklar sveiflur í skiptingu tekna, eigna og fjárhagsþrenginga. Félagsfræðin hefur víða nálgun á birtingarform ójafnaðar í samfélaginu, til dæmis út frá kyni, aldri, þjóðerni, kynþætti og kynhneigð. 

Í þessu námskeiði munum við skoða helstu kenningar og rannsóknir félagsfræðinnar um ójöfnuð og setja þær í íslenskt samhengi. Við munum velta fyrir okkur hvers konar ójöfnuður er til staðar í samfélaginu og hvort ákveðnar tegundir ójöfnuðar eigi eftir að skipta meira máli í framtíðinni, meðal annars út frá breytingum í samfélagsumhverfinu og í samsetningu mannfjöldans. Að auki munum við skoða afleiðingar ójöfnuðar á líf einstaklinga, til dæmis varðandi heilsu þeirra, völd, afkomu og þátttöku í samfélaginu.

X

Fjölskyldur og fjölskyldustefna (FRG204G, FRG401G)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu hugtök, kenningar og rannsóknaráherslur í fjölskyldufræðum og fjölskyldufélagsfræði. Fjallað verður um fjölskylduna sem stofnun, þróun hennar, gerð, hlutverk og stöðu í samfélaginu frá sögulegu sjónarhorni. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um breytingar á stöðu mæðra, feðra og barna annars vegar og tengsl atvinnu og fjölskyldulífs hins vegar. Þá verða kynntar íslenskar rannsóknir og niðurstöður nýjustu samanburðarrannsókna á sviðinu.

X

Öldrun og málefni eldri borgara (FRG204G, FRG401G)

Fjallað verður um kenningar um öldrun, lífsskeiðaþróun og breytingaferli fullorðinsára frá félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu sjónarhorni. Einnig verður fjallað um löggjöf, stefnumörkun og hugmyndafræði í uppbyggingu þjónustu eldri borgara. Áhersla er lögð á starfshlutverk félagsráðgjafans og aðferðir við ráðgjöf, stjórnun, fræðslu og forvarnarstarf. Í lok námskeiðs er ætlast til að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu á málefnum eldri borgara og geti nýtt hana í starfi með öldruðum og fjölskyldum þeirra.

X

Tölfræði I: Inngangur (FÉL306G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á tölfræði félagsvísinda. Nánar er fjallað um mælingar á miðlægni og dreifingu breyta. Stefnt er að því að nemendur geti gert grein fyrir helstu hugtökum ályktunartölfræði og framkvæmt marktektarpróf. Ennfremur er fjallað um mælingar á tengslum breyta, þ. á m. krosstöflur og einfalda aðhvarfsgreiningu. Þá er stuttlega fjallað um aðferðir til þess að stjórna breytum, s.s. hlutatöflur og hlutfylgni. Auk bóklegrar kennslu læra nemendur að nota tölfræðiforritið SPSS til þess að framkvæma útreikninga.

X

Klassískar kenningar í félagsvísindum (FÉL308G)

Markmið námskeiðsins er að kynna kenningar nokkurra helstu frumkvöðla félagsvísinda í samhengi við félagsfræði samtímans. Fjallað verður um kenningar Marx, Weber, Durkheim og fleiri klassískra kenningasmiða með áherslu á ólíkar hugmyndir þeirra um hlutverk og eðli manneskjunnar, samspil einstaklings og samfélags, orsakir og afleiðingar þjóðfélagsþróunar, skipan valdsins og hlutverk félagsvísinda. Sérstök áhersla verður lögð á ævisögulegt og heimssögulegt samhengi kenningasmiðanna og kenninga þeirra. Skilgreining og staða þessara tilteknu kenningasmiða sem frumkvöðla í kanónu félagsfræðinnar verður rædd sérstaklega. Fyrirlestrar birtast sem upptökur á Canvas en kennslustundir verða nýttar til umræðu.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir (FÉL430G)

Í námskeiðinu verða nemendum kynntir nokkrir helstu þættir eigindlegrar aðferðafræði innan félagsfræði, hvaða kenningar og rannsóknaspurningar kalli á slíkar aðferðir og hvernig þeim er beitt. Eigindlegar aðferðar byggjast á því að kafa á dýpið til að reyna að öðlast skilning á af hverju fólk hagar sér eins og það gerir og hvernig það tekur ákvarðanir. Þess vegna er reynt að vera sem næst daglegum vettvangi fólks við rannsóknir. Í námskeiðinu verður farið í lykilþætti eins og ákvörðun rannsóknaraðferðar, tengsl kenninga og aðferða, siðfræði rannsóknaaðferða,viðtöl (opin, hálfopin og lokuð), rýnihópa, þátttökuathuganir, uppnám, persónuleg gögn, orðræðugreiningu, notkun sögulegra gagna, greiningu á ljósmyndum og hreyfimyndum og loks samfléttun mismunandi aðferða m.a. eigindlegra og megindlegra aðferða. Fjallað verður um kosti og galla hverrar aðferðar og helstu leiðir sem notaðar eru við gagnagreiningu. Nemendur fá að spreyta sig á að gagnrýna eigindlegar rannsóknir í félagsfræði og æfa beiting mismunandi aðferða.

Námskeiðið er ætlað nemendum sem lokið hafa a.m.k. einu ári í félagsfræði. Það fer fram í fyrirlestrum og verklegum tímum. Ætlast er til virkrar þátttöku í tímum og er skyldumæting í þá.

X

Nútímakenningar í félagsfræði (FÉL404G)

Fjallað verður um nokkrar helstu kenningar í félagsfræði á 20. öld, m.a. vísindaheimspekilegar forsendur kenninga í þjóðfélagsfræðum, samskiptakenningar, átakakenningar og verkhyggju. Nemendur velja nýjar fræðibækur og tengja efni þeirra við þær kenningar sem fjallað er um í námskeiðinu.

X

Tölfræði II: Gagnagreining (FÉL416G)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt: Annars vegar að nemendur kunni skil á tölfræðiaðferðum til þess að vinna úr mörgum breytum samtímis. Meðal annars verður fjallað um fjölbreytu-aðhvarfsgreiningu (multiple regression analysis) og þáttagreiningu (factor analysis). Hins vegar að nemendur öðlist reynslu af því að framkvæma spurningalistakönnun og beiti þessum aðferðum við úrvinnslu niðurstaðna. Tölfræðiforritið SPSS er notað við úrvinnslu gagna.

X

Gervigreind og samfélag (FMÞ401G)

Þróun gervigreindar (e. artificial intelligence) og gagnvirkra gervigreindarkerfa (e. interactive AI systems) mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á einstaklinga og samfélög. Líkt og og vélar iðnbyltingarinnar sem mótuðu nútímasamfélagið með umbyltingu framleiðsluháttum er gervigreindin þannig mjög líkleg til að gjörbreyta upplýsinga- og þjónustusamfélagi samtímans. Þótt dómsdagsspár um heimsyfirráð gervigreindar með sjálfsvitund fangi helst ímyndunarafl almennings verður í þessu námskeiði sjónum beint að þeim hversdaglegri gervigreindarkerfum sem þegar eru komin fram á sjónarsviðið en geta engu að síður með skapandi hætti mölbrotið félagsleg mynstur og formgerðir samtímans. Á þessum tímamótum gegna félags- og hugvísindi mikilvægu hlutverki og því bjóðum við nemendur ólíkra námsbrauta hjartanlega velkomin í þetta þverfaglega námskeið. Námskeiðið hefst á stuttri, almennri kynningu á gagnvirkum gervigreindarkerfum á borð við Bard, Copilot, Claude og ChatGPT auk sérhæfðari forrita og kerfisviðbóta (e. plugins). Þá verður fjallað um ýmis hagnýt, kenningaleg og siðferðileg álitamál sem tengjast notkun gervigreindar í daglegu lífi. Megináhersla verður þó lögð á samfélagsleg áhrif gervigreindar í samtímanum og líkleg áhrif hennar til framtíðar. Farið verður yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði og nemendur fá tækifæri til að skoða nánar tiltekin viðfangsefni að eigin vali, svo sem áhrif gervigreindar á háskólamenntun, atvinnulíf og vinnumarkað, lýðræði og jöfnuð, list, hönnun og skapandi skrif, fjölmiðla og boðskipti, samgöngur, margvíslega þjónustu, löggæslu og öryggismál sem og afþreyingu og tómstundir. Námskeiðinu lýkur með kynningum nemenda á lokaverkefnum sínum í námskeiðinu.

X

Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímans (FMÞ302G, FMÞ201G)

Megin viðfangsefni námskeiðsins er að kynna sér nýjar etnógrafíur, sem og nýjar rannsóknir og skrif um etnógrafísk ferli og iðkun. Etnógrafíur eru lesnar og greindar sem og fræðileg skrif um stöðu etnógrafískrar iðkunar í samtímanum og þá leið sem etnógrafísk iðkun mögulega er á. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á nútíma etnógrafíum og geti greint þær, bæði í samtímalegu og sögulegu samhengi, sem eina af hornsteinum mannfræðinnar, fyrr og nú

X

Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (FMÞ302G, FMÞ201G)

Námskeiðið skoðar hvernig samfélagið birtist í hlutum, heimilum og mannslíkömum. Áherslan er á tilurð nútímasamfélags og nútímafólks á Íslandi og í grannlöndunum til að auka skilning okkar á því hvernig við erum og því sem við gerum í dag. Meðal annars er fjallað um föt og tísku, matarhætti, landslag, heimilið, hreinlæti og hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, stétt og smekk, vald og forræði, hrif og tilfinningar, kyn og kyngervi.

Námskeiðið er kennt á sex vikum á fyrri hluta vormisseris. Einnig er boðið upp á 10 eininga útgáfu námskeiðsins (ÞJÓ205G) sem er samkennd með þessari á fyrri hluta misseris en teygir sig inn i samtímann og alla leið inn i framtíðina á síðari hluta vormisseris og skoðar m.a. samband okkar við rusl, ljósmyndir og sund og efnismenningu í geimnum.

X

Tölfræði I: Inngangur (FÉL306G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á tölfræði félagsvísinda. Nánar er fjallað um mælingar á miðlægni og dreifingu breyta. Stefnt er að því að nemendur geti gert grein fyrir helstu hugtökum ályktunartölfræði og framkvæmt marktektarpróf. Ennfremur er fjallað um mælingar á tengslum breyta, þ. á m. krosstöflur og einfalda aðhvarfsgreiningu. Þá er stuttlega fjallað um aðferðir til þess að stjórna breytum, s.s. hlutatöflur og hlutfylgni. Auk bóklegrar kennslu læra nemendur að nota tölfræðiforritið SPSS til þess að framkvæma útreikninga.

X

Klassískar kenningar í félagsvísindum (FÉL308G)

Markmið námskeiðsins er að kynna kenningar nokkurra helstu frumkvöðla félagsvísinda í samhengi við félagsfræði samtímans. Fjallað verður um kenningar Marx, Weber, Durkheim og fleiri klassískra kenningasmiða með áherslu á ólíkar hugmyndir þeirra um hlutverk og eðli manneskjunnar, samspil einstaklings og samfélags, orsakir og afleiðingar þjóðfélagsþróunar, skipan valdsins og hlutverk félagsvísinda. Sérstök áhersla verður lögð á ævisögulegt og heimssögulegt samhengi kenningasmiðanna og kenninga þeirra. Skilgreining og staða þessara tilteknu kenningasmiða sem frumkvöðla í kanónu félagsfræðinnar verður rædd sérstaklega. Fyrirlestrar birtast sem upptökur á Canvas en kennslustundir verða nýttar til umræðu.

X

BA-smiðja II (FÉL601G)

Í námskeiðinu verður farið yfir hvernig á að kynna rannsóknarniðurstöður fyrir öðrum. Námskeiðið endar á málstofu BA-nema.

X

BA-smiðja I (FÉL501G)

Undirbúningsnámskeið fyrir BA-ritgerð i félagsfræði. Farið verður yfir hvernig velja á efni ritgerðar og leiðbeinanda.  Fjallað verður um frágang ritgerða og önnur praktísk atriði ásamt því að vinna gagnrýni á grein á sviði sem nemandi velur sér.

X

Nútímakenningar í félagsfræði (FÉL404G)

Fjallað verður um nokkrar helstu kenningar í félagsfræði á 20. öld, m.a. vísindaheimspekilegar forsendur kenninga í þjóðfélagsfræðum, samskiptakenningar, átakakenningar og verkhyggju. Nemendur velja nýjar fræðibækur og tengja efni þeirra við þær kenningar sem fjallað er um í námskeiðinu.

X

Tölfræði II: Gagnagreining (FÉL416G)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt: Annars vegar að nemendur kunni skil á tölfræðiaðferðum til þess að vinna úr mörgum breytum samtímis. Meðal annars verður fjallað um fjölbreytu-aðhvarfsgreiningu (multiple regression analysis) og þáttagreiningu (factor analysis). Hins vegar að nemendur öðlist reynslu af því að framkvæma spurningalistakönnun og beiti þessum aðferðum við úrvinnslu niðurstaðna. Tölfræðiforritið SPSS er notað við úrvinnslu gagna.

X

BA-smiðja II (FÉL601G)

Í námskeiðinu verður farið yfir hvernig á að kynna rannsóknarniðurstöður fyrir öðrum. Námskeiðið endar á málstofu BA-nema.

X

BA-smiðja I (FÉL501G)

Undirbúningsnámskeið fyrir BA-ritgerð i félagsfræði. Farið verður yfir hvernig velja á efni ritgerðar og leiðbeinanda.  Fjallað verður um frágang ritgerða og önnur praktísk atriði ásamt því að vinna gagnrýni á grein á sviði sem nemandi velur sér.

X

Gervigreind og samfélag (FMÞ401G)

Þróun gervigreindar (e. artificial intelligence) og gagnvirkra gervigreindarkerfa (e. interactive AI systems) mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á einstaklinga og samfélög. Líkt og og vélar iðnbyltingarinnar sem mótuðu nútímasamfélagið með umbyltingu framleiðsluháttum er gervigreindin þannig mjög líkleg til að gjörbreyta upplýsinga- og þjónustusamfélagi samtímans. Þótt dómsdagsspár um heimsyfirráð gervigreindar með sjálfsvitund fangi helst ímyndunarafl almennings verður í þessu námskeiði sjónum beint að þeim hversdaglegri gervigreindarkerfum sem þegar eru komin fram á sjónarsviðið en geta engu að síður með skapandi hætti mölbrotið félagsleg mynstur og formgerðir samtímans. Á þessum tímamótum gegna félags- og hugvísindi mikilvægu hlutverki og því bjóðum við nemendur ólíkra námsbrauta hjartanlega velkomin í þetta þverfaglega námskeið. Námskeiðið hefst á stuttri, almennri kynningu á gagnvirkum gervigreindarkerfum á borð við Bard, Copilot, Claude og ChatGPT auk sérhæfðari forrita og kerfisviðbóta (e. plugins). Þá verður fjallað um ýmis hagnýt, kenningaleg og siðferðileg álitamál sem tengjast notkun gervigreindar í daglegu lífi. Megináhersla verður þó lögð á samfélagsleg áhrif gervigreindar í samtímanum og líkleg áhrif hennar til framtíðar. Farið verður yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði og nemendur fá tækifæri til að skoða nánar tiltekin viðfangsefni að eigin vali, svo sem áhrif gervigreindar á háskólamenntun, atvinnulíf og vinnumarkað, lýðræði og jöfnuð, list, hönnun og skapandi skrif, fjölmiðla og boðskipti, samgöngur, margvíslega þjónustu, löggæslu og öryggismál sem og afþreyingu og tómstundir. Námskeiðinu lýkur með kynningum nemenda á lokaverkefnum sínum í námskeiðinu.

X

BA-ritgerð í félagsfræði (FÉL261L, FÉL261L, FÉL261L)

Ritgerðirnar eru unnar undir handleiðslu fastráðinna kennara við deildina. Mismunandi er milli greina hvernig fyrirkomulagi er háttað.

Nemendur leita sjálfir til kennara til að óska eftir leiðbeiningu, best er að senda tölvupóst til viðkomandi eða að panta viðtalstíma.

Góðar upplýsingar eru á heimasíðu deildar sjá hér: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=4639

X

BA-ritgerð í félagsfræði (FÉL261L, FÉL261L, FÉL261L)

Ritgerðirnar eru unnar undir handleiðslu fastráðinna kennara við deildina. Mismunandi er milli greina hvernig fyrirkomulagi er háttað.

Nemendur leita sjálfir til kennara til að óska eftir leiðbeiningu, best er að senda tölvupóst til viðkomandi eða að panta viðtalstíma.

Góðar upplýsingar eru á heimasíðu deildar sjá hér: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=4639

X

BA-ritgerð í félagsfræði (FÉL261L, FÉL261L, FÉL261L)

Ritgerðirnar eru unnar undir handleiðslu fastráðinna kennara við deildina. Mismunandi er milli greina hvernig fyrirkomulagi er háttað.

Nemendur leita sjálfir til kennara til að óska eftir leiðbeiningu, best er að senda tölvupóst til viðkomandi eða að panta viðtalstíma.

Góðar upplýsingar eru á heimasíðu deildar sjá hér: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=4639

X

Etnógrafía: Tilraunir og áskoranir nútímans (FMÞ302G, FMÞ201G)

Megin viðfangsefni námskeiðsins er að kynna sér nýjar etnógrafíur, sem og nýjar rannsóknir og skrif um etnógrafísk ferli og iðkun. Etnógrafíur eru lesnar og greindar sem og fræðileg skrif um stöðu etnógrafískrar iðkunar í samtímanum og þá leið sem etnógrafísk iðkun mögulega er á. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á nútíma etnógrafíum og geti greint þær, bæði í samtímalegu og sögulegu samhengi, sem eina af hornsteinum mannfræðinnar, fyrr og nú

X

Efnismenning og samfélag: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (FMÞ302G, FMÞ201G)

Námskeiðið skoðar hvernig samfélagið birtist í hlutum, heimilum og mannslíkömum. Áherslan er á tilurð nútímasamfélags og nútímafólks á Íslandi og í grannlöndunum til að auka skilning okkar á því hvernig við erum og því sem við gerum í dag. Meðal annars er fjallað um föt og tísku, matarhætti, landslag, heimilið, hreinlæti og hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, stétt og smekk, vald og forræði, hrif og tilfinningar, kyn og kyngervi.

Námskeiðið er kennt á sex vikum á fyrri hluta vormisseris. Einnig er boðið upp á 10 eininga útgáfu námskeiðsins (ÞJÓ205G) sem er samkennd með þessari á fyrri hluta misseris en teygir sig inn i samtímann og alla leið inn i framtíðina á síðari hluta vormisseris og skoðar m.a. samband okkar við rusl, ljósmyndir og sund og efnismenningu í geimnum.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhaldsskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við framhaldsskólanemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-20 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Félagsfræði dægurmenningar: Kvikmyndir, tónlist og annað afþreyingarefni (FÉL328G)

Að nota hið félagsfræðilega sjónarhorn á dægurmenningu getur hjálpað til við að skilja og skýra hina ýmsu þætti félagsgerðar, félagslegra samskipta og athafna sem og félagslegra breytinga. Í námskeiðinu verður farið í greiningu á afþreyingarefni eins og kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og dægurtónlist með það að markmiði að nemendur fái þjálfun í því að beita sjónarhorni félagsfræðinnar og félagsfræðilegum kenningum á mismunandi félagslegar kringumstæður.

X

Líkaminn og kynverundin: Frelsi og fjötrar (FÉL326G)

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nokkrum þáttum kynverundar (sexualities), breytingum og þróun frá upphafi 20. aldar og íslensk þróun sérstaklega skoðuð. Við fjöllum um rannsóknir sem gerðar hafa verið á kynverund og kynhegðun allt frá bók Richard von Krafft-Ebing, Psychopathia Sexualis (1886) og til nýlegra rannsókna í nágrannalöndum okkar. Sérstaklega verður litið til breytinga á stöðu sam- og tvíkynhneigðra og fjallað um BDSM-fólk og blæti ýmiskonar. Kynlíf sem verslunarvara verður skoðað, allt frá auglýsingum og íþróttum til kláms og vændis. Áhrif trúarbragða, menntakerfis, fjölskyldna og vinnustaða á kynlíf og kynlífshegðun fær umfjöllun, sem og barneignir og kynferðisleg heilsa. Loks verður fjallað um kynferðislegt ofbeldi, nauðganir, þvinganir og áreitni ýmiss konar og þá þróun síðustu ára að krafa kvenna  um kynjajafnrétti hefur í æ ríkari mæli beinst að stöðu líkama þeirra eins og sjá má í hreyfingum á borð við #freethenipple og #metoo.

Námsmat verður í formi verkefnis / ritgerðar og skriflegs lokaprófs.

X

Karlar og karlmennska (FÉL209G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum helstu áherslur þeirra sem rannsaka karla sem samfélagslegt kyn (gender). Gerð verður grein fyrir þeim þremur meginaðferðum sem beitt hefur verið við karlarannsóknir á þessari öld; sálgreiningu, félagssálfræði (kyn"hlutverk") og nýrri þróun í félagsvísindum sem leggur áherslu á "sköpun" eða "byggingu" karlmennsku. Fjallað verður um mismunandi gerðir karlmennsku og hvernig tilurð þeirra, niðurrif og uppbygging tengist öðrum formgerðum samfélagsins. Þáttur karla í uppeldis- og umönnunarstörfum innan og utan heimilis verður skoðaður og fjallað um íslenska rannsókn um karlmennsku og fjölskyldutengsl.

X

Félagsfræði borgarsamfélaga og landsbyggða (FÉL329G)

Í námskeiðinu verður fjallað um borgir, bæi, þorp og sveitir í hnattvæddum heimi. Áhersla verður lögð á  þann mikils hreyfanleika fólks, fjármagns, varnings og upplýsinga sem hefur umbylt innra gangverki, afmörkun og tengslum þéttbýlis og dreifbýlis í ólíkum löndum. Fjallað verður um helstu kenningar um samspil menningar og formgerðar og þær þjóðfélags- og tæknibreytingar sem riðlað hafa afmörkun og samskiptamynstri milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sérstaklega verður fjallað um búferlaflutninga innan og milli landa og áhrif þeirra á þróun ólíkra byggðarlaga

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL330G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka einnar einingar verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL331G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka þriggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Afbrotafræði (FÉL309G)

Í námskeiðinu verður afbrotafræðin og helstu viðfangsefni hennar kynnt. Í grófum dráttum skiptist námskeiðið í tvennt. Í fyrri hlutanum verður farið í helstu kenningar og rannsóknir til að varpa ljósi á eðli afbrota og samfélagslegra viðbragða við þeim. Í þessu skyni verður klassísk og pósitívísk afbrotafræði skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar félagsfræðilegar kenningar og rannsóknir á afbrotum, s.s. framlag formgerðarhyggju, samskiptaskólans og átakakenninga. Í síðari hluta námskeiðsins verða fjórar tegundir afbrota teknar fyrir (ofbeldisglæpir, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og viðskiptaglæpir) og þær metnar í ljósi kenninga úr fyrri hluta og opinberrar stefnumörkunar í þessum málaflokkum.

X

Fjölmiðlafræði (Inngangur að fjölmiðlafræði) (FÉL323G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum þekkingu á félagsfræðilegum grundvelli fjölmiðla og þætti þeirra í samheldni flókinna þjóðfélaga. Yfirlit verður veitt um sögu boðskipta frá fyrstu prentuðum blöðum til stafrænnar miðlunar og áhersla lögð á að veita nemendum innsýn í samspil fjölmiðla við samfélagið og einstaklingana sem það skipa. Fjallað verður um helstu kenningar og niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna á notkun og áhrifamætti fjölmiðla og er eignarhald, sjálfstæði fjölmiðla- og blaðamanna og fréttaframleiðsla á meðal þess sem er skoðað auk þess sem sígildar kenningar um dagskrár- og innrömmunaráhrif, siðafár, áróður, orðræðu og ímyndasköpun koma við sögu.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL302G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka tveggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL303G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka 4 eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL304G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka 6 eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Félagsfræði íþrótta (FÉL105G)

Áhersla í námskeiðinu verður lögð á hlutverk og mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Farið verður í helstu atriði í sögu og þróun íþrótta með tilliti til skilgreiningar íþrótta og tilgangs þeirra á hverjum tíma, s.s. hugmyndir um íþróttir sem forvarnir í víðum skilningi þess orðs. Fjallað um uppbyggingu íþrótta, íþróttir barna og unglinga, almenningsíþróttir, keppnis- og afreksíþróttir sem og félagslegar forsendur árangurs í íþróttum. Áhersla verður lögð á að ýmsa þætti sem tengjast þátttöku í íþróttum eins og kynferði, aldur, stéttarstöðu o.fl.; áhrif ýmissa þátta eins og fjölmiðla og markaðsvæðingar á íþróttir; sem og vandamála eins og lyfjamisnotkunar og frávika. Sérstök áhersla verður lögð á að skýra ástæður þess að Ísland er að ná eftirtekarverðum árangri á íþróttasviðinu. 

X

Inngangur að þjóðfræði (ÞJÓ103G)

Þjóðfræði kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu. Helstu hugtök þjóðfræðinnar skýrð sem og svið hennar. Rætt er meðal annars um kenningar um hópa, efnismenningu, siði, túlkun þjóðfræðiefnisins og hlutverk þjóðfræðinnar. Þá verður rætt ítarlega um rannsóknarsögu þjóðfræði hérlendis og í nágrannalöndum. Stuðst verður við aðalinngangsrit um þjóðfræði og greinar helstu þjóðfræðitímarita.

Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum hópsins, auk þess sem nemendur flytja fyrirlestra og stjórna umræðum.

X

Kynjamannfræði (MAN342G)

Kynjamannfræði er samheiti yfir kvennamannfræði, mannfræði kynmenningar og femíníska mannfræði. Í námskeiðinu er fjallað um tilurð og þróun kynjamannfræði og raktar helstu áherslur sem einkenna hvert tímabil. Fjallað er um réttindabaráttu íslenskra kvenna, hún skoðuð í staðbundnu og hnattrænu samhengi og kennarar í mannfræði fjalla um mismunandi viðfangsefni á fræðasviðinu í tengslum við femíniska mannfræði. Þar má nefna líffræðilega mannfræði, hnattvæðingu, fólksflutninga og fjölmenningu, gagnrýni af jaðrinum, hinsegin fræði og kynverund og karlmennskur. 

X

Suðupottur fræðanna: Efst á baugi í kynjafræðum (KYN304G)

Nemendur kynnast nýjum rannsóknum á fræðasviðinu, fá innsýn í þá breidd sem kynjafræðileg viðfangsefni endurspegla og skilji mikilvægi fræðilegrar umræðu innan kynjafræða.

Námskeiðið byggist á verkefnavinnu í tengslum við ráðstefnur, málþing, málstofur, fyrirlestra og valda viðburði á sviði jafnréttis- og kynjafræða innan og utan Háskóla Íslands í eitt misseri.

X

Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)

Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa  innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Inngangur að mannfræði (MAN103G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði félagslegrar og menningarlegrar mannfræði og helstu efnisþætti greinarinnar. Fjallað er um verkefnasvið mannfræði, sögu greinarinnar, helstu kennistefnur, rannsóknaraðferðir og hugtök. Ennfremur er fjallað um skipan samfélaga almennt, tengsl vistkerfis og samfélags og félagslegar breytingar. Þá eru einstakir þættir félagsskipunar ræddir s.s. sifjar, stjórnskipan, hagskipan og trúarbrögð og fjallað er um rannsóknir mannfræðinga á íslensku samfélagi.

X

Ekki er allt gull sem glóir: kyn, jafnrétti og sjálfbærni á Íslandi (KYN314G)

Orðspor Íslands sem fyrirmyndarríkis í kynjajafnrétti og málefnum hinsegin fólks hefur farið vaxandi síðustu áratugi.

Þá hefur Ísland verið talið meðal umhverfisvænstu landa heims samkvæmt vísitölumælingum á þeim vettvangi.

Í námskeiðinu er skyggnst á bak við þessa ímynd frá þverfræðilegu sjónarhorni.

Orðspor Íslands sem fyrirmyndarríkis í kynjajafnrétti og málefnum hinsegin fólks hefur farið vaxandi síðustu áratugi í kjölfar góðrar útkomu Íslands í mælingum jafnrétti og stöðu hinsegin fólks. Þá hefur Ísland verið talið meðal umhverfisvænstu landa heims samkvæmt vísitölumælingum á þeim vettvangi. Í námskeiðinu er skyggnst á bak við þessa ímynd frá þverfræðilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu atriði á sviði kynjajafnréttis, hinsegin mála, umhverfismála og sjálfbærni og þau skoðuð út frá ýmsum áhrifaþáttum eins og margbreytileika, kyngervi, stétt, þjóðerni og hnattrænum valdatengslum. Sérstök áhersla er á hvernig málefni jafnréttis og sjálfbærni tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum

X

Aukaverkefni: Suðurpottur fræðanna: Efst á baugi í kynjafræðum (KYN302G)

Í tengslum við námskeiðið KYN304G Suðupottur fræðanna: Efst á baugi í kynjafræðum gefst nemendum kost á að vinna aukaverkefni. Nemendur hafa samband við kennara námskeiðsins til ákveða efni og efnistök.

X

Þjóðerni, innflytjendur og þverþjóðleiki (MAN344G)

Námskeiðið fjallar um framlag mannfræðinnar til rannsókna á þjóðerni, fjölmenningarlegu samfélagi, innflytjendamálum og kynþáttahyggju. Gerð verður grein fyrir helstu viðfangsefnum mannfræðinnar á þessum sviðum og ólíkir fletir athugaðir í ljósi mikilvægis þjóðernis og fólksflutninga í heiminum í dag. Meðal annars verður skoðað við hvaða kringumstæður þjóðerni verður mikilvægt. Einnig verða athuguð tengsl þjóðernis við aðra þætti eins og stétt, kyn og menningu. Skoðuð verða þjóðernisfyrirbæri og fjölmenningarleg samfélög eins og þau birtast á mismunandi hátt á Íslandi og annars staðar í heiminum.

X

Kynjamannfræði (MAN348G)

Kynjamannfræði er samheiti yfir kvennamannfræði, mannfræði kynmenningar og femíníska mannfræði. Í námskeiðinu er fjallað um tilurð og þróun kynjamannfræði og raktar helstu áherslur sem einkenna hvert tímabil. Fjallað er um réttindabaráttu íslenskra kvenna, hún skoðuð í staðbundnu og hnattrænu samhengi og kennarar í mannfræði fjalla um mismunandi viðfangsefni á fræðasviðinu í tengslum við femíniska mannfræði. Þar má nefna líffræðilega mannfræði, hnattvæðingu, fólksflutninga og fjölmenningu, gagnrýni af jaðrinum, hinsegin fræði og kynverund og karlmennskur. 

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Kynjamyndir og kynusli: Inngangur að kynjafræði (KYN106G)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnuð öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

X

Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)

Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

X

Vinnumarkaðurinn og þróun hans (VIÐ510G)

Markmið með námskeiðinu er að kynna fyrir viðskiptafræðinemum helstu grunnatriði í vinnumarkaðsfræðum (industrial/employee relations). Rætt verður um skipulag á íslenskum vinumarkaði, tvískiptingu hans og rætt um mun á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Fjallað verður um kenningar um vinnumarkaðinn og samskipti aðila vinnumarkaðarins, stofnanauppbyggingu, hlutverk einstakra aðila á vinnumarkaði (verkalýðsfélög, atvinnurekendur og ríkisvald). Fjallað verður um kjarasamninga (fyrirtækja- og vinnustaðasamninga), vinnulöggjöfina, verkföll og verkfallskenningar. Enn fremur farið í helstu réttindi og skyldur í vinnusambandinu, ráðningarsamband, samkeppnisákvæði.

X

Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)

Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.

Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi? 

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Fjöldahreyfingar: Andóf, mótmæli og byltingar (FÉL444G)

Eitt af viðfangsefnum félagsfræðinnar er að skoða tilurð, framgang og áhrif félagslegra hreyfinga (e. social movements). Félagslegar hreyfingar má skilgreina sem aðgerðir hópa sem leitast við að hafa áhrif á þróun samfélagsins eða afmörkuð svið þess, oft á grundvelli hugmynda um sameiginlega stöðu, hagsmuni eða lífsviðhorf. Um er að ræða samstarf og aðgerðir af margvíslegu tagi, allt frá staðbundnu grasrótarstarfi til starfsemi alþjóðlegra samtaka. Félagslegrar hreyfingar geta leitt til fjöldamótmæla og uppþota og jafnvel til borgarastríða og stjórnarfarsbyltinga. Í námskeiðinu er fjallað um kenningar og rannsóknir á þessu sviði og valin dæmi skoðuð. Til að mynda verður fjallað um sögulegar byltingar (t.d. frönsku byltinguna), stéttarfélög, kvennahreyfingar, trúarhreyfingar, friðarhreyfingar og umhverfisverndarsamtök. Sérstaklega verður fjallað um mótmælabylgjuna sem alþjóðlega bankakreppan leiddi af sér, þar á meðal „Búsáhaldabyltinguna” íslensku.

X

Samfélags- og nýmiðlar (FÉL443G)

Námskeiðið er helgað hinum svofelldu samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter, Snapchat o.s.frv) sem hafa á umliðnum árum, og það á fremur stuttu tímabili, markað djúp spor í sögu fjölmiðla og á margan hátt breytt eðli og eigindum fjölmiðlunar (og margir vilja líta svo á þessi fyrirbæri séu ekki eiginlegir fjölmiðlar). Sérstaklega verður litið til þeirra rullu sem þessir gagnvirku samfélagsmiðlar spila í nútímanum, bæði á makróstigi (stofnanir, eignarhald) og míkróstigi (samskipti einstaklinga og hópa). Áhrif þessara miðla á daglegt líf; samskipti, menningarneyslu, pólitík o.fl eru óumdeild og litið verður til nýjustu rannsókna á þessu sviði.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL446G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka einnar einingar verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Félagsfræði fólksflutninga (FÉL034G)

Í auknum mæli er ungt fólk á farladsfæti. Þessi aukning kemur í kjölfar almennrar fólksfjölgunar, tæknilegra breytinga, víðara upplýsingaflæðis og breytta búsetuskilyrða. Flutningarnir vara mismunandi lengi en hafa til að mynda mikil áhrif á sjálfsvitund, félagstengsl og atvinnumöguleika. En tækifæri til flutninga sem bjóðast ungu fólki eru gjarnan samofin kyni, kynvitund, menntun, stétt, þjóðerni og ríkisborgararétti. Dæmi um slíka flutninga eru skiptinám, íþróttaiðkun, sjálfboðastarf, au-pair, ástarflutningar, heilsuflutningar, stríðsflutningar, alþjóðlegur aktivismi, glæpastarfsemi og langvarandi ferðalög.

Nýleg fræði um reynslu ungs fólks af hreyfanleika hafa verið að ryðja sér rúms innan félagsfræðinnar. Þar er gjarnan miðað við aldurinn 15-30 ára þegar talað er um ungt fólk. Samantekið varpa þessi fræði ljósi á hvaða efnahagslegu og persónulegu hvatar liggja að baki flutningum. Einnig hvernig félagslegt net, ímyndasköpun og tímabundnar aðstæður, eins og t.d. efnahagsleg kreppa eða þátttaka í réttindabaráttu, eru samofnar hvötum til flutninga. Fræðin draga líka fram hvaða hömlur, stofnanabundnar, félagslegar og fjárhagslegar, koma upp í kringum flutningana og á meðan á flutningunum stendur, og flétta við atbeina unga fólksins til að takast á við breyttar aðstæður. Að lokum sýna fræðin fram á áhrifin af flutningunum; á þá sem flytja persónulega, á fjölskyldumeðlimi og á viðkomustaðina.

Í þessu námskeiði verður því fjallað um kenningar um flutninga ungs fólks og stuðst við nýtilkomnar fræðigreinar á þessu sviði. Námskeiðið er ætlað sem kynningarnámskeið fyrir nemendur um félagslegan og landfræðilegan hreyfanleika í nútímasamfélagi. Áherslan er á að draga fram margvíslega reynslu ungs fólks af flutningum ásamt því að rýna í félagslega stöðu þeirra, völd og valdaleysi. Gagnrýnu ljósi verður beint að samtvinnun breyta í hnattrænu samhengi. Nemendur eru því hvattir til að rýna í efnið út frá fræðigreinum, eigin reynslu og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag

X

Umhverfisfélagsfræði: Loftslagsbreytingar og samfélög (FÉL445G)

Umhverfisfélagsfræðin skoðar sambandið á milli umhverfisins og samfélagsins, styrkur sviðsins er að skoða samfélagslega þætti auk efnahagslegra þátta í tengslum við umhverfismál.

Umhverfisfélagsfræðin getur gefið okkur dýpri skilning á áhrifum umhverfisbreytinga á mannlíf og aðra félagslega þætti. Þá sérstaklega er skoðað félagslegt, stofnanalegt og menningarlegt gildi umhverfisvandamála. Áhersla er lögð á að skoða hvernig samfélög hafa áhrif á umhverfisvandamálin sem við stöndum frammi fyrir, sem og hvernig umhverfisvandamálin hafa áhrif á samfélög, en þar hefur félagsleg uppbygging hvers samfélags lykilhlutverki að gegna. Vísar það til þess að einstaklingar eru alltaf þvingaðir að ákveðinni hegðun út frá þeirri félagslegu formgerð sem er innan hvers samfélags og eru umhverfismálin ekki þar undanskilin. Viðhorf og hegðun tengd umhverfinu skapast því út frá því félagslega umhverfi sem við þrífumst innan. Markmið áfangans er að skoða þessa félagslegu hlið af umhverfismálum hér á landi. Þá verður sérstök áhersla á brýnasta málefni samtímans, loftslagsbreytingar, og skoðað hvernig þær eru samfélagsleg áskorun með því að skoða út frá félagsfræðilega sjónarhorninu hverjar afleiðingar þeirra verða. Þá er ekki einungis ljóst að loftslagsbreytingar munu hafa mismunandi áhrif innan og á milli samfélaga, þar sem þeir sem eru í verri félagslegri stöðu eru verr settir, heldur verður einnig skoðað hvernig aðgerðir í loftslagsmálum geta haft mismunandi áhrif gagnvart ákveðnum einstaklingum. Skoðaðir verða þættir eins og ójöfnuður, félagslegt misrétti og togstreita í tengslum við loftslagsbreytingar. Einnig verður lögð áhersla á að skoða umhverfismál á Íslandi í sögulega samhengi og hvernig breytingar á umhverfinu hafa haft áhrif á Ísland sem samfélag

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL449G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka þriggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Tækni og samfélag: Frelsi og fjötrar upplýsingasamfélagsins (FÉL263G)

Eftirlitsþjóðfélagið (surveillance society) og áhættuþjóðfélagið (risk society) eru hugtök sem verða æ meira áberandi í félagsfræði. Að auki er vaxandi áhugi á að skilja hvernig ný tækni hefur mótandi áhrif á þjóðfélagið, fyrirkomulag vinnu, samskipti fólks, félagsauð (social capital) og lagskiptingu samfélagsins (social sorting). Kenningar og skrif fræðimanna á borð við Manuel Castells, Bruno Latour,  Ursula Huws, David Lyon, Juliet Webster, Kristie Ball og  Kevin Haggerty verða kynntar til sögunnar.  Hryðjuverkin 11. september 2001 mörkuðu ákveðin vatnaskil varðandi eftirlitsþjóðfélagið. Miklum fjármunum er nú varið  í tækni sem hægt er að nota til að fylgjast með fólki í leik og í starfi og hugmyndir um meinta óvini ríkisins og ýmissa skipulagsheilda taka á sig nýjar myndir. Krafan um aukin afköst og harðari samkeppni milli fyrirtækja hefur leitt til þess að sams konar tækni er í æ ríkari mæli notuð til að fylgjast með starfsmönnum, afköstum þeirra og vinnuhegðun. Áhrifin á persónuvernd eru margbreytileg og benda bæði í átt til aukins frelsis og fjötra. Samspil fjölskyldu og atvinnulífs verður í óljósara, sem og mörkin á milli hins efnislega og hugræna. Rýmið hefur fengið nýja merkingu, sem og líkaminn. Þá hafa nýjar tegundir samfélagsmiðla og netsamfélaga einnig kallað fram ákveðið form eftirlits sem fræðunum er kallað social surveillance – eða félagslegt eftirlit.  

Markmið námskeiðsins er að greina rannsóknir og kenningar um þau margvíslegu og mótsagnarkenndu áhrif sem upplýsinga- og tölvutæknin hefur á einstaklinga og samfélög.  Nemendur kryfja valda texta sem fást við ofannefnda umræðu og kynna sér erlendar og innlendar rannsóknir á sviðinu.

X

Geðheilsufélagsfræði (FÉL439G)

Raktar eru félagslegar skýringar á geðrænum vandamálum og þeim beitt til að útskýra samsetningu og útbreiðslu geðrænna vandamála meðal aldurshópa, kynja, hjúskaparhópa og stétta. Fjallað er um aðstæður geðsjúkra og samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi og geðheilbrigðisstéttir. Munur á notkun geðheilbrigðisþjónustu milli kynja, hjúskaparhópa og stétta er rakinn og skýrður. Loks er greint frá skipan og árangri geðheilbrigðisþjónustunnar.

X

Fjölmiðlarannsóknir: Álita- og ágreiningsmál (FÉL441G)

Um er að ræða námskeið þar sem nemendum gefst færi á að stíga úr stólnum og prufa sig áfram með rannsóknir/verkefni gagnvart því sem það hefur lært í haustnámskeiðunum. Um símatsnámskeið er að ræða, nokkurs konar tilraunastofu, þar sem nemendur leysa verkefni í hópum undir handleiðslu kennara í bland við lestur um sígildar og nýlegar fjölmiðlafræðirannsóknir.

Lagt er upp með virkni nemenda og samstarfskunnáttu, og verða verkefnin smá sem stór, sum með hefðbundnu formi en önnur lúta meira frjálsræði. Viðföngin verða fjölmiðlar í allri sinni dýrð, hvort heldur dagblöð, sjónvarp, samfélagsmiðlar eða hljómplötur. Hér er klifrað niður úr fílabeinsturninum og lagt af stað í skotgrafir raunheima.

Nemendur fá innsýn í það hvernig akademískar rannsóknir virka, eitthvað sem getur hjálpað upp á BA vinnu og er gaman og gott – og eiginlega nauðsynlegt - fyrir framtíðarfræðimenn.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL405G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka tveggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL407G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka 4 eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL409G)

Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og óskar eftir leiðsögn í viðkomandi verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennurum og nemendum hverju sinni með tilliti til þeirra áhugasviða sem fram koma hjá einstökum nemendum. Einnig geta nemendur tengt verkefni einstökum námskeiðum. 

Vinsamlega athugið að nemandi tekur að hámarki eitt 6 eininga verkefni á námsferli sínum.

X

Heilsa og samfélag (Heilsufélagsfræði) (FÉL440G)

Í námskeiðinu verða gagnrýndar hefðbundnar skilgreiningar á heilbrigði og sjúkdómum í félagsfræðilegu ljósi. Raktar verða kenningar um sjúkdóma sem frávik (deviance) og kenningar um hlutverk sjúklingsins (sick-role). Skoðuð verður félagsleg dreifing helstu heilbrigðisvandamála samtímans og rætt um ólíkar skýringar á þessari dreifingu. Athuguð verður notkun heilbrigðisþjónustu og gerður samanburður á ólíkum skýringum á misræmi heilsufars og notkunar þjónustu. Rætt verður um lækna og hjúkrunarfólk sem starfshópa með ólík einkenni atvinnumennsku (professionalism) og átök í heilbrigðiskerfinu skoðuð í því ljósi. Loks verður lagt sögulegt mat á árangur af heilbrigðisþjónustu í ljósi kenninga um samband heilbrigðisþjónustu og heilsufars.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN415G)

Barátta hinsegin fólks síðastliða áratugi hefur skilað margvíslegum ávinningi og réttindum. Enn er þó langt í jafnrétti á þessu sviði og samfélagið er í meginatriðum sniðið að hinum gagnkynhneigðu sískynja meginstraumi.

Í námskeiðinu er ljósi varpað á sögu hinsegin fólks, samfélagslega stöðu, reynsluheim, baráttumál og menningu.

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Kynjafræðikenningar (KYN202G)

Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.

Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Alþýðutónlist: Hefðir, andóf, stál og hnífur (ÞJÓ448G)

Í þessu námskeiði kynnast nemendur alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu.

Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.

Rímnakveðskapur, raftónlist, blús, rapp, grindcore, klassík, hip-hop, jazz, popp, pönk messur, breakbeat, ópera og dauðarokk.

X

Mannfræði borga (MAN507M)

According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.

Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course

X

Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)

Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.

Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Íslenskar landsbyggðir í alþjóðlegu ljósi (FÉL035G)

Fjallað verður um helstu kenningar á sviði byggðafræði og rannsóknir á byggðamálum. Sérstök áhersla verður lögð á byggðaþróun á Íslandi í samanburði við önnur lönd í Evrópu og Norður-Ameríku. Þá verður fjallað um samspil grunngerðar og þjóðfélagsþróunar, fólksfjölgun, þéttbýlisvæðingu og samfélagsbreytinga á byggðaþróun. Meðal annars verður fjallað um lífsgæði og byggðaþróun með tilliti til landbúnaðar, sjávarútvegs, stóriðju, ferðaþjónustu, verslunar og þjónustu, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, fjölmiðlunar, viðskiptaumhverfis, stjórnsýslu, menntunar og menningarlífs. Loks verður litið til áhrifa hnattvæðingar og fjölmenningar á byggðaþróun á Íslandi. Kynningar og umræður í vikulegum umræðutímum sem fara fram í rauntíma.

Námskeiðið er kennt við háskólann á Akureyri 

Nemendur verða að sækja um gestanám til að sitja námskeiðið: https://www.hi.is/nam/gestanam_opinberir_haskolar

Hér er númer námskeiðsins við HA : ÍLB0176190

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL448G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka þriggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL447G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Athugið að nemanda er einungis heimilt að taka einnar einingar verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL406G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka tveggja eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL433G)

Verkefni í félagsfræði

X

Verkefni í félagsfræði (FÉL410G)

Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennara og nemanda hverju sinni eftir áhuga nemanda. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt, þ.e. beiting kenninga eða aðferða félagsfræðinnar í söfnun eða miðlun félagsfræðilegrar þekkingar Verkefni mega tengjast tilteknum námskeiðum. Verkefni í félagsfræði er ætlað nemendum sem hafa áhuga og geta á að glíma við félagsfræðileg viðfangsefni. 

Skiladagur: Á vormisseri og sumarmisseri sama skiladag
og BA/MA ritgerðir, á haustmisseri síðasta prófdegi í próftöflu nema fyrir liggi samþykki leiðbeinanda um annað.

Vinsamlega athugið að nemanda er einungis heimilt að taka 6 eininga verkefni einu sinni á námsferli sínum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gréta Jónsdóttir
Gréta Jónsdóttir
Félagsfræði - BA nám

Félagsfræðin er gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg fræðigrein. Að mínu mati er helsti kosturinn við námið hversu fjölbreytt það er en nemendur hafa kost á að skipuleggja námið sitt eftir sínu áhugasviði og geta jafnframt tekið fjölbreytta valáfanga í takt við sitt áhugasvið. Það kom mér virkilega á óvart hversu góð og persónuleg kennslan er í náminu. Samskiptin á milli kennara og nemenda eru mjög góð og kennararnir eru alltaf til taks og afar hjálpsamir.  

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsfræði á samfélagsmiðlum

 Instagram  Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.