Félagsfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Félagsfræði

Félagsfræði

BA gráða

. . .

Í Félagsfræði eru stundaðar kerfisbundnar rannsóknir á þjóðfélaginu, sérstaklega nútíma þjóðfélagi. Félagsfræðingar rannsaka skipulag, stofnanir og þróun þjóðfélagsins, með áherslu á að greina orsakir breytinga milli einstaklinga og hópa. Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál og mannfjöldaþróun.

Um námið

Grunnnám í félagsfræði tekur þrjú ár. Unnt er að ljúka BA–prófi í félagsfræði sem aðalgrein til 180 eininga sem þýðir að nemendur taka tiltekin skyldunámskeið.
Einnig er hægt að taka BA í félagsfræði sem aðalgrein til 120 eininga og velja þá aukagrein (60e).
Jafnframt er hægt að taka félagsfræði sem aukagrein (60e) og taka nemendur þá aðra aðalgrein til 120 eininga.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Félagsfræðingar starfa við opinbera stjórnsýslu, félagsþjónustu, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi, fræðslu, fjármála- og tryggingastarfsemi, rannsóknir og ráðgjöf.

Þeir vinna jafnt hjá hinu opinbera og á einkamarkaði og kannanir hafa sýnt að langflestir telja nám sitt í félagsfræði nýtast vel í starfi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Félagsfræðingar
  • Fjölmiðlar
  • Markaðsfræði
  • Stjórnmálafræði
  • Kynjafræði
  • Ráðgjöf
  • Almannatengsl

  Félagslíf

  Félag nemenda í félagsfræði nefnist Norm.

  Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Félagsfræði
  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Félagsfræði

  Hafðu samband

  Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
  Þjónustutorgi í Gimli
  Netfang: nemFVS@hi.is

  Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
  Opið virka daga frá 9 - 15 
  Sími: 525 4500 

  Image result for facebook logo Facebook