Stjórnmálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Stjórnmálafræði

Stjórnmálafræði

BA gráða

. . .

Stjórnmálafræði er krefjandi nám, en jafnframt skemmtilegt og fjölbreytt. Nám í stjórnmálafræði miðar að því að veita nemendum haldgóða menntun um stjórnmál í sem víðustum skilningi.
 

Námið

Í Stjórnmálafræðideild er stjórnmálafræði kennd sem aðalgrein til BA-prófs (180e og 120e), og einnig sem aukagrein til 60e.

Í BA-námi í stjórnmálafræði er lögð jöfn áhersla á íslensk stjórnmál, samanburð við önnur ríki og alþjóðastjórnmál.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Erla María Markúsdóttir
Matthías Ólafsson
Erla María Markúsdóttir
BA í stjórnmálafræði

Áhugi minn á samfélagsmálum, alþjóðamálum og sögu leiddi til þess að ég hóf nám við Stjórnmálafræðideild. Nú þegar ég hef lokið BA-prófi get ég með sanni sagt að það sem stendur upp úr í náminu er hvað það tengist mörgum öðrum áhugaverðum greinum. Ég ákvað að taka fjölmiðlafræði sem aukafag og það kom mér á óvart hve margir valáfangar í stjórnmálafræðinni tengdust fjölmiðlafræðinni. Þegar líða tók á námið fór ég einnig að taka eftir því að ég var oftar en ekki mun fróðari en vinir mínir um málefni líðandi stundar. Þá fannst mér ég vera að græða heilan helling á náminu.

Matthías Ólafsson
BA í stjórnmálafræði

Ólíkt því sem margir telja er staðreyndin sú að Stjórnmálafræðideild HÍ er ekki formleg þjálfunaraðstaða fyrir Alþingi Íslendinga. Óneitanlega er námið frábært fyrir þá sem leitast við að starfa þar en tækifærin og möguleikarnir sem í því felast einskorðast ekki við hina fræknu löggjafarsamkundu.  Það felur í sér fjölbreytni sem mér þótti heillandi þegar ég stóð í því að velja háskólanám. Mig hafði löngum dreymt um að fara í háskóla í framandi löndum að loknu grunnnámi og ekki er ósennilegt að sá draumur rætist, þar sem BA-gráðan opnar möguleika á meistaranámi á félagsvísindasviðum háskóla víðsvegar um heiminn. Vinnubrögðin og þekkingin sem fólk tileinkar sér í stjórnmálafræði skilar þverfaglegum grunni til þess að starfa við hvað svo sem viðkemur samfélagi manna. Fjölbreytnin drýpur af hverju stjórnmálafræðistrái og það er ástæðan fyrir mínu vali.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nám í Stjórnmálafræðideild er fjölbreytt og veitir útskrifuðum nemendum ótal möguleika á að velja sér starf að námi loknu. Stjórnmálafræðingar hafa haslað sér völl víðs vegar í atvinnulífinu á undanförnum árum og fyrir utan kennslu og rannsóknir vinna stjórnmálafræðingar við margvísleg störf.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðla- og upplýsingastörf
  • Hjá ráðgjafarfyrirtækjum
  • Við alþjóðasamskipti og hjá alþjóðastofnunum
  • Stjórnsýslustörf, bæði hjá ríki, sveitarfélögum og hjá einkafyrirtækjum
  • Hjá hagsmunasamtökum og þrýstihópum

Félagslíf

Politica er nemendafélag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir spennandi og fjölbreytilegu félagslífi allan veturinn og er eitt virkasta nemendafélagið innan veggja háskólans.

Það er margt um að vera yfir skólaárið og má t.d. nefna nýnemaferðina, vísindaferðir í fyrirtæki og stofnanir, Stjórnhagdagurinn, Forum Politica og árshátíðina.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook