Skip to main content

Stjórnmálafræði

Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið

Stjórnmálafræði

BA gráða – 180 einingar

Stjórnmálafræði er víðfeðmt fræðasvið sem undirbýr þig fyrir störf þar sem krafist er yfirgripsmikillar þekkingar á íslensku samfélagi og stjórnmálum; gangverki hins opinbera, hvort sem er á Íslandi eða erlendis; og samskiptum ríkja á alþjóðavettvangi.

Námið er einnig í boði sem 120e aðalgrein eða 60e aukagrein.

Skipulag náms

X

Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)

Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.

X

Alþjóðastjórnmál: Inngangur (STJ102G)

Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendur fyrir ólíkum kenningum og viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið. Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu. Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra. Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.

Í námskeiðinu eru nemendur:
1) kynntir fyrir nokkrum helstu kenningum í alþjóðastjórnmálum, sem veit þeim grunn að skilningi á pólitískum viðburðum í samtímanum
2) þjálfaðir í að greina gagnrýnið hugmyndir og kenningar um hnattvæðingu/alþjóðavæðingu
3) kynntir fyrir samhengi milli viðburða í alþjóðastjórnmálum og kenningum á því sviði

X

Vinnulag í stjórnmálafræði (STJ105G)

Í námskeiðinu fá nemendur fræðslu og hagnýt verkfæri sem stuðla að velgengi og vellíðan í stjórnmálafræðinámi. Námskeiðið hefur það markmið að ýta undir öflugan sjálfsskilning út frá áhuga, færni og hæfni og efla nemendur í að beita vinnubrögðum sem leiða til árangurs í námi.

Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í fræðilegum vinnubrögðum og framsetningu sem nauðsynleg eru hverjum stjórnmálafræðinema. Farið er í heimilda- og upplýsingaleit á bókasöfnum og veraldarvefnum, ásamt frágangi og framsetningu ritgerða. Jafnframt er fjallað um tímastjórnun, markmiðasetningu, skipulag og prófundirbúning. Áherlsa verður lögð á að vinna með styrkleika og gildi nemenda og leggja grunn að árangursríku námi í stjórnmálafræði.

X

Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu (STJ106G)

Í námskeiðinu er sjónum beint að aðstæðum og atburðum í íslenskri stjórnmálasögu sem hafa sett mark sitt á íslensk stjórnmál. Fjallað er m.a. um aðdragandann að sambandslögunum 1918, fullveldi, tilkomu flokkakerfisins og átök um breytingar á kjördæmaskipuninni, stofnun lýðveldis 1944, átök um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þorskastríðin, fiskveiðistjórnunarkerfið, átök um inngöngu Íslands í EES og afstöðuna til Evrópusambandsins. Einnig er farið stuttlega yfir þróun íslensks efnahagslífs og myndun og slit ríkisstjórn.

X

Hagræn stjórnmálafræði (STJ109G)

Viðfangsefni námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum hagrænar aðferðir í stjórnmálafræði og helstu kenningar fræðasviðsins. Byrjað er á að fjalla um skynsemiskenningar og markaðsmódelið en því næst eru skoðaðar helstu tegundir markaðsbresta og megin stjórntæki í opinberri stefnumótun. Í síðari hluta námskeiðsins er fjallað um pólitísk viðfangsefni og efni tengt opinberri stjórnsýslu, þar á meðal stjórnvaldsbresti, kosningar, samkeppni stjórnmálaflokka og fulltrúalýðræði.

X

Kyn, fjölmenning og margbreytileiki (KYN201G)

Fjallað um helstu viðfangsefni margbreytileika- og kynjafræða í ljósi gagnrýnnar fjölmenningarhyggju og margbreytileika nútímasamfélaga. Áhersla er á hvernig viðfangsefnin tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum.

Skoðað er hvernig félagslegar áhrifabreytur á borð við kyn, kynhneigð, þjóðernisuppruna, trúarskoðanir, fötlun, aldur og stétt eiga þátt í að skapa einstaklingum mismunandi lífsskilyrði og möguleika.

Kynnt verða helstu hugtök kynja- og margbreytileikafræða svo sem kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja og skoðað hvernig félagslegar áhrifabreytur eru ávallt samtvinnaðar í lífi fólks. Áhersla er á hvernig málefni kyns, fjölmenningar og margbreytileika tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum. 

X

Samanburðarstjórnmál (STJ201G)

Í námskeiðinu er fjallað um stjórnskipun og stjórnmálastarfsemi í 7 ríkjum sem eru um margt ólík stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega. Ríkin eru staðsett í fjórum heimsálfum. Þau eru Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Rússland, Kína, Nígería og Íran. Nemendur munu að námskeiði loknu hafa yfirsýn yfir völd og verkefni þjóðhöfðingja, ríkisstjórna, þinga og hersins í þeim ríkjum sem tekin eru fyrir. Þeir munu einnig kunna skil á skipulagi flokkakerfis, einkennum stjórnmálamenningarinnar og helstu klofningsþáttum sem einkenna ríkin sem eru til skoðunar. Þá munu þeir einnig hafa innsýn í samspil efnahagsþróunar og stjórnmálaþróunar, læra um kenningar um byltingar og stjórnmálalegan óstöðugleika og hvers vegna sum ríki eru einræðisríki en önnur lýðræðisríki.

X

Kenningar í stjórnmálafræði: Hugtök og hugmyndafræði (STJ206G)

Kenningar í stjórnmálafræði: Hugtök og hugmyndafræði er inngangsnámskeið fyrir nemendur í grunnnámi. Í námskeiðinu er nemendum veitt yfirlit yfir mikilvægustu  hugtök, hugmyndir og hugmyndafræði innan stjórnmálaheimspeki. Byrjað er á því að fjalla um sígild hugtök eins og vald, fullveldi, ríkisvald og ríkisborgararétt. Í seinni hluta námskeiðsins er sjónum beint að sígildum stjórnmálastefnum á borð við frjálslyndisstefnu, íhaldsstefnu, sósíalisma og þjóðernishyggju en einnig nýrri stefnum og hugmyndum eins og femínisma, mannréttindum, fjölmenningarhyggju og umhverfishyggju. Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að rökræða og meta ólíkar hugmyndir á sviði stjórnmálakenninga og stöðu þeirra í samtímastjórnmálum. Í námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda.

X

Gagnalæsi og framsetning (STJ208G)

Gögn skipta sífellt meira máli í störfum stjórnmálafræðinga, hvort sem er í opinberri stjórnsýslu, í fjölmiðlum og viðskiptum, í félagsstörfum eða í rannsóknum. Að vera læs á gögn og geta miðlað tölulegum upplýsingum skiptir því grundvallarmáli fyrir stjórnmálafræðinga. Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á gögnum og gagnavinnslu með það fyrir augum að gera þá að öruggum og hæfum notendum gagna. Megináhersla námskeiðsins er á myndræna framsetningu, en nemendur munu kynnast grundvallarviðmiðum sem eiga við um framsetningu gagna og hvernig hægt er að beita þeim viðmiðum á fjölbreyttar tegundir gagna. Í námskeiðinu vinna nemendur með raunhæf gögn tengd stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu og öðlast verklega færni í því að sækja, vinna með og miðla gögnum með viðurkenndu gagnavinnsluforriti.

X

Evrópusamruni (STJ317G)

Námskeiðið veitir gott yfirlit yfir Evrópusamrunann með áherslu á (a) sögu og kenningar; (b) stjórnkerfi Evrópusambandsins, helstu stofnanir þess og ákvarðanatökuferla; og (c) mikilvægustu stefnumál ESB.

X

Ályktunartölfræði (STJ346G)

Stjórnmálafræðingar safna margvíslegum tölulegum gögnum um einstaklinga, lönd, einkenni stjórnkerfa og margt fleira. Iðulega er það markmið rannsakenda að nota slík gögn til þess að draga almennar ályktanir um hvernig stjórnmál ganga fyrir sig. Til þess þarf að beita ályktunartölfræði, eða tölfræðiprófum. Í þessu inngangsnámskeiði að ályktunartölfræði læra nemendur í fyrstu um grundvallaratriði ályktunartölfræði: Normalkúrfu, úrtaksdreifingu, höfuðsetningu tölfræðinnar, tilgátupróf, höfnunar- og fastheldnimistök. Því næst læra nemendur um tölfræðipróf og hljóta reynslu í að túlka og reikna þau í tölfræðiforriti. Farið verður yfir t-próf fyrir eitt og tvö úrtök, kí-kvaðrat, einhliða og tvíhliða drefigreining milli og innan hópa.

X

Rannsóknaraðferðir í stjórnmálafræði (STJ353G)

Í þessu námskeiði læra nemendur hvernig stjórnmálafræðingar beita kerfisbundinni aðferðafræði til að svara empirískum rannsóknarspurningum. Farið er yfir eðli hinnar vísindalegu aðferðar, ólíkar rannsóknarnálganir á viðfangsefni stjórnmálafræði, leiðir til gagnasöfnunar og helstu rannsóknarsnið sem beitt er til að draga ályktanir af gögnum. Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar rannsóknaraðferðir innan stjórnmálafræði, meðal annars framkvæmd tilrauna, tölfræðilegar aðferðir, tilviksrannsóknir, viðtöl, innihaldsgreiningu og greiningu fyrirliggjandi gagna. Í námskeiðinu verður sérstaklega fjallað um greiningu eigindlegra gagna og vinna nemendur verkefni byggt á eiginlegri aðferðafræði. Efnislega verða dæmi tekin af helstu sviðum stjórnmálafræði, þar á meðal úr rannsóknum á sviði alþjóðastjórnmála, stjórnmálastofnana, stjórnmálaatferlis og opinberrar stefnu. Námskeiðið mun gagnast nemendum við að vega og meta vísindalegar rannsóknir í stjórnmálafræði og tengdum greinum, en ekki síður veita nemendum kunnáttu sem gagnast í fjölmörgum störfum stjórnmálafræðinga.

X

Félagsleg stjórnmálafræði (STJ356G)

Viðfangsefni námskeiðsins eru klassískar kenningar í félagsvísindum með áherslu á kenningar Karls Marx (1818-1883), Max Webers (1864-1920) og Emils Durkheim. (1858-1917). Fjallað er um kenningarnar annars vegar í sínu söguleg samhengi og hins vegar með tilliti til áhrifa þeirra á viðfangsefni og aðferðir félagsvísinda eftir þeirra daga. Sérstök áhersla er lögð á hugmyndir þeirra um tilurð og helstu einkenni nútímasamfélags og stjórnmála. Kenningarnar verða bornar saman, ólíkar forsendur þeirra ræddar og gert grein fyrir helstu gagnrýni.

X

Stjórnmálaflokkar og kjósendur í nútímalýðræðisríkjum (STJ358G)

Hvað knýr stjórnmálaflokk til þess að leggja áherslu á ákveðin málefni? Af hverju skipa stjórnmálaflokkar og kjósendur sér í fylkingar, t.d. til vinstri eða til hægri í stjórnmálum eða í átt til frjályndis eða stjórnlyndis? Í þessu námskeiði verður leitast við að svara þessum spurningum þar sem fjallað verður meðal annars um hvað hefur áhrif á stjórnmálahegðun og þátttöku kjósenda (t.d. hvaða flokk fólk kýs, kosningaþátttöku og þátttöku í mótmælum) og afstöðu þeirra til stjórnmála. Fjallað verður um flokkakerfi og ólíkar gerðir stjórnmálaflokka, t.d. hvað varðar skipulag þeirra, áherslur á persónu frambjóðenda/stjórnmálamanna, fjölda meðlima og málefnaáherslur. Spurningar eins og hversu auðvelt aðgengi eiga nýjir flokkar að stjórnmálum, í umboði hverra starfa stjórnmalaflokkar, hverra hagsmuna gæta þeir og hvaða hlutverki gegna þeir í nútímalýðræðisríkjum, verður velt upp. Rætt verður um hvort og þá hvernig samfélagsgerðin hefur áhrif stjórnmálahegðun kjósenda, gerð flokkakerfis og stefnu stjórnmála, og farið verður yfir klofningsþætti á vettvangi stjórnmála, breytingar á tengslum stjórnmálaflokka og kjósenda, og ræddar hverjar eru helstu áskoranir nútímalýðræðisríkja.

X

Opinber stefnumótun (STJ501G)

Námskeiðið skiptist upp í þrá meginþætti: Í fyrsta lagi, (a) kynningu á fræðilegum bakgrunni stefnumótunar hins opinbera og þeim aðferðum sem beitt er innan félagsvísindanna til að útskýra og skapa skilning á samfélagslegum fyrirbærum , og (b) inngangi að þeim tegundum sjónarmiða (þ.e. skilvirkni, jöfnuði, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri samstöðu) sem helst er byggt á og vísað er til þegar tekist er á um markmið  opinberrar stefnumótunar. Í öðru lagi, verður fjallað um nokkur helstu viðfangsefni opinberrar stefnumótunar og á þessu námskeiði hafa eftirtalin viðfangsefni verið valin, þ.e. umhverfis- og loftslagsmál, heilbrigðismál, skattamál og menntamál. Í þriðja lagi verður farið í stefnumótunarferlið og áherslan lögð á svokallaðar dagskrárkenningar (agenda-setting theories), þ.e. hvernig mál komast á dagskrá ríkisstjórna og hvað skýri það að stundum verða stefnumál hins opinbera að veruleika og stundum ekki, - og hvernig hvatar ýmiskonar og umhverfi ákvarðanatöku hjá hinu opinbera getur haft áhrif á innleiðingu og árangur opinberrar stefnumótunar. 

X

Hagsmunasamtök og ríkisvald (STJ462G)

Hagsmunasamtök eru mikilvægur hluti af stjórnmálunum enda leitast þau við að hafa áhrif á ríkisvaldið og opinberar ákvarðanir. Hlutverk, völd og baráttuaðferðir skipulagra hagsmunahópa í lýðræðissamfélögum eru umfjöllunarefni námskeiðsins. Þessir þættir ráðast m.a. af stöðu lýðræðis, lýðræðisskipulagi ríkja og verkefnum ríkisvaldsins. Þess vegna er í námskeiðinu fjallað um kenningar um ríkisvald en þær gagnast einnig til greiningar á baráttuaðferðum og skipulagi hagsmunasamtaka og hópa, m.a. kenningar um margræði, kjarnræði og korporatisma. Með dæmum og samanburði frá Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum leita nemendur svara við spurningunni um hverjir ráða, skoða og greina baráttuaðferðir hagsmunasamtaka og fá innsýn inn í hvernig ríkisvaldið vinnur með hagsmunasamtökum í lýðræðisríkjum og setur þeim skorður.

X

Introduction to Security Studies (STJ439G)

This course provides a comprehensive foundation in security studies. It examines concepts and theories relevant in the field, then considers approaches to, and practices of, security across different levels of analysis: individual, national, international, transnational, global and human.
The focus of security studies centres around questions of what, for whom, and how, is security. Answers to these questions vary according to what level of analysis is adopted, and which security domain is being discussed (eg political, military, economics, social, environmental, etc). The course explores these dimensions thoroughly, and then considers what they contribute to our practical knowledge and experiences of security.

X

Opinber stjórnsýsla (STJ453G)

Námskeiðið er grunnnámskeið í opinberri stjórnsýslu. Markmið námskeiðs er að veita nemendum fræðilega og hagnýta innsýn í opinbera stjórnsýslu og skipulag og starfsemi hins opinbera.  Fjallað er um eftirfarandi

  1. Helstu hugtök í opinberri stjórnsýslu og sérstöðu starfsumhverfis hins opinbera.
  2. Skipulag og stjórntæki ríkis og sveitarfélaga.
  3. Embættis- og starfsmannakerfi hins opinbera og helstu reglur um vinnubrögð þeirra svo sem stjórnsýslu- og upplýsingalög.
  4. Siðferði og spillingu innan hins opinbera.
  5. Jafnréttismál sem viðfangsefni í opinberri stjórnsýslu
  6. Einkenni fjármálastjórnunar ríkis og sveitarfélaga og fjárlagagerð.
  7. Helstu kenningar um stjórnun og forystu skipulagsheilda og umbætur í opinberum rekstri.
X

Spurningakannanir, gagnagreining og ályktanir (STJ455G)

Hefur vantraust á stjórnmálum áhrif á þátttöku fólks í kosningum, og ef svo hefur það sömu áhrif á unga kjósendur og þeirra sem eru eldri? Hvað útskýrir það hvort að fólk staðsetur sig til hægri eða til vinstri í stjórnmálum? Eru kjósendur sem eru í veikri félags- og efnahagslegri stöðu opnari fyrir málflutningi svokallaðra popúlískra flokka? Í þessu námskeiði verður farið yfir hvernig stjórnmálafræðingar prófa orsakakenningar með megindlegum aðferðum. Nemendum verður kennt um spurningagerð og spurningakannanir, aðhvarfsgreiningu og forsendur hennar og greiningu á tilraunum og hálf-tilraunum. Áhersla er á að nemendur beiti tölfræðilegum aðferðum á fyrirliggjandi gögn til þess að svara rannsóknaspurningum um orsakasamhengi og orsakasambönd. Nemendur öðlast skilning á kostum og göllum ólíkra megindlegra rannsóknarsniða, sérstaklega með tilliti til innra og ytra réttmætis. Nemendur þróa rannsóknarverkefni og greina gögn.

X

Evrópusamruni (STJ317G)

Námskeiðið veitir gott yfirlit yfir Evrópusamrunann með áherslu á (a) sögu og kenningar; (b) stjórnkerfi Evrópusambandsins, helstu stofnanir þess og ákvarðanatökuferla; og (c) mikilvægustu stefnumál ESB.

X

Félagsleg stjórnmálafræði (STJ356G)

Viðfangsefni námskeiðsins eru klassískar kenningar í félagsvísindum með áherslu á kenningar Karls Marx (1818-1883), Max Webers (1864-1920) og Emils Durkheim. (1858-1917). Fjallað er um kenningarnar annars vegar í sínu söguleg samhengi og hins vegar með tilliti til áhrifa þeirra á viðfangsefni og aðferðir félagsvísinda eftir þeirra daga. Sérstök áhersla er lögð á hugmyndir þeirra um tilurð og helstu einkenni nútímasamfélags og stjórnmála. Kenningarnar verða bornar saman, ólíkar forsendur þeirra ræddar og gert grein fyrir helstu gagnrýni.

X

Stjórnmálaflokkar og kjósendur í nútímalýðræðisríkjum (STJ358G)

Hvað knýr stjórnmálaflokk til þess að leggja áherslu á ákveðin málefni? Af hverju skipa stjórnmálaflokkar og kjósendur sér í fylkingar, t.d. til vinstri eða til hægri í stjórnmálum eða í átt til frjályndis eða stjórnlyndis? Í þessu námskeiði verður leitast við að svara þessum spurningum þar sem fjallað verður meðal annars um hvað hefur áhrif á stjórnmálahegðun og þátttöku kjósenda (t.d. hvaða flokk fólk kýs, kosningaþátttöku og þátttöku í mótmælum) og afstöðu þeirra til stjórnmála. Fjallað verður um flokkakerfi og ólíkar gerðir stjórnmálaflokka, t.d. hvað varðar skipulag þeirra, áherslur á persónu frambjóðenda/stjórnmálamanna, fjölda meðlima og málefnaáherslur. Spurningar eins og hversu auðvelt aðgengi eiga nýjir flokkar að stjórnmálum, í umboði hverra starfa stjórnmalaflokkar, hverra hagsmuna gæta þeir og hvaða hlutverki gegna þeir í nútímalýðræðisríkjum, verður velt upp. Rætt verður um hvort og þá hvernig samfélagsgerðin hefur áhrif stjórnmálahegðun kjósenda, gerð flokkakerfis og stefnu stjórnmála, og farið verður yfir klofningsþætti á vettvangi stjórnmála, breytingar á tengslum stjórnmálaflokka og kjósenda, og ræddar hverjar eru helstu áskoranir nútímalýðræðisríkja.

X

Opinber stefnumótun (STJ501G)

Námskeiðið skiptist upp í þrá meginþætti: Í fyrsta lagi, (a) kynningu á fræðilegum bakgrunni stefnumótunar hins opinbera og þeim aðferðum sem beitt er innan félagsvísindanna til að útskýra og skapa skilning á samfélagslegum fyrirbærum , og (b) inngangi að þeim tegundum sjónarmiða (þ.e. skilvirkni, jöfnuði, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri samstöðu) sem helst er byggt á og vísað er til þegar tekist er á um markmið  opinberrar stefnumótunar. Í öðru lagi, verður fjallað um nokkur helstu viðfangsefni opinberrar stefnumótunar og á þessu námskeiði hafa eftirtalin viðfangsefni verið valin, þ.e. umhverfis- og loftslagsmál, heilbrigðismál, skattamál og menntamál. Í þriðja lagi verður farið í stefnumótunarferlið og áherslan lögð á svokallaðar dagskrárkenningar (agenda-setting theories), þ.e. hvernig mál komast á dagskrá ríkisstjórna og hvað skýri það að stundum verða stefnumál hins opinbera að veruleika og stundum ekki, - og hvernig hvatar ýmiskonar og umhverfi ákvarðanatöku hjá hinu opinbera getur haft áhrif á innleiðingu og árangur opinberrar stefnumótunar. 

X

Efst á baugi í alþjóðastjórnmálum: Friður, öryggi og sáttamiðlun (ASK305M)

Í námskeiðinu er farið yfir nýleg og yfirstandandi átök í heiminum í ljósi friðar- og átakafræði. Námskeiðið hefst með inngangi að því fræðasviði, sem gerir nemendum kleift að greina átökin með aðstoð gestafyrirlesara sem hafa sérfræðiþekkingu á ólíkum svæðum. Námskeiðinu lýkur svo með yfirliti yfir úrlausn átaka og sáttamiðlun. Vænanleg viðfangsefni eru t.d.  Súdan, Úkraína og Ísrael og Palestína.

X

Fjölþáttaógnir: Áhrif á ríki, samfélög og lýðræði (ASK033M)

Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendum fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) og fjölþáttahernað (e. hybrid warfare) sem verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðum um öryggismál. Fjölþáttahernaður hefur verið stundaður af ríkjum frá örófi alda, til að grafa undan andstæðingum, m.a. með upplýsingafölsun og undirróðri. Nútíma tækni og flókið samfélag hafa hins vegar gjörbreytt aðstæðum og fleiri gerendur en þjóðríki geta nú valdið slíkum ógnum og stundað slíkan hernað með fjölbreyttari hætti með minni kostnaði og áhættu. 

Fjallað verður um sögulega þróun fjölþáttahernaðar frá fyrstu tíð. Gerð grein fyrir átakalínum í nútímanum hvar fjölþáttaógnir koma við sögu og þær settar í samhengi við viðeigandi kenningar í alþjóðasamskiptum. Helstu gerendur verða kynntir, hvaða aðferðum er helst beitt og hverjar afleiðingarnar geta verið, m.a. að lýðræði er alvarlega ógnað. Einnig verður fjallað um viðbrögð og úrræði við fjölþáttaógnum, þau vandkvæði sem geta verið þar á því árásunum og aðgerðum gjarnan ætlað að grafa undan samheldni og stuðla að klofningi – sem getur torveldað viðbrögð enn frekar.

X

Friðaruppbygging á 20. og 21. öld (ASK501M)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum stjórn á hagnýtum og fræðilegum tækjum til að greina áskoranir, ógnanir og tækifæri sem felast í uppbyggingu friðar í kjölfar stríðs. Hvað gerist eftir að síðasta skotinu hefur verið hleypt af og þar til viðvarandi friður hefur náðst? Í gegnum greiningu tilvika öðlast nemendur færni í að bera kennsl á og skilja ólíka hagsmunaaðila í friðaruppbyggingu, og þá sem vilja spilla ferlinu. Áhersla er lögð á að skoða inngrip í átök á síðustu 30 árum. Nemendur kynnast því hvers vegna svo flókið hefur reynst að byggja upp viðvarandi frið í kjölfar átaka, þrátt fyrir nýtingu herafla, öfluga innspýtingu fjármagns umbreytingarréttlæti, endurbætur á öryggisgeiranum og þróunarsamvinnu. Meðal þeirra dæma sem koma til umræðu í námskeiðinu eru: Suður Afríka, Írak, Afganistan, Rúanda, Tímor-Leste, Filipseyjar, Srí Lanka, El Salvador, Mósambík, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Kólumbía.

X

Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu (STJ301M)

The aim of this course is to study the behavior and role of small states in the international system. The course deals with questions such as: What is a small state? What are the main constrains and opportunities of small states? Do small states behave differently in the international community from larger ones? The course offers an introduction to the literature on the state, the international system and small-state studies. The main emphasis, however, is on internal and external opportunities and constraints facing small states, for example how they are affected by and have responded to globalization, new security threats and the process of European integration. Special attention is devoted to Iceland and its reactions to economic crises and security threats. The course will also examine Iceland´s relations with the United States, China, Russia and the Nordic states, and its engagement with the European Union.

X

Leadership in Small States (áður The Power Potential of Small States) (STJ303M)

The aim of this course is to study strategies of small states to protect their interests and have a say in the international system. The course builds on the small state literature and examines whether small states tend to seek shelter, hedge, or hide in the international system. The focus is on the ability of small states to establish constructive relations with larger states and their power potential in international organizations. Special attention will be paid to current affairs and how a variety of small European states have been affected by and responded to the Russian full-scale invasion of Ukraine. The course will analyse crisis management in small states and how small states have responded to external crises, such as international economic crises and pandemics. The course examines small states’ methods to influence the day-to-day decision-making in the European Union. It studies the utilization of soft power by the smaller states, such as how small states use participation in the Eurovision Song Contest to enhance their international image. The course focus specially on small European states, in particular the five Nordic states. The course brings together some of the leading scholars in the field of small state studies and leadership studies by providing students with access to an online edX course on leadership in small states. The online edX course will supplement discussion in the classroom and cover in greater depth Small State Leadership in Public Administration and Governance; Small State Leadership in Foreign and Security Policy; Small State Leadership in Gender Policy; and Small State Leadership in International Diplomacy.

X

Vinnustofa fyrir BA-ritgerðir (STJ502G)

Í vinnustofunni er farið yfir algengt vinnulag við ritun BA-ritgerða, mótun rannsóknarspurningar, samskipti við leiðbeinanda, réttindi og skyldur nemenda í ferlinu. Einnig er tæpt á ýmsum öðrum hagnýtum atriðum er varða skrif og frágang lokaverkefna. Nemendur vinna með aðgerðabindingu og mótun rannsóknarspurninga í litlum hópum og ljúka vinnustofunni með því að sækja um leiðbeinanda, hafi þeir ekki gert það fyrir.

Námskeiðið er kennt tvo eftirmiðdaga tvær klst. í senn í 2.-3. viku misseris.

X

Hagsmunasamtök og ríkisvald (STJ462G)

Hagsmunasamtök eru mikilvægur hluti af stjórnmálunum enda leitast þau við að hafa áhrif á ríkisvaldið og opinberar ákvarðanir. Hlutverk, völd og baráttuaðferðir skipulagra hagsmunahópa í lýðræðissamfélögum eru umfjöllunarefni námskeiðsins. Þessir þættir ráðast m.a. af stöðu lýðræðis, lýðræðisskipulagi ríkja og verkefnum ríkisvaldsins. Þess vegna er í námskeiðinu fjallað um kenningar um ríkisvald en þær gagnast einnig til greiningar á baráttuaðferðum og skipulagi hagsmunasamtaka og hópa, m.a. kenningar um margræði, kjarnræði og korporatisma. Með dæmum og samanburði frá Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum leita nemendur svara við spurningunni um hverjir ráða, skoða og greina baráttuaðferðir hagsmunasamtaka og fá innsýn inn í hvernig ríkisvaldið vinnur með hagsmunasamtökum í lýðræðisríkjum og setur þeim skorður.

X

Introduction to Security Studies (STJ439G)

This course provides a comprehensive foundation in security studies. It examines concepts and theories relevant in the field, then considers approaches to, and practices of, security across different levels of analysis: individual, national, international, transnational, global and human.
The focus of security studies centres around questions of what, for whom, and how, is security. Answers to these questions vary according to what level of analysis is adopted, and which security domain is being discussed (eg political, military, economics, social, environmental, etc). The course explores these dimensions thoroughly, and then considers what they contribute to our practical knowledge and experiences of security.

X

Opinber stjórnsýsla (STJ453G)

Námskeiðið er grunnnámskeið í opinberri stjórnsýslu. Markmið námskeiðs er að veita nemendum fræðilega og hagnýta innsýn í opinbera stjórnsýslu og skipulag og starfsemi hins opinbera.  Fjallað er um eftirfarandi

  1. Helstu hugtök í opinberri stjórnsýslu og sérstöðu starfsumhverfis hins opinbera.
  2. Skipulag og stjórntæki ríkis og sveitarfélaga.
  3. Embættis- og starfsmannakerfi hins opinbera og helstu reglur um vinnubrögð þeirra svo sem stjórnsýslu- og upplýsingalög.
  4. Siðferði og spillingu innan hins opinbera.
  5. Jafnréttismál sem viðfangsefni í opinberri stjórnsýslu
  6. Einkenni fjármálastjórnunar ríkis og sveitarfélaga og fjárlagagerð.
  7. Helstu kenningar um stjórnun og forystu skipulagsheilda og umbætur í opinberum rekstri.
X

Stýrðu starfsframa þínum: menntun, atvinnulíf og starfsþróun fyrir stjórnmálafræðinga (STJ604G)

Megintilgangur námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og færni til að geta stjórnað og jafnvel skapað eigin starfsferil. Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær breytingar sem verða þegar kemur að útskrift og hefja þarf atvinnuleit eða kanna framhaldsnám. Markmiðið er að nemendur skoði á hvern hátt nám þeirra í stjórnmálafræði hefur stuðlað að starfsþróun (career development) og gera áætlun um hvernig þeir vilja nýta þekkingu sína, færni og hæfni á vinnumarkaði. Kynntar verðar leiðir til að efla starfshæfni (employability) og hvað þarf að hafa í huga þegar lagður er grundvöllur að starfsferli.   

Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem nemendum er gert kleift að yfirfæra þekkingu og hæfni úr stjórnmálafræði í hagnýtt umhverfi á vinnumarkaði. Verkefnavinnu er ætlað að auka sjálfsþekkingu og efla starfshæfni nemenda eftir að námi lýkur með áherslu á færni til að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu með skapandi og gagnrýnum hætti og takast á við þær hindranir sem geta legið á leið þeirra til árangursríkra og ánægjulegra starfa.

X

Vopnuð átök samtímans (ASK032M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum kenningar og hagnýt verkfæri til að greina orsakir og útkomu helstu átaka um allan heim á síðustu 30 árum. Með greiningu á tilviksrannsóknum munu nemendur geta greint og greint mismunandi gerðir vopnaðra átaka, hlutverk ríkisaðila og þátttakenda sem ekki eiga aðild að ríkinu, svo og átakaúrlausnar / friðaruppbyggingar.

Að auki verður lagt mat á árangur verkefna Sameinuðu þjóðanna sem eiga að sporna gegn svokölluðum nýjum stríðum og breytingum á hernaði (málaliðar, nethernaður).

Meðal átaka sem kunna að verða tekin fyrir í námskeiðinu eru: Balkanskaginn, íhlutun Rússa í Úkraínu, stríðið gegn hryðjuverkum í Sahel, Sómalía, útrás Kínverja í Suður-Kínahafi, Filippseyjar, Mjanmar, Írak, Líbía, framgangur ISIS, og Kólumbía

X

Vinnustofa fyrir BA-ritgerðir (STJ601G)

Í vinnustofunni er farið yfir algengt vinnulag við ritun BA-ritgerða, mótun rannsóknarspurningar, samskipti við leiðbeinanda, réttindi og skyldur nemenda í ferlinu. Einnig er tæpt á ýmsum öðrum hagnýtum atriðum er varða skrif og frágang lokaverkefna. Nemendur vinna með aðgerðabindingu og mótun rannsóknarspurninga í litlum hópum og ljúka vinnustofunni með því að sækja um leiðbeinanda, hafi þeir ekki gert það fyrir.

Námskeiðið er kennt tvo eftirmiðdaga tvær klst. í senn í 2.-3. viku misseris.

X

BA-ritgerð í stjórnmálafræði (STJ261L, STJ261L, STJ261L)

BA-ritgerð.

Umsjón: Fastir kennarar Stjórnmálafræðideildar.

X

BA-ritgerð í stjórnmálafræði (STJ261L, STJ261L, STJ261L)

BA-ritgerð.

Umsjón: Fastir kennarar Stjórnmálafræðideildar.

X

BA-ritgerð í stjórnmálafræði (STJ261L, STJ261L, STJ261L)

BA-ritgerð.

Umsjón: Fastir kennarar Stjórnmálafræðideildar.

X

Stjórnmál í fjölmiðlum: Fréttir, samfélagsmiðlar og markaðssetning (STJ360G)

Námskeiðið fjallar um hvernig upplýsingar um stjórnmál dreifast í gegnum fjölmiðla og hvernig þessi upplýsingamiðlun hefur áhrif á skilning okkar á stjórnmálum í dag. Námskeiðið blandar saman kenningum og rannsóknum úr fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði og blaða- og fréttamennsku. Nemendur læra meðal annars um stafræn stjórnmál og samskipti, samfélagsmiðlanotkun stjórnmálafólks og stjórnmálaflokka, krísu hefðbundinna stjórnmála og fjölmiðla í lýðræðisríkjum, hvernig fréttir um stjórnmál verða til, pólitíska markaðssetningu og kosningabaráttur og stjórnmál sem skemmtiefni. Í tengslum við þessi viðfangsefni fræðast nemendur til dæmis um rannsóknir sem snúa að hvernig stríðsátök birtast okkur á samfélagsmiðlum, fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit, hvernig Donald Trump hefur beitt samfélagsmiðlum í samskiptum sínum við umheiminn, fjölmiðlaumfjöllun um COVID-19 og nýlegum dæmum frá íslenskum stjórnmálum. Þar sem efni námskeiðsins tengist málefnum líðandi stundar eru nemendur hvattir til að fylgjast vel með fréttum um stjórnmál í fjölbreyttum miðlum.

X

Bandarísk stjórnmál (STJ318G)

Fjallað verður um helstu stofnanir bandaríska stjórnkerfisins (stjórnarskrána, þingið, alríkisvaldið og tengsl þess við fylkin og forsetaembættið), stjórnmálaflokka, hagsmunahópa, almenningsálitið, kosningar og kosningahegðun. Áhersla verður lögð á forsetaembættið (hvernig það hefur þróast frá einum forseta til annars) og hvernig ákveðnir forsetar hafa beitt sér fyrir breytingum á embættinu. Skoðað verður valdssvið forsetans og hvernig hann tengist einstökum stofnunum í stjórnkerfinu. Reynt verður að svara spurningum um raunverulegt vald forsetans og hvernig forsetaembættið komi til með að þróast og breytast í framtíðinni. Á kosningaári verður sérstök áhersla lögð á forsetakosningar og kosningar til þingsins.

X

Sveitarfélög: Stjórnmál nálægðarinnar (STJ343G)

Í námskeiðinu er velt upp eftirfarandi spurningum. Eru stór sveitarfélög alltaf betri en lítil? Hvaða áhrif hafa landsmálin á úrslit í sveitarstjórnarkosningum? Er stjórnsýsla sveitarfélaga nægilega öflug til að sinna auknum verkefnum sveitarfélaga?  Er betra að vera með faglegan en pólitískan bæjarstjóra? Hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum?

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir sveitarstjórnarstiginu. Farið verður yfir skipan sveitarstjórnarmála á Íslandi og tilgang, hlutverk og verkefni íslenska sveitarstjórnarstigsins. Sérstaklega verður litið til þátta eins og stjórnmála, stjórnsýslu, lýðræðis og lagalegra álitaefna hvað varðar stöðu sveitarfélaga í stjórnkerfinu.

Staða íslenskra sveitarfélaga verður jafnframt borin saman við erlend sveitarfélög fyrst og fremst í nágrannalöndunum ásamt því að farið verður yfir ólík sveitarstjórnarkerfi. Þá verður farið yfir helstu strauma og stefnur í fræðilegri umfjöllun um sveitarstjórnarmál.

X

Falsfréttir, upplýsingaóreiða og stjórnmál (STJ355G)

Í námskeiðinu verður kastljósinu beint að upplýsingaóreiðu og falsfréttum í tengslum við umræðu um stjórnmál. Fjallað verður um mismunandi skilgreiningar á hugtakinu falsfrétt og það rætt í sögulegu samhengi. Skoðuð verða möguleg áhrif og afleiðingar falsfrétta og einnig hvernig hugtakinu er beitt í pólitískri baráttu.

Fjallað verður um hvernig röngum og misvísandi upplýsingum er dreift og sérstaklega skoðaður þáttur samfélagsmiðla í dreifingunni. Þá verður farið í hverjir dreifa falsfréttum og í hvaða tilgangi. Einnig verður fjallað um hvernig stjórnvöld á Vesturlöndum hafa brugðist við auknu umfangi falsfrétta og tilraunum utanaðkomandi aðila til að hafa áhrif á lýðræðislega umræðu og kosningar.

Þá verður vikið að því breytta fjölmiðlaumhverfi sem stjórnmálamenn búa við, þar sem upplýsingar dreifast á ógnarhraða og tími til umhugsunar og viðbragða því oft lítill. Einnig hafa skilin milli  einkalífs og opinbers lífs orðið óljósari og fréttir af því sem stjórnmálamenn segja og/gera geta náð til mjög margra á örskömmum tíma.

X

Hryðjuverk (STJ354G)

Fjallað verður um helstu kenningar og staðreyndir um hvers vegna, hvernig og undir hvaða kringumstæðum einstaklingar eða hópar grípa til hryðjuverka til að ná pólitískum takmörkum sínum. Farið verður í grundvallar ástæður og rök fyrir hryðjuverkum og hvernig ríki bregðast við hryðjuverkum og hvernig varnir gegn þeim virka. Áhersla verður lögð á að samskipti milli hryðjuverka hópa og ríkis, frekar en endilega á einstaklingana á bakvið hryðjuverkahópa. Farið verður stuttlega yfir sögu hryðjuverka og hvernig þau hafa þróast undanfarna öld, svokallaðar fjórar bylgjur hryðjuverka, ólíkar aðferðir og þróun hópa. Skoðað verður hvernig stjórnkerfi hafa áhrif á hryðjuverk. Þá verða hryðjuverk sett í samhengi við nýlendustríð, utanríkisráðstefnu og borgarastyrjaldir og lögð verður áhersla á að skilja ólíkar kenningar og beita þeim á hryðjuverkaárásir í samtímanum.

X

Stjórnmálahagfræði (STJ463G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur helstu kenningum og rannsóknum í stjórnmálahagfræðimeð áherslu á hvernig afstöðu kjósenda og hópa er umbreytt í opinbera stefnu ílýðræðisríkjum. Fjallað verður um undirstöður skynsemiskenninga í stjórnmálafræði, hagrænarkenningar um kosningahegðun, takmarkanir á lýðræðislegum vilja fólksins við sameiginlegaákvarðanatöku, samkeppni stjórnmálaflokka og samvinnuvanda. Næst greinum við þærmeginstjórnmálastofnanir sem umbreyta afstöðu kjósenda í opinbera stefnu og skoðumsérstaklega áhrif þeirra á atferli og hvata. Námsefnið verður sérstaklega sett í samhengi við tvömeginviðfangsefni stjórnmálahagfræðinnar: Hvers vegna umfang velferðarríkisins er ólíkt millilýðræðisríkja og hvers vegna sumum ríkjum vegnar efnahagslega betur en öðrum.

X

Kynjafræðikenningar (KYN202G)

Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.

Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN415G)

Barátta hinsegin fólks síðastliðna áratugi hefur skilað margvíslegum ávinningi og réttindum. Enn er þó langt í jafnrétti á þessu sviði og samfélagið er í meginatriðum sniðið að hinum gagnkynhneigðu sískynja meginstraumi.

Í námskeiðinu er ljósi varpað á sögu hinsegin fólks, samfélagslega stöðu, reynsluheim, baráttumál og menningu.

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Námsferð til Brussel (STJ409G)

Markmið námsferðarinnar er að kynnast starfsemi Atlantshafsbandalagsins (NATO), Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), Evrópu-sambandsins (ESB) og íslenska sendiráðsins í Brussel. Farið er til Brussel og dvalið í viku. Félag stjórnmálafræðinema, Politica, skipuleggur ferðina í samráði við umsjónarmann. Námsferðin er ætluð nemendum á öðru og þriðja námsári í stjórnmálafræði sem eru í eða hafa lokið námskeiðinu Evrópusamruni. Þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi njóta forgangs. Nemendur bera allan kostnað af ferðinni. Ferðin verður farin með þeim fyrirvara að kennari fáist til fararinnar. Nemendum er bent á að kynna sér í upphafi misseris hvort ferðin stangist á við mætingaskyldu eða verkefnavinnu í öðrum námskeiðum.

Boðið er upp á námsferð til Brussel og Bandaríkjanna til skiptis. Farið er til Brussel þegar ártal endar á sléttri tölu.

X

Námsferð til Bandaríkjanna (STJ418G)

Markmið námsferðarinnar er að kynnast frá fyrstu hendi helstu stofnunum og gerendum í alþjóðakerfinu. Farið verður í heimsókn í höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna og verður starfsemi Íslendinga þar sérstaklega skoðuð auk þess sem Alþjóðabankinn, Hvíta Húsið, sendiráð Íslendinga í Washington og önnur sendiráð og stofnanir verða heimsóttar. Í heimsóknunum verður lögð áhersla á að nemendur kynnist stofnunum frá ólíkum sjónarhornum, þannig gefst þeim kostur á að sjá hvernig alþjóðastofnanir vinna í raun og hvernig ríkja hagsmunir takast á innan þeirra. Þannig gefst nemendum einstakt tækifæri til þess að brúa bilið milli fræða og raunveruleika. Ferðin verður að öllu leyti skipulögð af nemendum og bera þeir allan kostnað af henni. Ferðin er ætluð nemendum á öðru og þriðja ári og ganga þeir fyrir sem komnir eru lengst í námi. Áætlað er að ferðin taki eina viku og verður hún einungis farin með þeim fyrirvara að kennari fáist til fararinnar.

Boðið er upp á námsferð til Bandaríkjanna og Brussel til skiptis. Farið er til Bandaríkjanna þegar ártal endar á oddatölu. 

X

Umhverfisstjórnmál (STJ428G)

Fjallað verður um aukin áhrif manns á náttúru, viðbrögð samfélaga á vettvangi stjórnmála við þeirri þróun og þau álitamál sem upp hafa komið í kjölfarið. Gerð verður grein fyrir hugmyndafræði umhverfisverndar, bæði frá sjónarhorni klassískra stjórnmálakenninga, sem og þeim félagslega grunni sem hún spratt úr. Greint verður frá tilurð grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar og stjórnmálaflokka umhverfisverndarsinna og fjallað verður um aukna áherslu á umhverfismál í alþjóðastjórnmálum. Tekin verða fyrir helstu stjórntæki hins opinbera á sviði umhverfismála og ágreiningsefni þeim tengd. Þá verður vikið að umfjöllun um viðfangsefni alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum, sem og samninga á þeim vettvangi.

X

Fólk á flótta: Orsakir, viðbrögð og afleiðingar (STJ447G)

Í námskeiðinu er fjallað um málefni flóttafólks í stjórnmálafræðilegu, sögulegu og kynjafræðilegu samhengi. Fjallað verður um orsakir þess að fólk flýr heimalönd sín, svo sem samfélagslegt hrun, stríðsátök, ofsóknir og slæmt efnahagsástand. Sérstaklega verður litið til flóttafólks í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Fjallað er um ábyrgð ríkja gagnvart fólki á flótta í ljósi alþjóðalaga og –reglna. Viðbrögð og geta ríkja Evrópu til að takast á móti flóttafólki eru sérstaklega skoðuð. Í þessu samhengi er fjallað um landamæraeftirlit, þróun þess í Evrópu, Schengen-samstarfið og aðild Íslands að því. Íslensk flóttamannastefna er einnig skoðuð í sögulegu og samfélagslegu ljósi um leið og framtíðarmöguleikum er velt upp. Farið er yfir uppruna hugtaksins „flóttamaður“ og alþjóðalög sem varða stöðu fólks á flótta. Hlutverk ríkja, alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka eru skoðuð. Fjallað um stærstu hópa flóttamanna í heiminum í dag, t.d. konur í rómönsku Ameríku, Rohingya múslíma í SA-Asíu og íbúa Sýrlands. Ólíkar orsakir eru ræddar og settar í samhengi milli heimshluta.

X

Inngangur að almannatengslum (STJ449G)

Meginmarkmið námskeiðs er að þátttakendur kunni skil á helstu hugmyndum og kenningum um almannatengsl og samskipti, kunni skil á stefnumiðuðum samskiptum og krísustjórnun, geti gert grein fyrir helstu samfélagsmiðlum og nýtingu þeirra, og hannað, þróað og metið samskiptaáætlanir

X

Rússnesk stjórnmál og samfélag (STJ452G)

Í námskeiðinu er fjallað um stjórnkerfi Rússlands eins og það hefur þróast frá hruni Sovétríkjanna. Áhersla verður lögð á umbreytingu stofnana frá sovéttímanum og til dagsins í dag, og birtingarmyndir valds í fyrr og nú. Rætt verður um hlutverk forsetaembættisins, þróun og áhrif fjölmiðla og hvernig samspil pólitískra afla og togstreita hagsmuna hefur mótað orðræðu rússneskra stjórnmála. Einnig er fjallað um uppgang þjóðernishyggju, hlutverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, virka og óvirka stjórnarandstöðu og vaxandi einangrun Rússlands gagnvart Vesturlöndum. Loks er hugað að sovéskri arfleifð Rússlands og hvernig orðræðuform fortíðarinnar eru endurframleidd og endurnýtt í samtímaumræðu.

X

Stjórnmálasálfræði (STJ459G)

Stjórnmál fást við samskipti fólks og tengjast þar með óhjákvæmilega sálfræði þar sem hún lýtur að því hvernig fólk hugsar, upplifir, og hagar sér í ólíkum aðstæðum. Í þessu námskeiði munum við kanna bæði áhrif sálrænna þátta á stjórnmálahegðun sem og áhrif stjórnmálakerfa á hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks. Fjallað verður bæði um sígild álitaefni innan stjórnmálasálfræði og nýjustu kenningastrauma. Áhersla verður lögð á eftirfarandi: Yfirlit yfir stjórnmálasálfræði, persónuleiki og stjórnmál, fjölmiðlar og skynjun á stjórnmálamönnum, hugmyndafræði og almenningsálit, tilfinningar og stjórnmál, ákvarðanataka, millihópasamskipti, fordóma og ofbeldi.

X

Ótti, samsæriskenningar og vantraust í stjórnmálum (STJ461G)

Þvert á það sem ætla mætti af stjórnmálaumræðu samtímans hafa ótti, samsæriskenningar og vantraust einkennt stjórnmál frá ómunatíð. Í námskeiðinu könnum við þessi fyrirbæri út frá þverfaglegu sjónarhorni stjórnmálasálfræði með stuðningi frá öðrum tengdum greinum. Í upphafi verður fjallað um traust í garð stjórnmála, stjórnmálamanna og meðborgara sem mikilvægt en vandmeðfarið hugtak innan stjórnmála. Við veltum fyrir okkur fylgifiskum vantrausts svo sem pólun samfélagshópa og stjórnmálaþátttöu. Því næst læra nemendur um sálfræði ótta og þekkt áhrif hans á skoðanir fólks. Sálfræði samsæriskenninga, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir stjórnmálahegðun og -viðhorf verða einnig til umfjöllunar.

X

Þing í lýðræðisríkjum (STJ359G)

Þing gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðisríkjum. Þau fara með löggjafarvaldið en hafa einnig önnur hlutverk s.s. eftirlitshlutverk, umræðuhlutverk og hafa eftir atvikum aðkomu að framkvæmdarvaldinu. Þingmenn eru fulltrúar kjósenda og leiðtogar á sviði stefnumótunar og opinberrar umræðu. Í námskeiðinu verður fjallað um hin fjölþættu hlutverk þinga og eðli fulltrúahlutverksins og sjónum beint að skipulagi og starfsemi Alþingis. Í seinni hluta námskeiðsins er fjallað um lýðræðisnýjungar sem bryddað hefur verið upp á víða um heim til að auka þátt almennings í opinberri stefnumótun og lagasetningu. Borgarþing, rökræðukannanir og ýmsir samráðsvettvangar almennings eru dæmi um slíkt þátttökulýðræði. Fjallað verður um reynsluna af slíkum tilraunum og svara leitað við þeirri spurningu hvort hefðbundið fulltrúalýðræði standi enn traustum fótum. Í námskeiðinu fá nemendur fræðilega yfirsýn en jafnframt er í því raunhæf (praktísk) áhersla sem nýtist m.a. nemendum sem munu starfa á vettvangi þingsins, sveitarstjórna eða annars staðar sem fulltrúar almennings.

X

Verkefni í stjórnmálafræði (STJ303G, STJ303G, STJ303G)

Nemendum gefst færi á að vinna verkefni í umsjón fastra kennara við deildina, sem metið er til tveggja eininga.
Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og viðfangsefni og lesefni eru ákveðin í sameiningu.

X

Verkefni í stjórnmálafræði (STJ303G, STJ303G, STJ303G)

Nemendum gefst færi á að vinna verkefni í umsjón fastra kennara við deildina, sem metið er til tveggja eininga.
Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og viðfangsefni og lesefni eru ákveðin í sameiningu.

X

Verkefni í stjórnmálafræði (STJ303G, STJ303G, STJ303G)

Nemendum gefst færi á að vinna verkefni í umsjón fastra kennara við deildina, sem metið er til tveggja eininga.
Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og viðfangsefni og lesefni eru ákveðin í sameiningu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Matthías Ólafsson
Erla María Markúsdóttir
Matthías Ólafsson
BA í stjórnmálafræði

Ólíkt því sem margir telja er staðreyndin sú að Stjórnmálafræðideild HÍ er ekki formleg þjálfunaraðstaða fyrir Alþingi Íslendinga. Óneitanlega er námið frábært fyrir þá sem leitast við að starfa þar en tækifærin og möguleikarnir sem í því felast einskorðast ekki við hina fræknu löggjafarsamkundu.  Það felur í sér fjölbreytni sem mér þótti heillandi þegar ég stóð í því að velja háskólanám. Mig hafði löngum dreymt um að fara í háskóla í framandi löndum að loknu grunnnámi og ekki er ósennilegt að sá draumur rætist, þar sem BA-gráðan opnar möguleika á meistaranámi á félagsvísindasviðum háskóla víðsvegar um heiminn. Vinnubrögðin og þekkingin sem fólk tileinkar sér í stjórnmálafræði skilar þverfaglegum grunni til þess að starfa við hvað svo sem viðkemur samfélagi manna. Fjölbreytnin drýpur af hverju stjórnmálafræðistrái og það er ástæðan fyrir mínu vali.

Erla María Markúsdóttir
BA í stjórnmálafræði

Áhugi minn á samfélagsmálum, alþjóðamálum og sögu leiddi til þess að ég hóf nám við Stjórnmálafræðideild. Nú þegar ég hef lokið BA-prófi get ég með sanni sagt að það sem stendur upp úr í náminu er hvað það tengist mörgum öðrum áhugaverðum greinum. Ég ákvað að taka fjölmiðlafræði sem aukafag og það kom mér á óvart hve margir valáfangar í stjórnmálafræðinni tengdust fjölmiðlafræðinni. Þegar líða tók á námið fór ég einnig að taka eftir því að ég var oftar en ekki mun fróðari en vinir mínir um málefni líðandi stundar. Þá fannst mér ég vera að græða heilan helling á náminu.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.