Efnafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Efnafræði

Efnafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Efnafræðin er ein af undirstöðugreinum raunvísinda og er auk þess sjálfstæð vísinda- og tæknigrein.

Námið veitir sterka undirstöðu á helstu sviðum efnafræðinnar og uppfyllir kröfur til frekara náms eða almennra starfa.

Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir traustan almennan grunn í raungreinum og góða starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu. 

Grunnnám

Meginsvið efnafræðinnar eru lífræn efnafræði, ólífræn efnafræði, eðlisefnafræði, reikniefnafræði og efnagreining.

Á fyrsta námsári er byggður upp góður grunnur í almennri efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Á öðru námsári geta nemendur valið á milli námskeiða sem gera mismiklar kröfur til stærðfræðikunnáttu. Á þriðja námsári er ákveðið bundið val og valnámskeið. Sjá kennsluskrá.

Meðal viðfangsefna

 • Stærðfræðigreining
 • Línuleg algebra
 • Líkindareikningur og tölfræði
 • Forritun
 • Almenn eðlisfræði
 • Almenn efnafræði
 • Varmaefnafræði og rafsegulfræði
 • Eðlisefnafræði og kennileg efnafræði
 • Skammtafræði, litrófsgreining, og reikniefnafræði
 • Efnagreining
 • Ólífræn efnafræði
 • Efnasmíðar og auðkenning efna
 • Lífræn efnafræði
 • Lífefnafræði
 • Efnafræði lífsameinda

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til..

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Efnafræðingar eru eftirsóttir til starfa og starfsvettvangur þeirra er mjög fjölbreytilegur.

Efnafræðingar eru meðal annars eftirsóttir starfskraftar hjá nýsköpunarfyrirtækjum þar sem sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun nýtist við rannsóknir og þróunarstörf.

Mikil þörf er á menntuðum efnafræðingum til kennslu við framhaldsskóla landsins. 

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Framhaldsnám í efnafræði hefur stóreflst á undanförnum árum samhliða vaxandi áherslu á rannsóknastörf innan Háskóla Íslands og vöxt tæknifyrirtækja innanlands. 

Í framhaldsnámi gefst nemendum tækifæri til að starfa að rannsóknarverkefnum undir handleiðslu leiðbeinanda við námsbrautina.

Félagslíf

 • HVARF er félag efnafræði- og efnaverkfræðinema
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

Hvarf Facebook

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr