
Efnafræði
180 einingar - BS gráða
Efnafræðin er ein af undirstöðugreinum raunvísinda og er auk þess sjálfstæð vísinda- og tæknigrein.
Námið veitir sterka undirstöðu á helstu sviðum efnafræðinnar og uppfyllir kröfur til frekara náms eða almennra starfa.
Námið er bæði bóklegt og verklegt og veitir traustan almennan grunn í raungreinum og góða starfsþjálfun í verklagi við störf á rannsóknarstofu.

Grunnnám
Meginsvið efnafræðinnar eru lífræn efnafræði, ólífræn efnafræði, eðlisefnafræði, reikniefnafræði og efnagreining.
Á fyrsta námsári er byggður upp góður grunnur í almennri efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Á öðru námsári geta nemendur valið á milli námskeiða sem gera mismiklar kröfur til stærðfræðikunnáttu. Á þriðja námsári er ákveðið bundið val og valnámskeið. Sjá kennsluskrá.

Meðal viðfangsefna
- Stærðfræðigreining
- Línuleg algebra
- Líkindareikningur og tölfræði
- Forritun
- Almenn eðlisfræði
- Almenn efnafræði
- Varmaefnafræði og rafsegulfræði
- Eðlisefnafræði og kennileg efnafræði
- Skammtafræði, litrófsgreining, og reikniefnafræði
- Efnagreining
- Ólífræn efnafræði
- Efnasmíðar og auðkenning efna
- Lífræn efnafræði
- Lífefnafræði
- Efnafræði lífsameinda
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til..