
Alþjóðlegt nám í menntunarfræði
180 einingar - BA gráða
. . .
Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi. Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
- Alþjóðlegt nám í menntunarfræðum er heildstætt þriggja ára grunnnám sem lýkur með BA-ritgerð.
- Með náminu er brugðist við þróun í átt til hnattvæðingar, aukinna fólksflutninga og þróun fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi svo nokkuð sé nefnt.
- Öll kennsla fer fram á ensku og er samsetning og skipulag námsins miðað við margbreytilegan nemendahóp.

Áherslur í námi
Lögð er áhersla á samspil menntunar og samfélaga í alþjóðlegu ljósi. Stúdentar öðlast innsýn í líf og störf í ólíkum samfélögum og kynnast ólíkri menningu, hefðum og lífgildum.
Val er um tvær áherslur í náminu:
- Tungumálakennsla
- Menntun í alþjóðlegu samhengi