Tannlæknisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tannlæknisfræði

Tannlæknisfræði

360 einingar - cand. odont. gráða

. . .

Markmið tannlæknanáms er að mennta nemendur í tann- og munnvísindum og stuðla þannig að bættri tann- og munnheilsu þjóðarinnar. Tannlæknadeild er lítil og persónuleg og býður upp á faglegt og krefjandi nám, þar sem nemendur hvattir til dáða.

Um námið

Kandídatsnám í tannlækningum er sex ára og 360e nám sem lýkur með kandídatsprófi í tannlækningum. 

Fyrstu þrjú árin í tannlæknanámi eru að mestu helguð grunngreinum læknis- og tannlæknisfræði en síðari námsárin fara að mestu fram á tannlækningastofu deildarinnar þar sem verk- og bóknám er tvinnað saman. 

Meira um námið

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf. Fjöldi þeirra sem er tekinn inn á vormisseri fyrsta árs er takmarkaður, og er miðað við 8 stúdenta. Einungis þeim 8 stúdentum sem lokið hafa öllum prófum fyrsta misseris með hæstu meðaleinkunn er leyft að halda áfram námi á vormisseri.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Að kandídatsprófi loknu starfa flestir sem almennir tannlæknar, ýmist sjálfstætt eða sem aðstoðartannlæknar. Tannlæknar sem útskrifast frá Háskóla Íslands eru eftirsóttir á alþjóðlegum vinnumarkaði.​ Íslenskt tannlæknaleyfi veitir rétt til atvinnu í löndum Evrópusambandsins.

Þá er einnig hægt að leggja stund á rannsóknatengt framhaldsnám við Tannlæknadeild eða sérmenntun í klínískum greinum erlendis. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Almennar tannlækningar
  • Sérhæfðar tannlækningar
  • Kennsla
  • Ráðgjöf
  • Rannsóknir

Félagslíf

Tannlæknadeild er meðal fámennustu deilda Háskóla Íslands. Engu að síður er félagslíf nemenda öflugt. Nemendafélagið nefnist Félag íslenskra tannlæknanema (FÍT) og stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum. Viðburðir eru einnig haldnir með nemendafélögum annarra deilda Heilbrigðisvísindasviðs. 

Hafðu samband

Skrifstofa Tannlæknadeildar
Læknagarði, 2. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík
Sími: 525 4871
givars@hi.is
Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12 og 13-15.

Tannlæknaþjónusta fyrir almenning - Klíník Tannlæknadeildar
Sjá nánari upplýsingar hér.