Skip to main content

Ritlist

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

Aukagrein – 60 einingar

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi. Meðal annars í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt.

Skipulag náms

X

Bókmenntafræði (ÍSL111G)

Vilt þú læra nýjar leiðir til að lesa og skilja bókmenntir, kafa undir yfirborð texta og ræða um skáldverk á faglegan hátt? Í þessu námskeiði kynnast nemendur undirstöðuhugtökum í bókmenntafræði, textagreiningu og ritun bókmenntaritgerða. Nemendur læra um ólíkar nálganir í bókmenntagreiningu og fá þjálfun í að beita hugtökum við greiningu á skáldtextum af ýmsu tagi, bæði munnlega og í rituðu máli. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta: Inngang að bókmenntafræði, ljóð, frásagnir (sögur og leikrit) og loks bókmenntaritgerðaskrif. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rebekka Sif Stefánsdóttir
Ástrós Elísdóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Rebekka Sif Stefánsdóttir
Ritlist

Í ritlistinni fann ég bæði agann, hvatninguna og innblásturinn sem ég þurfti til að fleyta drauminum um að verða rithöfundur áfram. Umgjörðin og aðhaldið hentaði mér mjög vel, sem og félagslífið sem er mjög öflugt vegna Blekfjelagsins. Ég valdi það að fara í meistaranám í ritlist því mig langaði til að þjálfa ritvöðvann og þroskast sem höfundur. Ég hafði fylgst með náminu og rithöfundunum sem höfðu tekið það um árabil og sá að það var að hafa áhrif mjög jákvæð áhrif á íslenskt bókmenntalíf. Ef það blundar rithöfundur í þér hvet ég þig eindregið til þess að sækja um í ritlist, það er magnað hvað ég fékk mikið út úr þessum tveimur árum. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.