Skip to main content

Rafmagns- og tölvuverkfræði

Rafmagns- og tölvuverkfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára framhaldsnám í rafmagns og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Námið er 120 einingar og telst fullgilt MS-próf.

Um námið

Námið samanstendur af 60 eininga rannsóknaverkefni og 60 einingum í námskeiðum.

Námskeiðin eru valin í samráði við umsjónarkennara.

Í boði eru tvö kjörsvið:

Að loknu meistaraprófi í rafmagns- og tölvuverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

 1. Fyrsta háskólagráða, BS-próf, á því fagsviði sem sótt er um, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið, sjá:https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=41323&version=current. Sjá nánar: https://www.hi.is/haskolinn/reglur_nr_994_2017
 2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
 3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.
Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Mikil eftirspurn er eftir rafmagns- og tölvuverkfræðimenntuðu fólki á vinnumarkaði hérlendis og erlendis.

Brautskráðir nemendur eru í forystuhlutverkum á mörgum sviðum atvinnulífsins. Má þar nefna í nýsköpunarfyrirtækjum eins og:

 • Meniga
 • Datamarket
 • Össuri
 • Marel
 • Decode
 • Vaka
 • Nox Medical
 • CCP
 • Í bönkum
 • Í ráðgjafafyrirtækjum

Þjálfun í að greina viðfangsefni og velja aðferðir til úrlausnar gerir rafmagns- og tölvuverkfræðinga einnig eftirsótta til margvíslegra annarra starfa en hefðbundinna verkfræðistarfa.

Texti hægra megin 

Doktorsnám

Meistaragráða í rafmagns- og tölvuverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi.

Í boði eru þrjár áhersluleiðir:

Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr