
Listfræði
BA gráða
Nám í listfræði veitir þekkingu í sögu myndlistar og sjónrænnar menningar og þjálfun í að skilja, greina og túlka myndlistarverk og annað sjónrænt efni frá ólíkum tímum og í mismunandi þjóðfélögum. Sérstök áhersla er lögð á íslenska myndlistarsögu í náminu.

Um námið
Listfræði veitir þjálfun í myndlæsi, þ.e. að geta „lesið“ myndmál til jafns við ritaðan texta, ásamt því að kynna helstu hugtök og greiningaraðferðir (listsöguskoðanir) í listfræði. Þetta gerir fræðigreinin út frá ýmsum sjónarhólum; formrænum, íkónógrafískum, félagssögulegum, feminískum, o.s.frv.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Þau listfræðinámskeið sem kennd eru á vegum Listaháskóla Íslands (kennd í LHÍ) eru eingöngu opin fyrir nemendur í listfræði, ekki aðra nemendur HÍ.