Listfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Listfræði

Listfræði

BA gráða

. . .

Nám í listfræði veitir þekkingu í sögu myndlistar og sjónrænnar menningar og þjálfun í að skilja, greina og túlka myndlistarverk og annað sjónrænt efni frá ólíkum tímum og í mismunandi þjóðfélögum. Sérstök áhersla er lögð á íslenska myndlistarsögu í náminu.

Um námið

Listfræði veitir þjálfun í myndlæsi, þ.e. að geta „lesið“ myndmál til jafns við ritaðan texta, ásamt því að kynna helstu hugtök og greiningaraðferðir (listsöguskoðanir) í listfræði. Þetta gerir fræðigreinin út frá ýmsum sjónarhólum; formrænum, íkónógrafískum, félagssögulegum, feminískum, o.s.frv.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Þau listfræðinámskeið sem kennd eru á vegum Listaháskóla Íslands (kennd í LHÍ) eru eingöngu opin fyrir nemendur í listfræði, ekki aðra nemendur HÍ.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að námi loknu

Listsköpun er mótandi afl í samfélaginu sem spannar vítt svið mannlegrar þekkingar og reynslu. Myndlist snýst, eðli málsins samkvæmt, um myndmál og sjónræna menningu, þ.e. þann hluta menningarinnar sem er sýnilegur. Í samfélagi þar sem myndir eru jafnvel stærri áhrifavaldar í lífi manna en orðræða, vantar almennt mikið upp á myndlæsi, að fólk geti „lesið“ myndir til jafns við ritaðan texta.

Nám í listfræði hefur einkum gildi fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa innan myndlistarheimsins, m.a. í tengslum við söfn, sýningarsali og menningarstofnanir. Námið hefur einnig gildi fyrir þá sem hafa áhuga á menningarfjölmiðlun, (blaðamennsku, listgagnrýni, þáttagerð), þ.e. gerð sérhæfðs efnis um listir fyrir fjölmiðla. Einnig nýtist námið þeim sem hyggjast leggja fyrir sig listasögukennslu á grunn- og framhaldskólastigi og/eða vinna við rannsóknir á myndlist. Þá krefjast alþjóðasamskipti í auknum mæli þekkingar á menningar- og listsögulegum bakgrunni og sérstöðu þjóða.

Fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig viðameiri rannsóknir og ritstörf í listfræðum er námið hugsað sem undirbúningur fyrir frekara nám erlendis í fræðunum. 

Íslenska starfsheitið listfræðingur tíðkast almennt, en ekki til að mynda listsagnfræðingur. Er það gert bæði til að nota sem styst heiti skv. málvenju háskólafólks (sbr. sálfræðingur, verkfræðingur) og til að leggja áherslu á að listfræði er ekki undirgrein sagnfræði, heldur sjálfstæð fræðigrein með eigin aðferðafræði og kenningar. Til að öðlast starfsheitið listfræðingur er þó gert ráð fyrir að viðkomandi hafi lokið a.m.k. MA-prófi í listfræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Söfn og aðrar menningarstofnanir.
  • Menningarfjölmiðlun.
  • Listasögukennsla.
  • Rannsóknir.

Félagslíf

Nemendafélag listfræðinema heitir Artíma og stendur fyrir fjölbreyttri starfsemi, auk þess sem félagið gefur út listtímaritið Artímarit. Í flestum námskeiðum sitja blandaðir hópar nemenda úr HÍ og LHÍ og talsvert er einnig um viðburði í tengslum við samstarfið við Listaháskóla Íslands.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall