Skip to main content

Íslenska sem annað mál

Íslenska sem annað mál

Hugvísindasvið

Íslenska sem annað mál

BA gráða – 180 einingar

Nám í íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja fá fræðilega og/eða hagnýta þekkingu á íslensku. Tvær námsleiðir eru í boði: BA-nám sem er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands og hagnýtt nám sem er einkum ætlað þeim sem vilja auka færni sína í íslensku til að geta tekist á við annað nám eða störf í íslensku samfélagi.

Skipulag náms

X

Málfræði I (ÍSE102G)

Farið verður ítarlega í grundvallarþætti íslenskrar málfræði og megináhersla lögð á algengustu og reglulegustu beygingar fallorða (nafnorða, greinis, lýsingarorða og fornafna) og tíðbeygingu sagnorða. Fallstjórn, sambeyging, hljóðkerfis- og hljóðbeygingarreglur og reglur um orðaröð eru jafnframt til umfjöllunar.

X

Íslenskt mál I (ÍSE103G)

Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér orðaforða með lestri, ritun og verkefnavinnu í tengslum við afmörkuð efni. Fjallað er um orðmyndun og sérstök áhersla lögð á samsett orð. Í námskeiðinu eru lesnir ýmiss konar textar, bæði nytjatextar og bókmenntatextar, smásögur og skáldsögur. Málnotkun er þjálfuð með margs konar ritunaræfingum og verkefnum. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda.

X

Talþjálfun I (ÍSE105G)

Megináhersla er lögð á munnlega tjáningu, grunnatriði íslensks framburðar og skilning á töluðu máli. Fjallað er um íslenskt hljóðkerfi og sérstök áhersla lögð á sérhljóð. Farið er í framburð á einstökum orðum og einföldum setningum og hugað að áherslu og tónfalli. Nemendur fá þjálfun í talmáli (einræðu og samræðu) og lögð er áhersla á algenga samskiptafrasa og notkun daglegs máls. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með verkefnavinnu undir leiðsögn kennara. Krafist er virkrar þátttöku og góðs undirbúnings fyrir tímana.

X

Málfræði II (ÍSE201G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Málfræði I þar sem farið var yfir ýmsa grundvallarþætti íslenskrar málfræði. Haldið áfram að auka enn frekar við þá þekkingu í byggingu málsins sem nemendur öfluðu sér þar. Þannig verða fleiri beygingarflokkar nafnorða kynntir og jafnframt verður mikil áhersla lögð á sagnir og notkun þeirra. Rætt verður um myndun og notkun stigbreyttra lýsingarorða auk þess sem áhersla verður lögð á fornöfn og notkun þeirra, jafnt eftir formi og merkingu.

X

Íslenskt mál II (ÍSE204G)

Megináhersla er lögð á lesskilning og ritun með aðstoð texta af margvíslegu tagi, s.s. blaðagreina og smásagna. Hugað er að áframhaldandi uppbyggingu orðaforða, m.a. með umfjöllun um orðmyndun (afleidd orð) og lestri texta. Í þessu námskeiði eru styttri textar lesnir vandlega og sérstaklega hugað að orðaforða, byggingu orða og notkun orða í setningum. Til að þjálfa lesskilning, hraðlestur og ritun lesa nemendur nokkrar valdar smásögur og skáldsögur. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda.

X

Talþjálfun II (ÍSE205G)

Megináhersla er lögð á munnlega tjáningu, grunnatriði íslensks framburðar og skilning á töluðu máli. Fjallað er um íslenskt hljóðkerfi og sérstök áhersla lögð á samhljóð. Farið er í framburð og hugað að áherslu og tónfalli. Nemendur fá þjálfun í talmáli (einræðu og samræðu) og lögð er áhersla á rennsli og skoðanaskipti. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með verkefnavinnu undir leiðsögn kennara. Krafist er virkrar þátttöku og góðs undirbúnings fyrir tímana.

X

Hljóð- og hljóðkerfisfræði (ÍSE305G)

Fjallað verður ítarlega um myndun einstakra málhljóða í íslensku. Einnig verða könnuð innbyrðis vensl málhljóða og fjallað um helstu hljóðkerfisreglur og önnur hljóðferli sem eiga sér stað í samfelldu tali.

X

Mál og máltileinkun (ÍSE311G)

Fjallað verður um nokkur mikilvæg hugtök og hugmyndir í málvísindum og um viðfangsefni málvísinda. Áhersla verður lögð á einkenni mannlegs máls, málkunnáttu og skyldleika mála. Þá verður fjallað um máltöku barna, máltileinkun fullorðinna og tvítyngi.

X

Beygingarfræði I (ÍSE301G)

Farið verður ræki­­lega yfir beygingu nafnorða, þ.á m. eiginnafna, lýsingarorða, tölu­orða og atviks­orða. Hugað verður að ýmsum hugtökum beygingarfræðinnar eins og orðasafni, áhrifsbreytingum, fyrir­segjanleika og tíðni. Stærð beyg­­inga­­flokka og virkni verður til umfjöllunar og skoðað verður hvernig tökuorð skipast í beygingaflokka. Þá verður sjónum beint að tilbrigðum í beygingu og breytingum á beygingum.

X

Málnotkun I (ÍSE302G)

Aðaláhersla verður lögð á talað mál, þ.e. tjáningu, framburð og skilning á töluðu máli. Nemendur kynna sér jafnframt samfélagsumræðu um ýmis álitamál í töluðu og rituðu máli. Fylgst verður með umræðum, fréttum og viðtalsþáttum í fjölmiðlum og nemendur ræða efnið í litlum hópum með kennara. Nemendur flytja jafnframt kynningu á völdu efni og vinna heimaverkefni sem reyna á skilning og beinast að ýmsum málnotkunaratriðum.

X

Samtímabókmenntir og bókmenntafræði (ÍSE309G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í íslenskum bókmenntum, bókmenntagreiningu og bókmenntafræði. Í námskeiðinu verður fjallað um íslenskar samtímabókmenntir, þjóðfélagsmynd þeirra og samræðu við bókmenntahefðina. Einnig verða helstu grunnhugtök og aðferðir bókmenntafræði og bókmenntagreiningar kynnt. Farið verður sérstaklega í notkun fræðilegra heimilda og skrif bókmenntaritgerðar. Lesin og greind verða styttri og lengri bókmenntaverk sem komið hafa út á seinni árum. Kennslan fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Virk þátttaka nemenda og undirbúningur fyrir tíma er alger forsenda fyrir því að námskeiðið skili tilætluðum árangri. Nemendur munu vinna bæði einstaklings- og hópverkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins.

X

Sagnaheimur miðalda: Hetjur, goð og kvenskörungar (ÍSE501G)

Í námskeiðinu er fjallað um sagnaheim norrænna miðalda. Sjónum er beint að goðsögum, Íslendingasögum og fornaldarsögum ásamt þeim menningarjarðvegi sem þær spruttu úr.

Nemendur lesa úrval norrænna miðaldabókmennta: valin eddukvæði og hluta Snorra-Eddu, Íslendingasögur, fornaldarsögur og brot úr öðrum ritum. Áhersla er lögð á verk og sögupersónur sem hafa reynst áhrifamikil í seinni tíma, svo sem í íslenskri kveðskaparhefð og öðrum bókmenntum. Kvenpersónur og hetjuímyndir verða kannaðar sérstaklega. Einnig verður skoðað hvernig unnið er úr forníslenskum sagnaheimi í dægurmenningu, svo sem í Marvel kvikmyndaheiminum, Game of Thrones og þungarokki. Nemendur kynnast rannsóknasögu og varðveislu norrænna miðaldabókmennta og helstu fræðikenningum um þær. Þá verður kannað samband sagnaarfsins við þjóðernishyggju bæði fyrr á öldum og í nútíma.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og virkri þátttöku nemenda í tímum. 

X

Beygingarfræði II (ÍSE403G)

Farið verður ræki­­lega yfir beygingu fornafna og sagna. Enn fremur verður notkun ýmissa fornafna til athugunar. Hugað verður að ýmsum hugtökum beygingarfræðinnar eins og orða­safni, áhrifsbreytingum, fyrir­segjanleika og tíðni. Stærð beyg­­inga­­flokka og virkni verður til umfjöllunar og skoðað verður hvernig tökuorð skipast í beygingaflokka. Þá verður sjónum beint að tilbrigðum í beygingu og breytingum á beygingum.

X

Íslandssaga (ÍSE404G)

Námskeiðið fjallar um sögu Íslands. Stiklað er á stóru um helstu atriði Íslandssögunnar, svo sem landnám, kristnitöku, stofnun Alþingis, Sturlungaöld, siðaskipti, einveldi, einokunarverslun, sjálfstæðisbaráttu, heimastjórn, hernám, kalt stríð og þorskastríð. Áhersla er lögð á fyrstu aldir byggðar í landinu og sögu síðustu tveggja alda.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum milli nemenda og kennara.

X

Málnotkun II (ÍSE405G)

Lögð verður áhersla á að auka færni nemenda í ritun, fræðilegri framsetningu ritsmíða og að dýpka lesskilning. Fengist verður við uppbyggingu og frágang ritsmíða, þ. á m. heimildaskráa, notkun tilvísana og frekari áhersla lögð á notkun og notagildi margvíslegra gagnasafna. Tengiorð, orðasambönd og orðastæður verða einnig í brennidepli auk mismunandi málsniðs ritmáls og talmáls.

X

Íslensk dægurmenning: Kvikmyndir og tónlist (ÍSE408G)

Í námskeiðinu rannsaka og greina nemendur þróun og einkenni íslenskrar dægurmenningar undanfarna áratugi.

Námskeiðið er kennt í tveimur lotum. Í fyrri lotu er sjónum einkum beint að íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni frá 1980 til nútímans. Fjallað verður um myndmál og viðfangsefni kvikmyndahöfunda, þar með talið vísanir í sagnaarf og landslag, sem og aðlaganir bókmenntaverka að hvíta tjaldinu. Í seinni lotu er fjallað um nýlega íslenska dægurtónlist og tengsl hennar við ljóðlist, ferðamennsku og sjálfsmynd þjóðarinnar. Meðal annars er hugað að áhrifum Bjarkar, Sigur Rósar og Bubba Morthens í því sambandi.

Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að ræða um og skrifa gagnrýnið um íslenskar kvikmyndir og tónlist og lesa fræðigreinar um efnið.

X

Íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú (ÍSE406G)

Fjallað er um íslenska þjóðsagnahefð og þjóðtrú og gildi hennar í samtímanum. Lesið er úrval af þekktum íslenskum þjóðsögum og valin sýnishorn íslenskra nútímabókmennta en auk þess fræðileg skrif um viðfangsefnið. Athygli verður beint að hlutverki þjóðsagna og þjóðtrúar í samfélaginu, jafnt fyrr á öldum sem í samtímanum. Þá verður áhersla lögð á það hvernig íslenskir listamenn hafa unnið með þennan sagnaarf á síðari árum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum kennara, vettvangsheimsóknum og virkri þátttöku nemenda í tímum. Nemendur munu vinna bæði einstaklings- og hópverkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins.

X

Íslenskar bókmenntir seinni alda (ÍSE602G)

Í námskeiðinu er fjallað um þróun íslenskra bókmennta á síðari öldum. Lesin verða valin íslensk bókmenntaverk af ólíku tagi og áhersla lögð á skáld sem hafa haft mikil áhrif á menningarsöguna og eiga enn í virkri samræðu við samtímann, til dæmis vegna dægurlaga, rithöfundasafna eða opinberra líkneskja. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum kennara og þátttöku nemenda í tímum. Nemendur munu vinna einstaklings- og hópverkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins.

X

Setningafræði I (ÍSE503G)

Í námskeiðinu verður rætt um ýmis grundvallaratriði setningafræðinnar. Fjallað verður um sjálfgefna orðaröð og færslur sem eiga sér stað í íslensku. Síðan verður sjónum beint að samspilum merkingar og setningagerðar, sérstaklega í tilfelli forsetningarliða sem fylliliða lýsingarorða, sagna og nafnorða. Einnig verður fjallað um rökliði og fallmörkun, sérstaklega í tengslum við merkingarhlutverk frumlaga og andlaga. Litið verður á öll þessi atriði með hliðsjón af erlendum málum.

X

Málnotkun III (ÍSE504G)

Fjallað verður um texta af margvíslegu tagi, s.s. fréttir, útdrætti, ræður, viðtöl, bréf, blaðagreinar og ritgerðir. Nemendur undirbúa kynningar og flytja í tímum, ýmist einir eða í hóp, og ræða síðan efni þeirra. Þá eru lögð fyrir nemendur ýmis ritunarverkefni.

X

Sagnaheimur miðalda: Hetjur, goð og kvenskörungar (ÍSE501G)

Í námskeiðinu er fjallað um sagnaheim norrænna miðalda. Sjónum er beint að goðsögum, Íslendingasögum og fornaldarsögum ásamt þeim menningarjarðvegi sem þær spruttu úr.

Nemendur lesa úrval norrænna miðaldabókmennta: valin eddukvæði og hluta Snorra-Eddu, Íslendingasögur, fornaldarsögur og brot úr öðrum ritum. Áhersla er lögð á verk og sögupersónur sem hafa reynst áhrifamikil í seinni tíma, svo sem í íslenskri kveðskaparhefð og öðrum bókmenntum. Kvenpersónur og hetjuímyndir verða kannaðar sérstaklega. Einnig verður skoðað hvernig unnið er úr forníslenskum sagnaheimi í dægurmenningu, svo sem í Marvel kvikmyndaheiminum, Game of Thrones og þungarokki. Nemendur kynnast rannsóknasögu og varðveislu norrænna miðaldabókmennta og helstu fræðikenningum um þær. Þá verður kannað samband sagnaarfsins við þjóðernishyggju bæði fyrr á öldum og í nútíma.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og virkri þátttöku nemenda í tímum. 

X

Þýðingar (ÍSE502G)

Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófum/ritgerðarverkefnum þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.

X

BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli (ÍSE261L)

BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli

X

Fjölmiðlamál (ÍSE601G)

Fjallað verður um mál í fjölmiðlum, einkum dagblöðum en einnig talmiðlum. Lesnar verða blaðagreinar af ýmsum toga (s.s. leiðarar, pistlar, minningargreinar og íþróttafréttir) og áhersla lögð á atriði sem oft vefjast fyrir annarsmálsnemum, s.s. orðatiltæki, augnablikssamsetningar, orðaleiki, kaldhæðni og vísanir íslenskan menningarheim. Mismunandi málsnið, munur talmáls og ritmáls, sjónvarpsþýðingar og fyrirsagnir verða einnig til umræðu. Þá verður fjallað ítarlega um íslenska málstefnu.

X

Setningafræði II (ÍSE603G)

Þetta námskeið er framhald af Setningafræði I. Fjallað verður um aukasetningar (fallsetningar og atvikssetningar) og nokkur setningafræðileg fyrirbæri í íslensku (afbrigðilega fallmörkun, flókna færslu, langdræga afturbeygingu o.s.frv.). Einnig verður sjónum beint að þolmynd og miðmynd. Litið verður á öll þessi atriði með hliðsjón af erlendum málum.

X

Íslensk dægurmenning: Kvikmyndir og tónlist (ÍSE408G)

Í námskeiðinu rannsaka og greina nemendur þróun og einkenni íslenskrar dægurmenningar undanfarna áratugi.

Námskeiðið er kennt í tveimur lotum. Í fyrri lotu er sjónum einkum beint að íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni frá 1980 til nútímans. Fjallað verður um myndmál og viðfangsefni kvikmyndahöfunda, þar með talið vísanir í sagnaarf og landslag, sem og aðlaganir bókmenntaverka að hvíta tjaldinu. Í seinni lotu er fjallað um nýlega íslenska dægurtónlist og tengsl hennar við ljóðlist, ferðamennsku og sjálfsmynd þjóðarinnar. Meðal annars er hugað að áhrifum Bjarkar, Sigur Rósar og Bubba Morthens í því sambandi.

Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að ræða um og skrifa gagnrýnið um íslenskar kvikmyndir og tónlist og lesa fræðigreinar um efnið.

X

Íslenskar þjóðsögur og þjóðtrú (ÍSE406G)

Fjallað er um íslenska þjóðsagnahefð og þjóðtrú og gildi hennar í samtímanum. Lesið er úrval af þekktum íslenskum þjóðsögum og valin sýnishorn íslenskra nútímabókmennta en auk þess fræðileg skrif um viðfangsefnið. Athygli verður beint að hlutverki þjóðsagna og þjóðtrúar í samfélaginu, jafnt fyrr á öldum sem í samtímanum. Þá verður áhersla lögð á það hvernig íslenskir listamenn hafa unnið með þennan sagnaarf á síðari árum. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum kennara, vettvangsheimsóknum og virkri þátttöku nemenda í tímum. Nemendur munu vinna bæði einstaklings- og hópverkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins.

X

Íslenskar bókmenntir seinni alda (ÍSE602G)

Í námskeiðinu er fjallað um þróun íslenskra bókmennta á síðari öldum. Lesin verða valin íslensk bókmenntaverk af ólíku tagi og áhersla lögð á skáld sem hafa haft mikil áhrif á menningarsöguna og eiga enn í virkri samræðu við samtímann, til dæmis vegna dægurlaga, rithöfundasafna eða opinberra líkneskja. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum kennara og þátttöku nemenda í tímum. Nemendur munu vinna einstaklings- og hópverkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðsins.

X

Kennsla íslensku sem annars máls (ÍSE509G)

Námskeiðið skiptist í nokkra hluta þar sem farið er yfir helstu færniþætti í tileinkun annars máls. Nemendur læra að beita hugtökum á borð við millimál, markmál, málnemi, ílag og frálag. Nemendur fræðast meðal annars um félagslegan þátt tungumálanáms og munnlega færni. Þá verður fjallað um þróunarstig, uppbyggingu orðaforða og málfræði og Evrópska tungumálarammann. Einnig verður fjallað um námstækni og einstaklingsmun í máltileinkun.   Nemendur vinna verkefni, sem verða hvorttveggja hagnýt og fræðileg.

X

BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli (ÍSE261L)

BA-ritgerð í íslensku sem öðru máli

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hana Steríková
Hana Steríková
Íslenska sem annað mál - BA nám

Mér finnst námið bæði krefjandi og spennandi. Öll námskeiðin eru frá byrjun kennd á íslensku, sem getur verið erfitt fyrir fólk sem er nýlega komið til Íslands og hefur ekki sérstaklega mikla kunnáttu í íslensku. Maður þarf að undirbúa sig mjög vel og helst að læra á hverjum degi, ef maður vill ná árangri, en það margborgar sig fljótlega. Þemun í námskeiðunum eru mjög fjölbreytt þannig að námið verður skemmtilegra. Nemendur læra ekki bara málfræði, hljóðfræði og að tala nútímaíslensku í praktísku lífi, heldur er líka alltaf eitthvað nýtt um íslenska menningu og landafræði, bragfræði, sögu Íslands, fornsögur eða eddukvæði. Ég kann vel að meta þessa blöndu af verklegu og bóklegu námi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.