Íslenska sem annað mál | Háskóli Íslands Skip to main content

Íslenska sem annað mál

Íslenska sem annað mál

BA gráða

. . .

Nám í Íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja öðlast fræðilega og/eða hagnýta þekkingu á íslensku. Tvær námsleiðir eru í boði: BA-nám sem er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands og hagnýtt nám sem er einkum ætlað þeim sem vilja auka færni sína í íslensku til að geta tekist á við annað nám eða störf í íslensku samfélagi.

Um námið

Nám í Íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja öðlast fræðilega eða hagnýta þekkingu á íslensku. Tvær námsleiðir eru í boði, BA-nám  með áherslu á fræðilegt nám og hagnýtt nám til undirbúnings fyrir frekara nám eða störf í íslensku samfélagi. Auk þess er boðið upp á hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku.

Nánari upplýsingar um námið.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.