
Hugbúnaðarverkfræði
180 einingar - BS gráða
Háskóli Íslands var einn af frumkvöðlum á alþjóðavísu í að bjóða nám í hugbúnaðarverkfræði. Greinin er ört vaxandi og deildin fylgist vel með skilgreiningu náms á heimsvísu og er í tengslum við aðra háskóla á þessu sviði.
Hugbúnaðarverkfræði er hagnýtt nám þar sem nemendur læra hönnun, forritun og prófun hugbúnaðar.

Grunnnám
Meginhluti námsins eru skyldunámskeið sem skiptast nokkurnveginn jafnt í stærðfræði, tölvunarfræði, og námskeið sem tengjast hugbúnaðarverkfræði. Valnámskeið má velja innan hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða úr öðrum verkfræðigreinum.
Kenndar eru kerfisbundnar aðferðir við að hanna, þróa, reka og viðhalda hugbúnaði. Síðar bætist við rekstrarfræði og stjórnun af ýmsu tagi.

Meðal viðfangsefna
- Skipulag og hönnun stórra forritunarverkefna
- Þarfagreining og kröfulýsingar
- Þróun hugbúnaðar
- Stærðfræði, eðlisfræði og tölfræði
- Helstu tegundir forritunarmála
- Hönnun, greining og notkun gagnasafnskerfa
- Smíði tölvuviðmóta
- Vefforritun
- Prófun hugbúnaðar
- Viðhald hugbúnaðar
- Verkefnastjórnun og gæðastjórnun
- Rekstrarfræði
- Gervigreind
- Reiknifræði og bestun
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.