Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

BA gráða – 180 einingar

Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Aðferðir og hugtök (ABF104G)

Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).

X

Spænskar bókmenntir (ABF316G)

Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.

X

Jane Austen í samtímanum (ABF322G)

Í námskeiðinu verður rýnt í menningarfræðilega höfundarvirkni Austen og hinn svokallaði Austen-iðnaður í samtímanum kynntur fyrir nemendum. Sérstaklega verður skoðað hvernig skáldsögur Austen eru endurritaðar innan þriggja bókmenntagreina, sem löngum hafa verið tengdar konum, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum – og svo hvernig gríðarlegar vinsældir greinanna þriggja hafa endurmótað höfundarvirkni skáldkonunnar og ímynd hennar. Einnig verða til umræðu kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir byggðar á verkum skáldkonunnar og lífi hennar. Leitast verður við að svara spurningum sem hverfast um stöðu kvenna í póstfemínískri neyslumenningu, varpað ljósi á Darcy-æði samtímans auk þess að skoða hlutverk Jane Austen innan frásagnanna sem lífsgúru, leiðbeinanda og kennslukonu.

X

Miðaldabókmenntir (ABF112G)

Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Menningarsaga eldgosa (ABF603G)

Víxlverkun manns og náttúru er viðfangsefni umhverfishugvísinda og þeirrar stefnu í bókmenntarannsóknum sem nefnist vistrýni. Nú er sagt að við lifum á mannöld, nýju tímabili jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannsins, en þá má spyrja á móti: hvaða áhrif hefur jörðin haft á menninguna? Í þessu námskeiði verður leitast við að svara þessari spurningu með því að skoða frásagnir af eldgosum. Þegar fjall vaknar og fer að gjósa er eins og jörðin grípi inn í söguna og verði virkur gerandi í atburðarás mannlífsins. Þeir sem búa á svæðum þar sem slíkar náttúruhamfarir ganga yfir þurfa oft að bregðast hratt við til að bjarga lífi sínu en svo þegar menn setjast niður til að hugsa og skrifa um atburðina koma iðulega fram áhugaverðar túlkanir á sambandi manns og náttúru. Í námskeiðinu verða lesin skáldverk sem tengjast stórum eldgosum á Íslandi, t.d Skaftáreldum, Kötlugosinu 1918 og Heimaeyjargosinu. Einnig verður litið til skáldverka sem tengjast öðrum eldvirkum svæðum svo sem Japan, Ítalíu, Indónesíu og Karíbahafi.

X

Sæberpönk, Sæberspeis. Sæberkúltur (ABF602G)

Í þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir sæberpönk og sæberkúltúr og menningarlegt mikilvægi þess frá upphafi veraldavefsins til dagsins í dag. Þegar vel er að gáð, má sjá áhrif sæberpönks í bókmenntum, bíómyndum, músík, tölvuleikjum, tísku og heimspekilegum kenningum. Í sæberpönk blandast saman staðreyndir og skáldskapur, fortíð og framtíð og hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og á ákveðinn hátt má segja að sæberpönk hafi yfirþema, það að brjóta niður mörk sem dæmi efnislegt/sýndarlegt, mannlegt/vélar og opinbert/persónulegt.

X

Serbneskar bókmenntir (ABF435G)

Fjallað verður um serbneskar bókmenntir, einkum bókmenntir 20. aldar. Lesin verða lykilverk og kynntir bókmenntastraumar, allt frá framúrstefnuhreyfingum til eftirstríðsbókmennta og „fyrstu skáldsögu 21. aldar“. Í námskeiðinu verða nemendur kynntir fyrir helstu höfundum og verkum þeirra, m.a. Isidoru Sekulić, Ljubomir Micić, Ivo Andrić, Desönku Maksimović, Miodrag Pavlović, Branko Miljković, Danilo Kiš, Milorad Pavić. Textarnir verða lesnir í enskum og íslenskum þýðingum.

X

Þýskar bókmenntir (ABF308G)

Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir á þýsku málsvæði frá síðari hluta 18. aldar fram til fyrri hluta 20. aldar og leitast við að ná yfirsýn um helstu strauma tímabilsins, frá rómantík til sósíalrealisma. Í námskeiðinu verða m.a. lesin verk eftir Goethe, Novalis, Fontane, Rilke, Mann og Seghers. Í forgrunni verður skáldsagnagerð tímabilsins en einnig verða lesnar valdar smásögur, ritgerðir og ljóð, auk fræðigreina um efnið.

X

Nútímaleikritun (ABF429G)

Markmið námskeiðið er að gefa yfirlit yfir helstu strauma í nútímaleikritun Vesturlanda og veita nemendum grunn í greiningu og lestri leikrita. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjá meginþætti þar sem lögð er áhersla á ólíkar nálganir leiktexta: í fyrsta lagi þá sem byggir á dramatískum lögmálum um heildstæða framvindu og persónusköpun, í öðru lagi uppbrotum þeirrar hefðar, m.a. í epísku leikhúsi og leikritun absúrdismans, og síðasti hluti námskeiðsins beinir sjónum að leiktextum sem hafna dramatísku formi með öllu. Námskeiðið fer fram í fyrlestrum, umræðum, hóp- og einstaklingsvinnu.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Stefnur í bókmenntafræði (ABF305G)

Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.

X

Spænskar bókmenntir (ABF316G)

Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.

X

Jane Austen í samtímanum (ABF322G)

Í námskeiðinu verður rýnt í menningarfræðilega höfundarvirkni Austen og hinn svokallaði Austen-iðnaður í samtímanum kynntur fyrir nemendum. Sérstaklega verður skoðað hvernig skáldsögur Austen eru endurritaðar innan þriggja bókmenntagreina, sem löngum hafa verið tengdar konum, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum – og svo hvernig gríðarlegar vinsældir greinanna þriggja hafa endurmótað höfundarvirkni skáldkonunnar og ímynd hennar. Einnig verða til umræðu kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir byggðar á verkum skáldkonunnar og lífi hennar. Leitast verður við að svara spurningum sem hverfast um stöðu kvenna í póstfemínískri neyslumenningu, varpað ljósi á Darcy-æði samtímans auk þess að skoða hlutverk Jane Austen innan frásagnanna sem lífsgúru, leiðbeinanda og kennslukonu.

X

Miðaldabókmenntir (ABF112G)

Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Menningarsaga eldgosa (ABF603G)

Víxlverkun manns og náttúru er viðfangsefni umhverfishugvísinda og þeirrar stefnu í bókmenntarannsóknum sem nefnist vistrýni. Nú er sagt að við lifum á mannöld, nýju tímabili jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannsins, en þá má spyrja á móti: hvaða áhrif hefur jörðin haft á menninguna? Í þessu námskeiði verður leitast við að svara þessari spurningu með því að skoða frásagnir af eldgosum. Þegar fjall vaknar og fer að gjósa er eins og jörðin grípi inn í söguna og verði virkur gerandi í atburðarás mannlífsins. Þeir sem búa á svæðum þar sem slíkar náttúruhamfarir ganga yfir þurfa oft að bregðast hratt við til að bjarga lífi sínu en svo þegar menn setjast niður til að hugsa og skrifa um atburðina koma iðulega fram áhugaverðar túlkanir á sambandi manns og náttúru. Í námskeiðinu verða lesin skáldverk sem tengjast stórum eldgosum á Íslandi, t.d Skaftáreldum, Kötlugosinu 1918 og Heimaeyjargosinu. Einnig verður litið til skáldverka sem tengjast öðrum eldvirkum svæðum svo sem Japan, Ítalíu, Indónesíu og Karíbahafi.

X

Sæberpönk, Sæberspeis. Sæberkúltur (ABF602G)

Í þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir sæberpönk og sæberkúltúr og menningarlegt mikilvægi þess frá upphafi veraldavefsins til dagsins í dag. Þegar vel er að gáð, má sjá áhrif sæberpönks í bókmenntum, bíómyndum, músík, tölvuleikjum, tísku og heimspekilegum kenningum. Í sæberpönk blandast saman staðreyndir og skáldskapur, fortíð og framtíð og hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og á ákveðinn hátt má segja að sæberpönk hafi yfirþema, það að brjóta niður mörk sem dæmi efnislegt/sýndarlegt, mannlegt/vélar og opinbert/persónulegt.

X

Serbneskar bókmenntir (ABF435G)

Fjallað verður um serbneskar bókmenntir, einkum bókmenntir 20. aldar. Lesin verða lykilverk og kynntir bókmenntastraumar, allt frá framúrstefnuhreyfingum til eftirstríðsbókmennta og „fyrstu skáldsögu 21. aldar“. Í námskeiðinu verða nemendur kynntir fyrir helstu höfundum og verkum þeirra, m.a. Isidoru Sekulić, Ljubomir Micić, Ivo Andrić, Desönku Maksimović, Miodrag Pavlović, Branko Miljković, Danilo Kiš, Milorad Pavić. Textarnir verða lesnir í enskum og íslenskum þýðingum.

X

Þýskar bókmenntir (ABF308G)

Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir á þýsku málsvæði frá síðari hluta 18. aldar fram til fyrri hluta 20. aldar og leitast við að ná yfirsýn um helstu strauma tímabilsins, frá rómantík til sósíalrealisma. Í námskeiðinu verða m.a. lesin verk eftir Goethe, Novalis, Fontane, Rilke, Mann og Seghers. Í forgrunni verður skáldsagnagerð tímabilsins en einnig verða lesnar valdar smásögur, ritgerðir og ljóð, auk fræðigreina um efnið.

X

Nútímaleikritun (ABF429G)

Markmið námskeiðið er að gefa yfirlit yfir helstu strauma í nútímaleikritun Vesturlanda og veita nemendum grunn í greiningu og lestri leikrita. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjá meginþætti þar sem lögð er áhersla á ólíkar nálganir leiktexta: í fyrsta lagi þá sem byggir á dramatískum lögmálum um heildstæða framvindu og persónusköpun, í öðru lagi uppbrotum þeirrar hefðar, m.a. í epísku leikhúsi og leikritun absúrdismans, og síðasti hluti námskeiðsins beinir sjónum að leiktextum sem hafna dramatísku formi með öllu. Námskeiðið fer fram í fyrlestrum, umræðum, hóp- og einstaklingsvinnu.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði

X

Spænskar bókmenntir (ABF316G)

Helsta markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir skáldsagnagerð á Spáni á 20. og 21. öld. Lesin verða verk mikilvægra höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur aldarinnar. Þá verður litið til félagslegs og pólitísks umhverfis og önnur listform einnig könnuð, eins og t.d. kvikmyndin. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.

X

Jane Austen í samtímanum (ABF322G)

Í námskeiðinu verður rýnt í menningarfræðilega höfundarvirkni Austen og hinn svokallaði Austen-iðnaður í samtímanum kynntur fyrir nemendum. Sérstaklega verður skoðað hvernig skáldsögur Austen eru endurritaðar innan þriggja bókmenntagreina, sem löngum hafa verið tengdar konum, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum – og svo hvernig gríðarlegar vinsældir greinanna þriggja hafa endurmótað höfundarvirkni skáldkonunnar og ímynd hennar. Einnig verða til umræðu kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir byggðar á verkum skáldkonunnar og lífi hennar. Leitast verður við að svara spurningum sem hverfast um stöðu kvenna í póstfemínískri neyslumenningu, varpað ljósi á Darcy-æði samtímans auk þess að skoða hlutverk Jane Austen innan frásagnanna sem lífsgúru, leiðbeinanda og kennslukonu.

X

Miðaldabókmenntir (ABF112G)

Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir helstu bókmenntaverk í Evrópu á miðöldum, allt frá germönskum fornhetjuljóðum fram að verkum þekktustu höfunda síðmiðalda eins og Chaucer og Dante. Lögð verður áhersla á að gefa yfirlit yfir helstu bókmenntahefðir tímabilsins en farið verður hægar yfir sögu við lestur verkanna til að veita innsýn inn í þann hugmyndaheim og þær frásagnarhefðir sem þau bera vitni um. Kennsla mun fara fram í fyrirlestrum kennara og umræðum í tímum.

X

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Menningarsaga eldgosa (ABF603G)

Víxlverkun manns og náttúru er viðfangsefni umhverfishugvísinda og þeirrar stefnu í bókmenntarannsóknum sem nefnist vistrýni. Nú er sagt að við lifum á mannöld, nýju tímabili jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannsins, en þá má spyrja á móti: hvaða áhrif hefur jörðin haft á menninguna? Í þessu námskeiði verður leitast við að svara þessari spurningu með því að skoða frásagnir af eldgosum. Þegar fjall vaknar og fer að gjósa er eins og jörðin grípi inn í söguna og verði virkur gerandi í atburðarás mannlífsins. Þeir sem búa á svæðum þar sem slíkar náttúruhamfarir ganga yfir þurfa oft að bregðast hratt við til að bjarga lífi sínu en svo þegar menn setjast niður til að hugsa og skrifa um atburðina koma iðulega fram áhugaverðar túlkanir á sambandi manns og náttúru. Í námskeiðinu verða lesin skáldverk sem tengjast stórum eldgosum á Íslandi, t.d Skaftáreldum, Kötlugosinu 1918 og Heimaeyjargosinu. Einnig verður litið til skáldverka sem tengjast öðrum eldvirkum svæðum svo sem Japan, Ítalíu, Indónesíu og Karíbahafi.

X

Sæberpönk, Sæberspeis. Sæberkúltur (ABF602G)

Í þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir sæberpönk og sæberkúltúr og menningarlegt mikilvægi þess frá upphafi veraldavefsins til dagsins í dag. Þegar vel er að gáð, má sjá áhrif sæberpönks í bókmenntum, bíómyndum, músík, tölvuleikjum, tísku og heimspekilegum kenningum. Í sæberpönk blandast saman staðreyndir og skáldskapur, fortíð og framtíð og hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og á ákveðinn hátt má segja að sæberpönk hafi yfirþema, það að brjóta niður mörk sem dæmi efnislegt/sýndarlegt, mannlegt/vélar og opinbert/persónulegt.

X

Serbneskar bókmenntir (ABF435G)

Fjallað verður um serbneskar bókmenntir, einkum bókmenntir 20. aldar. Lesin verða lykilverk og kynntir bókmenntastraumar, allt frá framúrstefnuhreyfingum til eftirstríðsbókmennta og „fyrstu skáldsögu 21. aldar“. Í námskeiðinu verða nemendur kynntir fyrir helstu höfundum og verkum þeirra, m.a. Isidoru Sekulić, Ljubomir Micić, Ivo Andrić, Desönku Maksimović, Miodrag Pavlović, Branko Miljković, Danilo Kiš, Milorad Pavić. Textarnir verða lesnir í enskum og íslenskum þýðingum.

X

Þýskar bókmenntir (ABF308G)

Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir á þýsku málsvæði frá síðari hluta 18. aldar fram til fyrri hluta 20. aldar og leitast við að ná yfirsýn um helstu strauma tímabilsins, frá rómantík til sósíalrealisma. Í námskeiðinu verða m.a. lesin verk eftir Goethe, Novalis, Fontane, Rilke, Mann og Seghers. Í forgrunni verður skáldsagnagerð tímabilsins en einnig verða lesnar valdar smásögur, ritgerðir og ljóð, auk fræðigreina um efnið.

X

Nútímaleikritun (ABF429G)

Markmið námskeiðið er að gefa yfirlit yfir helstu strauma í nútímaleikritun Vesturlanda og veita nemendum grunn í greiningu og lestri leikrita. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjá meginþætti þar sem lögð er áhersla á ólíkar nálganir leiktexta: í fyrsta lagi þá sem byggir á dramatískum lögmálum um heildstæða framvindu og persónusköpun, í öðru lagi uppbrotum þeirrar hefðar, m.a. í epísku leikhúsi og leikritun absúrdismans, og síðasti hluti námskeiðsins beinir sjónum að leiktextum sem hafna dramatísku formi með öllu. Námskeiðið fer fram í fyrlestrum, umræðum, hóp- og einstaklingsvinnu.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Bókmenntir Mið-Austurlanda (MAF108G)

Yfirgripsmikið námskeið um bókmenntir Mið-Austurlanda. Farið verður yfir bókmenntasögu Mið-Austurlanda, allt frá árdögum ritlistarinnar í Súmer fram til 21. aldar.

Nýttar verða ýmist enskar eða íslenskar þýðingar.

X

Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS201G)

Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.

Kennsluhættir / vinnulag:

Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.

Námskeiðið er kennt á íslensku.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Íranskar bókmenntir (MAF402G)

Á námskeiðinu verður farið yfir íranskar bókmenntir í sögulegu samhengi. Notast verður við enskar og íslenskar þýðingar af skáldverkum. Fyrst og fremst verður einblínt á nútímabókmenntir frá 20. og 21.öld, en einnig verða lesin bókmenntaleg dæmi frá öðrum tímabilum. Litið verður á algeng minni í írönskum bókmenntum og á hvaða áhrif byltingin 1979 hafði á íranskt bókmenntalíf. 

X

Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)

Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.

Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.

X

Hinsegin bókmenntir fyrr og nú (ÍSL467G)

Í námskeiðinu er kastljósinu beint að hinsegin viðfangsefnum í íslenskum bókmenntum fyrr og síðar, svo sem samkynja ástum og löngunum, ergi, hómóerótík og rómantískri vináttu, kyngervum, kynusla og kynlífi, hinsegin unglingum og foreldrum, samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans sögupersónum. Fjallað er um hinsegin fræði, helstu kenningar sem kenndar eru við fræðigreinina og sérstaklega hugað að því hvað felst í hinsegin lestri og greiningu. Bókmenntatextarnir eru enn fremur settir í sögu- og samfélagslegt samhengi og stiklað á stóru í hinsegin sögu hér á landi og erlendis.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
Almenn bókmenntafræði

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.