Almenn bókmenntafræði


Almenn bókmenntafræði
BA gráða – 180 einingar
Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.
Skipulag náms
- Haust
- Bókmenntaritgerðir
- Aðferðir og hugtök
- Bókmenntir innflytjendaV
- Súrrealískar bókmenntirV
- Beat-bókmenntirV
- EndalokanámskeiðiðV
- Vor
- Bókmenntasaga
- Menningarheimar
- Forngrískar bókmenntirB
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- FramúrstefnaV
- Írskar nútímabókmenntirV
- FrægðarfræðiV
Bókmenntaritgerðir (ABF103G)
Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.
Aðferðir og hugtök (ABF104G)
Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).
Bókmenntir innflytjenda (ABF324G)
Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir innflytjenda frá ólíkum heimshornum. Litið verður til fjölbreyttra bókmenntaforma; skáldsagna, ljóða, sjálfsævisagna og endurminninga innflytjenda frá ýmsum löndum og á ýmsum tímum. Markmiðið er að kanna menningarlega orðræðu, sögulega þróun, byggingu, og bókmenntategundir sem endurspegla fólksflutninga í áranna rás þó með sérstaka áherslu á samtímann. Þá verður litið á mismunandi hugmyndir um sjálfið, stöðu minnihluta gagnvart fjöldanum og áherslu á landslagslýsingar, borg og náttúru. Athyglinni verður einnig beint að endurteknum þemum í textunum á borð við hugmyndir um fyrirheitna landið, um átök gamla og nýja heimsins og hlutverk tungumáls í myndun sjálfsmyndar og aðlögun að nýjum háttum. Lesnir verða frumtextar og fræðigreinar um þessi efni.
Súrrealískar bókmenntir (ABF331G)
Í námskeiðinu verður fjallað um súrrealískar bókmenntir, allt frá fyrstu árum hreyfingarinnar í Frakklandi og fram á seinni hluta tuttugustu aldar, þegar súrrealismi þróast út í alþjóðlegt fyrirbrigði. Í gegnum lestur og greiningu á textum verða súrrealísk minni, aðferðir og hugðarefni krufin: draumar, dulvitund, brjálæðisleg ást (amour fou), hið furðulega, vitfirring, skyggnigáfa, þrá, og ósjálfráð skrif. Einnig verður skoðað hvernig súrrealískar bókmenntir sækja til bókmenntagreina og hefða á borð við gotneskan skáldskap og rómantík. Á meðal höfunda sem verða lesnir eru André Breton, Lenora Carrington, Unica Zürn og Sjón. Skáldverkin verða í forgrunni en til hliðsjónar verða hafðar fræðigreinar og annað efni um súrrealisma.
Beat-bókmenntir (ABF332G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir bandarísku bókmenntahreyfinguna sem kennd er við bítkynslóð eða beat generation. Hugtakið sjálft er margslungið og vísar til að mynda til þess fámenna hóps skálda og listamanna sem árin eftir seinni heimsstyrjöld þvældust um borgarstræti Kaliforníu og New York og flökkuðu eirðarlaust á vegum úti. Það vísar einnig til ákveðinnar bókmenntastefnu og jafnvel einstakra bókmenntagreina, séu höfð í huga fyrirbrigði eins og bítljóð og bítskáldsaga. Leitast verður við að henda reiður á hugtakinu með því að rýna í mismunandi og oft mótsagnakennd viðhorf til bítsins sem greina má í nokkurs konar stefnuyfirlýsingum vítt og breitt sem og í gagnrýni og fræðilegri umræðu. Einnig og alls ekki síður vísar hugtakið til lífsviðhorfs og heimspeki sem mótaðist á sjötta áratugnum og átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á umrót þess sjöunda, og sem lesa mætti í senn sem andóf gegn ríkjandi viðmiðum og gildum og sem „röklega“ afleiðingu af öfgum nútímans og fyrri hluta 20. aldarinnar.
Lesin verða lykilverk helstu höfunda bítkynslóðarinnar, s.s. eftir Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs auk annarra og kannski síður þekktari höfunda. Á leslista verða einnig fræðigreinar og gagnrýni um bítbókmenntir. Rýnt verður sérstaklega í mismunandi einkenni bítbókmennta, fagurfræði sem og frásagnarfræði, undirliggjandi hugmyndafræði og heimspeki, lífsviðhorf og menningarlegar rætur.
Endalokanámskeiðið (KVI320G)
Mannkyn hefur ávallt haft áhuga á endalokum sínum, en á undanförnum áratugum hafa endalokafrásagnir orðið sífellt þýðingarmeiri í samtímaumræðunni. Skýringanna er ekki síst að leita í því að skilningur mannsins á stöðu sinni í veröldinni hefur dýpkað, hann sér lengra aftur í tímann og hefur fundið ýmis merki um hamfaraskeið í sögu jarðar. Á sama tíma hefur maðurinn öðlast næga þekkingu til að tortíma sjálfum sér á ótal vegu. Þetta endurspeglast í hinum mikla fjölda ólandsfrásagna sem gefinn hefur verið út á síðustu áratugum þar sem stórum hluta mannkyns er ógnað af loftsteinum, kjarnorkustríðum, efnavopna- og sýklahernaði, ýmis konar farsóttum, notkun eiturefna, hormóna og erfðatækni í landbúnaði, af líftækni-iðnaðinum og byltingum í framþróun gervigreindar, svo ekki sé minnst á hrun vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga.
Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun. Meðal höfunda og verka sem lesin verða eru: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; Albert Camus: Plágan; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998), Armageddon (1998), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011), Contagion (2011), World War Z (2013) og Blood Glacier (2013). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
Forngrískar bókmenntir (ABF201G)
Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir bókmenntir Forngrikkja með lestri valinna öndvegisrita af ýmsu tagi allt frá Hómerskviðum til forngrískra skáldsagna frá tímum hins tvítyngda rómverska heimsveldis. Lesnar verða íslenskar þýðingar ef til eru. Námsmat byggir á prófum og ritgerð.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Framúrstefna (ABF427G)
Í námskeiðinu verður fjallað um þær framúrstefnuhreyfingar sem komu fram í Evrópu (og að hluta til utan Evrópu) á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í brennidepli verða þekktustu hreyfingar tímabilsins (expressjónismi, ítalskur og rússneskur fútúrismi, dada, konstrúktívismi og súrrealismi) en sjónum verður einnig beint að smærri og minna þekktum hópum, auk þess sem hugað verður að framhaldslífi framúrstefnunnar í starfsemi hópa og hreyfinga frá eftirstríðsárunum til samtímans. Fengist verður við hugmyndir framúrstefnunnar um sköpun nýrrar fagurfræðilegrar menningar og hugveru sem og hugmyndir hennar um endurnýjun ólíkra listgreina og bókmenntagreina (s.s. kvikmyndarinnar, leikhússins, ljóðsins, skáldsögunnar og stefnuyfirlýsingarinnar ). Samhliða lestri og túlkun á textum og verkum framúrstefnunnar verða lesnir valdir fræðitextar um viðfangsefnið.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Frægðarfræði (ABF437G)
Hvernig verða stjörnur til, hvernig myndast þær og af hverju þurfum við eins mikið á þeim að halda dæmin sanna? Í námskeiðinu verða allskyns stjörnur skoðaðar, kvikmyndastjörnur sem og rithöfundar, ljóðskáld, tónlistarmenn og stjórnmálamenn. Glímt verður við spurningar eins og hvort stjörnur eða frægt fólk sé framleitt, við hvernig samfélagsleg skilyrði stjarnan þrífst og hvernig félagslegt vald eða vægi þær hafa. Farið verður í að skoða stjörnur með hliðsjón af kyni, kynferði, kynþætti, ævisögu, stétt, hugmyndafræði og þeirri merkingu sem við leggjum i líf þeirra og dauða. Ýmsir þættir eru skoðaðir sérstaklega eins og persónutöfrar, smekkur, félagslegur hreyfanleiki, einstaklingshyggja og kyntöfrar og þeir settir í samhengi við ímyndasköpun stjörnunnar. Auk þess verða nokkrir rithöfundar greindir og skoðaðir með hliðsjón af áhrifum ævisagna á helgimynd þeirra. opinbera ímynd
Í námskeiðinu verða meðal annars stjörnurnar Bette Davis, Joan Crawford, Marlon Brando, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Elvis Presley og Jim Morrison skoðaðar. Á meðal rithöfunda og ljóðskálda má nefna skáldin Sylviu Plath, Ted Hughes og Virginiu Woolf. Auk þess verður stjórnmálamaðurinn Donald Trump skoðaður með hliðsjón af ímynd, samfélagi og stéttarhugtakinu.
Á meðal kvikmynda og annarra verka má nefna Sunset Boulevard (1950), All About Eve (1950), Mildred Pierce (1945), What Ever Happened To Baby Jane (1962), The Godfather I (1972), Blonde (Oates), Ariel (Plath), The Birthday Letters (Hughes), The Hours (Cunningham) og Herra alheimur (Hallgrímur Helgason). Auk þess má nefna kennslubókina Kvikmyndastjörnur (Alda Björk Valdimarsdóttir).
- Haust
- Stefnur í bókmenntafræði
- Bókmenntir innflytjendaV
- Súrrealískar bókmenntirV
- Beat-bókmenntirV
- EndalokanámskeiðiðV
- Vor
- Forngrískar bókmenntirB
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- FramúrstefnaV
- Írskar nútímabókmenntirV
- FrægðarfræðiV
- ViðtökufræðiV
Stefnur í bókmenntafræði (ABF305G)
Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.
Bókmenntir innflytjenda (ABF324G)
Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir innflytjenda frá ólíkum heimshornum. Litið verður til fjölbreyttra bókmenntaforma; skáldsagna, ljóða, sjálfsævisagna og endurminninga innflytjenda frá ýmsum löndum og á ýmsum tímum. Markmiðið er að kanna menningarlega orðræðu, sögulega þróun, byggingu, og bókmenntategundir sem endurspegla fólksflutninga í áranna rás þó með sérstaka áherslu á samtímann. Þá verður litið á mismunandi hugmyndir um sjálfið, stöðu minnihluta gagnvart fjöldanum og áherslu á landslagslýsingar, borg og náttúru. Athyglinni verður einnig beint að endurteknum þemum í textunum á borð við hugmyndir um fyrirheitna landið, um átök gamla og nýja heimsins og hlutverk tungumáls í myndun sjálfsmyndar og aðlögun að nýjum háttum. Lesnir verða frumtextar og fræðigreinar um þessi efni.
Súrrealískar bókmenntir (ABF331G)
Í námskeiðinu verður fjallað um súrrealískar bókmenntir, allt frá fyrstu árum hreyfingarinnar í Frakklandi og fram á seinni hluta tuttugustu aldar, þegar súrrealismi þróast út í alþjóðlegt fyrirbrigði. Í gegnum lestur og greiningu á textum verða súrrealísk minni, aðferðir og hugðarefni krufin: draumar, dulvitund, brjálæðisleg ást (amour fou), hið furðulega, vitfirring, skyggnigáfa, þrá, og ósjálfráð skrif. Einnig verður skoðað hvernig súrrealískar bókmenntir sækja til bókmenntagreina og hefða á borð við gotneskan skáldskap og rómantík. Á meðal höfunda sem verða lesnir eru André Breton, Lenora Carrington, Unica Zürn og Sjón. Skáldverkin verða í forgrunni en til hliðsjónar verða hafðar fræðigreinar og annað efni um súrrealisma.
Beat-bókmenntir (ABF332G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir bandarísku bókmenntahreyfinguna sem kennd er við bítkynslóð eða beat generation. Hugtakið sjálft er margslungið og vísar til að mynda til þess fámenna hóps skálda og listamanna sem árin eftir seinni heimsstyrjöld þvældust um borgarstræti Kaliforníu og New York og flökkuðu eirðarlaust á vegum úti. Það vísar einnig til ákveðinnar bókmenntastefnu og jafnvel einstakra bókmenntagreina, séu höfð í huga fyrirbrigði eins og bítljóð og bítskáldsaga. Leitast verður við að henda reiður á hugtakinu með því að rýna í mismunandi og oft mótsagnakennd viðhorf til bítsins sem greina má í nokkurs konar stefnuyfirlýsingum vítt og breitt sem og í gagnrýni og fræðilegri umræðu. Einnig og alls ekki síður vísar hugtakið til lífsviðhorfs og heimspeki sem mótaðist á sjötta áratugnum og átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á umrót þess sjöunda, og sem lesa mætti í senn sem andóf gegn ríkjandi viðmiðum og gildum og sem „röklega“ afleiðingu af öfgum nútímans og fyrri hluta 20. aldarinnar.
Lesin verða lykilverk helstu höfunda bítkynslóðarinnar, s.s. eftir Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs auk annarra og kannski síður þekktari höfunda. Á leslista verða einnig fræðigreinar og gagnrýni um bítbókmenntir. Rýnt verður sérstaklega í mismunandi einkenni bítbókmennta, fagurfræði sem og frásagnarfræði, undirliggjandi hugmyndafræði og heimspeki, lífsviðhorf og menningarlegar rætur.
Endalokanámskeiðið (KVI320G)
Mannkyn hefur ávallt haft áhuga á endalokum sínum, en á undanförnum áratugum hafa endalokafrásagnir orðið sífellt þýðingarmeiri í samtímaumræðunni. Skýringanna er ekki síst að leita í því að skilningur mannsins á stöðu sinni í veröldinni hefur dýpkað, hann sér lengra aftur í tímann og hefur fundið ýmis merki um hamfaraskeið í sögu jarðar. Á sama tíma hefur maðurinn öðlast næga þekkingu til að tortíma sjálfum sér á ótal vegu. Þetta endurspeglast í hinum mikla fjölda ólandsfrásagna sem gefinn hefur verið út á síðustu áratugum þar sem stórum hluta mannkyns er ógnað af loftsteinum, kjarnorkustríðum, efnavopna- og sýklahernaði, ýmis konar farsóttum, notkun eiturefna, hormóna og erfðatækni í landbúnaði, af líftækni-iðnaðinum og byltingum í framþróun gervigreindar, svo ekki sé minnst á hrun vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga.
Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun. Meðal höfunda og verka sem lesin verða eru: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; Albert Camus: Plágan; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998), Armageddon (1998), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011), Contagion (2011), World War Z (2013) og Blood Glacier (2013). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.
Forngrískar bókmenntir (ABF201G)
Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir bókmenntir Forngrikkja með lestri valinna öndvegisrita af ýmsu tagi allt frá Hómerskviðum til forngrískra skáldsagna frá tímum hins tvítyngda rómverska heimsveldis. Lesnar verða íslenskar þýðingar ef til eru. Námsmat byggir á prófum og ritgerð.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Framúrstefna (ABF427G)
Í námskeiðinu verður fjallað um þær framúrstefnuhreyfingar sem komu fram í Evrópu (og að hluta til utan Evrópu) á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í brennidepli verða þekktustu hreyfingar tímabilsins (expressjónismi, ítalskur og rússneskur fútúrismi, dada, konstrúktívismi og súrrealismi) en sjónum verður einnig beint að smærri og minna þekktum hópum, auk þess sem hugað verður að framhaldslífi framúrstefnunnar í starfsemi hópa og hreyfinga frá eftirstríðsárunum til samtímans. Fengist verður við hugmyndir framúrstefnunnar um sköpun nýrrar fagurfræðilegrar menningar og hugveru sem og hugmyndir hennar um endurnýjun ólíkra listgreina og bókmenntagreina (s.s. kvikmyndarinnar, leikhússins, ljóðsins, skáldsögunnar og stefnuyfirlýsingarinnar ). Samhliða lestri og túlkun á textum og verkum framúrstefnunnar verða lesnir valdir fræðitextar um viðfangsefnið.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Frægðarfræði (ABF437G)
Hvernig verða stjörnur til, hvernig myndast þær og af hverju þurfum við eins mikið á þeim að halda dæmin sanna? Í námskeiðinu verða allskyns stjörnur skoðaðar, kvikmyndastjörnur sem og rithöfundar, ljóðskáld, tónlistarmenn og stjórnmálamenn. Glímt verður við spurningar eins og hvort stjörnur eða frægt fólk sé framleitt, við hvernig samfélagsleg skilyrði stjarnan þrífst og hvernig félagslegt vald eða vægi þær hafa. Farið verður í að skoða stjörnur með hliðsjón af kyni, kynferði, kynþætti, ævisögu, stétt, hugmyndafræði og þeirri merkingu sem við leggjum i líf þeirra og dauða. Ýmsir þættir eru skoðaðir sérstaklega eins og persónutöfrar, smekkur, félagslegur hreyfanleiki, einstaklingshyggja og kyntöfrar og þeir settir í samhengi við ímyndasköpun stjörnunnar. Auk þess verða nokkrir rithöfundar greindir og skoðaðir með hliðsjón af áhrifum ævisagna á helgimynd þeirra. opinbera ímynd
Í námskeiðinu verða meðal annars stjörnurnar Bette Davis, Joan Crawford, Marlon Brando, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Elvis Presley og Jim Morrison skoðaðar. Á meðal rithöfunda og ljóðskálda má nefna skáldin Sylviu Plath, Ted Hughes og Virginiu Woolf. Auk þess verður stjórnmálamaðurinn Donald Trump skoðaður með hliðsjón af ímynd, samfélagi og stéttarhugtakinu.
Á meðal kvikmynda og annarra verka má nefna Sunset Boulevard (1950), All About Eve (1950), Mildred Pierce (1945), What Ever Happened To Baby Jane (1962), The Godfather I (1972), Blonde (Oates), Ariel (Plath), The Birthday Letters (Hughes), The Hours (Cunningham) og Herra alheimur (Hallgrímur Helgason). Auk þess má nefna kennslubókina Kvikmyndastjörnur (Alda Björk Valdimarsdóttir).
Viðtökufræði (ABF604M)
Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.
- Haust
- BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
- Bókmenntir innflytjendaV
- Súrrealískar bókmenntirV
- Beat-bókmenntirV
- EndalokanámskeiðiðV
- Vor
- BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
- Íslensk bókmenntasaga til 1900B
- FramúrstefnaV
- Írskar nútímabókmenntirV
- FrægðarfræðiV
- ViðtökufræðiV
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
Bókmenntir innflytjenda (ABF324G)
Í námskeiðinu verður fjallað um bókmenntir innflytjenda frá ólíkum heimshornum. Litið verður til fjölbreyttra bókmenntaforma; skáldsagna, ljóða, sjálfsævisagna og endurminninga innflytjenda frá ýmsum löndum og á ýmsum tímum. Markmiðið er að kanna menningarlega orðræðu, sögulega þróun, byggingu, og bókmenntategundir sem endurspegla fólksflutninga í áranna rás þó með sérstaka áherslu á samtímann. Þá verður litið á mismunandi hugmyndir um sjálfið, stöðu minnihluta gagnvart fjöldanum og áherslu á landslagslýsingar, borg og náttúru. Athyglinni verður einnig beint að endurteknum þemum í textunum á borð við hugmyndir um fyrirheitna landið, um átök gamla og nýja heimsins og hlutverk tungumáls í myndun sjálfsmyndar og aðlögun að nýjum háttum. Lesnir verða frumtextar og fræðigreinar um þessi efni.
Súrrealískar bókmenntir (ABF331G)
Í námskeiðinu verður fjallað um súrrealískar bókmenntir, allt frá fyrstu árum hreyfingarinnar í Frakklandi og fram á seinni hluta tuttugustu aldar, þegar súrrealismi þróast út í alþjóðlegt fyrirbrigði. Í gegnum lestur og greiningu á textum verða súrrealísk minni, aðferðir og hugðarefni krufin: draumar, dulvitund, brjálæðisleg ást (amour fou), hið furðulega, vitfirring, skyggnigáfa, þrá, og ósjálfráð skrif. Einnig verður skoðað hvernig súrrealískar bókmenntir sækja til bókmenntagreina og hefða á borð við gotneskan skáldskap og rómantík. Á meðal höfunda sem verða lesnir eru André Breton, Lenora Carrington, Unica Zürn og Sjón. Skáldverkin verða í forgrunni en til hliðsjónar verða hafðar fræðigreinar og annað efni um súrrealisma.
Beat-bókmenntir (ABF332G)
Á þessu námskeiði verður veitt yfirsýn yfir bandarísku bókmenntahreyfinguna sem kennd er við bítkynslóð eða beat generation. Hugtakið sjálft er margslungið og vísar til að mynda til þess fámenna hóps skálda og listamanna sem árin eftir seinni heimsstyrjöld þvældust um borgarstræti Kaliforníu og New York og flökkuðu eirðarlaust á vegum úti. Það vísar einnig til ákveðinnar bókmenntastefnu og jafnvel einstakra bókmenntagreina, séu höfð í huga fyrirbrigði eins og bítljóð og bítskáldsaga. Leitast verður við að henda reiður á hugtakinu með því að rýna í mismunandi og oft mótsagnakennd viðhorf til bítsins sem greina má í nokkurs konar stefnuyfirlýsingum vítt og breitt sem og í gagnrýni og fræðilegri umræðu. Einnig og alls ekki síður vísar hugtakið til lífsviðhorfs og heimspeki sem mótaðist á sjötta áratugnum og átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á umrót þess sjöunda, og sem lesa mætti í senn sem andóf gegn ríkjandi viðmiðum og gildum og sem „röklega“ afleiðingu af öfgum nútímans og fyrri hluta 20. aldarinnar.
Lesin verða lykilverk helstu höfunda bítkynslóðarinnar, s.s. eftir Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs auk annarra og kannski síður þekktari höfunda. Á leslista verða einnig fræðigreinar og gagnrýni um bítbókmenntir. Rýnt verður sérstaklega í mismunandi einkenni bítbókmennta, fagurfræði sem og frásagnarfræði, undirliggjandi hugmyndafræði og heimspeki, lífsviðhorf og menningarlegar rætur.
Endalokanámskeiðið (KVI320G)
Mannkyn hefur ávallt haft áhuga á endalokum sínum, en á undanförnum áratugum hafa endalokafrásagnir orðið sífellt þýðingarmeiri í samtímaumræðunni. Skýringanna er ekki síst að leita í því að skilningur mannsins á stöðu sinni í veröldinni hefur dýpkað, hann sér lengra aftur í tímann og hefur fundið ýmis merki um hamfaraskeið í sögu jarðar. Á sama tíma hefur maðurinn öðlast næga þekkingu til að tortíma sjálfum sér á ótal vegu. Þetta endurspeglast í hinum mikla fjölda ólandsfrásagna sem gefinn hefur verið út á síðustu áratugum þar sem stórum hluta mannkyns er ógnað af loftsteinum, kjarnorkustríðum, efnavopna- og sýklahernaði, ýmis konar farsóttum, notkun eiturefna, hormóna og erfðatækni í landbúnaði, af líftækni-iðnaðinum og byltingum í framþróun gervigreindar, svo ekki sé minnst á hrun vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga.
Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun. Meðal höfunda og verka sem lesin verða eru: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; Albert Camus: Plágan; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998), Armageddon (1998), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011), Contagion (2011), World War Z (2013) og Blood Glacier (2013). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)
BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Framúrstefna (ABF427G)
Í námskeiðinu verður fjallað um þær framúrstefnuhreyfingar sem komu fram í Evrópu (og að hluta til utan Evrópu) á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í brennidepli verða þekktustu hreyfingar tímabilsins (expressjónismi, ítalskur og rússneskur fútúrismi, dada, konstrúktívismi og súrrealismi) en sjónum verður einnig beint að smærri og minna þekktum hópum, auk þess sem hugað verður að framhaldslífi framúrstefnunnar í starfsemi hópa og hreyfinga frá eftirstríðsárunum til samtímans. Fengist verður við hugmyndir framúrstefnunnar um sköpun nýrrar fagurfræðilegrar menningar og hugveru sem og hugmyndir hennar um endurnýjun ólíkra listgreina og bókmenntagreina (s.s. kvikmyndarinnar, leikhússins, ljóðsins, skáldsögunnar og stefnuyfirlýsingarinnar ). Samhliða lestri og túlkun á textum og verkum framúrstefnunnar verða lesnir valdir fræðitextar um viðfangsefnið.
Írskar nútímabókmenntir (ABF436G)
Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir írskar bókmenntir á 20. og 21. öld. Lesin verða leikrit, ljóð og skáldsögur eftir mikilvæga höfunda og fjallað um helstu bókmenntastefnur tímabilsins. Kennslan byggir á fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.
Frægðarfræði (ABF437G)
Hvernig verða stjörnur til, hvernig myndast þær og af hverju þurfum við eins mikið á þeim að halda dæmin sanna? Í námskeiðinu verða allskyns stjörnur skoðaðar, kvikmyndastjörnur sem og rithöfundar, ljóðskáld, tónlistarmenn og stjórnmálamenn. Glímt verður við spurningar eins og hvort stjörnur eða frægt fólk sé framleitt, við hvernig samfélagsleg skilyrði stjarnan þrífst og hvernig félagslegt vald eða vægi þær hafa. Farið verður í að skoða stjörnur með hliðsjón af kyni, kynferði, kynþætti, ævisögu, stétt, hugmyndafræði og þeirri merkingu sem við leggjum i líf þeirra og dauða. Ýmsir þættir eru skoðaðir sérstaklega eins og persónutöfrar, smekkur, félagslegur hreyfanleiki, einstaklingshyggja og kyntöfrar og þeir settir í samhengi við ímyndasköpun stjörnunnar. Auk þess verða nokkrir rithöfundar greindir og skoðaðir með hliðsjón af áhrifum ævisagna á helgimynd þeirra. opinbera ímynd
Í námskeiðinu verða meðal annars stjörnurnar Bette Davis, Joan Crawford, Marlon Brando, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Elvis Presley og Jim Morrison skoðaðar. Á meðal rithöfunda og ljóðskálda má nefna skáldin Sylviu Plath, Ted Hughes og Virginiu Woolf. Auk þess verður stjórnmálamaðurinn Donald Trump skoðaður með hliðsjón af ímynd, samfélagi og stéttarhugtakinu.
Á meðal kvikmynda og annarra verka má nefna Sunset Boulevard (1950), All About Eve (1950), Mildred Pierce (1945), What Ever Happened To Baby Jane (1962), The Godfather I (1972), Blonde (Oates), Ariel (Plath), The Birthday Letters (Hughes), The Hours (Cunningham) og Herra alheimur (Hallgrímur Helgason). Auk þess má nefna kennslubókina Kvikmyndastjörnur (Alda Björk Valdimarsdóttir).
Viðtökufræði (ABF604M)
Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.
- Haust
- Rússneskar bókmenntir I: 19. öldVE
- Sagnir, ævintýri og sagnamenn: ÞjóðsagnafræðiV
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarV
- Vor
Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS201G)
Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.
Kennsluhættir / vinnulag:
Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)
Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.
Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.