Almenn bókmenntafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

BA gráða

. . .

Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.

Um námið

Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
doktorsnemi

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Nám í almennri bókmenntafræði hefur einkum gildi sem almenn menntun fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og skilning á mannlegum samskiptum og listrænni tjáningu, jafnframt því sem þeir fá þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum.

Próf í greininni gefur ekki réttindi til ákveðinna starfa, en þó er til í menntaskólum valgreinin bókmenntir, þannig að sá sem á annað borð hefur réttindi til kennslu á því skólastigi og almenna bókmenntafræði sem hluta af námi sínu gæti átt þess kost að kenna eitthvað í greininni. Enn fremur kemur kunnátta í greininni vitaskuld að gagni þeim kennurum í íslensku eða erlendum tungumálum sem fjalla um bókmenntir í kennslu sinni.

Almenn bókmenntafræði er vitaskuld hin æskilegasta undirstaða fyrir hvern þann sem hyggst stunda framhaldsnám í bókmenntum í því skyni að búa sig undir fræðistörf eða háskólakennslu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Bókaútgáfu
  • Fjölmiðlar
  • Auglýsingastofur og almannatengsla
  • Hvers kyns menningarstarfsemi.
  • Kennsla.

Félagslíf

Öflugt nemendafélag starfar í greininni, Torfhildur, sem stendur fyrir ýmsum uppákomum, málþingum, vísindaferðum, árshátíð og fleiru. Þá sjá félagsmenn um að kjósa nemendur í nefndir í tengslum við greinina sem þeir eiga rétt á að sitja í. 

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.