Almenn bókmenntafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Almenn bókmenntafræði

Almenn bókmenntafræði

Hugvísindasvið

Almenn bókmenntafræði

BA gráða – 180 ECTS einingar

Í almennri bókmenntafræði er veitt yfirlit um þróun bókmennta á Vesturlöndum og að nokkru leyti í öðrum heimshlutum. Nemendur fá þjálfun í að beita fræðilegum aðferðum og hugtökum á margvíslegan skáldskap, menningu og táknheim ólíkra tíma og svæða.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Aðferðir og hugtök (ABF104G)

Aðferðir og hugtök Viðfangsefni Þetta er inngangsnámskeið og myndar grundvöll annars náms í almennri bókmenntafræði. Markmið þess er að kynna nemendum helstu bókmenntafræðileg hugtök og undirstöðuatriði í aðferðafræði og veita þeim nokkra þjálfun í textagreiningu. Regluleg tímasókn er áskilin. Vinnulag Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og úthendum nemenda, en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna. Námsmat Námsmat byggist á skriflegu lokaprófi (50%) og tveimur verkefnum sem dreifð eru á misserið (25% og 25%).

X

Klassískar bókmenntir og samtímakvikmyndir (ABF330G)

Lesnar verða valdar klassískar skáldsögur frá 19. og 20. öld eftir höfunda á borð við Jane Austen, Charlotte Brontë, Henry James, E.M. Forster og Evelyn Waugh og þær bornar saman við kvikmyndanir á sögunum. Sérstök áhersla verður á greiningu á ástarsögum og búningamyndum um leið og skoðað verður hvernig verk sprettur úr öðru verki, endurritanir og muninn á miðlunum tveimur. Verkin verða sérstaklega greind út frá ástarsögunni, samskiptum kynjanna, peningum og fortíðarþrá. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er samfélag kvenna og þrá þeirra fær útrás. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir.

X

Hrollvekjur (ABF113G)

Fjallað verður um hrollvekjuna sem bókmennta- og kvikmyndagrein með sérstakri áherslu á þróun hennar síðustu áratugina. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni, helstu samtímastraumum og fræðiritum á sviðinu.

X

Orðræða líkamans (ABF301G)

Fjallað verður um nýlegar stefnur innan feminískra bókmenntakenninga og kynjafræði sem snúa að líkamanum bæði sem huglægu og hlutlægu fyrirbrigði. Lesin verða fræðirit og valdir textar eftir bæði karl- og kvenhöfunda og kenningum um orðræðu, málnotkun, táknfræði og líkamann beitt við textagreiningu og umfjöllun. Ekki er ætlast til forkunnáttu en reiknað er með að að námskeiði loknu séu nemendur færir um að vinna úr og beita slíkum fræðikenningum á bókmenntatexta. Krafist er virkra þáttöku í formi umræðna, lesturs og verkefnavinnu.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)

Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Draumar heimsbókmenntanna (ABF433G)

Á námskeiðinu verður fjallað um fræga drauma í bókmenntaverkum og jafnframt hugað að þeirri margbreytilegu veruleikamiðlun sem tengist draumum og leiðslusýn í heimi bókmenntanna. Sú miðlun teygir sig allt frá sakleysislegum umsögnum eins og „hún átti sér þann draum ...“ til ljóðlína á borð við „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, yfir í heilu frásagnirnar þar sem myndmál, atburðarás og umhverfi birtist á forsendum drauma eða sýna. Gætt er að því hvernig draumar hafa orðið kveikjur að listaverkum og könnuð draumatjáning í verkum á sviði sagnfræði og trúarbragða en einkum þó bókmennta, bæði frásagna og ljóðlistar. Lesnir verða textar úr Biblíunni, miðaldabókmenntum (m.a. Íslendingasögum), leiðsluverkum eftir Dante og fleiri höfunda, íslenskum þjóðsögum, verkum rómantísku stefnunnar, dulhyggjuverkum og nútímaverkum súrrealista og bíthöfunda. Draumar leika drjúgt hlutverk í hrollvekjum og fantasíum fyrr og síðar en einnig í raunsæisverkum. Hliðsjón verður höfð af fræðilegri umræðu um tengsl drauma og bókmennta og einnig lesnir valdir kaflar úr draumadagbókum þekktra rithöfunda.

X

Latneskar bókmenntir (ABF225G)

Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Stefnur í bókmenntafræði (ABF305G)

Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.

X

Klassískar bókmenntir og samtímakvikmyndir (ABF330G)

Lesnar verða valdar klassískar skáldsögur frá 19. og 20. öld eftir höfunda á borð við Jane Austen, Charlotte Brontë, Henry James, E.M. Forster og Evelyn Waugh og þær bornar saman við kvikmyndanir á sögunum. Sérstök áhersla verður á greiningu á ástarsögum og búningamyndum um leið og skoðað verður hvernig verk sprettur úr öðru verki, endurritanir og muninn á miðlunum tveimur. Verkin verða sérstaklega greind út frá ástarsögunni, samskiptum kynjanna, peningum og fortíðarþrá. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er samfélag kvenna og þrá þeirra fær útrás. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir.

X

Hrollvekjur (ABF113G)

Fjallað verður um hrollvekjuna sem bókmennta- og kvikmyndagrein með sérstakri áherslu á þróun hennar síðustu áratugina. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni, helstu samtímastraumum og fræðiritum á sviðinu.

X

Orðræða líkamans (ABF301G)

Fjallað verður um nýlegar stefnur innan feminískra bókmenntakenninga og kynjafræði sem snúa að líkamanum bæði sem huglægu og hlutlægu fyrirbrigði. Lesin verða fræðirit og valdir textar eftir bæði karl- og kvenhöfunda og kenningum um orðræðu, málnotkun, táknfræði og líkamann beitt við textagreiningu og umfjöllun. Ekki er ætlast til forkunnáttu en reiknað er með að að námskeiði loknu séu nemendur færir um að vinna úr og beita slíkum fræðikenningum á bókmenntatexta. Krafist er virkra þáttöku í formi umræðna, lesturs og verkefnavinnu.

X

Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)

Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Draumar heimsbókmenntanna (ABF433G)

Á námskeiðinu verður fjallað um fræga drauma í bókmenntaverkum og jafnframt hugað að þeirri margbreytilegu veruleikamiðlun sem tengist draumum og leiðslusýn í heimi bókmenntanna. Sú miðlun teygir sig allt frá sakleysislegum umsögnum eins og „hún átti sér þann draum ...“ til ljóðlína á borð við „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, yfir í heilu frásagnirnar þar sem myndmál, atburðarás og umhverfi birtist á forsendum drauma eða sýna. Gætt er að því hvernig draumar hafa orðið kveikjur að listaverkum og könnuð draumatjáning í verkum á sviði sagnfræði og trúarbragða en einkum þó bókmennta, bæði frásagna og ljóðlistar. Lesnir verða textar úr Biblíunni, miðaldabókmenntum (m.a. Íslendingasögum), leiðsluverkum eftir Dante og fleiri höfunda, íslenskum þjóðsögum, verkum rómantísku stefnunnar, dulhyggjuverkum og nútímaverkum súrrealista og bíthöfunda. Draumar leika drjúgt hlutverk í hrollvekjum og fantasíum fyrr og síðar en einnig í raunsæisverkum. Hliðsjón verður höfð af fræðilegri umræðu um tengsl drauma og bókmennta og einnig lesnir valdir kaflar úr draumadagbókum þekktra rithöfunda.

X

Ulysses (ABF501G)

Lesin verður skáldsagan Ulysses eftir írska rithöfundinn James Joyce og fjallað um aðföng hennar og afstöðu til hefða og nýsköpunar í bókmenntum. Skyggnst verður í fræðitexta um verkið og kafla úr verkum sem tengjast Ulysses. Meðal annars verður innt eftir heimssýn Ulysses með hliðsjón af hinum fræga ljóðabálki T.S. Eliots, The Waste Land. Þessi tímamótaverk módernismans eiga bæði aldarafmæli árið 2022. Reynt verður að gefa gaum þeirri umræðu um arfleifð verkanna sem vænta má víða um lönd meðan á námskeiðinu stendur.

Ulysses er meðal lykilbóka í skáldsagnagerð á 20. öld. Að gerð og framsetningu er hún þó allólík flestum skáldsögum og spyr lesandann ítrekað um eigindir og virkni þessarar bókmenntagreinar. Á námskeiðinu verður tekist á við slíkar spurningar um leið og siglt verður í gegnum verkið, rýnt í megindrætti og margbreytileika þess, og kannaður sá menningarvefur borgarlífs, hugarheima og ævisagna sem spunninn er innan ramma eins júnídags í Dyflinni.

Skáldsagan verður lesin á enska frummálinu en einnig verða könnuð textadæmi úr íslensku þýðingunni eftir Sigurð A. Magnússon. Ulysses er stórvirki sem gerir kröfur til lesenda en jafnframt bók sem þeir halda áfram að lesa – í huganum og mannlífinu, og í öðrum verkum.

X

Latneskar bókmenntir (ABF225G)

Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði

X

Klassískar bókmenntir og samtímakvikmyndir (ABF330G)

Lesnar verða valdar klassískar skáldsögur frá 19. og 20. öld eftir höfunda á borð við Jane Austen, Charlotte Brontë, Henry James, E.M. Forster og Evelyn Waugh og þær bornar saman við kvikmyndanir á sögunum. Sérstök áhersla verður á greiningu á ástarsögum og búningamyndum um leið og skoðað verður hvernig verk sprettur úr öðru verki, endurritanir og muninn á miðlunum tveimur. Verkin verða sérstaklega greind út frá ástarsögunni, samskiptum kynjanna, peningum og fortíðarþrá. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er samfélag kvenna og þrá þeirra fær útrás. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir.

X

Hrollvekjur (ABF113G)

Fjallað verður um hrollvekjuna sem bókmennta- og kvikmyndagrein með sérstakri áherslu á þróun hennar síðustu áratugina. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni, helstu samtímastraumum og fræðiritum á sviðinu.

X

Orðræða líkamans (ABF301G)

Fjallað verður um nýlegar stefnur innan feminískra bókmenntakenninga og kynjafræði sem snúa að líkamanum bæði sem huglægu og hlutlægu fyrirbrigði. Lesin verða fræðirit og valdir textar eftir bæði karl- og kvenhöfunda og kenningum um orðræðu, málnotkun, táknfræði og líkamann beitt við textagreiningu og umfjöllun. Ekki er ætlast til forkunnáttu en reiknað er með að að námskeiði loknu séu nemendur færir um að vinna úr og beita slíkum fræðikenningum á bókmenntatexta. Krafist er virkra þáttöku í formi umræðna, lesturs og verkefnavinnu.

X

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði (ABF261L)

BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði

X

Biblían sem bókmenntaverk (ABF221G)

Í námskeiðinu verða lesnir valdir textar úr Fimmbókarritinu og öðrum hebreskum fornritum ásamt megninu af Nýja testamentinu. Til samanburðar verða höfð egypsk, mesopótamísk, grísk og latnesk fornaldarrit. Bíblíuritin verða lesin sem fornaldarbókmenntir og heimsbókmenntir en einnig verður litið á viðtökur þeirra í gegnum tíðina, mikilvægi þýðinga fyrir viðtökurnar og ýmsar kenningar bókmenntafræðinga um Biblíuna, s.s. um texta- og túlkunarsamfélög.

X

Vefskrif II (ABF434G)

Í námskeiðinu verða skrifaðir pistlar (einn á viku) sem munu birtast á nýrri heimasíðu almennrar bókmenntafræði. Kennd verða undirstöðuatriði vefskrifa sem og hvernig eigi að bregðast við ritstjórnarlegum athugasemdum frá vefritstjórum. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á fréttaskrifum, pistlaskrifum, ritdómaskrifum og að taka viðtöl.

X

Draumar heimsbókmenntanna (ABF433G)

Á námskeiðinu verður fjallað um fræga drauma í bókmenntaverkum og jafnframt hugað að þeirri margbreytilegu veruleikamiðlun sem tengist draumum og leiðslusýn í heimi bókmenntanna. Sú miðlun teygir sig allt frá sakleysislegum umsögnum eins og „hún átti sér þann draum ...“ til ljóðlína á borð við „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, yfir í heilu frásagnirnar þar sem myndmál, atburðarás og umhverfi birtist á forsendum drauma eða sýna. Gætt er að því hvernig draumar hafa orðið kveikjur að listaverkum og könnuð draumatjáning í verkum á sviði sagnfræði og trúarbragða en einkum þó bókmennta, bæði frásagna og ljóðlistar. Lesnir verða textar úr Biblíunni, miðaldabókmenntum (m.a. Íslendingasögum), leiðsluverkum eftir Dante og fleiri höfunda, íslenskum þjóðsögum, verkum rómantísku stefnunnar, dulhyggjuverkum og nútímaverkum súrrealista og bíthöfunda. Draumar leika drjúgt hlutverk í hrollvekjum og fantasíum fyrr og síðar en einnig í raunsæisverkum. Hliðsjón verður höfð af fræðilegri umræðu um tengsl drauma og bókmennta og einnig lesnir valdir kaflar úr draumadagbókum þekktra rithöfunda.

X

Ulysses (ABF501G)

Lesin verður skáldsagan Ulysses eftir írska rithöfundinn James Joyce og fjallað um aðföng hennar og afstöðu til hefða og nýsköpunar í bókmenntum. Skyggnst verður í fræðitexta um verkið og kafla úr verkum sem tengjast Ulysses. Meðal annars verður innt eftir heimssýn Ulysses með hliðsjón af hinum fræga ljóðabálki T.S. Eliots, The Waste Land. Þessi tímamótaverk módernismans eiga bæði aldarafmæli árið 2022. Reynt verður að gefa gaum þeirri umræðu um arfleifð verkanna sem vænta má víða um lönd meðan á námskeiðinu stendur.

Ulysses er meðal lykilbóka í skáldsagnagerð á 20. öld. Að gerð og framsetningu er hún þó allólík flestum skáldsögum og spyr lesandann ítrekað um eigindir og virkni þessarar bókmenntagreinar. Á námskeiðinu verður tekist á við slíkar spurningar um leið og siglt verður í gegnum verkið, rýnt í megindrætti og margbreytileika þess, og kannaður sá menningarvefur borgarlífs, hugarheima og ævisagna sem spunninn er innan ramma eins júnídags í Dyflinni.

Skáldsagan verður lesin á enska frummálinu en einnig verða könnuð textadæmi úr íslensku þýðingunni eftir Sigurð A. Magnússon. Ulysses er stórvirki sem gerir kröfur til lesenda en jafnframt bók sem þeir halda áfram að lesa – í huganum og mannlífinu, og í öðrum verkum.

X

Latneskar bókmenntir (ABF225G)

Með lestri valinna bókmenntaverka af ýmsu tagi verður leitast við að fá yfirsýn yfir meira en tvö þúsund ára sögu bókmennta á latínu frá Rómaríki til Skandinavíu á sautjándu öld. Verkin eru lesin í íslenskum þýðingum ef völ er á.

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)

Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa  innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.

X

Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS201G)

Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.

Kennsluhættir / vinnulag:

Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.

Námskeiðið er kennt á íslensku.

X

Bókmenntir Mið-Austurlanda (MAF108G)

Yfirgripsmikið námskeið um bókmenntir Mið-Austurlanda. Farið verður yfir bókmenntasögu Mið-Austurlanda, allt frá árdögum ritlistarinnar í Súmer fram til 21. aldar.

Nýttar verða ýmist enskar eða íslenskar þýðingar.

X

Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)

Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst gegn frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið áleitnar spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og popúlisma. Tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu við uppgang róttækra þjóðernisafla og valdboðsstjórna verða greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Loks verður að fjallað um rætur, hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.

X

Sagan í sögunni: Sögulegar skáldsögur (ÍSL610M)

Sögulegar skáldsögur slógu í gegn snemma á 19. öld þegar Sir Walter Scott skrifaði hverja metsölubókina á fætur annarri um efni úr sögu Skotlands og síðar Englands. Torfhildur Hólm samdi fyrstu sögulegu skáldsögurnar á íslensku seint á 19. öld og lagði þar með grunn að bókmenntagrein sem hefur haldið vinsældum sínum hér á landi í áranna rás. Í námskeiðinu verður farið í sögu þessarar bókmenntagreinar og fræði sem tengjast henni. Lesin verða valin verk sem sýna breiddina og fjölbreytnina í íslenskum skáldsögum af þessu tagi.

X

Hugarflug norðursins (ÞJÓ211G)

(Kennt á ensku, en nemendur sem þess óska geta skilað verkefnum á íslensku)

Both fixed and relative, lived and imagined, the North has been a reservoir of imaginary potential. In this potentiality, modern subjects -- local and distant -- might regenerate and reinvigorate. The North contains apparent contradictions: beautiful and terrifying, invigorating and deadly. The imagery of such an imagined and real north, read through history, folklore, literature, film, is the subject of this course. Comparative, interdisciplinary, and multi-sited, our investigations focus on the ways in which the construction of the North has been a contested field representing different agendas and offering divergent outcomes.

Teacher of the course: JoAnn Conrad

X

Galdur og guðlast 1200-1700 (SAG435G)

Ræddar verða lýsingar á göldrum í völdum Íslendingasögum og fornaldarsögum, með hliðsjón af ákvæðum í Grágás, kristinrétti Árna frá 1275 og Jónsbók frá 1281. Galdramál og sagnir á næstu öldum verða könnuð, en megináhersla lögð á galdratrú og galdraofsóknir á 17. öld. Var samfella í hugmyndum um áhrifamátt orða og gjörða á tímabilinu? Hvernig tengdust þær kristinni trú, fyrir og eftir siðaskipti um miðja 16. öld? Hvað var alþýðutrú og hvað lærðar hugmyndir erlendis frá? Íslensk galdra- og guðlastsmál frá 17. öld verða sett í samhengi við hræringar á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Hvers vegna hófust ofsóknir á Íslandi ekki fyrr en raun ber vitni? Hvernig stendur á því að hér voru nærri eingöngu karlar brenndir fyrir galdra? Hvað olli því að yfirvöld skyndilega líkt og misstu áhugann? Lesin verða íslensk og erlend fræðirit, en ekki síst frumheildir, birtar sem óbirtar.

X

Berklar, depurð og deyjandi skáld (ÍSL468M)

Berklaveiki var lífshættulegur og útbreiddur sjúkdómur á síðari hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Litið var á hann sem þjóðarmein og byggð voru berklahæli sem voru í senn sjúkrahús og menningarmiðstöðvar. Meðal þeirra sem fengu berkla voru ýmsir rithöfundar og skáld sem kennd hafa verið við rómantík eða nýrómantík. Verk þeirra verða lesin í námskeiðinu og byggt á fræðiskrifum um berkla í bókmenntum. Ljóð og sögur sem tengjast berklum geta rúmað miklar andstæður eins og lífsþorsta og dauðaþrá, fegurð og ljótleika, ást og hatur, sköpunarkraft og lamandi depurð, líkama og anda. Sérstök áhersla verður lögð á myndmál og táknmál sjúkdómsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
doktorsnemi

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.