
Umhverfis- og byggingarverkfræði
180 einingar - BS gráða
Nám í umhverfis- og byggingarverkfræði byggir á haldgóðri þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku.
Grunnnámið er þriggja ára nám sem lýkur með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði.
Til að öðlast réttindi til starfsheitisins verkfræðingur þarf einnig að ljúka meistaraprófi.

Grunnnám
Grunnnámið í spannar mörg fagsvið. Meðal fagsviða eru mannvirkjahönnun, umhverfisverkfræði, vatna- og straumfræði, skipulag og samgöngur, og jarðtækni og grundun.
Fyrstu tvö árin eru skyldunámskeið með talsverðri áherslu á stærðfræði og eðlisfræði ásamt grunnnámskeiðum í verkfræði.
Á þriðja ári eru verkfræðinámskeið ráðandi og boðið upp á valfög.
Fræðilegt nám fer að mestu leyti fram í VR-II. Verklegt nám er kennt á rannsóknastofum í VR-III og á vettvangi.
Verkefnavinna er mikilvægur hluti námskeiða og verkefni gjarnan unnin í hópum. Farnar eru vettvangsferðir til að skoða áhugaverð mannvirki.
Nemendum sem lokið hafa fyrsta námsári gefst kostur á að taka eitt til tvö misseri í skiptinámi við erlenda samstarfsskóla.

Meðal viðfangsefna
- Hönnun mannvirkja sem standast óblíð náttúruöfl
- Hönnun vatns- og fráveitna til að tryggja heilnæmt neysluvatn og vernda umhverfið
- Sjálfbær þróun byggðar
- Mat á umhverfisáhrifum
- Hönnun vatns- og vindorkumannvirkja
- Jarðskjálftaverkfræði
- Jarðtækni og grundun
- Samgönguverkfræði
- Áhættumat og lausnir sem lágmarka tjón
- Stjórnun framkvæmda
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.