Jarðeðlisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Jarðeðlisfræði

""

Jarðeðlisfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Ísland hefur þá sérstöðu að vera eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem virkur úthafshryggur er ofansjávar og liggur jafnframt ofan á möttulstrók sem á mikinn þátt í að lyfta landinu upp úr sjávardjúpinu, eina 3000 metra. 

Landið veitir því einstakt tækifæri til þess að kanna þessi jarðfræðilegu fyrirbæri á aðgengilegan og hagkvæman hátt og því sækir hingað jarðvísindafólk alls staðar að úr heiminum.

Grunnnám

Í jarðeðlisfræði er stór hluti námsins undirstöðugreinar raunvísinda. 
Lögð er áhersla á sterkan grunn í stærðfræði og eðlisfræði.

Nemendur öðlast einnig grundvallarþekkingu í:

 • Jarðfræði
 • Jarðeðlisfræðilegri könnun
 • Almennri jarðeðlisfræði

Jarðfræðiferðir og margvíslegar vettvangsathuganir eru þýðingarmikill hluti námsins.

""

Meðal viðfangsefna

 • Gagnasöfnun og gagnavinnsla
 • Hugtök jarðfræði og jarðeðlisfræði
 • Stærðfræðigreining
 • Aflfræði
 • Aldursgreiningar
 • Mælingar ýmiskonar
 • Eðlis- og varmafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.

Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: 35 fein (21 eining) í stærðfræði og 50 fein (30 einingar) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 einingar) í eðlisfræði,10 fein(6 einingar ) í efnafræði og 10 fein (6 einingar) í jarðfræði. Æskilegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 einingum) í stærðfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Þekking jarðvísindafólks er verðmæt á mörgum sviðum og á mismunandi starfsvettvangi enda er það eftirsótt víða í atvinnulífinu. 

Mörg viðfangsefnin eru mjög hagnýt, svo sem neysluvatnsleit, nýting jarðhita, orkuöflun, undirbúningur mannvirkjagerðar og mat á umhverfisáhrifum vegna hennar, áhættumat vegna náttúruvár, leit að byggingarefnum, málmleit og eftirlit með umbrotum í jarðskorpunni.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í framhaldsnámi í jarðeðlisfræði fá nemendur tækifæri til að takast á við hagnýt og spennandi framhaldsnámskeið og rannsóknarverkefni.

Leiðsögn er í höndum kennara Jarðvísindadeildar og annarra vísindamanna á Jarðvísindastofnun Háskólans og samstarfsstofnunum hennar.

Félagslíf

 • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

Fjallið Facebook

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is

Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
 s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram   Twitter    Youtube

 Facebook    Flickr