
Tölvunarfræði
180 einingar - BS gráða
Nám í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á.
Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum.
Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Grunnnám
Skyldunámskeið eru um tveir þriðju hlutar námsins. Afganginn má velja innan tölvunarfræði eða úr öðrum fræðigreinum.
Kjörsvið eru tvö:
Almenna kjörsviðið veitir breiðan almennan grunn í tölvunarfræði.
Reiknifræðikjörsvið miðar að því að gera nemendur hæfa til þess að takast á við reiknifræðilega líkanagerð og fræðilegri þætti tölvunarfræði.

Meðal viðfangsefna
• Hönnun, greining og notkun forritunarmála
• Reiknirit
• Þróun hugbúnaðar
• Smíði tölvuviðmóta
• Tölvugrafík og leikjaforritun
• Vefforritun
• Greining, hönnun og notkun gagnamóta og gagnasafnskerfa
• Stýrikerfi
• Tölvunet og dreifð kerfi
• Tölvuöryggi
• Skýjaforritun og forritun ofurtölva
• Gervigreind
• Reiknifræði og bestun
• Fræðileg tölvunarfræði
• Stærðfræði
• Máltækni
• Lífupplýsingafræði
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Deildin mælir eindregið með að stúdent hafi lokið a.m.k. 35 feiningu (21 ein) í stærðfræði (fyrir reiknifræðilínu þó a.m.k. 40 feiningum (24 ein) í stærðfræði og auk þess 35 feiningu (21 ein) í raungreinum).