Tölvunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tölvunarfræði

Kóði

Tölvunarfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Nám í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á.

Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum.

Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Grunnnám

Skyldunámskeið eru um tveir þriðju hlutar námsins. Afganginn má velja innan tölvunarfræði eða úr öðrum fræðigreinum. 

Kjörsvið eru tvö:

Almenna kjörsviðið veitir breiðan almennan grunn í tölvunarfræði.

Reiknifræðikjörsvið miðar að því að gera nemendur hæfa til þess að takast á við reiknifræðilega líkanagerð og fræðilegri þætti tölvunarfræði.

Meðal viðfangsefna

• Hönnun, greining og notkun forritunarmála
• Reiknirit
• Þróun hugbúnaðar
• Smíði tölvuviðmóta
• Tölvugrafík og leikjaforritun
• Vefforritun
• Greining, hönnun og notkun gagnamóta og gagnasafnskerfa
• Stýrikerfi
• Tölvunet og dreifð kerfi
• Tölvuöryggi
• Skýjaforritun og forritun ofurtölva
• Gervigreind
• Reiknifræði og bestun
• Fræðileg tölvunarfræði
• Stærðfræði
• Máltækni
• Lífupplýsingafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Deildin mælir eindregið með að stúdent hafi lokið a.m.k. 35 feiningu (21 ein) í stærðfræði (fyrir reiknifræðilínu þó a.m.k. 40 feiningum (24 ein) í stærðfræði og auk þess 35 feiningu (21 ein) í raungreinum).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Tölvunarfræðingar sem útskrifast frá Háskóla Íslands geta tekist á við verkefni á fræðasviði sem er í stöðugri þróun, því þeir skilja grunnbyggingareiningar fræðanna, gagnaskipan, reiknirit, forritunarmál, gagnagrunna og netkerfi. Þeir búa til, prófa og besta nothæf, áreiðanleg og örugg tölvukerfi.

Starfsvettvangur tölvunarfræðinga er mjög fjölbreyttur. Þeir starfa við tölvufyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðla, rannsóknir, ferðamálafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki, flugfélög, banka, stofnanir, í fiskiðnaði og svo mætti lengi telja. Sum eru lítil sprotafyrirtæki, önnur stærri og sum eru í útflutningi en önnur á innanlandsmarkaði.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á framhaldsnám í tölvunarfræði. Meistaranámið tekur tvö ár og í því er umtalsvert frelsi í vali á námskeiðum. Meistaraverkefnin eru oft hagnýt og unnin í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir. Meistaraverkefni geta sprottið af áhuga nemanda á tilteknu viðfangsefni eða tengst rannsóknarverkefnum kennara

Félagslíf

  • Nörd er nemendafélag tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
  • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is

Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
 s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr