Lífeindafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Lífeindafræði

Lífeindafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Hefur þú áhuga á mannslíkamanum og starfsemi hans? Viltu öðlast þekkingu á sjúkdómum og greiningu þeirra? Viltu vinna á rannsóknastofu?

Þá gæti lífeindafræði verið fyrir þig.

Um námið

BS-nám í lífeindafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180e nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í lífeindafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem lífeindafræðingur eða aðgang að meistaranámi.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla, eða próf úr frumgreinadeild HR. Nemendur þurfa að ljúka öllum námskeiðum 1. árs til að eiga rétt á að hefja nám á 2. námsári.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Sandra Mjöll Jónsdóttir
Pétur Ingi Jónsson
Vala Jónsdóttir
Sandra Mjöll Jónsdóttir
BS í lífeindafræði

Lífeindafræðin var dýrmætur grunnur fyrir doktorsnámið. Þar lærði ég öll nauðsynleg vinnubrögð fyrir vísindarannsóknir og um gæðastjórnun rannsóknarverkefna sem hefur reynst ómetanlegt í mínu starfi

Pétur Ingi Jónsson
BS í lífeindafræði

Að loknu grunnnámi í lífeindafræði get ég tekið þátt í rannsóknarvinnu af miklu sjálfsöryggi. Það er frábær tilfinning að fá tækifæri til að vinna að rannsóknarverkefni í framhaldsnáminu sem stuðlar að framþróun.

Vala Jónsdóttir
BS í lífeindafræði

Það er mikið verklegt og maður fær tækifæri á góðri, einstaklingsmiðaðri kennslu. Félagslífið er frábært

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Lífeindafræðingar eru fólkið á bak við tjöldin. Þeir vinna sýni og senda niðurstöður til lækna sem ákveða meðferð. Lífeindafræðingar eru helst sýnilegir við blóðsýnatökur en það er langt frá því það eina sem þeir fást við. Lífeindafræðingar takast á við þjónusturannsóknir, vísindarannsóknir og tækniþróun.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

  • Heilbrigðisstofnanir
  • Matvælafyrirtæki
  • Lyfjafyrirtæki
  • Snyrtivörufyrirtæki
  • Líftæknifyrirtæki
  • Stóriðnaður 
  • Sjálfstæðar rannsóknastofur 

Félagslíf

Nemendur í geisla- og lífeindafræði eru með sameiginlegt nemendafélag sem nefnist FLOG. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, t.d. nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum.

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Lífeindafræðin á Facebook