Lífeindafræði
Lífeindafræði
BS gráða – 180 einingar
Hefur þú áhuga á mannslíkamanum og starfsemi hans? Viltu öðlast þekkingu á sjúkdómum og greiningu þeirra? Viltu vinna á rannsóknastofu?
Þá gæti lífeindafræði verið fyrir þig.
Skipulag náms
- Haust
- Lífeindafræði, kynning
- Líffærafræði
- Efnafræði A
- Frumulíffræði
- Lífeðlisfræði 1
- Eðlisfræði
- Vor
- Lífefnafræði
- Heilbrigðisþjónusta - lífeindafræði
- Vísinda- og teymisvinna
- Lífeðlisfræði 2
- Efnafræði B og tækjafræði
- Erfðafræði I
- Verkleg efnafræði LEI
- Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn
Lífeindafræði, kynning (LEI101G)
Lífeindafræði verður kynnt sem og hlutverk fræðigreinarinnar í heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisvísindum. Fjallað verður um grunnþætti starfssviðs og hugmyndafræði lífeindafræðinga. Rannsóknastofa verður heimsótt og starfsemin skoðuð.
Fyrirlestrar, umræður og kynnisferð.
Líffærafræði (LEI102G)
Almenn atriði um gerð mannslíkamans. Líffærakerfi og einstök líffæri, staðsetning þeirra og starfsemi. Myndun mannslíkamans (fósturfræði). Gerð vefja mannslíkamans. Líffærafræði höfuðs, háls, brjósthols, kviðarhols, grindhols og stoðkerfis.
Þátttakendur eru þeir sem uppfylla aðgangskröfur til að stunda nám í lífeindafræði og geislafræði.
Efnafræði A (LEI103G)
Almenn efnafræði: Efni og mælingar. Atóm, mólekúl og jónir. Efnaformúlur og efnajöfnur. Leysni- og sýru- basahvörf. Oxunar- og afoxunarhvörf. Lofttegundir. Skammtakenning atóma og svigrúm. Rafeindahýsing og lotukerfið. Jónísk og samgild efnatengi. Lögun mólekúla og efnatengi. Vökvar, föst efni, lausnir. Hvarfhraði. Efnajafnvægi.
Lífræn efnafræði: Kynning á lífrænni efnafræði. IUPAC nafnakerfið. Einkennandi efnahvörf. Alkanar, alkenar, dienar, alkynar. Arómatísk kolefnissambönd. Rúmísómerar. Alkyl halíðar. Alkóhól, fenól, eterar. Aldehýð, ketón, karboxylsýrur og afleiður þeirra. Amin.
Fyrirlestrar með dæmaívafi.
Frumulíffræði (LEI107G)
Námskeiðið er grunnnámskeið í frumulíffræði. Farið verður í byggingu frumuhimnunnar og flutning um hana. Frumulíffærum verða gerð mjög góð skil þar sem sértæk starfsemi hvers og eins verður krufin til mergjar. Í kjölfarið verður flutningur nýmyndaðra próteina rakin. Innfrumun og útfrumun verður tekin fyrir. Fjallað verður um frumugrindina, þ.e. aktín, örpíplur og milliþræði. Gerð verður grein fyrir helstu boðferlum frumunnar. Frumuhringurinn og stjórnun á honum verður skoðaður auk frumuvaxtar og frumudauða. Einnig verða skoðuð frumu-frumu tengsl og tengsl fruma við umhverfi sitt. Gerð verður grein fyrir hinum ýmsu gerðum fruma og hlutverki þeirra innan vefjagerða og í framhaldi verður stuttlega farið í frumulíffræði stofnfruma og uppruna krabbameins. Að lokum verður farið í almennan inngang að erfðafræði.
Lífeðlisfræði 1 (LEI108G)
Samvægi (homeostasis) og stýrikerfi. Hormónakerfi og taugakerfi. Himnuspenna og rafboð, taugamót. Skynjun. Vöðvar, beinagrindarvöðvi, sléttur vöðvi, hjartavöðvi.
Eðlisfræði (GSL104G)
Nemendur fá kynningu á grundvelli í notkun eðlisfræði í störfum heilbrigðisstétta. Farið er yfir nokkur dæmi um lausnir á verkefnum sem snúa að kröftum, hreyfingu, orku o.fl., sem gera nemendur hæfa til að takast á við frekara nám og starf á sviði heilbrigðisvísinda.
Eðlisfræði: Lýsing hreyfingar. Kraftar, orsök hreyfingar og hreyfingarlögmál Newtons. Vinna, orka og afl. Hitastig, varmaeiginleikar efna og varmaflutningur. Vökvar, gas, þrýstingur og rennsli vökva. Rafmagn, rafstraumur, rafspenna, afl, einfaldar rafrásir og rafmagnsöryggi. Segulmagn og segulsvið. Hljóð, ljós og ljósgeislafræði.
Fyrirlestrar og rafræn skilaverkefni úr efni kennslubókarinnar.
Lífefnafræði (LEI203G)
Innihald námskeiðsins:
Helstu flokkar lífefna sem stuðla að virkni frumunnar (kolvetni, núkleotíð, amínósýrur og lípíð) eru í brennidepli og hvernig þau verka sem heild til að viðhalda þeirri byggingu og starfsemi frumna sem liggur til grundvallar heilbrigðri virkni líffæra í mannslíkamanum. Í námskeiðinu er farið yfir byggingu og virkni próteina og helstu efnaskiptaferla sem lýsa því á sameindalíffræðilegum foresendum hvernig þeirri næringu sem við innbyrðum er umbreytt í þá orku sem knýr mannslíkaman.
Verklegu æfingar miða að því að auka skilning á proteinefnafræði, protein hreinsun og magnmælingum proteina og lyfjamarka.
Heilbrigðisþjónusta - lífeindafræði (LEI204G)
Fjallað er um störf og skyldur lífeindafræðinga; siðfræði í heilbrigðisþjónustu, þagnarskyldu og þagnarskyldusamning nemenda, farið er í blóðsýnatökur og mikilvægi réttra handbragða við sýnatökur, um tegundir sýna sem berast á rannsóknarstofur, magnmælingar við gerð prófefna og öryggismál rannsóknarstofa.
Vísinda- og teymisvinna (LEI205G)
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, vísinda- og gagnalæsi, framsetningu vísindalegra gagna og teymisvinnu
I. Teymisvinna
Fjallað verður um grunnatriði og verkfæri gæðastjórnunar. Nemendum verða kynnt lykilatriði teymisvinnu og beita þeim.
II. Framsetning vísindalegra gagna
Fjallað verður um aðferðafræði við fagleg skrif innan heilbrigðisvísinda, og uppsetningu og flutning fyrirlestra. Fjallað verður um gagnagrunna við upplýsingaleit og heimildaskráningaforrit. Nemendur beita þessum aðferðum í verkefnum.
III. Vísinda- og gagnalæsi
Nokkur atriði um tölfræði og tilurð gagna. Myndræn framsetning gagna og lýsing á dreifingu gagnasafns. Öryggismörk meðaltals. Næmi, sértækni og forspárgildi. Almennt um uppsetningu rannsókna, lýsing á þýði og úrtaki. Áhættuþættir, áhætta og hlutfallsleg áhætta. Túlkun á niðurstöðum úr rannsóknum fyrir einstakling. Túlkun á niðurstöðum rannsókna í vísindagreinum og mat á mögulegum skekkjuþáttum.
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Farið verður yfir efnið í fyrirlestrum. Aðferðir eru þjálfaðar í dæmatímum og með verkefnum sem er skilað í ræðu og/eða riti.
Lífeðlisfræði 2 (LEI206G)
Fyrirlestrar. Lífeðlisfræðileg starfsemi blóðrásar- og öndunarfærakerfis, nýrna, meltingar- og æxlunarfæra. Stjórnun orkubúskapar og efnaskipta.
Verkleg æfing. Ein verkleg æfing um hjarta og blóðrás. Skylt er að mæta í æfinguna, skila niðurstöðuskýrslu og taka netpróf úr efni æfingarinnar
Verkefnatímar. Tveir verkefnatímar eru í námskeiðinu sem skylt er að mæta í. Þar vinna nemendur saman í hópum við að leysa verkefni úr kennslubókinni og kynna niðurstöður sínar
Áfangapróf. Þrjú áfangapróf verða lögð fyrir á misserinu úr efni námskeiðsins eins og nánar er tilgreint í kennsluáætlun.
Efnafræði B og tækjafræði (LEI207G)
Leysni og leysnijafnvægi. Komplexjónir. Millisameindakraftar vökva og fastra efna. Frumatriði úr skammtafræði. Rafsegulbylgjur og víxlverkun við efni. Gleypni ljóss. Litróf rafsegulbylgna. Lögmál Beer's. Ýmsar litrófsmælingar, útfjólublá, flúorljómun, logamælingar, atómgleypni. Rafefnafræði. Ýmsar rafmælingar, bæði spennu- og straummælingar. Rafdráttur. Vökva- og gasskiljumælingar. Geislavirkni. Sjálfvirk greiningartækni.
Erfðafræði I (LEI208G)
Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnhugtök erfðafræðinnar ásamt þeim frumuferlum sem henni tengjast. Farið verður yfir uppbyggingu DNA, RNA og próteina ásamt því hvernig fruman endurmyndar erfðaefnið, umritar það og þýðir yfir í prótein. Fjallað verður um uppbyggingu litninga og stýringu frumuhringsins. Einnig verður farið yfir stökkbreytingar og þá ferla sem frumur nýta sér til að lagfæra DNA skemmdir. Erfðabreytileiki verður einnig ræddur og hvernig erfðabreytileiki er undirstaða þróunar lífvera. Fjallað verður um Mendelskar erfðir og tengsl arfgerðar og svipgerðar. Helstu aðferðir erfðatækninnar verða kenndar svo nemendur öðlist skilning á þeim. Mikilvægt er að nemendur öðlist góðan skilning á efni þessa námskeiðs þar sem það er grunnur að námskeiðum sem kennd eru síðar í náminu, t.d Blóðmeinafræði, Erfðafræði II og Sameindaerfðafræði.
Verkleg efnafræði LEI (EFN216G)
Verklegt námskeið fyrir nemendur í lífeindafræði.
Algeng vinnubrögð og öryggi á tilraunastofu. Sýru-basa eiginleikar, títrun með sýrustigsmælingum. Ákvörðun á jafnvægisfasta efnahvarfs og magngreining á járni með ljósmælingum. Safneiginleikar lausna - frostmarkslækkun. Rafefnafræði, oxunar/afoxunar hvörf og rafgreining. Ákvörðun á sýrustigi með tveggja þátta ljósmælingu.
Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn (HVS202G)
Námskeiðið er ætlað nemendum á fyrsta námsári í greinum heilbrigðisvísinda. Sameiginlegur heilbrigðisvísindadagur nýnema allra deilda á Heilbrigðisvísindasviði í janúar ár hvert. Fjallað er um þverfaglegt samstarf og mikilvægi þess. Farið verður í grundvallarþætti samstarfsins svo sem sameiginlega sýn á réttindi til heilsu, samskipti og siðfræði. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð heilbrigðisvísinda.
- Haust
- Ónæmisfræði
- Klínísk lífefnafræði - aðferðafræði
- Klínísk lífefnafræði - verkleg aðferðafræði
- Klínísk lífefnafræði - sjúkdómafræði
- Vor
- Klínísk lífeðlisfræði
- Blóðmeinafræði - sjúkdómafræði
- Blóðmeinafræði - aðferðafræði
- Meðhöndlun geislavirkra efna
Ónæmisfræði (LEI303G)
Inngangur að ónæmisfræði. Ósérhæft ónæmi. Vakaþekking B og T eitilfrumna. Myndun vakaviðtaka. Kynning vaka handa T frumum. Boðferli í ónæmiskerfinu. Þroskun eitilfrumna. T frumu miðlað ónæmi. Vessabundið ónæmi. Ferli ónæmissvarsins. Slímhúðarónæmi. Ónæmisbilanir. Ofnæmi. Sjálfsofnæmi. Vefjaígræðslur. Ónæmisíhlutanir og bólusetningar. Ónæmisaðferðir.
Kennsla fer að mestu leyti fram í fyrirlestraformi þar sem hvatt er til umræðu meðal nemenda. Nemdur fá auk þess eina tímaritagrein og ónæmisfræðilegan sjúkdóm sem þeir eiga að kynna fyrir samnemendum sínum. Fyrirlestrar verða líka tengdir verkkennslu. Verkkennsla fer fram á kennslurannsóknastofu í Stapa og á Ónæmisfræðideild. Í hana er mætingaskylda og krefst sú vinna virkrar þátttöku.
Klínísk lífefnafræði - aðferðafræði (LEI307G)
Í fyrirlestrum er áhersla lögð á undirstöðuþætti í heildar rannsóknarferli lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði.
Fjallað verður um starfsemi, uppbyggingu, stöðlun og viðhald sjálfvirkra mælitækja, niðurstöður lífefnarannsókna, viðmiðunar- og klínísk læknisfræðileg mörk rannsókna, truflanir í mælingum lífefna, túlkun á niðurstöðum lífefnarannsókna og val á mæliaðferðum í klínískri lífefnafræði. Farið verður í stjórnun, upplýsingakerfi, samskipti, gæðaeftirlit og sjálfvirkni rannsóknarstofa í klínískri lífefnafræði. Nemendur læra um staðlaðar aðferðir sem notaðar eru við blóðtökutækni, flutning og geymslu blóðsýna á klínískri lífefnafræðideild.
Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar fagsins. Farið verður í lestur fræðigreina, þar sem vinnan felst í lestri fræðigreina og verða verkefni unnin úr fræðigreinum og fleiru, ritgerðum og kynningu á ritgerðarverkefnum.
Klínísk lífefnafræði - verkleg aðferðafræði (LEI308G)
Í verkkennslu er áhersla lögð á þá mismunandi aðferðartækni sem beitt er í mælingum lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði. Í verkkennslu framkvæma nemendur verklegar æfingar sem byggja á magnmælingum á ýmsum þáttum úr blóði eða öðrum líkamsvökvum s.s. ensímum, jónum, próteinum, lyfjum og hormónum. Verklegar æfingar eru t.a.m. ljósmælingar, stöðlun mæliaðferða, rafefnafræðilegar mælingar, prótein rafdráttur, mælingar með háþrýstikrómskiljunarfaratækni og mótefnamælingar.
Klínísk lífefnafræði - sjúkdómafræði (LEI309G)
Í fyrirlestrum er áhersla lögð á meginþætti klínískrar lífefnafræði - sjúkdómafræði. Farið verður í tengingu milli uppbyggingar og starfsemi ýmissa líkamskerfa og lífefnafræði mannslíkamans. Fjallað er m.a. um jónir, ensím, vítamín, sölt og vatnsbúskap, blóðgös og lípíðefnaskipti; starfsemi nýrna, lifrar, hjarta og meltingarlíffæra; sjúkdóma með skírskotun til rannsóknarniðurstaða í klínískri lífefnafræði á ýmsum vökvum líkamans, bæði með tilliti til sjúkdómsgreininga og meðferðar; lyfjamælingar, eiturefnafræði, lífefnafræðileg erfðafræði og meðfædda efnaskiptagalla. Nemendur læra um tengsl á milli rannsóknaniðurstaða í klínískri lífefnafræði og klínískra sjúkdómseinkenna.
Fyrirlestrar. Vinna í námskeiðinu felst eingöngu í lestri. Heildarfjöldi fyrirlestra sem skiptist niður á 15 vikum er 44 talsins.
Klínísk lífeðlisfræði (LEI403G)
Megin áhersla er lögð á hjarta lungu og nýru. Í klínískri lífeðlisfræði er meira unnið með sjúklinga en í öðrum greinum lífeindafræðinnar og því er áhersla lögð á umönnun sjúklinga og samskipti við þá.
Hjarta,: Umfjöllunarefni eru bygging og blóðrás (staðsetning, hólf , lokur og æðar); hjartahringurinn, þrýstingur í hólfum og æðum, hjartaútfall, slagbil og hlébil,og hjartahljóð; leiðslukerfi hjartans og hjartsláttaróregla; áunnir hjartasjúkdómar og meðfæddir hjartagallar.
Aðferðarfræði: hvernig hjartasjúkdómar eru greindir með hjartarannsóknum. Hjartalínurit, sólarhringshjartarit og blóðþrýstingsrit, áreynslupróf, gangráðsmælingar, raflífeðlisfræðirannsóknir, hjartaþræðingar og hjartaómskoðanir. Einnig er veitt innsýn í hjartaskurðaðgerðir. Þá er farið yfir algengustu hjartalyfin og hvernig þau virka.
Lungu: Umfjöllunarefni eru bygging lungna (lungu og loftvegir), öndun og stjórn öndunar (innöndun/útöndun) öndunarrúmmál, ytri og innri öndun, súrefnisflutningur í blóði, súrefnismettun ; sýru-basajafnvægi, blóðgös,Henderson-Hasselbachs, loftskipti, lögmál Daltons og Henry og túlkun blóðgasa, acidosa, alkalosa; algengustu lungnarannsóknir;lungnasjúkdómar orsök og afleiðing og algengustu lungnalyf.
Nýru: Umfjöllunarefni eru bygging og lífeðlisfræði nýrna hlutverk nýrna í útskilnaði,seytun, stjórnun á síunarhraða (GFR) og hormónastjórnun; stjórnun vökvajafnvægis og raskanir á vökvajafnvægi;raskanir á elektrólýta- sýru- og basajafnvægi;nýrnabilun. Einnig verður veitt innsýn í meðferð nýrnabilunar.
Fyrirlestrar, verkkennsla, verkefni. Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar fagsins. Fyrirlestrar tengdir verkkennslu dagsins eru að jafnaði í upphafi hennar. Verkkennsla fer fram á kennslurannsóknastofu og/eða á klínískum rannsóknastofum. Í hana er mætingaskylda og krefst sú vinna virkrar þátttöku. Að öðru leiti felst vinnan að mestu í lestri, verkefnum, kynningum og umræðum.
Blóðmeinafræði - sjúkdómafræði (LEI407G)
Blóðmeinafræði: Blóð og mergur í heilbrigðum manni. Uppruni blóðkorna og forstig í merg. Æviskeið og niðurbrot rauðra blóðkorna. Vítamín B12 -, folinsýra og járnbúskapur. Flokkun hvítra blóðkorna og mismunandi þroskastig. Mænuvökvi, tengsl hans við sjúkdóma í miðtaugakerfi. Gigt og liðvökvi. Nýru og sjúkdómar í þvagfærum. Blóðflögur, storkukerfið og fibrin niðurbrot. Storkusjúkdómar.
Fyrirlestrar. Vinna í námskeiðinu felst að mestu í lestri.
Blóðmeinafræði - aðferðafræði (LEI408G)
Áfanginn byggir á fyrirlestrum um aðferðir blóðmeinafræðinnar, verklega kennslu í blóðmeinafræði á rannsóknastofu, ritgerðarvinnu, hópverkefnum og tilfellagreiningu m.t.t. helstu gerða blóðsjúkdóma.
1) Fyrirlestrar: Kynningar og annað kennsluefni þ.m.t. vísindagreinar og myndbönd sem fjalla um aðferðir blóðmeinafræðinnar eru settar fram á kennsluvef námskeiðsins. Hluti kennslunnar er á fyrirlestrarformi en kynningar sem tengjast verkefnum dagsins eru einnig í upphafi tíma verklegrar kennslu.
2) Verkleg kennsla:
- Almenn blóðmeinafræði:
Kennsla í talningu blóðkorna í smásjá
Handaðferðir í blóðhag
Kennsla á sjálfvirk blóðtalningartæki
Gerð blóðstroka og útlit blóðkorna í eðlilegum sýnum og við sjúkdóma
Smásjágreining á helstu gerðum illkynja blóð- og beinmergsjúkdóma - Vökvarannsóknir:
Umfjöllun um frumur og þætti í þvagi og öðrum líkamsvökvum
Smásjáskoðun
Almennar rannsóknir á þvagi og saur
Tengsl niðurstaða við sjúkdóma - Storkurannsóknir:
Umfjöllun um storku og storkukerfið
Gerð storkuprófa
Tengingu storkukerfisins við klínísk próf og sjúkdóma - Kennsla á klínískri rannsóknastofu
Nemum gefst kostur á að kynnast stöðluðum vinnubrögðum við:
Blóðhagstæki
Gerð blóðstroka
Smásjárgreiningartækni til að greina blóðkorn
Storkurannsóknartæki
Greiningu líkamsvökva með ýmsum aðferðum
Greiningu blóðsjúkdóma við notkun frumuflæðisjár
Blóðtöku á klínískum deildum
3) Ritgerð og fyrirlestur: Val á sérefni á sviði blóðmeinafræðinnar og uppbygging ritgerðar er gerð í samráði við leiðbeinendur. Verkefninu lýkur með kynningu á ritgerðarefninu á fyrirlestrarformi.
4) Hópverkefni: Samvinnuverkefni um hugtök blóðmeinafræðinnar og ritrýndar fræðigreinar á sviðinu sem lýkur með sameiginlegri kynningu.
5) Tilfellagreining: Hópaverkefni þar sem nemendur beita þekkingu sinni á klínískum einkennum og rannsóknaniðurstöðum til þess að framkvæma nánari sjúkdómsgreiningu á tilfellum blóðleysis og illkynja blóðsjúkdóma.
Meðhöndlun geislavirkra efna (LEI409G)
Kennd verða grundvallarhugtök sem tengjast geislavirkum efnum; geislavirkni, tegund geislunar, hrörnun og helmingunartími, mælingar á geislun og geislaskammtar. Fjallað verður um líffræðileg áhrif geislunar og atriði sem skipta máli og eru sérstök við meðhöndlun geislavirkra efna. Grunnatriði geislavarna og flokkun rannsóknarstofa sem vinna með geislavirk efni. Almenn kynning á notkun geislavirkra efna í rannsóknum, meðferð og greiningu sjúkdóma.
Fyrirlestrar. Heimaverkefni.
- Haust
- Líffærameinafræði - rannsóknir
- Líffærameinafræði - sjúkdómar
- Blóðbankafræði (blóðgjafafræði)
- Erfðafræði 2
- Vor
- Sýklafræði - rannsóknir
- Sýklafræði - smitsjúkdómafræði
- Sameindaerfðafræði
Líffærameinafræði - rannsóknir (LEI501G)
Fyrirlestrar eru undanfari verklegrar kennslu innan áfangans. Fjallað er um meðhöndlun vefjasýna frá sýnatöku þar til vefjabygging hinna ýmsu líffæra er sjáanleg í smásjá. Í þessu felst umfjöllun um: Tilgang festingar á vefjasýnum; mismunandi vinnsluaðferðir; skurðartækni; almennt um tilgang vefjalitunar og virkni algengustu litunarefna; mótefnafræðilegar litunaraðferðir; flokkun kolvetna, mylildis, bandvefs, vöðva, fituefna, taugavefs, örvera, litarefnis- og hormónmyndandi fruma innkirtlakerfisins með tilliti til líffærameinarannsókna og sérhæfðar greiningaraðferðir á þessum þáttum. Fjallað er um efni og áhöld, geymslu sýna, gæðatryggingu, öryggisvörslu og skráningakerfi. Kynning á flæðigreini og frumurannsóknum.
Verkleg kennsla: Markmiðið er að nemendur kynnist almennum vinnubrögðum á rannsóknarstofum í líffærameinafræði og frumurannsóknum og öðlist færni í að beita undirstöðurannsóknaraðferðum, sem fjallað er um í fyrirlestrum. Í því felst skoðun og vinnsla ferskra og festra vefjasýna, vefjaskurður, smásjárskoðun til að meta gæði litunaraðferða, dagleg umhirða og viðhald tækja. Farið verður í undirstöðuaðferðir við flæðigreini og frumurannsóknir.
Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar fagsins. Fyrirlestrar tengdir verkkennslu dagsins eru að jafnaði í upphafi hennar. Verkkennsla fer fram á kennslurannsóknastofu og/eða á klínískum rannsóknastofum. Mætingaskylda er í verkkennslu og krefst sú vinna virkrar þátttöku. Að öðru leiti felst vinnan að mestu í lestri, verkefnum, kynningum og umræðum.
Líffærameinafræði - sjúkdómar (LEI502G)
Inngangur að líffærameinafræði. Almenn meinafræði: fjallað er um frumu- og vefjaskemmdir, efnasöfnun í frumur, bólgu og viðgerð vefja, afbrigðilegan frumuvöxt.
Sérhæfð líffærameinafræði: Umfjöllunarefni eru hjarta- og æðasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, meltingarfærasjúkdómar, sjúkdómar í lifur, gallvegum og brisi, innkirtlasjúkdómar, sjúkdómar í brjóstum, sjúkdómar í kynfærum karla og kvenna, sjúkdómar í nýrum og þvagvegum, sjúkdómar í eitlum, sjúkdómar í húð.
Fyrirlestrar.
Blóðbankafræði (blóðgjafafræði) (LEI504G)
Fjallað verður almennt um starfsemi blóðbanka; Blóðsöfnun, blóðhlutaframleiðsla, rannsóknir á blóðhlutum, notkun blóðhluta, aukaverkanir við inngjöf á blóðhlutum, beint og óbeint Coombspróf, helstu blóðflokkar og blóðflokkamótefni, samræmingarpróf, leit og greining blóðflokkamótefna, mótefni á meðgöngu, mótefnalosun og títrun. Kynning á vefjaflokkunum og stofnfrumurannsóknum í blóðbankanum.
Fyrirlestrar. Verkefni, nemendafyrirlestrar.
Erfðafræði 2 (LEI505G)
Fyrirlestrar: Ágrip af sögu erfðafræðinnar. Grunnatriði erfðafræðinnar svo sem flæði erfðaefnis milli kynslóða, lögmál Mendels, erfðamynstur og kynbundnar erfðir. Bygging litninga og afritun. Bygging erfðavísa, stjórnsvæði og genatjáning. Umritun, RNA verkun og þýðingu [„RNA, tjáning gena, umritun og þýðing“ í Lífefna og frumulíffræði. Skörun?]. Próteinbreytingar eftir þýðingu. Staðsetning erfðavísa og kortlagningar. Stökkbreytingar og litningabrengl. Tengsl erfða og umhverfis. Stofnerfðafræði og breytileiki stofna. Grunnatriði erfðatækninnar, s.s. klónun, erfðabreyttar lífverur og genalækningar.
Verklegar æfingar: Hönnun prímera, DNA einangrun úr blóði, PCR mögnun, raðgreining, klónun DNA í bakteríum, skerðibútagreining til greininga á breytileika.
Sýklafræði - rannsóknir (LEI601G)
Námskeiðið er í tveimur meginþáttum, sýklafræði og aðferðafræði sýklarannsókna. Þessir þættir samtvinnast og eru grundvöllur þekkingar og skilnings á sérkennum mismunandi sýkla og þeirrar aðferðafræði sem notuð er við sýklarannsóknir, hæfni til að beita þeim aðferðum og til að tryggja gæði rannsóknanna. Námskeiðið LEI602G Sýklafræði – sjúkdómafræði er kennt samhliða og tengist efni námskeiðsins og dýpkar skilning á viðfangsefnum þess.
Verklag:
Kennslan er í formi fyrirlestra og verkkennslu. Auk þess takast nemendur á við efnið með verkefnum sem flest eru hópverkefni. Fyrirlestrar og verkkennsla eru samþætt. Dæmigerður dagur byrjar á fyrirlestrum um viðfangsefni dagsins, þ.e. þeim sýklum/sýnum sem nemendur vinna með og aðferðafræði viðkomandi rannsókna. Síðan gera nemendur viðkomandi rannsóknir. Nauðsynlegt er að nemendur tileinki sér efnið áður en þeir byrja á rannsóknunum. Aðferðalýsingar fela í sér tilgang, bakgrunn, framkvæmd, aflestur niðurstaða og túlkun þeirra ásamt gæðatryggingu og öryggisvörslu. Rannsóknaferli felur í sér röð þeirra aðgerða sem þarf frá því að sýni er tekið þar til niðurstaða er fengin og send til læknis sjúklings – allt á viðeigandi tíma. Námskeiðinu er skipt upp í eftirfarandi viðfangsefni:
- Grunnaðferðir í rannsóknum á bakteríum/sveppum
Þ.m.t. ræktun, smásjárskoðun, talning og næmispróf - Greining baktería/sveppa og önnur úrvinnsla kennslustofna
Þ.m.t. einkenni og greiningaraðferðir mikilvægra sýklaflokka, ættkvísla og tegunda, næmispróf - Meðferð og úrvinnsla sýna
Þ.m.t. meðferð sýna; ræktun/rannsókn baktería/sveppa úr mismunandi sýnaflokkum og viðeigandi gæðatrygging og öryggisvarsla - Aðferðafræði veirurannsókna
- Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir og sjálfvirkni í sýklarannsóknum
- Klínískt nám
Námsmat:
Nemendur skila rannsóknaniðurstöðum á eyðublöðum sem til þess eru ætluð. Nemendaverkefnum er skilað með kynningu og/eða rannsóknaskýrslum. Virkni í hópumræðum og uppbyggileg jafningja gagnrýni er mikilvægur liður í námsmati. Klínísku námi eru gerð skil með dagbók og/eða verkefnum. Hluti námsmats er því símat en einnig eru verkleg og skrifleg lokapróf (sjá nánar hér á síðunni).
Sýklafræði - smitsjúkdómafræði (LEI602G)
Námskeiðið er í tveimur meginþáttum, sýklafræði og smitsjúkdómafræði. Þessir þættir samtvinnast og eru grundvöllur þekkingar og skilnings á eiginleikum sýkla og tengslum þeirra við smitsjúkóma, varnir gegn þeim og meðferð. Námskeiðið LEI601G Sýklafræði – rannsóknir er kennt samhliða og tengist efni námskeiðsins og dýpkar skilning á viðfangsefnum þess.
Verklag:
Kennsla er í formi fyrirlestra og er skipt upp í eftirfarandi hluta:
- Bakteríufræði – grunnatriði
- Bakteríutegundir/hópar og bakteríusýkingar í mismunandi líffærum/líffærakerfum
- Veirufræði og veirusjúkdómar
- Sveppafræði og sveppasýkingar
- Sníkjudýrafræði og sníkjudýrasýkingar
Vinna í námskeiðinu felst að mestu í lestri, en efni þess tengist einnig verkefnavinnu í námskeiðinu LEI601G Sýklafræði - rannsóknir.
Sameindaerfðafræði (LEI605G)
Bygging litninga, skipulag erfðamengja, eftirmyndun og viðgerð á DNA. Endurröðun. Klónun sameinda. Umritun og stjórnun genatjáningar í heil- og dreifkjörnungum. Krabbameinsgen.
Vinna á rannsóknarstofu: Sameindalíffræði plasmíða og baktería.
Hafðu samband
Skrifstofa Námsbrautar í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is
Almennur afgreiðslutími: Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-15:00
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.