Almenn málvísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Almenn málvísindi

Almenn málvísindi

BA gráða

. . .

Í almennum málvísindum er fjallað um eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum getur nýst mjög vel í ýmsu öðru háskólanámi, bæði grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess sem hún getur komið sér vel í margs konar störfum.

Um námið

Í almennum málvísindum er fjallað um eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum getur nýst mjög vel í ýmsu öðru háskólanámi, bæði grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess sem hún getur komið sér vel í margs konar störfum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í almennum málvísindum er æskilegur undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig rannsóknir og fræðastörf á sviði málvísinda, t.d. við háskólastofnanir. Málvísindanám er góðu undirstaða fyrir margs konar störf þar sem fengist er við tungumálið og samskipti almennt, þar á meðal ritstörf, fjölmiðlun og kynningarstarf, auk starfa sem tengjast tungumálum með beinni hætti eins og talmeinafræði, máltækni og ýmis ráðgjöf á sviði tungumáls.

Málvísindanám er einnig góður grunnur fyrir nám eða rannsóknir í öðrum greinum með áherslu á þætti sem varða málið, þar á meðal í erlendum tungumálum, sálfræði, félagsfræði og mannfræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir og fræðastörf
  • Talmeinafræði
  • Máltækni
  • Ritstörf
  • Fjölmiðlun og kynningarstarf

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.