Almenn málvísindi


Almenn málvísindi
BA gráða – 180 einingar
Almenn málvísindi er vísindagrein sem fjallar um tungumálið í víðu samhengi, eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum kemur sér vel í margs konar störfum, svo sem fjölmiðlun, kynningarstarfi, rannsóknum og ritstörfum auk annarra starfa þar sem fengist er við tungumálið. Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum.
Skipulag náms
- Haust
- Aðferðir og vinnubrögð
- Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi
- Inngangur að málfræði
- Vor
- Þróun málvísinda
- Málkerfið – hljóð og orð
- Menningarheimar
Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)
Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.
Tungumálið í notkun: Samtöl og samhengi (AMV106G)
Merking orða og setninga ræðst oft af samhenginu, til dæmis við beitingu og túlkun á kaldhæðni. Hvernig geta aðrir skilið okkur ef við segjum ekki alltaf það sem við meinum? Hvað eiga samtöl í ólíkum menningarheimum og tungumálum sameiginlegt? Í námskeiðinu verður fjallað um notkun tungumálsins í samskiptum frá ýmsum sjónarhornum málvísinda. Kennd verða undirstöðuatriði í málnotkunarfræði og varpað ljósi á áhrif samhengis á merkingu orða og setninga. Kynnt verða helstu viðfangsefni og aðferðir samtalsgreiningar og rætt um samanburðarrannsóknir á samtölum víða um heim. Að lokum fá nemendur innsýn í þverfaglegar rannsóknir á málnotkun með aðferðum sálfræðilegra málvísinda. Nemendur kynnast upptöku á samtölum, greiningu á tali með efni námskeiðsins í huga og notkun viðeigandi forrita (t.d. Praat til vinnslu á hljóði og ELAN til að skrá samtöl).
Inngangur að málfræði (ÍSL110G)
Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.
Þróun málvísinda (AMV205G)
Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.
Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)
Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.
Menningarheimar (TÁK204G)
Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.
- Haust
- Söguleg málvísindi
- Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði
- Setningar og samhengi
- Arabíska IV
- Færeyska og íslenskaV
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Tölfræði IV
- Íslensk málsagaV
- Máltaka barnaV
- EinstaklingsverkefniV
- Breytingar og tilbrigðiV
- Vor
- Setningafræði
- Beygingar- og orðmyndunarfræðiE
- Hverfult tungutak í deiglu samtímansVE
- TvítyngiV
- Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagiVE
- Tal- og málmeinV
- Málfræði táknmáls IV
- EinstaklingsverkefniV
- FornmáliðV
Söguleg málvísindi (AMV314G)
Í námskeiðinu verða hugmyndir og aðferðir sögulegra málvísinda kynntar, þeirrar undirgreinar málvísinda sem fæst við breytingar á tungumálum í tímans rás. Rætt verður um ólíkar tegundir málbreytinga, orsakir þeirra og einkenni. Tekin verða dæmi af málbreytingum frá ýmsum tímum, einkum úr germönskum og öðrum indóevrópskum málum en einnig úr öðrum málaættum. Jafnframt verður rætt um þróun hugmynda um eðli málbreytinga.
Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)
Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.
Setningar og samhengi (ÍSL321G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum).
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Tölfræði I (SÁL102G)
Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku, m.a. málstöðvar í mannsheilanum og markaldur í máli, og áhrif málumhverfisins á máltöku barna. Rætt verður um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin bæði almennt og hér heima. Þá verður fjallað um hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði auk þess sem gerð verður grein fyrir þróun orðaforða. Einnig verður fjallað um áhrif stafræns málsambýlis við ensku á málfærni íslenskra barna og um þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni. Að lokum verða frávik í málþroska rædd, m.a. stam, lesblinda og málþroskaröskun, og fjallað um tvítyngi og máltöku annars og erlendra mála. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra tungumál og á þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið og ýmsar greinar um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir. Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)
Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.
Setningafræði (ÍSL440G)
Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.
Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.
Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)
Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.
Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)
Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagi (AMV416G)
Þetta námskeið fjallar um tjákn (e. emojis). Ef tjákn væru tungumál væri ekkert annað mannlegt mál með fleiri málhafa. Vistkerfi tjákna virðist enn fremur hafa þversagnakennd áhrif á tungumál. Að sumu leyti bjóða tjákn upp á fjölbreyttari leiðir til að tjá sig í ritmáli en nokkru sinni fyrr – en þau hafa þó einnig verið borin saman við nýlenskuna í dystópíu Orwell, 1984, vegna þess hvernig þau takmarka möguleika á tjáskiptum.
Þó að tjákn eigi sér fremur stutta sögu þá hefur mikið verið um þau fjallað, bæði í akademísku samhengi og utan þess. Í þessu námskeiði munum við kanna hvaðan tjákn koma, hvernig tæknin sem liggur þeim að baki virkar og hvernig hægt er að nota máltækni til að greina og móta mannlega hegðun og upplifun með tjáknum og hugbúnaði sem vinnur með þau. Við munum sjá hvernig djúp tauganet hafa verið notuð við greiningu á viðhorfum í ritmáli og náð betri árangri en fólk í að greina kaldhæðni eftir að hafa verið þjálfuð á milljónum tjákna. Við munum fjalla um hvernig fólk með jaðarsettar sjálfsmyndir hefur barist fyrir inngildingu í samfélagi tjákna þannig að tíst geti tjáð það að vera trans, klæðast andlitsslæðu, vera á blæðingum eða sýnt húðlit þess sem skrifar. Við lærum um hvernig sumar svona tilraunir eru árangursríkar en aðrar ekki og ræðum hvers vegna svo sé. Námskeiðið mun kafa ofan í hvernig við skiljum og misskiljum tjákn og hvernig þau þýðast á milli mála, menningarheima, aldurshópa og ólíkrar tækniumgjarðar, svo sem á milli iPhone og Android-síma.
Námskeiðið mun setja tjákn í samhengi við kenningar í málvísindum, þar á meðal hvernig tjákn hafa verið greind sem skriflegt látbragð (e. gestures) og hvernig rétt sé að fjalla um orðhlutafræði þeirra og merkingarfræði. Málvísindi eru vísindagrein sem hjálpar okkur að uppgötva og skilja kunnáttu sem við búum þegar yfir og þess vegna er vel hugsanlegt að í námskeiðinu munir þú kynnast eigin ómeðvitaðri þekkingu á tjáknum. Námskeiðið hentar nemendum með alls konar bakgrunn.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Málfræði táknmáls I (TÁK207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.
Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Fornmálið (ÍSL211G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.
Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.
- Haust
- BA-ritgerð í almennum málvísindum
- Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðirE
- Arabíska IV
- Færeyska og íslenskaV
- Forritun fyrir hugvísindafólkV
- Tölfræði IV
- Íslensk málsagaV
- Máltaka barnaV
- EinstaklingsverkefniV
- Breytingar og tilbrigðiV
- Vor
- Beygingar- og orðmyndunarfræðiE
- BA-ritgerð í almennum málvísindum
- Hverfult tungutak í deiglu samtímansVE
- TvítyngiV
- Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagiVE
- Tal- og málmeinV
- Málfræði táknmáls IV
- EinstaklingsverkefniV
- FornmáliðV
BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)
BA-ritgerð í almennum málvísindum
Sálfræði tungumáls, heilinn og erfðir (AMV313G)
Í námskeiðinu verður fjallað um helstu aðferðir sálfræðilegra málvísinda og hugrænna taugavísinda í rannsóknum á tungumáli. Rætt verður m.a. um úrvinnslu heilans á merkingu og setningafræði og fjallað um viðfangsefni á borð við tvítyngi, talmyndun, málþroska og túlkun á óbeinu máli (t.d. kaldhæðni). Að lokum verður stuttlega farið yfir nýjustu rannsóknir á erfðaþáttum tungumáls.
Námskeiðið er kennt á ensku og samkennt með námskeiði á framhaldsstigi en námskröfur eru ólíkar.
Arabíska I (MAF102G)
Nemendur byrja á því að læra arabíska stafrófið og málhljóðin ásamt undirstöðuatriðum. Eftir að nemendur hafa náð góðum tökum á stafrófinu verður farið í helstu málfræðiatriði, einfalda setningargerð og orðaforða. Samhliða því er einblínt á bæði hlustun og munnlega tjáningu. Mikil áhersla er lögð á mætingu og heimavinnu nemenda. Námskeiðið er kennt á ensku.
Námskeiðið er undanfari MAF204G: Arabíska II.
Færeyska og íslenska (ÍSL515M)
Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál.
Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum).
Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.
Tölfræði I (SÁL102G)
Meginefni námskeiðsins er lýsandi tölfræði og myndræn framsetning gagna. Fjallað verður m.a. um helstu mælitölur lýsandi tölfræði, myndræna framsetningu gagna, einfalda línulega aðhvarfsgreiningu, fylgni, úrtaksgerð, grunnatriði líkindafræði og úrtakadreifingar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi. Ætlast er til þess að nemendur mæti í alla fyrirlestra.
Íslensk málsaga (ÍSL334G)
Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.
Máltaka barna (ÍSL508G)
Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku, m.a. málstöðvar í mannsheilanum og markaldur í máli, og áhrif málumhverfisins á máltöku barna. Rætt verður um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin bæði almennt og hér heima. Þá verður fjallað um hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði auk þess sem gerð verður grein fyrir þróun orðaforða. Einnig verður fjallað um áhrif stafræns málsambýlis við ensku á málfærni íslenskra barna og um þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni. Að lokum verða frávik í málþroska rædd, m.a. stam, lesblinda og málþroskaröskun, og fjallað um tvítyngi og máltöku annars og erlendra mála. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra tungumál og á þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið og ýmsar greinar um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir. Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)
Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.
Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)
Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.
BA-ritgerð í almennum málvísindum (AMV261L)
BA-ritgerð í almennum málvísindum
Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)
Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagi (AMV416G)
Þetta námskeið fjallar um tjákn (e. emojis). Ef tjákn væru tungumál væri ekkert annað mannlegt mál með fleiri málhafa. Vistkerfi tjákna virðist enn fremur hafa þversagnakennd áhrif á tungumál. Að sumu leyti bjóða tjákn upp á fjölbreyttari leiðir til að tjá sig í ritmáli en nokkru sinni fyrr – en þau hafa þó einnig verið borin saman við nýlenskuna í dystópíu Orwell, 1984, vegna þess hvernig þau takmarka möguleika á tjáskiptum.
Þó að tjákn eigi sér fremur stutta sögu þá hefur mikið verið um þau fjallað, bæði í akademísku samhengi og utan þess. Í þessu námskeiði munum við kanna hvaðan tjákn koma, hvernig tæknin sem liggur þeim að baki virkar og hvernig hægt er að nota máltækni til að greina og móta mannlega hegðun og upplifun með tjáknum og hugbúnaði sem vinnur með þau. Við munum sjá hvernig djúp tauganet hafa verið notuð við greiningu á viðhorfum í ritmáli og náð betri árangri en fólk í að greina kaldhæðni eftir að hafa verið þjálfuð á milljónum tjákna. Við munum fjalla um hvernig fólk með jaðarsettar sjálfsmyndir hefur barist fyrir inngildingu í samfélagi tjákna þannig að tíst geti tjáð það að vera trans, klæðast andlitsslæðu, vera á blæðingum eða sýnt húðlit þess sem skrifar. Við lærum um hvernig sumar svona tilraunir eru árangursríkar en aðrar ekki og ræðum hvers vegna svo sé. Námskeiðið mun kafa ofan í hvernig við skiljum og misskiljum tjákn og hvernig þau þýðast á milli mála, menningarheima, aldurshópa og ólíkrar tækniumgjarðar, svo sem á milli iPhone og Android-síma.
Námskeiðið mun setja tjákn í samhengi við kenningar í málvísindum, þar á meðal hvernig tjákn hafa verið greind sem skriflegt látbragð (e. gestures) og hvernig rétt sé að fjalla um orðhlutafræði þeirra og merkingarfræði. Málvísindi eru vísindagrein sem hjálpar okkur að uppgötva og skilja kunnáttu sem við búum þegar yfir og þess vegna er vel hugsanlegt að í námskeiðinu munir þú kynnast eigin ómeðvitaðri þekkingu á tjáknum. Námskeiðið hentar nemendum með alls konar bakgrunn.
Tal- og málmein (AMV415G)
Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.
Málfræði táknmáls I (TÁK207G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur átti sig á grunneiningum og uppbyggingu táknmála almennt, verði færir um að útskýra þá þætti og bera saman við raddmál. Gefið verður yfirlit yfir meginþætti málfræði íslenska táknmálsins og þá málfræðiþætti sem táknmál eiga sameiginlega.
Kennslan byggist að miklu leyti á gagnvirkum fyrirlestrum og mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum. Lesefni er mestallt á ensku en dæmi úr íslenska táknmálinu eru rædd í fyrirlestrum. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli (íslensku eða erlendu). Námsmat byggist á heimaverkefnum, ritgerð og skriflegu lokaprófi (rafrænu) sem haldið verður í lok misseris. Listi yfir lesefni til prófs verður birtur í byrjun apríl. Viðmið um vinnuálag í háskólum gerir ráð fyrir að í 10 eininga námskeiði sé vinnuframlag nemanda 250-300 stundir á misseri. Ef gert er ráð fyrir 15 vikna misseri (kennsla 13 vikur og próftími/ritgerðarvinna 2 vikur) ætti nemandi að vinna að meðaltali 16-20 tíma á viku, kennslustundir þar meðtaldar.
Einstaklingsverkefni (AMV601G)
Nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við fastan kennara, kynnir sér það og skilar skýrslu, ritgerð eða annars konar verkefnum eftir atvikum. Námskeið sem þetta er eingöngu fyrir þá sem taka almenn málvísindi til 180 eininga. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður námsleiðar.
Fornmálið (ÍSL211G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.
Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.