Almenn málvísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Almenn málvísindi

Almenn málvísindi

BA gráða

. . .

Í almennum málvísindum er fjallað um eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum getur nýst mjög vel í ýmsu öðru háskólanámi, bæði grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess sem hún getur komið sér vel í margs konar störfum.

Um námið

Í almennum málvísindum er fjallað um eðli mannlegs máls og sérkenni einstakra tungumála. Undirstöðumenntun í almennum málvísindum getur nýst mjög vel í ýmsu öðru háskólanámi, bæði grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess sem hún getur komið sér vel í margs konar störfum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í almennum málvísindum er æskilegur undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig rannsóknir og fræðastörf á sviði málvísinda, t.d. við háskólastofnanir. Málvísindanám er góðu undirstaða fyrir margs konar störf þar sem fengist er við tungumálið og samskipti almennt, þar á meðal ritstörf, fjölmiðlun og kynningarstarf, auk starfa sem tengjast tungumálum með beinni hætti eins og talmeinafræði, máltækni og ýmis ráðgjöf á sviði tungumáls.

Málvísindanám er einnig góður grunnur fyrir nám eða rannsóknir í öðrum greinum með áherslu á þætti sem varða málið, þar á meðal í erlendum tungumálum, sálfræði, félagsfræði og mannfræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir og fræðastörf
  • Talmeinafræði
  • Máltækni
  • Ritstörf
  • Fjölmiðlun og kynningarstarf

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.