Eðlisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Eðlisfræði

Verklegur tími í eðlisfræði

Eðlisfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Eðlisfræðin er meðal fjölbreyttustu námsgreina raunvísinda og verkfræði, í senn skemmtileg og hagnýt.

Námið veitir þekkingu og færni til að takast á við margvísleg verkefni á sviði eðlisfræði og skyldra greina. 

Grunnnám

Skyldunámskeið í eðlisfræði eru um helmingur námsins.  Stærðfræðinámskeið eru um fjórðungur námsins en afgangurinn eru valnámskeið. Velja má námskeið í eðlisfræði eða úr öðrum námsbrautum.

Grunnnámið skiptist í tvö kjörsvið sem veita traustan eðlisfræðigrunn:
Eðlisfræði 
Eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi 

Meðal viðfangsefna

 • Þyngdarbylgjur
 • Fjarreikistjörnur
 • Nanótækni
 • Skammtafræði
 • Afstæðiskenningar Einsteins
 • Heimsfræði
 • Svarthol
 • Varmafræði
 • Tvíeðli ljóss
 • Kjarna- og öreindafræði
 • Eðlisfræði þéttefnis
 • Mæliaðferðir og tilraunauppsetning

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Eðlisfræðingar vinna við margvísleg rannsókna- og tæknistörf sem krefjast traustrar grunnmenntunar í raunvísindum. Þeir stunda kennslu og sinna stjórnunarstörfum.

Eðlisfræðingar eru sérmenntaðir til að stunda grunnrannsóknir og tækniþróun. Slík störf er oftast að finna innan rannsókna- og kennsludeilda háskóla og rannsóknastofnana, auk verkfræðistofa og þróunardeilda hátæknifyrtækja, nýsköpunarfyrirtækja og sjúkrahúsa.

Starfsvettvangur eðlisfræðinga er því mjög fjölþættur.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Námsbraut í eðlisfræði býður upp á framhaldsnám til meistaraprófs á fjórum meginsviðum: eðlisfræði þéttefnis og nanóvísindum, stjarneðlisfræði, kennilegri öreindafræði og veðurfræði

Framhaldsnámið byggist á einstaklingsmiðaðri námsáætlun.  Mikið valfrelsi er til sérhæfingar út frá áhugasviði. Nemendum gefst tækifæri til að starfa að rannsóknaverkefnum í tengslum við starfsmenn námsbrautarinnar.

Félagslíf

 • Nemendafélag eðlisfræðinema heitir Stigull
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr