
Eðlisfræði
180 einingar - BS gráða
Eðlisfræðin er meðal fjölbreyttustu námsgreina raunvísinda og verkfræði, í senn skemmtileg og hagnýt.
Námið veitir þekkingu og færni til að takast á við margvísleg verkefni á sviði eðlisfræði og skyldra greina.

Grunnnám
Skyldunámskeið í eðlisfræði eru um helmingur námsins. Stærðfræðinámskeið eru um fjórðungur námsins en afgangurinn eru valnámskeið. Velja má námskeið í eðlisfræði eða úr öðrum námsbrautum.
Grunnnámið skiptist í tvö kjörsvið sem veita traustan eðlisfræðigrunn:
• Eðlisfræði
• Eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi

Meðal viðfangsefna
- Þyngdarbylgjur
- Fjarreikistjörnur
- Nanótækni
- Skammtafræði
- Afstæðiskenningar Einsteins
- Heimsfræði
- Svarthol
- Varmafræði
- Tvíeðli ljóss
- Kjarna- og öreindafræði
- Eðlisfræði þéttefnis
- Mæliaðferðir og tilraunauppsetning
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.