
Vélaverkfræði
180 einingar - BS gráða
Vélaverkfræðinám er afar fjölbreytt og hagnýtt og opnar margar leiðir út í atvinnulífið.
Í náminu er lögð áhersla á að byggja traustan fræðilegan grunn þar sem nútímaaðferðir, hugbúnaður og tæki eru notuð við lausn verkefna.
Nám í vélaverkfræði er einnig góður grunnur fyrir framhaldsnám á öðrum sviðum, svo sem á sviði lífverkfræði og endurnýjanlegrar orku.

Grunnnám
Grunnnám til BS-prófs tekur þrjú ár, en til þess að öðlast lögverndaða starfsheitið vélaverkfræðingur þarf einnig að ljúka MS-prófi.
Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum.
Skyldunámskeiðin byggja upp almenna grunnþekkingu á raungreinum og viðfangsefnum vélaverkfræði. Á síðari stigum námsins gefst nemendum kostur á að færa sig nær sínu áhugasviði með fjölbreyttu úrvali valnámskeiða. Mögulegt er að taka hluta þeirra í öðrum deildum HÍ eða við erlenda háskóla.
Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Meðal viðfangsefna
- Burðarþols- og efnisfræði
- Hönnun og smíði sjálfvirkra tækja
- Sveiflu- og vélhlutafræði
- Krafta- og hreyfifræði mannslíkamans
- Varma- og straumfræði
- Tölvuvædd hönnun og greining
- Stýringar og mælitækni
- Úrvinnsla og framsetning gagna
- Tölvuteikning og framleiðsluferlar
- Forritun og notkun hugbúnaðar
- Hönnun og smíði kappakstursbíls
- Vöruþróun og nýsköpun
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.