Vélaverkfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Vélaverkfræði

Vélaverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Vélaverkfræðinám er afar fjölbreytt og hagnýtt og opnar margar leiðir út í atvinnulífið.

Í náminu er lögð áhersla á að byggja traustan fræðilegan grunn þar sem nútímaaðferðir, hugbúnaður og tæki eru notuð við lausn verkefna.

Nám í vélaverkfræði er einnig góður grunnur fyrir framhaldsnám á öðrum sviðum, svo sem á sviði lífverkfræði og endurnýjanlegrar orku.

Grunnnám

Grunnnám til BS-prófs tekur þrjú ár, en til þess að öðlast lögverndaða starfsheitið vélaverkfræðingur þarf einnig að ljúka MS-prófi.

Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum.

Skyldunámskeiðin byggja upp almenna grunnþekkingu á raungreinum og viðfangsefnum vélaverkfræði. Á síðari stigum námsins gefst nemendum kostur á að færa sig nær sínu áhugasviði með fjölbreyttu úrvali valnámskeiða. Mögulegt er að taka hluta þeirra í öðrum deildum HÍ eða við erlenda háskóla.

Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Meðal viðfangsefna

 • Burðarþols- og efnisfræði
 • Hönnun og smíði sjálfvirkra tækja
 • Sveiflu- og vélhlutafræði
 • Krafta- og hreyfifræði mannslíkamans
 • Varma- og straumfræði
 • Tölvuvædd hönnun og greining
 • Stýringar og mælitækni
 • Úrvinnsla og framsetning gagna
 • Tölvuteikning og framleiðsluferlar
 • Forritun og notkun hugbúnaðar
 • Hönnun og smíði kappakstursbíls
 • Vöruþróun og nýsköpun

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Aron Óttarsson
Aron Óttarsson
Nemandi í vélaverkfræði

Námið í Háskóla Íslands hefur gefið mér allskonar tækifæri sem hefðu annars ekki verið í boði, t.d. að fá að nýta fræðina sem ég læri í að hanna og smíða kappakstursbíl frá grunni. Svo er félagslífið mjög gott, það er mjög auðvelt að kynnast nýju fólki og nemendafélögin sjá til þess að hópurinn hristist saman með vísindaferðum og öðrum skemmtilegum uppákomum, en þau sjá einnig til þess að gæta hagsmuna félagsmanna.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Vélaverkfræðingar frá Háskóla Íslands eru eftirsóttir starfskraftar ekki síst vegna þjálfunar í að beita öguðum vinnubrögðum við lausn flókinna vandamála.

Vélaverkfræðingar veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis. Þeir starfa við hönnun og greiningu en einnig sem framkvæmdastjórar og skipuleggjendur.  

Sem dæmi um starfsvettvang vélaverkfræðinga má nefna framleiðslufyrirtæki, verkfræðistofur, orkufyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki og fjármálastofnanir.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á meistaranám og doktorsnám í vélaverkfræði.

Meistaranám í vélaverkfræði býður upp á tvö kjörsvið, annars vegar vélaverkfræði og hins vegar endurnýjanlega orku (jarðhitaverkfræði).

Félagslíf

 • VÉLIN er nemendafélag iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og efnaverkfræðinema 
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum,keppnum og árshátíð
Þú gætir líka haft áhuga á:
IðnaðarverkfræðiRafmagns- og tölvuverkfræðiHugbúnaðarverkfræði
Umhverfis- og byggingarverkfræðiMatvælafræðiTannlæknisfræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
IðnaðarverkfræðiRafmagns- og tölvuverkfræði
HugbúnaðarverkfræðiUmhverfis- og byggingarverkfræði
MatvælafræðiTannlæknisfræði

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is

Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
 s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram   Twitter    Youtube

 Facebook    Flickr