
Vélaverkfræði
180 einingar - BS gráða
Vélaverkfræðinám er afar fjölbreytt og hagnýtt og opnar margar leiðir út í atvinnulífið. Viðfangsefni vélaverkfræðinnar eru fjölbreytt og má finna mjög víða, t.d. við þróun á jarðhita og sjálfbærri orku, hönnun kerfa og tæki sem létta okkur lífið, nýsköpun tengd líftækni, heilsu og stoðtækjum og svo mætti lengi telja.

Grunnnám
Grunnnám til BS-prófs tekur þrjú ár, en til þess að öðlast lögverndaða starfsheitið vélaverkfræðingur þarf einnig að ljúka MS-prófi.
Nemendur læra að hanna og þróa kerfi og kerfishluta sem snerta líf okkar á hverjum degi. Í náminu öðlast þeir sterkan fræðilegan grunn og temur þér vinnubrögð sem byggjast á aga, framtakssemi og gagnrýninni hugsun.
Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum. Skyldunámskeiðin byggja upp almenna grunnþekkingu á raungreinum og viðfangsefnum vélaverkfræði. Á síðari stigum námsins gefst nemendum kostur á að færa sig nær sínu áhugasviði með fjölbreyttu úrvali valnámskeiða. Mögulegt er að taka hluta þeirra í öðrum deildum HÍ eða við erlenda háskóla. Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Hefur þú áhuga á að vita..
- Hvernig við nýtum jarðhita? Hvernig vélar virka, í einfaldasta skilningi orðsins? Hvaða ferlar gegna lykilhlutverkum í allri framleiðslu nútímans?
- Hvaða efni henta best í vörur og tæki? Hvaða framleiðsluaðferðir liggja að baki? Hvernig á að greina styrk hluta og öryggi?
- Hvernig tengjum við saman tölvur og tæki okkur til gagns? Hvað er gervigreind og hvernig nýtist hún okkur?
- Hvernig hefur titringur burðarvirkja og tækja áhrif á mannfólk og endingu?
- Hvaða nútímalausnir nýtast við smíði sjálfvirkra tækja? Hvaða aðferðir notum við til að hanna gervifætur og fiskvinnsluvélar?
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.