Skip to main content

Vélaverkfræði

Vélaverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Vélaverkfræðinám er afar fjölbreytt og hagnýtt og opnar margar leiðir út í atvinnulífið. Vélaverkfræði er einnig góður grunnur fyrir framhaldsnám á öðrum sviðum, svo sem á sviði lífverkfræði og endurnýjanlegri orku.

Grunnnám

Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum.

Byggð er upp almenn grunnþekkingu á raungreinum og viðfangsefnum vélaverkfræði.

Fjölbreytt úrval valnámskeiða er á síðari stigum námsins. Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu.

Meðal viðfangsefna

 • Burðarþols- og efnisfræði
 • Hönnun og smíði sjálfvirkra tækja
 • Sveiflu- og vélhlutafræði
 • Forritun og notkun hugbúnaðar
 • Tölvuvædd hönnun og greining
 • Hönnun og smíði kappakstursbíls
   

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Vélaverkfræðingar frá Háskóla Íslands eru eftirsóttir starfskraftar ekki síst vegna þjálfunar í að beita öguðum vinnubrögðum við lausn flókinna vandamála.

Vélaverkfræðingar veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis. Þeir starfa við hönnun og greiningu en einnig sem framkvæmdastjórar og skipuleggjendur.  

Sem dæmi um starfsvettvang vélaverkfræðinga má nefna framleiðslufyrirtæki, verkfræðistofur, orkufyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki og fjármálastofnanir.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á meistaranám og doktorsnám í vélaverkfræði. Meistaranám í vélaverkfræði býður upp á tvö kjörsvið.

Félagslíf

 • VÉLIN er nemendafélag iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og efnaverkfræðinema 
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum,keppnum og árshátíð

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall